Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
✝ Arndís Kr.Magnúsdóttir
fæddist á Bæ í
Króksfirði 20. júlí
1927. Hún lést að
Hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í
Garðabæ 30. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Magnús G. Ingi-
mundarson, bóndi,
hreppstjóri og vegavinnuverk-
stjóri, og Jóhanna Hákonar-
dóttir.
Alsystkini Arndísar voru Sig-
ríður, f. 1924, Lúðvík, f. 1925,
Erlingur, f. 1931, og tvíbur-
arnir Ingimundur og Hákon, f.
1933. Hálfbræður samfeðra:
Ólafur, f. 1940, og Gunnlaugur,
f. 1945. Fóstursystir Hulda
Pálsdóttir, f. 1922.
Arndís giftist 9. september
1950 Stefáni G. Guðlaugssyni
húsasmíðameistara, f. 6. júlí
1926, d. 27. ágúst 1997. Börn
þeirra: 1) Jóhanna Kristín
Hauksdóttir, fædd 3. febrúar
1948. Faðir hennar var Haukur
Þórhallsson, f. 1923, d. 2011.
Eiginmaður Jóhönnu: Örlygur
Örn Oddgeirsson, f. 1. septem-
ber 1945. Börn þeirra: a) Stefán
Haukur, f. 1968, eiginkona hans
er Krista Watkins og börn
þeirra Kira Eydís og Ryker Ari;
b) Kolbrún Anna, f. 1970, eig-
inmaður Snorri Sigurðsson og
börn þeirra Arnar Hrafn, Haf-
Berg. 3) Guðlaugur Stefánsson,
f. 3. október 1952, eiginkona
Kristjana Guðjónsdóttir, f. 5.
september 1955. Kristjana átti
fyrir dótturina a) Ástu Mörtu
Róbertsdóttur, f. 1973. Börn
Ástu Mörtu: Guðlaugur Victor
Pálsson og Kristjana Marta
Marteinsdóttir. Sambýliskona
Guðlaugs Victors er Natalia
Hahn og sonur þeirra Axel Ar-
on. Börn Guðlaugs og Kristjönu
eru: b) Eva Hrund, f. 1982, sam-
býlismaður hennar er Hafsteinn
Þór Einarsson og börn þeirra
Aldís Lilja og Sölvi; og c) Guð-
jón Ingi, f. 1987, sambýliskona
hans er Kristjana Jóhannsdóttir
og dóttir þeirra Karen Sif.
Eftir barnaskóla lauk Arndís
námi frá Húsmæðraskólanum á
Löngumýri í Skagafirði en
vegna aðstæðna á þeim tíma
varð ekki af frekara námi. Arn-
dís og Stefán bjuggu fyrst í stað
á Reykhólum en störfuðu víða
um land fyrstu búskaparárin.
Árið 1958 fluttu þau til Reykja-
víkur og bjuggu þar í um 20 ár,
lengst af í Stóragerði, en fluttu
í Garðabæ árið 1978. Í Reykja-
vík vann Arndís m.a. í um 10 ár
sem verkstjóri, en síðustu 20
árin í starfi var hún for-
stöðukona hjá Reykjavík-
urborg. Hún var formaður nem-
endafélags Húsmæðraskólans á
Löngumýri, formaður kvenna-
deildar Barðstrendingafélags-
ins, formaður í félagi eigin-
kvenna húsasmíðameistara, í
sóknarnefnd Garðasóknar og í
stjórn Félags eldri borgara í
Garðabæ, sem varaformaður og
síðan formaður.
Útför Arndísar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
7. júní 2019, klukkan 13.
þór Freyr og Tinna
Rós; c) Dagný
Björk, f. 1986, eig-
inmaður Fannar
Guðbjörnsson, börn
þeirra Karen Mjöll
og Sindri Þór, en
fyrir átti Fannar
dótturina Anítu
Lilju. 2) Magnús
Ingimundur Stef-
ánsson, f. 11. jan-
úar 1951. Fyrri
kona Dagný Ólafsdóttir, f. 17.
júlí 1950, d. 10. september
1974. Dóttir þeirra er a) Arn-
dís, f. 1970, eiginmaður Guð-
mundur Jóhannsson og synir
þeirra Jóhann Ingi og Magnús
Dagur. Seinni kona Magnúsar
var Elín Eyjólfsdóttir, f. 12.
mars 1951, d. 18. ágúst 2014.
Hún átti fyrir dóttur, b) Soffíu
Hreinsdóttur, f. 1973, eig-
inmaður Björn Þór Guðmunds-
son. Þau eiga saman tvö börn,
Brynjar Þór og Birtu Karen, en
frá fyrra hjónabandi á Soffía
börnin Halldór Guðmundsson
og Elínu Guðmundsdóttur.
Eldri sonur Magnúsar og Elínar
er c) Elvar, f. 1978, eiginkona
Matthildur Ósk Matthíasdóttir,
börn þeirra eru Hermína Mist,
Viktoría Mist og Elvar Jökull.
Yngri sonur Magnúsar og El-
ínar er d) Birkir, f. 1985. Eigin-
kona hans er Ásdís Guðrún
Smáradóttir. Ásdís átti fyrir
soninn Benjamín Elvar og son-
ur Birkis og Ásdísar er Smári
Við kynntumst Dísu fyrir um
10 árum þegar hún kom eins og
ljós inn í líf pabba og okkar. Hún
var okkur yndisleg og við þökk-
um fyrir allar skemmtilegu
stundirnar sem við áttum með
henni.
Við vottum börnum hennar og
þeirra fjölskyldum okkar innileg-
ustu samúðarkveðju og megi
Drottinn varðveita þau í þessari
miklu sorg.
Við leggjum blómsveig á beðinn þinn
og blessum þær liðnu stundir
er lífið fagurt lék um sinn
og ljúfir vinanna fundir
en sorgin með tregatár á kinn
hún tekur í hjartans undir.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Kristín Þorgeirsdóttir
og fjölskylda.
Elskuleg amma mín, Arndís
Magnúsdóttir, er látin, sátt og
södd lífdaga. Þessi alnafna mín
var mér frá blautu barnsbeini
mikil stoð og stytta. Ég var ekki
nema fjögurra ára þegar ég
þurfti sérlega mikið á ömmu
Dísu og afa Stefáni að halda og
ég á henni svo margt að þakka.
Hún stóð alltaf við bakið á mér,
alla tíð.
Við vorum mjög nánar og
varla leið sá dagur að ég heyrði
ekki í henni og alltaf spurði hún
frétta af sínu fólki, fylgdist með
einu og öllu sem fram fór hjá
mér og mínum allt fram á síðasta
dag.
Amma var ákveðin kona – það
sópaði að henni, mikill leiðtogi og
óhrædd við að láta skoðanir sínar
í ljós. Ávallt reisn yfir henni og
það var henni sérstakt keppikefli
að vera vel til höfð og fín. Við
nöfnurnar fórum ófáar ferðirnar
í verslanir að skoða hvað væri
nýjasta nýtt sem á boðstólum
væri.
Vinamörg og vinagóð var hún
og tók virkan þátt í félagsstarfi
alveg fram á síðustu viku .
Söknuðurinn er sár en eftir
stendur þakklæti fyrir allt sem
elsku amma Dísa veitti okkur og
gaf af örlæti hjarta síns: velvild-
ina, hlýjuna og umhyggjuna fyrir
okkur öllum.
Það sem hún gaf okkur lifir
áfram.
Arndís Magnúsdóttir.
Elsku Dísa amma!
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Það þekktu þig allir, Dísa
amma mín, og nú er 3.-4.-5. kyn-
slóðin frá þinni tíð og það vita all-
ir hver „Dísa amma“ er. Þú munt
alltaf vera í huga og hjarta
þeirra sem þekktu þig og þeirra
sem farin eru.
Ég mun ávallt minnast þín og
okkar stunda sem voru ófáar.
Þú varst fyrst og fremst
amma og langamma barna
minna og svo langalangamma
barnabarns míns hans Axel Ar-
ons, sem fékk að sjá þig og kynn-
ast þér.
Þú varst kletturinn minn,
trúnaðarvinkona, bjargvættur,
vinkona og gafst þér alltaf tíma
fyrir mig og svo börnin mín. Þú
sást alltaf það góða í manni og
gast alltaf sýnt samkennd og
kærleika.
Það er öll ævi mín sem ég gæti
skrifað um og margar minning-
ar, eins og Melás, föstudags-
baksturinn, svindl olsen, heim-
komur ykkar afa frá útlöndum,
fjölskylduboðin og jólin svo eitt-
hvað sé nefnt. – Síðasti mánuður
er mér minnisstæðastur þar sem
ég sat hjá þér klukkustundum
saman og við hlógum að vitleys-
unni í okkur, með svartan húmor
og slógum á létta strengi! Spil-
uðum spil og lásum saman minn-
ingargreinar og ég klippti út.
Töluðum um ættfræði, þar sem
þú virtist þekkja alla og sama frá
hvaða stað það var á landinu, þú
vissir hverra manna hver var.
Áttum ófá samtöl erlendis í
gegnum facetime við langalang-
ömmubarnið og Gulla Victors
þannig að þú gast alltaf séð þá.
Við ræddum líka á alvarlegum
nótum og þú vildir fræðast mikið
um meðvirkni og bata. Þín heit-
asta ósk var að öllum liði vel og
vildir þú sjá alla hamingjusama í
sátt og samlyndi.
Þú varst svo stolt af mér og ég
gaf þér loforð sem ég stóð við og
við tvær eigum bara og höldum í
því ég veit að þú munt fylgja mér
um mína ókomna tíð.
Þinn tími var kominn sagðir
þú og þú varst tilbúin að kveðja.
Ég er svo þakklát og gæfusöm
að hafa fengið að vera þér við
hlið á meðan þú varst að búa þig
undir ferðalagið. Við töluðum
mikið um það og ævi þína og allt
sem þú hefðir áorkað, sem var
meira en margur annar.
Ég finn strax söknuð og gleðst
yfir að vita af þér á góðum stað
þar sem afi hefur tekið á móti
þér. Það er sorg í hjarta mínu
sem og fullt af minningum sem
munu lifa með mér og krökk-
unum líka, Gulla V. og Kristjönu
Mörtu.
Við elskum þig, amma okkar,
og guð geymi ykkur afa.
Hvíl í friði.
Þín
Ásta Marta Róbertsdóttir.
Nú hefur elsku Dísa móður-
systir okkar kvatt þetta líf. Í níu
systkina hópi var Dísa fjórða
elsta en er nú sú áttunda sem
kveður. Dísa var falleg og góð
kona sem elskaði sitt fólk. Hún
vildi að öllum liði vel. Dísa var
lánsöm í sínu lífi og eignaðist
góða og fallega fjölskyldu. Hún
giftist Stefáni Guðlaugssyni
húsasmíðameistara árið 1950 og
eignuðust þau tvo syni en fyrir
átti Dísa eina dóttur.
Þau Dísa og Stefán byggðu
sér hús á Reykhólum og bjuggu
þar nokkur ár og fluttu síðar til
Reykjavíkur. Dísa var félagslynd
og tók þátt í margs konar fé-
lagsstarfssemi. Stefán lést árið
1997, eftir það bjó Dísa í Kirkju-
lundi og Strikinu til ársins 2017
en þá fluttist hún á Dvalar-
heimilið Ísafold, þar sem hún
fékk sérlega góða umönnun.
Undanfarið þegar við höfum
heimsótt Dísu á Ísafold hefur
verið gaman að rifja upp gamla
tíma vestur í Bæ í Reykhólasveit
því við áttum svo fagra æsku,
þar sem regla og fegurð á lífið
var ætíð í fyrirrúmi. Þar var
mikill gestagangur enda áning-
arstaður fyrir rútuna vestur,
símstöð, pósthús og fengum við
þar gott veganesti út í lífið.
Fjölskyldur okkar votta af-
komendum og tengdafólki Dísu
innilega samúð.
Blessuð sé minning Dísu
frænku.
Jóhanna, Hrefna,
Salóme, Magnús og
Sigurveig.
Okkur langar til að minnast
Dísu frænku með fáeinum orð-
um.
Ég hef þekkt Dísu frá því ég
fór að vinna og síðar á samning í
húsasmíði hjá eiginmanni
hennar, Stefáni Guðlaugssyni
húsasmíðameistara, sem lést
langt um aldur fram, rúmlega
sjötugur að aldri. Blessuð sé
minning hans.
Við Stefán urðum fljótt mjög
góðir vinir og varð ég heima-
gangur á heimili þeirra hjóna.
Þegar við Systa fórum svo að
vera saman urðu tengslin ennþá
meiri þar sem Hulda, móðir
Systu, var fóstursystir Dísu og
voru þær fóstursysturnar alla tíð
mjög nánar. Systa man eftir
Dísu frænku sinni sem elskulegri
móðursystur síðan hún fór að
muna eftir sér. Á árum áður
ferðuðumst við heilmikið innan-
lands með Dísu og Stefáni og
börnum þeirra. Þetta voru alltaf
mjög skemmtilegar og gefandi
ferðir.
Börnum, tengdabörnum og
barnabörnum okkar Systu var
Dísa líka yndisleg frænka. Þegar
börnin okkar voru lítil voru þau
alltaf mjög spennt fyrir að fara í
heimsókn í Stóragerðið og síðar
Melásinn. Dísa sýndi þeim öllum
mikinn áhuga og fylgdist vel með
hvað allir höfðu fyrir stafni. Hún
var aukaamma fyrir þeim.
Dísa var myndarkona, mikil
húsmóðir og afar gestrisin. Í lok
vinnudags kom ég oft við heima
hjá þeim til að fara yfir málin
með Stefáni og mátti Dísa ekki
heyra á það minnst að ég færi án
þess að borða með þeim. Fór það
því oft þannig að ég borðaði með
þeim hjónum áður en ég fór svo
heim í kvöldmat. Meira að segja
eftir að hún var komin á hjúkr-
unarheimili var það henni mik-
ilvægt að við fengjum kaffi og
meðlæti þegar við komum í
heimsókn.
Dísa hefur verið með okkur
fjölskyldunni bæði á gleði- og
sorgarstundum í gegnum árin og
sem betur fer hafa gleðistund-
irnar verið miklu fleiri. Alltaf var
jafn gott að hafa hana hjá sér.
Við Systa og börnin okkar vilj-
um votta börnum Dísu, þeim
Hönnu, Magga og Gulla og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
okkar.
Dísa er búin að eiga góðan vin
í nokkur ár, Þorgeir Guðmunds-
son, sem búinn var að missa sína
konu. Hafa þau átt góðar stundir
saman. Við vottum honum líka
innilega samúð.
Einnig vottum við Gulla, bróð-
ur Dísu, innilega samúð, en nú er
hann einn eftir af stóra systk-
inahópnum frá Bæ í Króksfirði.
Að lokum þökkum við fjöl-
skyldan elsku Dísu frænku okk-
ar áratuga vináttu og tryggð.
Megi hún hvíla í friði.
Snorri Jóhannesson,
Guðrún Hafliðadóttir.
Arndís Kr.
Magnúsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÉTA HULDA HJARTARDÓTTIR,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
laugardaginn 25. maí. Útför hennar hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
hennar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið.
Hjörtur Árnason Elín Guðmundsdóttir
Ólafur Árnason Sigrún Hjörleifsdóttir
Guðbjörg S. Árnadóttir Sigurður Einarsson
Árni Árnason
Ástkær móðir okkar, amma og systir,
STEINUNN MELSTED
skrifstofu- og afgreiðslustúlka,
Vallengi 3,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi þriðjudaginn 4. júní.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 11. júní klukkan 11.
Lísebet Unnur og dætur
Ólafur Jónsson og börn
og systkini
Ástkær eiginkona mín,
DÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Vopnafirði,
Hríseyjargötu 21b, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ásgeir Guðmundsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra
og skemmtilega föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÁRSÆLS EGILSSONAR
skipstjóra, Tálknafirði.
Kristín G. Ársælsdóttir Njáll Torfason
Hrefna Ársælsdóttir
Níels Adolf Ársælsson Sigurlaug Guðmundsdóttir
Tryggvi Ársælsson Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Hlynur Ársælsson Hallveig Guðný Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞURÍÐAR R. H. SIGFÚSDÓTTUR
HALLDÓRS.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjallatúns
fyrir góða umönnun.
Jóhannes St. Brandsson
Sigfús Jóhannesson Theresa A. O´Brien
Guðrún Jóhannesdóttir Þ. Daði Halldórsson
Stefán H. Jóhannesson Árný Lúthersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HILMAR PÁLSSON
fv. forstjóri Brunabótafélags Íslands
lést miðvikudaginn 5. júní.
Útför hans verður föstudaginn 14. júní
klukkan 15 frá Vídalínskirkju í Garðabæ.
Hannes Hilmarsson Dóra Berglind Torfadóttir
Páll Hilmarsson Kolbrún Jónsdóttir
Björn Hilmarsson Guðrún Björk Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn