Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 ✝ Þórdís Grím-heiður Magnúsdóttir fæddist 19. janúar 1928 í Reykjavík. Hún lést á Drop- laugarstöðum 25. maí 2019. Þórdís var dóttir Magnúsar Magnús- sonar (1867-1934) og Helgu Gríms- dóttur (1888-1986). Þórdís átti sjö alsystkin. Eft- irlifandi er Helga Magnea, f. 1934. Látin eru Ragnar Breið- dal (1912-2004), Magnús Tyrf- ingur (1915-1980), Helga Soffía (1918-1919), Aðalheiður María (1921-2002), Guðrún Áslaug (1924-2014) og Rakel Guðbjörg (1925-2012). Samfeðra systkin María Magnea (1899-1901), Guðrún Magnea (1901-1932), María (1902-1960), Elísa (1906- 1906), Tyrfingur (1906-óþekkt). Sammæðra bróðir Þorleifur Þorleifsson (1910-1911). Eiginmaður Þórdísar var Gunnar B.H. Sigurðsson öku- fimm barnabörn. 6) Helga Grímheiður, f. 1967. Barn hennar: Kristín Liang. 7) Birg- ir, f. 1971, giftur Guðrúnu Elvu Arinbjarnardóttur. Börn þeirra: Snorri, Birta og Söl- mundur. Afkomendur Þórdísar og Gunnars eru 58 talsins. Þórdís fæddist í Dal við Múlaveg, í dag er bílastæði Skautahallar Reykjavíkur þar sem bærinn stóð. Foreldrar hennar voru bændur sem rækt- uðu upp dalinn (Laugardalinn) þar sem þar var mýri. Þar ólst Þórdís upp og átti heima þar til hún giftist 26. júní 1948 Gunnari B.H. Sigurðssyni. Þau hófu búskap í Camp Knox, bragga þar sem þau bjuggu fyrstu fimm árin. Næstu ára- tugina bjuggu þau víðs vegar um borgina. Lengst voru þau við Bústaðaveg, í Skipholti, Seljahverfi og síðustu 20 árin í Stóragerði. Þórdís var heima- vinnandi að mestu en vann þó ýmis störf, til dæmis sem þerna á Skógafossi og við aðhlynn- ingu á elliheimili. Liggja eftir hana mörg verk sem lýsa myndarbrag, útsaumsverk og prjónaskapur. Útförin fer fram frá Grens- áskirkju í dag, 7. júní 2019, klukkan 13. kennari (1928- 2016). Börn þeirra: 1) Kristbjörg Guð- rún, f. 1948, gift Ívari Gunnlaugs- syni. Börn þeirra: Íris, Anna Vilborg og Gunnhildur og níu barnabörn. 2) Magnús Guð- mundur, f. 1950, giftur Steinunni Ástráðsdóttur. Börn þeirra: Jóhann, Þórdís Grímheiður, Guðmundur og fimm barnabörn. 3) Lilja Gunn- þórunn, f. 1952, gift Bjarnleifi Bjarnleifssyni. Börn þeirra: Helena (1969-1970), Þórdís, Að- alheiður, Maríanna, Bjarnleifur og 10 barnabörn og þrjú barna- barnabörn. 4) Anna Greta, f. 1954, gift Ríkharði Chan (1946- 2008). Börn þeirra: Sonja, Gunnar, Stefanía og tvö barna- börn. 5) Gunnar Björn, f. 1958, giftur Lulu Munk Andersen. Börn þeirra: Julie, Magnús, Snæbjörn, Johannes, Helga, Anna, Gunnar, Sigurbjörn og Mamma mín er dáin. Upp- lifun mín á þeirri gildishlöðnu setningu er að það er erfitt og mikil sorg í hjarta. Skiptir ekki máli að hún hafi verið 91 árs og ég fullorðinn, mamma mín er dáin. Ég grét innilega þegar hún dró sinn síðasta andardrátt og í augnablik stökk ég áratugi aftur í tímann þar sem ég var lítill strákur sem treysti engum eins vel og mömmu, þar sem hún var mér allt. Hún kvaddi þennan heim með eins fullkom- ið lífsverk og við getum kosið okkur. Sjö börn og samtals 58 afkomendur, erfitt að vera rík- ari en það. Hún elskaði alla sína mjög mikið. Mikið starf að sjá um stóra fjölskyldu, sem dæmi þá byrjaði hún að kaupa jólagjafir á útsölum í janúar. Til að lýsa mömmu má sér- staklega nefna útsölur, en þar naut hún sín. Keypti blússur á sig og gjafir fyrir börnin. Mömmu verður samt alltaf illa lýst með fátæklegum orðum, hún var svo mikill karakter. Hún var eitilhörð, þrjósk, stað- föst, heiðarleg og gat móðgað fólk eins og enginn annar. Ég lýsti því sem svo: „Það vantaði filter á hana.“ Ég bað hana, þegar ég var yngri sérstaklega, að láta kyrrt liggja en hún tók það ekki í mál. Ég man ekki nákvæmlega svarið frá henni en það var alltaf á þann hátt að hún „þoldi ekki fals“. Ég fyrir- gaf mömmu alltaf, afsakaði hana ekki né reyndi að skýra það út. Þetta var bara mamma. Börnin mín elskuðu hana mest nákvæmlega út af því hvernig karakter hún var, þetta var bara mamma. Ég elskaði hana mest á fullorðinsárum vegna þess að hún var eins og hún var. Þoldi ekki fals, sterk, gjaf- mild og elskaði alla sína. Hún var Íslendingur og stolt af því, gekk ekki í takt og lét ekki skipa sér fyrir. Stundum kostur og stundum galli en ekki annað hægt en að dá hana og dýrka fyrir það. Ég elska þig mamma og ég mun gera allt til að það besta af þér deyi ekki með þér. Minningar um þig og lexíur um frábæran kvenskörung munu lifa með mínum. Hvíl í friði elsku mamma. Þinn sonur, Birgir. Elsku amma okkar, hún Dísa, er farin frá okkur, 91 árs að aldri. Margs er að minnast, enda var hún afar einstök kona. Hún var ekki bara glæsileg og algjör víkingur, heldur var hún traustur miðpunktur fjölskyldu sinnar sem var það mikilvæg- asta í hennar lífi. Hún snerti líf okkar allra á djúpstæðan og hvers okkar á sinn hátt. Frá því að við vorum litlar tók hún á móti öllum börnum og barnabörnum í kaffi og kökuveislu á hverjum einasta sunnudegi fram á síðustu ár. Þannig náði fjölskyldan að halda nánu sambandi og erum við frænkurnar nánast eins og systur. Hún skemmti okkur með bollaspám og tarotspilum, og svo var hún afbragðs sögu- maður og gat sagt endalausar sögur af draumum, fólki og gömlum tímum eins og þær hafi gerst í gær. Hún gat verið svo skemmti- leg, hún amma. Hún elskaði gulan lit, hún gat tengt vísur sem hún kunni í hundraðatali við allt sem maður sagði – endalaust raulaði hún vísur og ljóð. Svo var hún fordómalaus með öllu og kom fram við alla á jafnréttisgrundvelli. Hún var mikið náttúrubarn og elskaði fátt meira en ís- lenska náttúru. Hún safnaði steinum og kristölum og átti í sérstöku sambandi við náttúr- una og hræddist hvorki dýr né menn. Við munum lánsamar eftir öllum jólunum sem við eyddum með ömmu og afa sem og mörgum ferðalögum sem við fórum í saman, bæði innan- og utanlands. Við fórum í fyrstu Íslandshringferðina með þeim á glænýja bílnum okkar og síðar í sumarhús í Þýskalandi sem og ógleymanlega ferð til Toskana á Ítalíu. Amma var fyrirmyndar hús- móðir síns tíma. Hún saumaði flíkur á börn og barnabörn, prjónaði peysur og dúkkuföt, saumaði í þvílík listaverk sem hún var einstaklega stolt af. Hún bakaði stórar veislukökur, endalausar smákökusortir og alltaf hafði hún góð náttúruleg húsráð við veikindum. Hún var afar úrræðagóð á þessu sviði. Eftir stendur hafsjór af minningum sem við getum stoltar sagt okkar börnum og barnabörnum frá. Elsku amma, hvíl í friði! Við vitum að þú ert núna á góðum stað eilífrar hamingju. Takk fyrir að vera sú amma sem þú varst. Þínar Íris, Anna Vilborg og Gunnhildur Ívarsdætur og fjölskyldur. Komdu sæl, amma mín. Það er eins gott að tala íslensku þegar maður talar við þig. Mig langar svo að þú vitir hvað ég sakna þín hérna á jörðinni. Í dag á ég ekkert nema ljúf- ar minningar um þig, elsku amma mín, eða drottning eins og ég vildi kalla þig. Á 85 ára afmæli ykkar afa þá helltist eitthvað yfir mig sem dró mig til þess að halda ræðu fyrir ykkur alveg óundirbúin. Allt í einu fóru orðin af stað og ég man eftir að hafa nefnt hvað ég hafði verið mikil afastelpa frá því ég var lítil stelpa en hafði ekki byrjað að vera ömmu- stelpa fyrr en á unglingsárun- um mínum. Ég sagðist þá hafa upplifað þig sem drottningu sem enginn mátti snerta. Eftir þessa ræðu kallaði ég þig alltaf drottningu. Þegar ég varð ung- lingur þá fór ég að tengjast þér meira og meira og við urðum nánari og nánari fyrir vikið. Þrátt fyrir að vera alltaf drottningin mín þá vorum við líka bestu vinkonur. Við áttum það sameiginlegt að dásama fallega hluti í hvern- ig formi sem þeir væru. Ekki fannst þér leiðinlegt að fara og versla þér einhver falleg föt og skart. Þegar kom að því að kaupa kjóla þá skipti mestu máli að sýna vaxtarlagið en það skipti undantekningarlaust máli að flíkurnar skyldu falla vel að aftan. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið í búðir að skoða fallega hluti með fagurkera eins og þér. Það var nú oft erfitt að fá þig til að borða. Það var þó ekki erfitt að gleðja þig með skammt af djúpsteiktum rækjum með súrsætri sósu frá Rikka Chan. Það var eitthvað sem þú borðaðir af bestu lyst. Ég man hvað þú varst alltaf þakklát þegar ég kom með skammt fyrir þig á kvöldin til að borða í kvöldmatinn. Þegar maður hugsar til þín þá er eitt orð sem stendur upp úr, ein- stök. Þú varst og verður engri lík. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við höfðum saman. Bless, amma mín, ég elska þig. Við sjáumst aftur einn dag- inn. Þrír kossar til þín en eitt sinn sagðirðu mér að maður ætti alltaf að kyssa þrisvar. Stefanía Chan. Takk, elsku amma, fyrir að vera aðdáandi nr. 1 að ljóð- unum mínum og segja mér að halda áfram. Ég elska þig og mun sakna þín mikið. Að eilífu muntu vera ung þótt dag- arnir líði svona. Ég bið þig viltu passa mig að ég fari mér ekki að voða. Bæði ákveðin en hlý. Með það flottasta veðurský. Því elsku amma mín þú ert mín besta vinkona! Segðu mér sögu um þína gamla daga. Hverjum varstu hrifin af ég lofa að segja ekki afa! Elsku litla amma mín mín litla gula hungangsfluga. Sú allra gulasta blómarós mun ég gefa þér. Því þú ert mín langbesta amma. Kveðja, Liang. Ég trúi ekki enn að amma mín sé farin. Síðan ég heyrði fréttirnar er búin að vera mikil sorg. Ég næ ekki meðtaka það, allar andvökunæturnar og bæn- irnar til guðs. Ég held að ég sé búin að biðja til Guðs á sein- ustu dögum oftar en alla mína ævi. Það fyrsta sem ég bið guð um að gera er að passa upp á ömmu, þó að ég viti að það þarf engan að passa upp á hana. Hún er sterkasta manneskja sem ég þekki og lætur engan tala fyrir sig. Amma kann svo sannarlega að rífa kjaft og segir alltaf það sem hún hugs- ar og heldur engu frá. Amma var mjög þrjósk og er það mikill kostur í hennar fari að mínu mati. Amma mín var svo sannarlega einstök, það er hreinlega enginn eins og hún. Ég og amma gátum talað tímunum saman um allt og ekkert. Allar rúgbrauðssneið- arnar, öll kókómjólkin og allt nammið. Alltaf þegar ég var yngri og kom heim til hennar spurði ég hvort ég mætti kíkja í „skápinn“. Það var alltaf hægt að finna eitthvað í skápnum og oftast fékk ég mér Nóa kropp og Maryland- kex. Úr ísskápnum tók ég mér svo kókómjólk. Síðan settumst við á eldhúsborðið og spjöll- uðum og spjölluðum. Sunnu- dagskaffi var uppáhaldstími vikunnar og ég hlakkaði alltaf til að vera saman með fjöl- skyldunni, að borða kökur og leika sér. Á seinni árunum var þetta samt minna en samræð- urnar okkar styttust ekkert, við héldum áfram að tala eins og áður ef ekki meira. Mörg- um unglingum finnst leiðinlegt að fara í heimsókn til ömmu sinnar og nenna því ekki en mér fannst það skemmtilegt því amma mín var meira en bara amma mín, hún var besta vinkona mín. Amma var smá skyggn og þar af leiðandi alltaf skemmti- legt að heyra sögur frá barn- æsku hennar. Hún sagði mér oft margar sögur og man öll smáatriði. Ég man varla hvað ég gerði í gær. Amma hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd og allir sem þekkja mig vel vita hvað ég elska ömmu mína mikið og vita hvað við vorum nánar og hversu einstakt samband við áttum. Amma mín er og mun alltaf vera uppáhaldsman- neskjan mín í öllum heiminum og ég elska hana af öllu mínu hjarta. Ég er svo þakklát fyrir allt sem hún hefur gefið mér og ef það væri ekki vegna hennar væri ég ekki mann- eskjan sem ég er í dag. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þín stelpa, Birta Hlín. Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir ✝ HildurMagnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 7. febrúar 1942. Hún lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- hússins á Akureyri 25. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Magnús Jón Guðmundsson útgerðarmaður, f. 14.5. 1913, d. 7.2. 1980, og Jósefína Marsibil Jó- hannsdóttir húsmóðir, f. 12.6. 1914, d. 28.6. 1996. Systkini Hild- ar eru Júlíus Fannberg, f. 1936, Sigurður, f. 1938, d. 2011, Guð- rún, f. 1945, og Erla, f. 1947. Börn Hildar eru Aðalbjörg Ólafsdóttir, f. 1961, Magnús Guðmundur Ólafsson, f. 1962, Helgi Jóhannsson, f. 1964, og Guðrún Pálína Jóhanns- dóttir, f. 1969. Eftir- lifandi eiginmaður Hildar er Jóhann Helgason húsa- smiður, f. 1.10. 1940 í Ólafsfirði. Hildur og Jóhann gengu í hjónaband 26. desember 1964. Heimili þeirra er að Vesturgötu 14, áður Aðalgötu 29 í Ólafsfirði. Útför verður frá Ólafsfjarðar- kirkju í dag, 7. júní 2019, klukkan 14. Meira: mbl.is/andlat Elskulega tengdamamma kvaddi okkur laugardaginn 25. maí. Þrátt fyrir að Hildur hafi átt við veikindi að stríða bar kveðjustundina brátt að og ein- hvern veginn er maður aldrei tilbúinn þegar kallið kemur. Það sem mér þykir allra best, þegar ég hugsa um Hildi, er að ævinlega var tekið á móti mér með faðmlagi og kossi og sama átti við þegar kvatt var. Hlýja og væntumþykja var það sem einkenndi hana að ég tali nú ekki um þennan smitandi hlátur sem ég held að við fjöl- skyldan getum alltaf heyrt í huga okkar. Fjölskyldan og ættræknin var henni í blóð bor- in og hún vissi ævinlega hvenær afkomendur hennar og fjöl- skyldunnar áttu afmæli þrátt fyrir að ættboginn væri ansi stór. Á þessum 29 árum sem við Hildur áttum samleið hefur að sjálfsögðu ýmislegt á dagana drifið. Ef ekki hefði verið fyrir Hildi og Jóa hefði ég þurft að hafa ögn meira fyrir náminu í Kennó. Krakkarnir mínir allir nutu þess að eiga ömmu og afa sem voru alltaf til staðar og ekki síst Jódís Jana sem var með annan fótinn í Vesturgöt- unni og naut góðs atlætis og vafði ömmu og afa um fingur sér. Það er óhætt að segja að Hildur hafi snúið á „Sankti Pét- ur“ þegar hún greindist með Hodgkins-eitlakrabbamein 1974. Ég tók við hana viðtal, sem var hluti af verkefni í nám- inu mínu, og áttaði mig þá á því hversu sterkur persónuleiki hún var en talað var um kraftaverk enda úrræðin til varna færri en nú. Hildur hafði gríðarlega gam- an af góðum sjónvarpsþáttum, bíómyndum og tækjum og tækni almennt og var „snúru- og tengi sérfræðingur“ þegar kom að því að tengja eitt og annað. Börnin hennar rifja gjarnan upp þegar hún eign- aðist sýningarvél og varpaði á húsvegginn Caplin-myndum svo krakkarnir í hverfinu gætu líka notið. Hún tók líka ógrynni af ljósmyndum og hafði gaman af að fletta albúmum og rifja upp góðar stundir enda ótrúlega minnug. Hildur var dugnaðarforkur og ef tekin væru saman verkin hennar hin síðari ár í bútasaumi og Buchilla-jólasokkum væri hægt að halda stórsýningu enda hafa öll börn, barnabörn og langömmubörn fengið sitt/sín stykki. En hún var líka mikil veislukona og gerði frábæra Pavlovu tertu (í næstum öll fjöl- skylduboð) og svo líka gerði hún líka bestu fiskibollur í heimi. Hildur keypti gjarnan auka mjólk eða brauð eða smjör svona bara ef einhvern myndi vanta. Það var líka þannig að ef mig vantaði eitthvað var fyrsta hugsun að hringja í Hildi. Ást og væntumþykja kalla fram bæði sorg, söknuð en líka minningar um samveru, hlátur og grát sem er svo óendanlega mikilvægt. Tilveran verður óneitanlega öðruvísi án þín en minningin um ljúfa, hjálpsama og góða tengdamömmu geymi ég í hjarta mínu. Ég kveð þig með þessu ljóði elsku Hildur. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir Bjarkey. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita og finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Hildi Magnúsdóttur. Það var fyrir um fimmtíu árum sem við vinkonurnar stofnuðum saumaklúbb. Við höfum alla tíð verið mjög samheldnar, tekið þátt í lífi fjölskyldna okkar. Ef einhver okkar var að láta ferma vorum við boðnar og búnar að hjálpa til, baka og brasa. Alltaf var jafn gaman hjá okkur. Fyrir utan að vera í sauma- klúbb spiluðum við badminton tvisvar í viku alla vetur í 20 ár. Síðan kom að því að sauma- klúbburinn leið undir lok. Nokkrar fluttu í burtu eins og gengur en þá fórum við norðan- konur og heimsóttum þær sem fluttar voru suður. Við fórum í leikhús, út að borða og dansa. Mikið erum við búnar að hlæja og ylja okkur við endurminn- ingar sem við áttum frá þessum ferðum. Það var sko ekki leið- inlegt að hlæja með Hildi þar sem hún hafði ótrúlega góðan húmor. Elsku Hildur, hér skil- ur leiðir í bili og hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina. Við kveðjum þig með Kveðju eftir Bubba Morthens. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Elsku Jói og öll stórfjöl- skyldan, innilegar samúðar- kveðjur. Saumaklúbbssysturnar Helga, Lilla, Minný, Rakel, Sigrún, Þóra, Guðrún (Gunna systir). Hildur Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.