Morgunblaðið - 07.06.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 07.06.2019, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 ✝ Sigurlín Mar-grét Gunnars- dóttir fæddist að Steinsstöðum á Akranesi 16. febr- úar 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 25. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1899, d. 2000, og Gunnar L. Guðmundsson, vél- stjóri og síðar bóndi, f. 1897, d. 1988. Systkini Sigurlínar eru: Guðmundur, f. 1920, d. 2014, Svava, f. 1921, d. 2014, Halldóra, f. 1923, d. 2009, Sigurður, f. 1929, Gunnar, f. 1931, d. 2002, Ármann, f. 1937, Sveinbjörn, f. 1939, og Guðrún, f. 1942. Sigurlín sleit barnsskónum á Akranesi. Hún dvaldi tvo vetur á húsmæðraskólanum á Hallormsstað árin 1944 til 1946. Síðan tók við nám í hjúkrun og lauk hún prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1951. Hún kynnti sér skurð- stofutækni og spítalastjórn í Englandi 1962. Þá stundaði hún framhaldsnám í heilsuvernd og spítalastjórn við háskólann í Árós- um 1963-1964 og í kennslufræði og stjórnun við sama skóla 1973- 1974. Á árunum 1951-1955 starfaði Sigurlín við hjúkrun bæði innanlands og utan. Hún var forstöðu- kona Sjúkrahúss Akraness 1956-1963 og aðstoðar- forstöðukona Landspítalans 1964-1965. Hún var ráðin hjúkrunarforstjóri Borgar- spítalans 1. janúar 1965 þeg- ar spítalinn var í byggingu. Sigurlín sinnti starfi sínu og köllun allt til ársins 1988 þegar hún fór á eftirlaun. Við tók tími sem Sigurlín nýtti til ritstarfa og annarra hugðarefna. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 7. júní, klukkan 13. Með hækkandi sól, þegar allt lifnar í náttúrunni, öll fallegu blómin og gróðurinn lifnar við þá kvaddi hún Silla frænka þessa jarðvist. Hún var einstök, umyggjusöm og ástrík. Við feng- um að njóta þess að eiga hana fyr- ir frænku, það var okkar gæfa. Silla var ein af níu systkinum kenndum við Steinsstaði á Akra- nesi. Hún sagði mér oft frá því hvað hún varð glöð þegar að Ár- mann faðir minn fæddist en þá var hún 10 ára og orðin stóra systir með mikið ábyrgðarhlutverk að passa litla bróður. Fyrstu minningar mínar um Sillu var þegar hún kom í heim til afa og ömmu á Steinsstöðum og dvaldi þar í nokkra daga í sínu fríi. Ég man sérstaklega eftir sólböð- unum fyrir sunnan húsið, þá var farið þangað með teppi og ýmsar snyrtivörur og spegilinn góða sem hún hafði alltaf með sér. Við krakkarnir vorum alltaf nálægt henni og fórum með henni í sólbað hvenær sem að færi gafst. Það sem að situr líka í minning- unni um Sillu var að hún virtist oft koma heim þegar eitthvað bjátaði á, einhver hafði dottið, hruflað hné eða jafnvel skorið sig þá birtist Silla og sagði að þetta yrði nú allt í lagi. Þá róuðust flestir við þau orð enda vissi krakkahópurinn að það sem Silla sagði stóðst enda var hún hjúkrunarkona og stjórnaði stóru sjúkrahúsi í Reykjavík . Þegar við Anna fórum að vera saman þá tók Silla vel á móti henni. Fyrsta veturinn okkar í Reykjavík vorum við sitt á hvorri heimavistinni en fórum svo upp á Skaga um helgar. Hana langaði greinilega að hlúa að okkur og sambandinu því við vorum boðin öll miðvikudagskvöld til hennar í kvöldmat. Eftir að Silla hætti að vinna á Borgarspítalanum hafði hún meiri tíma til að sinna sínum hugðarefn- um. Nú blómstraði hún í að mála á postulín. Hún prjónaði líka, hekl- aði og saumaði út. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var unnið af mikilli vandvirkni og nákvæmni. Þegar við lítum til baka þá eru minningarnar óteljandi, stóru stundirnar í lífinu, skírnir, ferm- ingar, útskriftir og afmæli. Silla var með okkur. Hún hafði svo gaman af því að syngja og gleðj- ast. Vera með í fjörinu eins og hún sagði einhvern tímann. Óperan, tónleikar, bíltúr í Borgarfirði með nesti eða bara setið yfir kaffibolla og spjallað um heima og geima. Stutt í brosið og hláturinn en allt- af umhyggja og kærleikur sem fylgdi henni Sillu. Þegar fór að halla undan hjá henni fluttist hún á hjúkrunar- heimilið Sóltún. Þar var vel hugs- að um hana, ávallt gott að koma til hennar. Alltaf sagði hún að sér liði vel, starfsfólkið væri alveg ein- stakt og hlýlegt. Að henni liði bara vel, maturinn góður, allir svo góð- ir við sig en hún saknaði stundum heimahaganna og langaði að fara heim, þá var það heim á Skaga. Nú er hún komin þangað þar sem að hún mun hvíla við hlið for- eldra sinna Til Sillu okkar Lífið er forgengilegt Allt breytist endalaust því er erfitt að trúa þegar gæska slík og þín virðist ávallt hafa verið hér. Við erum aðeins steinar á strönd en sumir skína eins og hvítir gimsteinar. (Kristján Már Gunnarsson) Hvíldu í friði, mín kæra frænka, og megi góður guð þig geyma. Gunnar Már og Anna. Þegar ég kynntist manninum mínum 17 ára gömul eignaðist ég ekki einungis frábæra tengdafor- eldra heldur kom einnig inn í líf mitt hún elsku Silla. Hún og Guð- rún tengdamóðir mín voru systur og samband þeirra var alla tíð sér- lega náið og kærleiksríkt. Silla var ógift og barnlaus eins og sagt er. Það er samt ekki rétt að hún hafi verið barnlaus því börn Guðrúnar, tengdabörn og barnabörn voru allt eins börn Sillu. Við vorum hennar fjölskylda og vorum sam- an öllum stundum. Við Silla urð- um einstaklega nánar strax við fyrstu kynni. Hún var alveg ein- stök manneskja og ég tel það mik- il forréttindi að hafa fengið að vera samferða henni í gegnum líf- ið í hartnær 38 ár. Hve mikils virði hún var mér, manninum mínum og sonum okkar verður ekki með góðu móti fært í orð. Hún reyndist okkur öllum einstakur vinur og fyrirmynd. Silla var stórglæsileg kona sem tók bæði fólki og nýjum straum- um, stefnum, hugmyndum og tækni opnum örmum án nokkurra fordóma. Hún talaði aldrei niður til neins heldur kom fram við alla sem jafningja. Það sama gilti um börnin öll sem sífellt suðuðu um að vera hjá Sillu frænku. Silla var aldrei að „passa“ börnin heldur var hún með þessa vini sína í heimsókn. Hún hafði einlægan vilja til að tala við þau, kynnast þeim vel og leiðbeina og þau elsk- uðu hana meira en allt. Það eru ótrúlega margir sem Silla hefur af elsku sinni og gæsku hjálpað í gegnum tíðina og eiga henni mik- ið að þakka. Silla var líka svo hugrökk og dugleg kona. Það voru ekki marg- ar konur af hennar kynslóð sem tóku sig upp og fóru utan í nám. Hún lauk námi frá Hjúkrunar- skóla Íslands 1951 en hélt síðar utan í nám bæði til Bretlands og Danmerkur og átti síðan farsæla starfsævi bæði erlendis og hér heima. Silla var ráðin hjúkrunar- forstjóri Borgarspítalans 1. jan- úar 1965 sem þá var enn í bygg- ingu og gegndi því starfi allt til ársins 1988. Það kom því í hennar hlut að marka og móta allt hjúkr- unarstarf spítalans frá byrjun sem var ærið verk en eins og allt sem hún kom nálægt þá leysti hún það af hendi með sóma. Hún hafði líka svo einstaklega heilbrigt og fallegt viðhorf til alls. Hjá henni var glasið aldrei hálftómt heldur alltaf hálffullt. Hún mætti öllum lífsins áskorunum af eindæma já- kvæðni. Hún sagði mér líka fyrir stuttu að hún hefði það fyrir reglu að alltaf þegar hún færi að sofa þá hugsaði hún um eitthvað fallegt. Silla vissi að svefninn langi væri á næsta leiti og rétt eins og henni hefur hér verið lýst þá hræddist hún hann ekki heldur hugsaði fal- lega til hans full þakklætis fyrir sína góðu og löngu ævi. Það orð sem elsku Sillu var tamast að nota er lýsingarorðið „dásamlegt“. Það hefur aldrei átt betur við en til að lýsa henni sjálfri, hún var dásamleg mann- eskja að öllu leyti. Hún var einn af ljósberum þessa heims og hún lýsti okkur leið í gleði og sorg. Við munum minnast hennar hverja stund. Anna Guðfinna Stefánsdóttir. Ég man eins og það hafi gerst í gær, við Hávar frændi minn að suða í mömmu okkar beggja um að fá að gista hjá Sillu frænku meðan við vorum í matarboði hjá ömmu. Þetta var ekki eitthvert eitt skipti heldur var þetta í hverju einasta matarboði þangað til að við Hávar vorum komnir á fyrri helming táningsaldursins og það segir mjög mikið. Hjá Sillu var alltaf gott að vera, mér leið alltaf vel hjá henni og hún tók alltaf vel á móti mér og öllum sem gengu um hennar dyr. Silla var líka einstök manneskja og miklu betri en risaeðlan God- zilla eins og við Hávar komum inn á í afmælisræðunni okkar til hennar þegar við vorum u.þ.b. 10 og 12 ára. Enda gat Godzilla ekki lesið. Ég man að þegar ég fór sem skiptinemi til Kosta Ríka og hélt hátíðlega upp á það með mánaðarlegu bloggi þá gat ég alltaf treyst á það að ég ætti að minnsta kosti einn tryggan les- enda og það var auðvitað hún Silla, já þrátt fyrir elliárin og litla tölvukunnáttu gat Silla mín samt reddað sér og lesið bloggið í hverjum einasta mánuði. Það er einungis birtingarmynd af henn- ar góðmennsku í eitt af mörgum dæmum, hún nefnilega tók sér tíma í að sýna öllum þeim sem henni þótti vænt um athygli og stuðning. Það eru auðvitað margar aðrar minningar sem leika um huga mér þegar ég hugsa um hana en allar stafa þær af þakklæti til hennar. Það er ekki til sú mann- eskja sem var eins góðhjörtuð, óeigingjörn og hjálpsöm og Silla frænka. Ég verð alltaf ævinlega þakklátur fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og það er ekki til betri fyrirmynd um góðmennsku en hún. Þakka þér fyrir sam- veruna, Silla, ég hlakka til að koma í heimsókn í himnaríki gegn því að fá að gista auðvitað. Ég vill senda henni ömmu minni, Guðrúnu, mínu dýpstu samúðarkveðjur þar sem amma var ekki bara að missa systur sína heldur sína bestu vinkonu. Takk fyrir allt, sjáumst mikið seinna. Kristinn Snær Guðmundsson. Við bræðurnir kveðjum Sigur- línu Margréti Gunnarsdóttur frænku okkar og móðursystur með söknuði og sorg í hjarta. Hún fékk friðsælt andlát í hárri elli, sæl, sátt og södd lífdaga. Hún hef- ur allt okkar æviskeið verið órjúf- anlegur hluti tilverunnar. Það renna í gegnum hugann óendan- lega margar góðar minningar þegar við fylgjum Sillu okkar síð- asta spölinn. Þessi kona hefur ver- ið okkur bræðrum sem önnur móðir og börnum okkar sem önn- ur amma. Ekkert erindi var of stórt, ekk- ert of lítið og ekkert of ómerkilegt til þess að bera upp við Sillu. Allt- af var hún til staðar, hlustaði, huggaði, styrkti og gaf okkur þann tíma sem þurfti og oftast rúmlega. Ófáar voru ferðirnar sem farnar voru upp á Akranes að heimsækja ömmu og afa á Steins- stöðum og kátt var í bílnum á leið- inni. Silla var ómissandi þátttak- andi í öllum viðburðum og samverustundum fjölskyldunnar, hvort sem um afmæli eða önnur tilefni var að ræða eða bara bjúgu í matinn. Alltaf var Silla með okk- ur og hún verður alltaf í huga okk- ar hvar sem við erum og hvað sem við gerum. Silla var merkileg kona. Henn- ar líf snerist um að hjúkra og hjálpa fólki, láta gott af sér leiða, leiðbeina og hlúa að. Hún dæmdi aldrei nokkurn mann og talaði aldrei illa um neinn í okkar eyru. Hún sá einungis það góða í fólki og tók lífsstíl og skoðunum hvers og eins af fullkomnu fordómaleysi og með opnum huga og skilningi. Hún skilur eftir sig gott og merki- legt lífsstarf og hugsjón sem við öll ættum að tileinka okkur – mað- ur á að gleðja sjálfan sig með því að gleðja aðra. Við kveðjum Sillu með þakk- læti fyrir allt sem hún hefur fært okkur og gefið. Sigurður Sveinn Jónsson, Guðmundur Jónsson, Gunnar Páll Jónsson. Nú hefur hún elsku Silla lokið ævidögum sínum. Hún var mér kær vinkona, móðursystir Guð- mundar og uppáhaldsfrænka barna minna. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þau kynni og þá samleið sem við áttum í meira en aldarfjórðung. Fjörutíu og þrjú ár voru á milli okkar en vinskapur okkar var sannur og traustur. Alla tíð vorum við duglegar að deila draumum okkar um lífið og tala um hvernig við best getum nýtt okkar styrkleika og gjafir lífsins til að eiga góða ævidaga. Mér er ljúft að minnast margra gleðistunda í samneyti við Sillu eins og hún var alltaf kölluð. Ég minnist þess að árið 2015 lögðum við upp í ferðalag. Við nefndum það „road trip“. Þetta var sérlega ánægjulegt fyrir Sillu að ég tel, þar sem hún hafði lítið ferðast um landið sitt. Við fylltum Mözduna hennar af ferðatöskum og lögðum af stað, komum víða við á leiðinni austur að Kirkjubæjarklaustri þar sem við gistum. Við vorum sannkallaðar heimskonur sem slógum um okkur í hverri vega- sjoppu sem á leið okkar varð og nutum alls. Ferðin til Spánar er líka eftir- minnileg, en í hana fórum við eftir að Silla greindist með krabba- mein. Við þræddum markaði, kíktum í fínar búðir, borðuðum úti á hverju kvöldi og nutum lífsins. Silla eyddi miklum tíma í að kaupa gjafir handa öllum, það var henni mest um vert að koma með gjafir til að gleðja fólkið sitt. Silla var alla tíð stóra frænka Jóns Alex og síðar Kristins Snæs, enda gafst oft góður tími, þar sem Silla var u.þ.b. að ljúka starfsævi sinni um svipað leyti og þeir komu í heiminn. Silla hafði lag á að hæna að sér börnin í fjölskyldunni. Ég kom inn í líf þeirra feðga, Guð- mundar og Jóns Alex þegar ég var 24 ára með litlu dóttur mína, Alex- öndru með mér. Þar sem Silla var fann ég fyrir miklu trausti og vin- semd í minn garð. Það var ekki sjálfgefið að mér yrði vel tekið þar sem ég var að koma inn í líf þeirra og taka að mér lítinn fallegan dreng sem Silla og tengdamamma höfðu jú verið mömmurnar í lífi hans. Ógleymanlegar eru þær stund- ir er Silla var með okkur á jólum. Við nutum góðs matar hjá Guð- mundi, tókum upp gjafir og eydd- um kvöldinu með kertayl og kær- leika. Silla var afskaplega iðin við að mála postulín og var dugleg að gleðja alla í kringum sig með því að gefa fallega málaðan disk eða bolla og margt fleira. Við í Dverg- holtinu hlökkum alltaf til aðvent- unnar því að við stimplum inn jól- in með því að stilla upp fallegu máluðu hlutunum frá Sillu. Silla gladdist einlæglega með okkur, þegar við keyptum húsið okkar í Hafnarfirði. Ég minnist þess sérstaklega þegar Silla kom fyrir tveimur árum til að fagna með Kristni á útskriftardaginn hans. Það var okkur mikils virði að hún gat verið hjá okkur á þeim degi. Ég er ríkari eftir að hafa fengið að njóta vegferðar með Sillu og njóta hennar mikla velvilja í þau tuttugu og fimm ár sem við áttum samleið. Öll þau ár og allar þær minningar geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég votta aðstandendum og þá sérstaklega Guðrúnu og Jóni, mína einlægustu samúð við frá- falls mikils heimilisvinar okkar allra. Guðlín Kristinsdóttir. Nú þegar við kveðjum Sigurlín Gunnarsdóttur, sjáum við á bak konu sem var sannur Soroptim- isti. Hún var mikil hugsjónakona og átti því vel heima í samtökum eins og Soroptimistum sem bera hag kvenna og stúlkna fyrir brjósti. Sigurlín lærði hjúkrun við Hjúkrunarskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1951. Hún starfaði við hjúkrun á Akureyri, Akranesi, í Bretlandi en lengst af í Reykjavík. Þar var hún leiðtogi m.a. hjúkr- unarforstjóri Borgarspítala 1965- 1988 og í forsvari fyrir Sjúkraliða- skóla Borgarspítalans í 10 ár. Hún hlaut margháttaða viðurkenning- ar fyrir lífsstarfið, s.s. Riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989, varð Heiðursfélagi í Hjúkrunarfélagi Íslands og fékk Gullmerki Rauða kross Íslands 1995. Sigurlín gekk í Soroptimista- klúbb Reykjavíkur árið 1969 og hefur því verið félagi í 50 ár. Það eru óteljandi þau verkefni sem hún sinnti og alls staðar lagði hún gott til mála. Þegar skoðuð eru styrktarverkefni sem Soroptim- istaklúbbur Reykjavíkur hefur sinnt á sinni 60 ára sögu, kemur mynd Sigurlínar víða upp. Þegar klúbbsystur studdu við Breiðavík- urdrengi var Sigurlín einn helsti stuðningsmaður þess verkefnis. Þegar Vestmannaeyjagosið var í rénun studdu Soroptimistar upp- byggingu Hraunbúða og fór Sig- urlín út til Vestmannaeyja til að skoða aðstæður. Lengi var klúbb- urinn styrktaraðili fyrir Hjúkrun- arheimilið Skjól og keypt voru fjöldamörg tæki fyrir heimilið og alls staðar var Sigurlín með sínar góðu hendur. Og svona mætti lengi telja. Það sem er mér minni- stæðast er þegar ákveðið var að safna hjálpargögnum og senda til Rúanda enda var ástandið þar hræðilegt eftir hörmungar sem þar gengu yfir 1994-1995. Breyt- ing varð á þeim áætlunum því ómögulegt reyndist að koma gögnum þangað. Voru gögnin því send til Malaví í staðinn. Við þessa söfnun var þekking Sigurlínar ómetanleg. Hún vissi um alls kyns hjúkrunartæki og gögn sem ekki voru lengur nothæf á íslenskum sjúkrahúsum og voru í geymslum hér og þar, en gátu komið að góðu gagni í Afríku. Þar má telja sjúkrarúm og alls kyns lín sem merkt var stofnunum sem ekki voru lengur starfandi. 20 feta gámur fylltist fljótt og Þróunar- samvinnustofnun tók að sér að koma gámunum á leiðarenda með öðrum hjálpargögnun sem voru að fara til Malawi. En gámarnir urðu reyndar tveir, 20 feta langir og því ótrúlegt magn sem fór í þessari sendingu. Fyrir utan Sig- urlín var Erla Björnsdóttir dugleg við að hlaða gámana og allt komst þetta til skila. Ásgerður Kjartans- dóttir vann í Malawi á vegum Þró- unarsamvinnustofnunar og tók á móti gámunum og dreifði gögnum til þeirra sem voru sannarlega hjálparþurfi þar. Það var sérstök upplifun fyrir mig að sjá sjúkra- rúm sem við sendum orðið að fæð- ingarrúmi á spítala í Lilongwe í Malawi og gamla línið komið í gagnið á ný. Það er með hjörtu full af þakk- læti og frábærum minningum sem við klúbbsystur kveðjum þessa frábæru systur og heiðursfélaga okkar og þökkum henni samfylgd- ina. Um leið sendum við skyld- mennum, vinum og vandamönn- um innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Klara Hannesdóttir. Sigurlín M. Gunnarsdóttir fyrr- verandi hjúkrunarforstjóri á Borgarspítalanum er látin á tí- ræðisaldri. Með Sigurlín er fallin frá einn af merkustu brautryðj- endum í íslenskri hjúkrun sem störfuðu upp úr miðri síðustu öld. Sigurlín var vel menntuð hjúkr- unarkona eins og starfið hét á þeim tíma, auk hjúkrunarnáms á Íslandi fór hún í framhaldsnám í hjúkrun, kennslu og stjórnun í Danmörku, Englandi og Skot- landi og kom víða við í störfum sínum. Sigurlín vann ötult starf þegar kom að undirbúningi opn- unar Borgarspítalans og varð- veitti þau gögn sem að undirbún- ingnum lutu. Framsýni hennar mátti glögglega sjá við opnun spít- alans sem var hinn glæsilegasti á þeim tíma. Hún skrifaði síðar bók- ina Sjúkrahús verður til sem kom út árið 2000 sem er merk heimild um hvað það felur í sér að koma sjúkrahúsi á laggirnar. Þar sést best hversu stór þáttur Sigurlínar var í því verkefni. Sigurlín tók við forstöðukonustarfi árið 1965 á Borgarspítalanum (sem síðar nefndist hjúkrunarforstjórastarf) þó fyrsti sjúklingur hafi ekki inn- ritast fyrr en í árslok 1967. Hún gegndi því þar til hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir árið 1988. Sigurlín gegndi líka forstöðu við Sjúkraliðaskólann á Borgarspítal- anum sem var nýjung og vann þar mikið merkisstarf. Auk þessara starfa, tók Sigurlín virkan þátt í félagsstörfum á vegum hjúkrunar bæði innanlands og utan. Sem fulltrúi hjúkrunar Borgarspítal- ans, þurfti hún oft að vinna í hópi karla sem voru í stjórnunarstörf- um innan heilbrigðisþjónustunn- ar. Ég veit að henni þóttu þeir tímar stundum erfiðir þar sem hún var oft eina konan í karla- hópnum. Öll störf sem Sigurlín tók að sér einkenndust af vand- virkni og samviskusemi. Ég var svo heppin að taka við hjúkrunar- forstjórastarfinu af Sigurlín og kynntist henni persónulega. Sig- urlín reyndist mér afar vel, hún hafði virðulega og yfirvegaða framkomu, hélt oftast ró sinni þó stundum gengi mikið á. Þessi fal- lega framkoma Sigurlínar táknaði ekki að hún væri skaplaus heldur kunni hún einstaklega vel að fara með skap sitt. Sigurlín naut virð- ingar allra sem henni kynntust. Sigurlín helgaði líf sitt starfinu og gat við starfslok litið stolt og hreykin yfir sinn merka feril. Það átti þó aldrei við Sigurlín að mikla sig af störfum sínum en þeir sem henni kynntust og unnu með henni vissu fyrir hvað hún stóð. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og sendi aðstandendum hennar innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Snæbjörnsdóttir. Sigurlín Margrét Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.