Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 ✝ Elí SigurðurElísson fædd- ist í Laxdalshús- inu á Akureyri 24. júní 1948. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Mel- gerði, Lögmanns- hlíð, 29. maí 2019. Foreldrar hans voru Anna Bára Kristinsdóttir, f. 29.10. 1921, d. 15.11. 2000, og Elí Olsen, f. 11.5. 1921, d. 7.12. 1987. Eiginkona hans er Sevil Gasanova, f. 26.10. 1962, og á hún börnin Etibar Gasanov Elísson og Ulker Gasanova. Fyrri eiginkona Elís var Ingi- björg Vilberts- dóttir, f. 26.7. 1953, d. 28.6. 2000. Með henni átti hann þrjú börn: Jóhann Ragnar Sigurðs- son, Hafdísi Ósk Sigurðardóttur og Kolbrúnu Sigurrós Sigurðardóttur. Elí var mörg ár á sjó, á mörgum togurum og bátum. Árið 1987 fór hann að vinna í Kjarna- fæði og var þar til ársins 2009. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. júní 2019, klukkan 10.30. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur eftir erfið veikindi. Mikið sem við eigum eftir að sakna þín. Það var svo erfitt að sjá þér hraka svona hratt. Það er svo minnisstætt þeg- ar þið mamma tókuð saman og brúðkaupið ykkar. Mótorhjólaferðirnar kringum Skógarlundinn með þér voru svo spennandi og gaman fyrir okkur 10 og 11 ára krakka- gorma sem höfðu aldrei farið á mótorhjól áður. Ég man hvað þú varst alltaf stoltur af mér, mjög minnis- stætt þegar ég tók þátt í hlaupi og fékk verðlaun, fegurðarsam- keppnin og margt fleira. Þú og mamma stóðuð svo þétt við bakið á mér. En þú varst alltaf langstolt- astur af skákinni. Að ég væri að tefla og sérstaklega þegar ég fór á skákmót. Ég man hvað það gaf mér mikið að heyra það hvað þú varst stoltur af mér og þér fannst ég svo dugleg, meira að segja öll þau skipti sem ég kom heim sár og reið yfir að hafa tapað skák. Metnaðurinn var einum of mikill, en þú varst alltaf þarna til að hugga mig og taka utan um mig. Svo þótti þér svo óskaplega vænt um hann Benedikt minn. Þú last fyrir hann og það sem þið gátuð horft á margar DVD- myndir saman. Ég man þegar þú varst orð- inn ansi slappur, þá fannst þér svo gott að hafa Benedikt hjá þér þó að þið væruð ekki að gera neitt saman. Hann mun alla tíð muna eftir ykkar stund- um saman. Það eru svo margar minn- ingar með þér. Ég man þegar við Eka vor- um lítil og þið mamma fóruð með okkur í ferðalög. Ég gat verið svo erfið með mín fýlu- köst en þessi ferðalög eru mér alltaf minnisstæð. Og ferðirnar okkar til Bakú, þér fannst svo gaman úti. Þú elskaðir að koma þangað, hitta allt fólkið okkar, borða góða matinn þarna og svo þold- irðu hitann betur en við þó að það hafi verið stundum yfir- gengilega heitt! Þú varst svo stoltur af Eka líka. Þú varst svo stoltur þegar hann kláraði BS-námið og byrjaði í meist- aranámi. Ég man þegar þú varst orð- inn mjög slappur og við vorum hjá þér, þá heyrðist allt í einu í þér „Eka Master“. Elsku pabbi, nú ertu kominn á betri stað. Og ég veit að þú munt halda áfram að vera með okkur og fylgjast með okkur. Þín Ulker. Kæri bróðir, þá er þrauta- göngu þinni lokið. Þegar þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm slóst þú því upp í grín eins og þér var svo tamt, þú sást spaug í öllu og betri sögu- maður var vandfundinn. Þú sagðir við mig ef þú minnist mín máttu ekki minnast á að ég hafi verið leiðinlegt gamal- menni og vísaðir þar til mömmu sem sagði oft í gríni að þú yrðir leiðinlegt gamalmenni. Já, Siggi minn, þú kveiktir bros með glensi þínu og þér fylgdi gleði. Þú sýndir ekki oft tilfinn- ingar þínar en við náðum vel saman og gátum rætt um allt. Þú fórst aðeins 14 ára á sjóinn og það kom upp í huga minn þegar við fórum með Kaldbak til Grimsby, ég 15 ára og þú 16 ára, þá fann ég að þú varst stóri bróðir, þó aðeins eitt ár skildi okkur, að þú gættir mín og varðir eins og ljón. Já, taug- in milli okkar var sterk og þú komst hvern dag til okkar Jóns og fórst með okkur í mörg ár í sumarfrí, við fylgdum þér í flest hlaupin þín. Þá hljópst þú hálfmaraþon og heilt og ég þrjá km og Jón beið á hliðarlínunni, já, já, voða fyndið. Þegar þú hljópst Laugaveginn ráðlagðir þú mér að rölta niður Lauga- veginn í Reykjavík – alltaf stutt í gamanið. Þú gafst aldrei upp og varst alltaf til í glens og gaman. Þegar við eignuðumst fyrsta barnabarnið á gamlársdag, hoppaðir þú upp og fannst það frábært og þegar hann varð tveggja ára varstu búinn að telja honum trú um að flugeld- arnir væru honum til heiðurs og ekki þýddi að leiðrétta það því Siggi frændi sagði það. Þetta fannst þér sko fyndið. Elsku bróðir, ég mun sakna þín en minningarnar um þig munu ávallt kveikja bros, ég trúi því að við hittumst á ný og þá læt- ur þú gamanmálin fljúga á ný og við hlæjum saman. En englar Guðs bera þig í bjartan himin þar sem þér verður tekið með fögnuði. Hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur, hvíldu í Guðs friði. Kveðja frá Vilborgu Elídóttur, Jóni Bjarna og fjölskyldu. Elí Sigurður Elísson Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar Til sölu Skemmtibátur Víksund 340 Upplýsingar í síma 893 9857, Jón. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Lindargata 50, Reykjavík, fnr. 200-3394, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðandi Forni sf., þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 14:40. Lindargata 50, Reykjavík, fnr. 200-3393, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðandi Forni sf., þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 14:30. Óðinsgata 8A, Reykjavík, fnr. 200-5797, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðandi Forni sf., þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 10:00. Rauðarárstígur 40, Reykjavík, fnr. 201-0872, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðendur Forni sf., Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 13:40. Rauðarárstígur 40, Reykjavík, fnr. 201-0875, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðendur Forni sf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 14:00. Rauðarárstígur 40, Reykjavík, fnr. 201-0871, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðendur Forni sf., Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 13:30. Rauðarárstígur 40, Reykjavík, fnr. 201-0873, þingl. eig. Laugavegur ehf., gerðarbeiðendur Forni sf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 13:50. Seljavegur 25, Reykjavík, fnr. 200-0662, þingl. eig. Sverrir Einar Eiríksson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 6. júní 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Blikastígur 12,50% ehl.gþ. Garðabær, fnr. 208-1409, þingl. eig. Daníel Daníelsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 12. júní nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 6. júní 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 - Heitt á könnunni og kökur og kruðerí á vægu verði - Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Föstudagur: Hugvekja kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10.00-10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Landið skoðað - Færeyjar - framhald. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hringborðið kl. 8:50. Listasmiðja opin kl. 9-16. Boccia kl. 10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Afi kl. 12.30. Bíó kl. 13. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Hugmyndabankinn opin kl. 9-16. Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.00. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13.00. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7. Kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Gerðuberg 3-5 111 RVK Föstudagur Opin handavinnustofa kl.08:30-16.00. Glervinnustofa m/leiðb. kl 09.00-12.00. Prjónakaffi kl. 10.00-12.00. Leikfimi gönguhóps kl. 10.00-10.20. Gönguhópur um hverfið kl.10.30 Bókband m/leiðb. kl. 13.00-16.00. Kóræfing kl.13.00- 15.00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 20.00 Félagsvist. Gullsmári Föstudagar : Handavinna kl 9.00 ATH Leikfimi / Flugu-hnýtingar /Ljósmyndarklúbbur /Bingó og Gleðigjafarnir eru komin í sumar frí Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, sumarbingó kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, Lesið upp úr blöðum kl. 10.15, Upplestur kl. 11-11.30, Hádegisverður kl. 11.30-12.30, Guðsþjónusta kl. 14. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Vestfjarðaferð Brottför frá Stangar- hyl 4, kl. 8.30 þriðjudaginn 11. júní. Opið verður í Stangarhylnum frá kl. 8.00. Gist er á Reykjanesi, Ísafirði og Patreksfirði. Enginn dansleikur nú um hvítasunnuhelgina. Næsti dans 16. júní kl. 20.00. Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is með morgun- nu Rað- & smáauglýsingar ✝ ÞorbergurÞórarinsson fæddist á Seyðis- firði 15. júní 1925. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 15. maí 2019. Foreldrar hans voru Hávarður Þórarinn Þor- steinsson sjómað- ur, f. 14. júní 1891, d. 24. janúar 1970 og Regína Eiríksdóttir húsmóðir, f. 27. júlí 1902, d. 21. október 1966. Systur hans voru Svein- hildur Þórarinsdóttir og Þór- dís Þórarinsdóttir. Þær eru báðar látnar. Þorbergur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Elísabetu Jós- efsdóttur hjúkrunarfræðingi, í júlí 1959. Börn þeirra eru : 1) Þórarinn H. Þorbergsson. Kona hans er Unnur Elín Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn. a) Þórarinn Fannar Þór- arinsson, kærasta hans er Auður Steinberg Allansdóttir. b) Þórdís Hildur Þórarins- dóttir c) Fjóla Ósk Þórarins- dóttir d) Stefán Örn Þór- arinsson. Þórdís Hildur Þórarinsdóttir og kærasti hennar, Arnór Valdimarsson eiga saman soninn Valdimar Arnórsson. 2) Gabríela El- ísabeth Þorbergsdóttir. Maki hennar er Þóroddur Gissurar- son. Börn Gabríelu eru: a) Þorbergur Taró, kærasta hans er Heidi Pilegaard b) Elísa- beth Tanja Gabríeludóttir og kærasti hennar er Daníel Freyr Sigurðsson, þau eiga saman dótt- urina Gabríelu Rós Daníelsdóttur. Þorbergur sótti sjóinn ásamt föður sínum á Seyðis- firði fram til 1945 er hann flutti ásamt foreldrum sínum og systrum til Reykjavíkur. Hóf hann störf hjá Vélsmiðjunni Héðni, en sótti jafnframt nám við Iðn- skólann í Reykjavík og lærði vélvirkjun. Hann fór svo á vegum Héðins til frekara náms í Danmörku í tengslum við uppsetningu á kæli- og frystivélum, og vann við upp- setningu véla í frystihúsum og sláturhúsum víða um land í tengslum við frystihúsa- væðingu landsins. Árið 1969 stofnaði Þorbergur ásamt Ólafi M. Ólafssyni og fleirum Fiskvinnsluna h/f í heimabæ sínum Seyðisfirði. Þorbergur starfaði þar eftir það þar til hann settist í helgan stein 1999, lengst af sem fram- kvæmdastjóri, en síðustu árin við vélgæslu. Eftir að hann hætti störfum fluttust Þorbergur og Elísabet suður til Reykjavíkur og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári fluttu þau á Hjúkrunarheimilið Skjól. Útför Þorbergs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. júní 2019, klukkan 15. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höfundur ókunnur) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þar til við sjáumst síðar. Þín dóttir, Gabriela E. Þorbergsdóttir. Þorbergur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.