Morgunblaðið - 07.06.2019, Síða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
40 ára Steingrímur er
Dalvíkingur og Akur-
eyringur og býr á
Akureyri. Hann lærði
málaraiðn í
Verkmenntaskólanum
á Akureyri og tók
sveinspróf í Iðnskól-
anum í Reykjavík. Hann er eigandi SNS
málunar ehf. Steingrímur er í frímúr-
arareglunni á Akureyri.
Maki: Margrét Rós Sigurðardóttir, f.
1982, iðjuþjálfi í Glerárskóla.
Sonur: Ragnar Norðfjörð, f. 2016.
Foreldrar: Sigurður Norðfjörð Guð-
mundsson, f. 1947, fyrrverandi sjómað-
ur og braskari, og Sumarrós Guðjóns-
dóttir, f. 1950, vann ýmis störf. Þau eru
búsett á Akureyri.
Steingrímur Norðfjörð
Sigurðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er auðvitað öruggast að halda
sig bara við það venjulega, en stundum
verða menn að sýna dirfsku og stíga út fyr-
ir þægindarammann.
20. apríl - 20. maí
Naut Búðu þig undir tafir, ruglingsleg tjá-
skipti og afsakanir sem eru ekki trúverð-
ugar. Þér verður boðið í heimahús þar sem
þú kynnist áhugaverðri manneskju.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er einhver óróleiki á ferðinni
í kringum þig. Fólk er glaðara þegar það fer
frá þér. Mundu að þú velur þína vini.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lent í erfiðri aðstöðu og
átt ekki gott með að losa þig úr henni.
Haltu aftur af þér og treystu innsæi þínu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt sjálfsagt sé að taka hlutina al-
varlega er óþarfi að vera svo stíf/ur að
geta ekki brosað út í annað, þegar svo ber
undir. Þolinmæði þrautir vinnur allar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Skipuleggðu tíma þinn svo að þú
komir sem mestu í verk á sem skemmst-
um tíma. Talaðu skýrt og afdráttarlaust um
hlutina, þá fyrst fer eitthvað að gerast.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér á eftir að líða mun betur á næst-
unni en þér hefur gert að undanförnu.
Fylgstu með viðbrögðum annarra þegar þú
berð upp spurningu sem hefur lengi hvílt á
þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhvers konar ringulreið
leggst yfir umhverfi þitt í dag og þú átt fullt
í fangi með að hafa þitt á hreinu. Ekki
byrgja hlutina inni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sambönd þarfnast endurskoð-
unar. Haltu áfram að gera þitt besta því á
næsta ári færðu tækifæri lífs þíns.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú verður þú að taka til hend-
inni og ganga frá þeim vandamálum sem
þú hefur stöðugt ýtt á undan þér. Sam-
komulag við fyrrverandi maka nær lend-
ingu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnast aðrir horfa um of yf-
ir öxlina á þér. Reynslan fleytir þér langt og
þú ættir að íhuga að stofna eigið fyrirtæki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Að vera við stjórnvölinn leiðir til
streitu í ákveðnum mæli. Sambönd þín við
aðra eru vinsamlegri en endranær. Gamalt
leyndarmál kemur upp á yfirborðið.
og mun halda upp á afmælið í
París.
Fjölskylda
Eiginmaður Jóhönnu er Jónas
Yngvi Ásgrímsson, f. 17. febrúar
en einnig hef ég mjög gaman af
handavinnu, blómarækt og lestri
góðra bóka, svo eitthvað sé nefnt.
Þá hef ég sungið með kirkjukórn-
um hér frá 1994.“
Jóhanna verður að heiman í dag
J
óhanna Lilja Arnardóttir
fæddist 7. júní 1969 á Sel-
fossi en ólst upp í
Hafnarfirði, nánar tiltekið
í Kelduhvammi 5, og bjó
þar að mestu til 25 ára aldurs. Hún
flutti þá í Brautarholt á Skeiðum,
þar sem hún hefur búið síðan.
„Ég var mikið í sveit í Skeið-
háholti á Skeiðum, en þaðan er
mamma mín ættuð. Bæði var ég
þar í sveit hjá móðurbróður mínum
og hans konu, en einnig byggðu
foreldrar mínir sumarbústað þar og
þangað var farið með stóra barna-
hópinn flestar helgar þegar fór að
vora.“
Jóhanna gekk í Öldutúnsskóla og
varð stúdent frá Flensborg. „Þegar
ég fluttist austur fór ég að vinna í
leikskólanum í Brautarholti og
einnig sem stuðningsfulltrúi í
Brautarholtsskóla. Árið 1997 fór ég
í Kennaraháskóla Íslands í fjarnám
og útskrifaðist þaðan í febrúar
2001. Síðar tók ég diplómanám í
opinberri stjórnsýslu við sama
skóla.“
Árið 1999 fór Jóhanna að kenna í
Brautarholtsskóla sem leiðbeinandi
og vann þar í fullu starfi með nám-
inu. Árið 2003 var hún ráðin sem
aðstoðarskólastjóri og var þar til
vorsins 2007, þegar skólinn í
Brautarholti var fluttur upp í Ár-
nes og staða hennar var lögð niður.
Haustið 2007 varð hún aðstoðar-
skólastjóri við Flúðaskóla í Hruna-
mannahreppi og hefur starfað þar
síðan. Skólaárin 2008-2009 og 2018-
2019 var hún starfandi sem skóla-
stjóri í afleysingum en nú hefur
hún verið ráðin sem skólastjóri við
skólann, en nemendur eru tæplega
100 og 8.-10. bekkir úr Skeiða- og
Gnúpverjahreppi eru í Flúðaskóla.
Síðastliðin 10 ár hefur hún enn
fremur haft umsjón með bókasafni
Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Jóhanna hefur starfað með Kven-
félagi Skeiðahrepps frá því að hún
flutti á Skeiðin og árin 2004-2016
var hún ritari félagsins. Árin 2010-
2014 var hún varamaður í hrepps-
nefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
„Áhugamál mín eru allnokkur,
barnabörnin eru þar fremst í flokki
1963, viðskiptafræðingur hjá DK
hugbúnaði. Foreldrar hans eru Ás-
grímur Jónasson, f. 27. desember
1939, rafmagnsiðnfræðingur, og
kona hans Þórey Sveinbergsdóttir,
f. 19. júlí 1942, húsmóðir. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Börn Jóhönnu og Jónasar eru 1)
Erna Þórey Jónasdóttir, f. 28. októ-
ber 1990, kennari. Maki hennar er
Logi Pálsson talmeinafræðingur.
Þau eru búsett í Hafnarfirði. Börn
þeirra eru Jóhanna Margrét, f. 5.
desember 2012, og Edda Katrín, f.
30. apríl 2015; 2) Sigríður Lára
Jónasdóttir, f. 28. febrúar 2000,
nemi; 3) Ásgrímur Örn Jónasson, f.
1. júlí 2002, nemi.
Systkini Jóhönnu eru Fríða
Hrefna, f. 31. mars 1952, búsett í
Danmörku; Ingólfur, f. 3. mars
1957, d. 24. júní 1996, skrifstofu-
maður í Hafnarfirði, síðast búsettur
í Danmörku; Jón Kristófer, f. 30.
janúar 1962, garðyrkjufræðingur í
Árborg; Sigurður, f. 3. febrúar
1966, kennari á Akureyri; Örn, f. 9.
Jóhanna Lilja Arnardóttir, skólastjóri Flúðaskóla – 50 ára
Fjölskyldan Jónas, Jóhanna, Ásgrímur, Sigríður Lára og Erna Þórey við útskrift Sigríðar Láru í maí síðastliðnum.
Hafnfirðingur og Skeiðamaður
Með barnabörnunum Jóhanna, Jóhanna Margrét, Jónas og Edda Katrín.
30 ára Karolína er
Húsvíkingur, fædd
þar og uppalin. Hún
er viðskiptafræð-
ingur frá HA og
vinnur hjá Price-
waterhouseCoopers
í útibúinu á Húsavík.
Hún situr í fötlunarráði í Norðurþingi.
Maki: Þorkell Marinó Magnússon, f.
1981, sjómaður hjá Gullrúnu á Breið-
dalsvík.
Börn: Heimir Örn, f. 2009, og Lovísa
Ósk, f. 2012.
Foreldrar: Gunnlaugur Karl Hreins-
son, f. 1966, útgerðarmaður, og Ár-
ninna Ósk Stefánsdóttir, f. 1969,
heimavinnandi. Þau eru búsett á
Húsavík.
Karolína Kristín
Gunnlaugsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Alba María Andradóttir
fæddist 13. október 2018 í Reykjavík.
Hún vó 2.684 grömm og var 47 cm
löng. Foreldrar hennar eru Andri
Heimir Friðriksson og María Rós
Arngrímsdóttir.
Nýr borgari
SÉRBLAÐ
Grillblað
• Grillmatur
• Bestu og áhugaverðustu grillin
• Áhugaverðir aukahlutirnir
• Safaríkustu steikurnar
• Áhugaverðasta meðlætið
• Svölustu drykkirnir
• Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Jón Kristinn Jónsson
Sími 569 1180,
jonkr@mbl.is