Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Nýræktarstyrkir Miðstöðvar ís-
lenskra bókmennta voru afhentir í
gær og hlutu þá tveir nýir rithöf-
undar. Auður Stefánsdóttir hlaut
styrk fyrir barnabókina Í gegnum
þokuna og Kristján Hrafn Guð-
mundsson fyrir smásagnasafnið
Afkvæni. Hlaut hvort þeirra hálfa
milljón króna og var það Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, sem afhenti styrkina
við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rit-
höfundasambandsins.
Tekur á viðkvæmu málefni
Auður Stefánsdóttir (f. 1983) er
með BA-gráðu í íslensku og meist-
aragráðu í íslenskum bókmenntum
frá Háskóla Íslands og kennslu-
réttindi á framhaldsskólastigi. Hún
er íslenskukennari í framhalds-
skóla og er í meistaranámi í ritlist
við Háskóla Íslands meðfram
kennslu.
Í umsögn bókmenntaráðgjafa
um verk hennar segir: „Í gegnum
þokuna er fantasíubók fyrir börn
um baráttu góðs og ills, dauðann
og lífið. Höfundur tekur á við-
kvæmu málefni á fágaðan hátt og
fléttar saman við spennandi at-
burðarás á flöktandi mörkum raun-
veruleika og ímyndunar. Textinn
er skýr og aðgengilegur, lýsingar á
handanheiminum hugmyndaríkar
og margar skemmtilegar skírskot-
anir í hvernig er að vera krakki á
Íslandi í dag.“
Andrúmsloftið létt og leikandi
Kristján Hrafn Guðmundsson (f.
1979) er bókmenntafræðingur með
kennsluréttindi og kennir íslensku,
heimspekisamræðu og kvikmynda-
læsi í grunnskóla. Kristján þýddi
bók Harukis Murakamis, Það sem
ég tala um þegar ég tala um hlaup,
og hafði umsjón með menningar-
umfjöllun DV á árunum 2007-2010.
Í umsögn bókmenntaráðgjafa
um bók hans segir: „Afkvæni er
safn smásagna sem eiga það sam-
eiginlegt að gerast í hversdags-
legum íslenskum samtíma. Sög-
urnar eru grípandi, persónulýs-
ingar skarpar og textinn er skrif-
aður á blæbrigðaríku máli.
Smávægilegum atvikum er gjarnan
lýst á spaugilegan hátt; andrúms-
loftið er létt og leikandi en um leið
tekst höfundi að miðla samspili
gleði og alvöru af sérstakri
næmni.“
Þetta er í tólfta sinn sem Ný-
ræktarstyrkjum er úthlutað en alls
hafa á sjötta tug höfunda hlotið
þessa viðurkenningu. Nýræktar-
styrkir eru veittir árlega vegna
skáldverka höfunda sem eru að
stíga sín fyrstu skref á ritvellinum,
óháð aldri, og til að hvetja þá til
frekari dáða á þeirri braut, að því
er fram kemur í tilkynningu. Er þá
átt við skáldverk í víðri merkingu;
sögur, ljóð, leikrit og fleira.
Smásagnasafn og
barnabók hlutu styrki
Morgunblaðið/RAX
Styrkveiting Frá afhendingu Nýræktarstyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi í gær.
Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta veittir
Það er fátt nýtt undir sólinniog lögmaðurinn StellaBlómkvist er enn við samaheygarðshornið í tíundu
bókinni, Morðið í Snorralaug. Sem
fyrr getur konan allt og er öðrum
fremri, sagan er spennandi og þráð-
urinn hug-
myndaríkur, en
húmorinn, ef
húmor skyldi
kalla, og lítils-
virðing gagnvart
karlmönnum
draga bókina
verulega niður.
Karlar eru oft í
lykilhlutverkum í
spennu- og glæpasögum, en við því
hefur verið brugðist og sennilega
aldrei betur en með trílógíu Stiegs
Larssons um ofurkonuna Lisbeth
Salander. Þar er líka blaðamaðurinn
Mikael Blomkvist í stóru og góðu
hlutverki. Hvort Stella Blómkvist
sækir nafn sitt og orkuna í tvíeykið
skal ósagt látið en himinn og haf er á
milli sænsku og íslensku bókanna,
þar sem Blómkvist kemur við sögu.
Engu að síður hefur Stella Blóm-
kvist ýmislegt gott til brunns að
bera. Hún er vel að sér í samskiptum
lögmanna meintra sakamanna við
yfirvaldið og gætir réttar skjólstæð-
inga sinna í hvívetna. Hún er fljót að
átta sig á aðstæðum, er klók og les
rétt í spilin.
Samt sem áður er tuggan og end-
urtekningin frekar þreytandi og
húmor eða háð, sem felst í því að
gera lítið úr öðrum og reyna að vera
fyndinn á kostnað annarra, missir
algerlega marks. Þegar aðstoðar-
maður utanríkisráðherra er sakaður
um nauðgun kemur það Stellu ekki á
óvart, því í hennar huga eru flestir
pólitíkusar hrægammar eða hýenur.
Stórbokkar og undirlægjur þeirra
stjórna mannkyninu, að sögn
mömmu hennar. Auðvitað stingur
lögreglan, svonefndir prúðupiltar
eða prumphanar, kæru á hendur
karlmanni í góðri stöðu niður í kjall-
ara. Morð eru fjölskyldugaman,
Perlan er pólitískt monthús og Esj-
an montfjall Reykvíkinga. Þó er
hvergi skotið eins hátt yfir markið
og þegar staðhæft er að Skagamenn
séu hættir að skora!
Textinn er almennt lipur en eitt-
hvað er Stellu farið að fatast flugið
því hún getur enga vörn sér veitt
þegar hún er sökuð um nauðgun.
Engu að síður leysir hún málin með
stæl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hulduhöfundur Enginn veit hver
Stella Blómkvist er í raun og veru.
Stella er enn við
sama heygarðshornið
Glæpasaga
Morðið í Snorralaug bbbnn
Eftir Stellu Blómkvist (dulnefni).
Kilja. 317 bls. Mál og menning, 2019.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Ascension MMXIX nefnist ný svart-
málmshátíð sem rís úr ösku
tónlistarhátíðarinnar Oration, eins
og það er orðað í tilkynningu. Há-
tíðin verður haldin í Hlégarði í Mos-
fellsbæ í næstu viku, 13.-15. júní, og
segir í tilkynningu að búast megi
við fjölbreyttri tónlist og einstakri
upplifun sem aðstandendur há-
tíðarinnar kalli „dark arts“. Fram
muni koma 30 hljómsveitir frá 13
löndum og meðal íslenskra hljóm-
sveita verða Sólstafir, Kælan mikla,
Svartidauði og Misþyrming. Í er-
lendu deildinni verða sveitir á borð
við Wolvennest, Gost, King Dude,
Drab Majesty, Antaeus, Bölzer og
Tribulation.
Forsprakki hátíðarinnar er
hljóðvinnslumaðurinn Stephen
Lockhart, sem rekur hljóðverið
Studio Emissary í Mosfellsbæ, en
hann hefur haft mikil áhrif hvað
varðar aukna athygli og vinsældir
íslenskrar svartmálmstónlistar er-
lendis. Lockhart hefur tekið upp
tónlist fjölda þekktra hljómsveita í
þeim geira og þá m.a. Svartadauða,
Sinmara og Auðnar. Með honum
starfar sambýliskona hans Gunn-
hildur Edda Guðmundsdóttir.
„Mikið verður lagt í að upplifun
hátíðarinnar verði eftirminnileg og
skapi sérstöðu í hugum hátíðar-
gesta. Hugað verður sérstaklega að
góðri þjónustu og m.a. verður boðið
upp á langferðabíl eða „festival“-
rútu milli miðbæjar Reykjavíkur og
Mosfellsbæjar við upphaf og lok
hvers tónlistarkvölds. Einnig er til-
valið að nýta tjaldstæði bæjarins
sem er í innan við 5 mínútna göngu-
færi frá tónleikastað og þar er
hægt að njóta miðnætursólarinnar í
fjalladýrð Mosfellsbæjar, áhyggju-
laust,“ segir í tilkynningu.
Miðasala fer fram á tix.is.
Ascension MMXIX
rís úr ösku Oration
Málmelsk Stephen Lockhart og
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir.
Ljósmynd/Woda i Pustka
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 7/6 kl. 19:00 41. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Mán 10/6 kl. 19:00 42. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!
Elly (Stóra sviðið)
Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 7/6 kl. 20:00 22. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 8/6 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 16:00 Auka
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Hárið (Stóra sviðið)
Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30
Áhugasýning ársins 2019
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Kirkjulistahátíð stendur nú yfir í
Reykjavík og í dag verður boðið
upp á tónleikaspjall í Ásmundarsal,
skammt frá Hallgrímskirkju. Þar
munu Halldór Hauksson, tónlistar-
og fjölmiðlamaður, og tenórsöngv-
arinn Benedikt Kristjánsson, sem
er eftirsóttur á barokksenunni í
Evrópu í dag, spjalla um kantötur
Bachs sem fluttar verða um hvíta-
sunnuhelgina í Hallgrímskirkju.
Yfirskrift hátíðarinnar í ár er
„Mysterium“ og er nafnið dregið af
nýju tónverki sem var frumflutt á
opnunartónleikum 1. júní, óratóríu
eftir Hafliða Hallgrímsson. Hátíð-
inni lýkur á mánudag, 10. júní, með
lokatónleikum.
Tónleikaspjall í Ásmundarsal
Ljósmynd/Stephan Röhl
Eftirsóttur Benedikt Kristjánsson.