Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán.–Fös. 09–17
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Ýmsir horfa til síðasta sumarsþegar grallarinn umturnaði
hendingu góðskáldsins og sagði:
„Þegar saman safnast var,
sumarkvöldin fjögur...“ ef þau
voru þá svo mörg. En nú er sum-
arsólin í akkorði, yfirvinnu og upp-
mælingu og hefur varla undan.
Og svo er ekki þverfótað fyrirflottum fréttum, víðar en af
veðri. Íslenska landsliðið með fanta-
leik og jafnvel varnarjálkurinn
mikli, Ragnar Sigurðsson, breytti
sér í Beckham markakóng. Ragnar
var svo sannarlega „okkar maður“
og reyndar þeir allir drengirnir.
Enda enginn vafi á því að sam-heldnin er sterkasta hlið þessa
liðs sem á þó margar hliðar. Þetta
geta Staksteinar frætt ykkur um
þótt þeir sparki ekki öðru en grjóti
og séu af því marðir á öllum tám.
Og svo var það hin góða fréttin aðÞjóðleikhúsið okkar ætlar að
setja upp Kardimommubæinn og
þrátt fyrir framangreind fótamein
dönsuðu Staksteinar um gólfið við
fréttina, sungu textana meira og
minna vitlaust og hugsuðu til stór-
leikara allt frá Róberti, Ævari,
Bessa, Emelíu og þeirra sem spreyta
sig nú.
Ræningjarnir, góðkunningjarlögreglunnar, en þó fyrst og
síðast okkar barnanna í þessu landi,
frá 80 árum og niður úr, eru aufúsu-
gestir. Staksteinar og klíkubræður
þeirra sem eru fyrir löngu gengnir í
barndóm og fá nú loks að njóta þess
nýja þroskastigs til fulls. Húrra fyrir
þessum fínu fréttum.
Fréttaúrval
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýr Formula student-kappakstursbíll, RU19,
sem smíðaður er af nemendum í Háskólanum í
Reykjavík var afhjúpaður í HR í gær. Hópur
nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á
bílnum í Hollandi í sumar. Hópurinn heitir RU
Racing og var stofnaður árið 2015.
Liðið hefur tekið þátt í Formula Student-
kappaksturskeppninni þrisvar sinnum, með nýj-
um bíl á hverju ári, og er þetta í fjórða sinn sem
haldið er út til keppni. Best náði liðið 15. sæti á
Silverstone-brautinni árið 2017. Í Hollandi í sum-
ar mun liðið keppa við 70 lið frá háskólum hvað-
anæva .
RU Racing hefur hingað til gengið mjög vel í
keppninni og hefur alltaf komist í gegnum allar
öryggisprófanir og í aksturskeppni. Með sam-
starfi við nokkur af stærstu tæknifyrirtækjum
landsins, meðal annars Össur, Marel og CCP,
hafa liðsmenn aflað sér mikillar þekkingar og
reynslu í hönnun og smíði. Liðið hefur betrum-
bætt bílinn mikið frá því í fyrra, meðal annars
með því að bæta við fram- og afturvængjum, end-
urbæta kælikerfið og létta bílinn á ýmsan hátt.
Afhjúpuðu nýjan kappakstursbíl
Nemendur í HR keppa í
Formula Student í sumar
Kynning Hópurinn RU Racing og nýr kappakst-
ursbíll í HR í gær. Þau keppa í Hollandi í sumar.
Á morgun, föstudag, verður gerð
söguleg breyting á akstursstefnu
bíla um Laugaveg. Fram á haust
munu bílar aka upp Laugaveginn,
þ.e. til austurs, frá Klapparstíg upp
að Frakkastíg. Einstefna niður
Laugaveg var tekin upp haustið
1932 og því verður nú ekið upp
Laugaveg í fyrsta sinn í 87 ár.
Fram kemur í frétt á heimasíðu
Reykjavíkurborgar að eins og áður
verði ekið niður Laugaveg frá
Hlemmi, en nú má aðeins aka niður
að Frakkastíg og þaðan er ein-
stefna niður á Hverfisgötu. Fram til
þessa hafa þeir sem óku niður
Laugaveginn þurft að beygja niður
Vatnsstíg þar sem göngugötusvæð-
ið byrjaði. Í sumar er göngugötu-
svæðið á Laugavegi minnkað frá
fyrra ári og nær nú aðeins upp að
Klapparstíg.
Með breytingu á akstursstefnu
um hluta Laugavegar sé verið að
jafna umferðarflæðið um miðborg-
ina og draga úr neikvæðum áhrif-
um bílaumferðar. Betra sé að beina
umferð frá Laugavegi niður
Frakkastíg að Hverfisgötu en að fá
hana upp Klapparstíg að Skóla-
vörðustíg. Minni hætta sé á að öku-
menn aki í ógáti inn á göngusvæðið.
Til að vekja athygli á breytingunni
hefur verið málaður litríkur hring-
ur á gatnamót Laugavegar og
Frakkastígs. sisi@mbl.is
Ekið upp Laugaveginn
í fyrsta sinn síðan 1932
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Litríkt Búið er að mála hring á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.