Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Draumar eru viðkvæmtfyrirbæri og fljótir aðgleymast ef maður skrif-ar þá ekki niður strax og
maður vaknar. Jafnvel getur verið
varasamt að hreyfa höfuðið, þá geta
draumarnir skolast í burtu úr minn-
inu,“ segir Bjarni Múli Bjarnason
rithöfundur sem er mikill áhuga-
maður um drauma og hefur haldið
draumadagbók frá því hann var ung-
lingur.
„Ég skrifa ekki niður alla mína
drauma, aðeins þá sem mér finnst
merkilegir. Stundum skrái ég ein-
staka setningar orðréttar niður, því
mér finnst forvitnilegt að muna
setningar úr draumheimum,“ segir
Bjarni sem gaf fyrir nokkrum árum
út bókina Nakti vonbiðillinn, en þar
er að finna 64 drauma hans.
„Listamenn hafa löngum sótt
ýmislegt í það flæði undirmeðvit-
undar sem draumar eru, því ólíkt því
sem margur heldur þá getur verið
mikið streð fyrir skapandi fólk að
búa eitthvað til. Af draumum mínum
hef ég lært að einhver stöð í heil-
anum á mér leikur sér að því að búa
til heilu sögurnar, tónlist, sviðs-
myndir og persónudrama og svipta
sér á milli alda eins og ekkert sé. Þá
áttar maður sig á að huganum er
þetta eðlilegt, en við lifum og hrær-
umst í frekar stöðluðu umhverfi sem
við höfum þurft að pakka okkur inn
í, hinn svokallaða veruleika.
Draumar eru augljóslega maður
sjálfur að einhverju leyti, því heilinn
framleiðir þá. Mér finnst draumar
og draumaheimar víkka út veru-
leikann og gefa honum aukamerk-
ingu. Maður sér hluti í öðru ljósi.
Ég reyni að hafa draumana með
þegar ég skrifa mínar bækur,“ segir
Bjarni og bætir við að stundum
kjarni draumar eitthvað sem hann
hefur verið flöktandi með. „Ég hef
fengið skýran draum um það hvort
ég ætti að skrifa eina bók frekar en
aðra. Þannig geta draumar hjálpað
okkur við að losna við efa og hik.
Þetta er hluti af því að hlusta á sjálf-
an sig. Draumar eru tungumál, en
þó ekki staðlað, því það er ólíkt eftir
einstaklingum. Hver og einn getur
lært að lesa í sína drauma með því að
gefa þeim gaum.“
„Vesalings skepnurnar“
Bjarni hefur kynnt sér sögu
Jóhannesar Jónssonar sem gekk
undir nafninu Drauma-Jói.
„Hann var fátækur vinnumaður
fæddur 1861 í Sauðaneskoti á
Langanesi. Hann veiktist tvisvar af
taugaveiki, 12 ára og 15 ára, og lá
lengi. Hann tók eftir því þegar hann
lá fyrri leguna að hann átti til að
geta fundið hluti sem höfðu glatast,
ef hann hafði þá í huga þegar hann
fór að sofa. Í seinni legunni fór hann
að syngja og tala upp úr svefni.
Þegar hann um tvítugt var við
engjaslátt og lagði sig þar úti í há-
degishvíldinni tóku menn eftir að
hann var órólegur í svefni og fór að
tala um „vesalings skepnurnar“.
Fólk spurði hvað hann ætti við
og hann svaraði, enn sofandi, að
tveir hrútar væru læstir saman á
hornunum uppi á heiði og gætu ekki
nærst fyrir vikið. Hann var seinna
beðinn um að staðsetja þessa hrúta í
draumi og gerði það. Þar fundust
þeir, reyndar of seint, báðir dauðir.
Í framhaldi af þessu og því að í
ljós kom að hægt var að tala við
hann í svefni, skapaðist hefð fyrir
því að spyrja Drauma-Jóa um ýmis-
legt sem hann fékk svör við í draum-
um sínum. Hann varð vinsæll og fólk
leitaði mikið til hans með alls konar
mál, týnda hluti, fólk og fénað sem
ekki skilaði sér á réttum tíma, skipa-
komur og fleira. Og ævinlega feng-
ust rétt svör, segja sögurnar.“
Bjarni segir að Drauma-Jói hafi
verið virtur fyrir gáfur sínar og
næmni, enda hafði á þessum tíma
verið tekið mark á draumum í marg-
ar aldir. „Hann var í umhverfi þar
sem þetta þótti eðlilegt og áhuga-
vert. Á þessum tíma hafði fólk næði
til að hlusta á sína eigin rödd. For-
feður Drauma-Jóa voru eflaust
næmt fólk því hann var talinn af
Indriða Indriðasyni ættfræðingi
kominn af Einari galdrameistara
Nikulássyni, presti á Skinnastað á
17 öld, og Galdra-Ara, sem var
langa-langafi Jóhannesar.
Vegur og vegsemd þessa fá-
tæka vinnumanns jókst með aldr-
inum og á áttræðisafmælinu hans
1941 birtist kvæði um hann eftir
hreppstjórann, Halldór Benedikts-
son á Hallgilsstöðum. Fólk leitaði
líka til hans þegar hann var orðinn
gamall ekkill sem hafði misst bæði
börnin sín, enda hélt hann sinni
meintu gáfu fram á efri ár og hefur
verið meistari í sinni sveit.“
Vildi sanna fjarvísi hans
Í ljósi hæfileika Drauma-Jóa
voru tvær dulsálfræðilegar tilraunir
gerðar á honum, en sú frægari er sú
sem Ágúst H. Bjarnason, fyrsti
sálfræðiprófessorinn við Háskóla Ís-
lands, gerði 1914.
„Ágúst hafði safnað 37 sögum af
Jóa í átta ár. Hann fékk þrettán
þeirra vottfestar, sem er sönnunar-
ígildi í hans huga og gefur til kynna
fjarvísi Drauma-Jóa, eða draum-
skyggni. Tilraunin var gerð á
Vopnafirði og hringt var til Reykja-
víkur og beðið um að eitthvað ákveð-
ið væri gert, ósköp hversdagslegt. Í
framhaldinu spurði Ágúst svo Jóa í
svefni hvað hefði þar verið gert. Jói
hafði aldrei farið til Reykjavíkur og
sá ekkert fyrir sér þar, svo Ágúst
reyndi að leiða hann áfram en á
þeirri leið lýsti Jói ýmsu, til dæmis
manni í brekku að syngja kvæði.
Þarna er í raun ekki verið að prófa
það sem Jói er frægastur fyrir að
gera, finna týnda hluti í umhverfi
sem hann þekkti. Ágúst var meira
upptekinn af því að sanna fjarvísi,
enda var hann vísindamaður. Það
sem hangir á spýtunni hjá honum er
að ef við getum sýnt fram á að sálin
sé á flakki utan líkamans, þá séu
meiri líkur á að hún geti einnig lifað
líkamsdauðann. Hin trúarlega
heimsmynd er í forgrunni. Í þessari
tilraun á Drauma-Jóa mætir íslensk
alþýðumenning 19. aldar vísinda-
hyggju 20. aldar,“ segir Bjarni og
tekur fram að Ágúst hafi ævinlega
sýnt Jóa skilning og virðingu og
þeim hafi orðið vel til vina.
Draumar víkka út veruleikann
Hægt var að tala við
Drauma-Jóa á meðan
hann svaf og hann leitaði
svara í draumum sínum
um hvar týndir hlutir,
fólk eða fénaður væru.
Bjarni Múli Bjarnason
er áhugasamur um
drauma og hefur kynnt
sér sögu Drauma-Jóa.
Morgunblaðið/Eggert
Rithöfundurinn Bjarni „Draumar eru tungumál, en þó ekki staðlað, því það er ólíkt eftir einstaklingum.“
Úti með hatt sinn Drauma-Jói með
hundi upp af Vopnafirði árið 1914.
Drauma-Jói Hann var virtur maður
fyrir gáfur sínar og næmni.
899 kr.pk.
Rooosalega langar pylsur, 4 stk. með
Cheddar osti og karmeluðum lauk
Rooosalega langar pylsur
Krónan
mælir m
eð!
369 kr.pk.
Rooosalega löng pylsubrauð, 2 stk.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.