Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Árið 1835 kom í heiminn lítil stúlka, í
Faktorshúsinu vestur í Hæsta-
kaupstað. Stúlkubarnið var skírt
Anna María Benedictsen. Síðar á lífs-
leiðinni varð hún leikkona í Konung-
lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og
rithöfundur. Hún var góð vinkona og
trúnaðarmaður H.C. Andersens.
Anna María var líklega meðal frægari
Íslendinga í Danmörku, en hefur aldr-
ei hlotið verðskuldaða athygli á Ís-
landi – líklega vegna þess að hún var
„bara kona“ og þar að auki ekki al-
íslensk, sem lengi þótti til vansa á Ís-
landi.
Faðir Önnu var Jens Jacob Bene-
dictsen (1806-1842). Hann var íslensk-
ur útgerðarmaður, fyrst á Bíldudal en
síðar í Hæstakaupstað við Skut-
ulsfjörð. Móðir Önnu Maríu var Anna
Benedictsen (1811-1891), fædd Frahm
í Kaupmannahöfn. Jens Jacob Bene-
dictsen var sonur Boga Benedictsens
(1771-1849) kaupmanns og fræði-
manns, fæddist á Bíldudal þar sem
faðir hans, Bogi, rak verslun um tíma.
Árið 1828, þegar Jens var rétt rúm-
lega tvítugur, keypti hann versl-
unarréttindin í Hæstakaupstað með
aðstoð fjölskyldu sinnar. Var hann
farsæll í viðskiptum og efldi útgerð við
Ísafjarðardjúp til muna og kom sér
upp litlum flota þilskipa og gerðist
sterkur keppinautur norskra og
danskra kaupmanna, sem fyrir voru á
Ísafirði. Jens giftist Maríu, dóttur Jó-
hannesar Frahm Jensen frá Aa-
benraa á Suður-Jótlandi, sem hafði
um langan aldur stundað siglingar til
Íslands og verið í nánu samfloti við
Boga Benedictsen.
Ungu hjónin Jens og Marie fluttu í
norskt timburhús í Hæstakaupstað,
svokallað Faktorshús, sem enn stend-
ur á Ísafirði. Það var friðað árið 1975
og hefur nýlega verið endurbætt og
lagfært með miklum tilkostnaði af eig-
endum hússins, hjónunum Áslaugu
Jensdóttur og Magnúsi Helga Al-
freðssyni. Þess verður að geta að hús-
ið var flutt í einingum frá Noregi árið
1787, árið sem einokun Dana var lögð
formlega af á Íslandi.
Jens og Marie eignuðust þrjú börn
á Íslandi, en fluttu sig svo um set til
Kaupmannahafnar að ósk Marie. Í
Kaupmannahöfn eignuðust þau þrjú
börn að auki. Þau áttu heimili sitt í
Strandgade á Christianshavn í Kaup-
mannahöfn. Jens hélt áfram sigl-
ingum og verslun á Íslandi, en áhuga
hans á fisksölu og sölu á lamba-
skrokkum og skyri í Kaupmannahöfn,
svo eitthvað sé nefnt, deildi frú Marie
svo sannarlega ekki með honum. Að
sögn fróðra manna hafði hún mikinn
ímugust á öllu sem íslenskt var og
þráði lífið í höfuðborginni. Sagan segir
að þegar Marie hélt veislur hafi hún í
hvert sinn er Jens vildi blanda sér í
umræður sagt: „Ti stille Jens, vi taler
ikke om tran“ (Þegiðu Jens, við erum
ekki að ræða um lýsi).
Leiklist og ópera
Árið 1842, á einni af sínum mörgu
ferðum til Íslands, til að sækja þann
varning sem hafði gert fjölskylduna
nokkuð vel stæða á danskan mæli-
kvarða, varð Jens að leita vars í Vest-
mannaeyjum í miklum stormi. Orð-
rómur var á kreiki um að hinn danski
sýslumaður í Eyjum, Johan Nikolai
Abel (1794-1862), hefði myrt Jens.
Aldrei var sá kvittur kveðinn niður
eða sannreyndur fyrir dómstólum.
Marie bjó áfram í Kaupmannahöfn
eftir dauða manns síns og hélt vafa-
laust veislur án fiskmetis. Nokkru síð-
ar flutti hún með börnin og ásamt for-
eldrum sínum öldnum í Nyhavn 12 í
hjarta Kaupmannahafnar. Þar bjó
fjölskyldan í hluta mikils og vandaðs
húss, sem enn stendur og mikill glæsi-
bragur er yfir.
Anna María ólst nú upp í skarkala
stórborgar danska ríkisins. Snemma
hneigðist hugur hennar að listum.
Marie móðir hennar var mjög gefin
fyrir óperur og leikhús, sem hún hafði
sárþráð í myrkrinu á Ísafirði.
Árið 1855 tók hún þrjár dætur sínar
með í menningarreisu til Þýskalands
til að fara í óperuhús. Þar hittu þau
engan annan en H.C. Andersen, sem
er til vitnis um þá ferð. Í einni af dag-
bókum sínum hinn 19. júlí 1855 reit
hann: „Í Dresden, þar sem ég hitti
ungfrú Benedichtsen frá Kaupmanna-
höfn, var farið í óperuna á hverju
kvöldi, hún hafði í 14 daga hlustað á
fleiri en allan vetrartímann heima.“
Hélt H.C. Andersen lofræðu
14 árum síðar, þegar Anna María
var orðin þekkt leik- og söngkona á
fjölum Konunglega leikhússins í
Kaupmannahöfn, hélt hún skáldinu
lofræðu er hann sneri heim eftir langa
dvöl erlendis. Hún flutti ljóð, lofgjörð
um Andersen, þar sem hann var
nefndur til sögunnar „som den store
Politiker, der havde forstaaet den
store politiske Kunst at vinde: først
Børnene, saa Moderen og saa Mand-
en“. Þessu skýrði Dagbladet frá hinn
7. september 1869.
Einn af þeim sem heilluðust af leik-
og söngkonunni Önnu Maríu Bene-
dictsen var Philip Ferdinand Meyer
(1828-1887). Hann fæddist inn í gyð-
ingafjölskyldu í bænum Nakskov á
Lálandi. Foreldrar hans voru Jacob
Joseph Meyer úrsmiður (1787-1848)
og kona hans Jette (f. 1795), sem fædd
var i Nakskov, af ættinni Levison. Ja-
cob Josef kom frá Þýskalandi, nánar
tiltekið borgarhlutanum Moisling við
Lübeck. Honum voru veitt borg-
araréttindi í Nakskov árið 1812.
Philip Ferdinand var einn átta
systkina. Þegar hann komst á fullorð-
insár hóf hann heildverslunarrekstur í
Hamborg og Danmörku. Hann komst
fljótt í álnir og þótt álitlegt mannsefni
í Kaupmannahöfn er hann kvæntist
Önnu Maríu Benedictsen árið 1855.
Áður en það gerðist hafði hann tekið
kristna trú, svona til vonar og vara, og
hét upp frá því formlega Johann
Ferdinand Philip Meyer, en hann not-
aði mest nafnið Ferdinand. Hann
fylgir nú ástkærri eiginkonu sinni til
Íslands.
Anna María vann ekki lengi á Kon-
unglega leikhúsinu. Hún blandaðist
inn í illdeilur þar og tengdist stjórn-
anda leikhússins sem var rekinn. Eftir
það átti hún ekki afturkvæmt þangað.
Ferdinand efnaðist vel og hjónin
reistu sér mikið og virðulegt hús á
Friðriksbergi, við skemmtanagarðinn
Alhambra.
Þar mun Anna María hafa sungið.
Húsið er enn til, en er fyrir löngu um-
gyrt af yngri og forljótum byggingum
frá þeim tíma sem Frederiksberg
breyttist líkt og Reykjavík gerir í dag,
og ekki til hins betra. Í stað þess að
syngja og leika á fjölum Hins kon-
unglega leikhúss hóf Anna María að
rita greinar og ljóð, meðal annars
undir dulnefninu Anna Rembrandt og
Nemo.
Eftir það vitum við svo sem ekkert
mikið um Önnu Mariu og mann henn-
ar annað en að þau eignuðust sex
börn, m.a. soninn Aage Meyer Bene-
dictsen (1868-1926), sem gerðist nokk-
uð frægur á sínum tíma bæði í Dan-
mörku sem og í öðrum löndum. Saga
hans er merkileg, en betri grein-
argerð um hann verður að bíða betri
tíma.
Anna María var þegar farin að
missa heilsuna á 7. áratug 19. aldar,
og á ljósmynd, sem til er af henni frá
8. áratug aldarinnar, má sjá mjó-
slegna og heilsulitla konu. Á ferð til
lækninga í Stokkhólmi í lok árs 1874
andaðist Anna þar í borg aðeins 39 ára
gömul og var manni sínum og börnum
mikill harmdauði. Hver annar en H.C.
Andersen ritaði um hana látna með
miklum söknuði. Laugardaginn 2. jan-
úar 1874 skrifaði hann sorgmæddur:
„Benedictsen-Meyer er dáin í Stokk-
hólmi segja blöðin …“
Munu hanga í Faktorshúsinu
Nýverið tilkynnti mér einn af af-
komendum Önnu Maríu, sem ég
komst í samband við fyrir nokkrum
árum, að hún hefði sett tvö málverk,
sem fjölskyldan átti af hjónunum
Önnu Maríu og Ferdinand Meyer, á
uppboð hjá Bruun & Rasmussen í
Kaupmannahöfn.
Mér fannst tími til kominn að Anna
María færi aftur vestur, þar sem hún
fæddist, og þegar ég frétti af uppboð-
inu, sem fór fram hinn 29. apríl sl. á
netinu, hafði ég þegar samband við
Áslaugu í Faktorshúsinu og hvatti
hana til að bjóða í verkin. Hún og
Magnús maður hennar ákváðu að
reyna við uppboðið.
Bæði mér og Áslaugu til mikillar
furðu var enginn áhugi á verkunum
og boð Áslaugar fékk enga mótbjóð-
endur. Það tryggði henni þessi fallegu
málverk af íslensku leikkonunni, sem
menn hafa vitað allt of lítið um, og eig-
inmanni hennar, sem enn minna er
vitað um, annað en að hann hafði fjári
gott peningavit. Ég held að maðurinn
hennar, hann Ferdinand, hafi heldur
ekkert á móti því að komast í hreina
loftið á Íslandi.
Málverkin voru bæði máluð af
kennara við Konunglegu akademíuna
í Kaupmannahöfn, Christian Andreas
Schleisner (1810-1882). Málverkið af
Önnu Maríu var málað árið 1857 er
hún var 22 ára gömul, en málverkið af
eiginmanni hennar er dagsett árið
1868. Schleisner hlotnaðist prófess-
orsstaða við akademíuna árið 1858.
Nú koma málverkin á næstu dög-
um til Íslands og verða til prýði í Fak-
torshúsinu, gestum þar til mikillar
ánægju. Vona ég að fólk fari og kaupi
sér kaffi og kökur hjá Áslaugu og
Magnúsi í Faktorshúsinu og virði fyr-
ir sér þessa frægu íslensku konu og
líka manninn hennar.
Menning kemur svo sárasjaldan
vestur á firði, segja sumir. Ég er nú
hræddur um að það sé að breytast,
þótt sumir hafi aldrei farið suður – en
það gerði Anna María.
Anna María snýr aftur heim
Anna María Benedictsen var rithöfundur og leikkona í Kaupmannahöfn á 19. öld Var í kunn-
ingsskap við H.C. Andersen Málverk af henni og Philip Ferdinand, eiginmanni hennar, koma heim
Faktorshúsið á Ísafirði Húsið á sér merka sögu, það var flutt í einingum frá Noregi árið 1787 og þar bjó fjölskylda
Önnu Maríu um tíma. Nú munu málverkin af henni og eiginmanni hennar, Philip Ferdinand, hanga þar.
Anna María Benedictsen Philip Ferdinand Meyer