Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 35
FRÉTTIR 35Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
„Til samanburðar við maímánuð
þarf ekki að fara aftur nema til ágúst-
mánaðar í fyrra til að finna betri sölu-
mánuð. Það skal þó tekið fram að það
var einn besti mánuður síðasta árs,“
segir Valdimar sem kveðst ánægður
með sölutölur fyrri hluta ársins. „Ís-
salan var mjög svipuð framan af ári
en svo fórum við að sjá talsverða
aukningu í maí. Júní byrjar síðan
gríðarlega vel, en það væri gott að fá
eins og tvo rigningardaga núna á
næstunni til að minna okkur á hvað
veðrið er virkilega gott,“ segir Valdi-
mar.
Emmessís eykur sölu talsvert
Svipað er upp á teningnum hjá
samkeppnisaðila Kjöríss, Emmessís,
en þar hefur salan verið afar góð það
sem af er sumri. Pálmi Jónsson,
framkvæmdastjóri Emmessíss, segir
að stöðugur vöxtur hafi verið í sölu á
vörum fyrirtækisins. Þá fari sumarið
afar vel af stað og ráðgerir hann að
söluaukningin sé á bilinu 10-20%.
„Söluaukningin er mjög stöðug og
salan hefur verið talsvert betri en í
fyrra. Auðvitað eru sölutölurnar mis-
jafnar eftir vörutegundum, en sem
dæmi eru ísbúðirnar að selja mjög vel
í góða veðrinu á meðan einhverjar
aðrar vörur eru að fara minna,“ segir
Pálmi sem kveðst bjartsýnn á að
sölutölur sumarsins verði talsvert
betri en í fyrra.
Góður gangur í íssölu eftir
veðurblíðu síðustu vikna
Sölutölur sýna 10-20% aukningu í maímánuði Sólardagar hafa mjög góð áhrif
Aukin íssala
» Ísframleiðendurnir, Emm-
essís og Kjörís, fagna góða
veðrinu og segja það hafa haft
góð áhrif á íssölu.
» Söluaukning í maímánuði á
bilinu 10-20%.
» Mikilvægt að fá rigningu
þegar samfelldir sólardagar
eru orðnir margir.
» Útlit er fyrir að sala í júní-
mánuði verði mjög góð.
Morgunblaðið/Ómar
Íssala Vel hefur gengið hjá tveimur stærstu ísframleiðendum landsins,
Emmessís og Kjörís, það sem af er sumri. Veðurblíðan á þar hlut að máli.
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Talsverð aukning varð í íssölu í maí-
mánuði samanborið við sama tíma í
fyrra. Þetta segir Valdimar Haf-
steinsson, framkvæmdastjóri Kjör-
íss.
Að hans sögn er ríflega 10% aukn-
ing í sölu í mánuðinum og á gott veð-
ur það sem af er sumri stóran þátt í
því. „Veðrið hefur mikil áhrif á íssölu
og þá sérstaklega fyrstu daga eftir
rigningar. Aukning í sölu er misjöfn
eftir flokkum en prósentuaukningin
er eitthvað yfir tuginn,“ segir Valdi-
mar, en bætir þó við að margir sól-
ardagar í röð þýði ekki endilega að ís-
sala aukist. Það hafi margoft sýnt sig
að sölutölur versni eftir því sem sam-
felldum sólardögum fjölgar. „Það er
eins og það þurfi rigningu inn á milli
til að minna okkur á að njóta góða
veðursins,“ segir Valdimar.
Júnímánuður byrjar mjög vel
Spurður hvort ráðgera megi að ís-
sala í ár muni fara langt fram úr sölu
ársins í fyrra kveður Valdimar nei
við. Að hans sögn mun veðrið hafa
mikið með það að gera hvernig sölu-
tölur líta út í lok sumars.
● Nokkuð rautt var um að litast í Kaup-
höll Íslands eftir lokun markaða í gær.
Eimskip hækkaði mest allra fyrirtækja,
eða um 2,28% í 155 milljóna króna við-
skiptum. Síminn hækkaði um 0,91% og
Skeljungur um 0,86%. Mest lækkuðu
hlutabréf í Högum eða um 3,08% í 146
milljóna króna viðskiptum. Hlutabréf
Arion banka lækkuðu um 1,26% í 34
milljóna króna viðskiptum. Heildarvelta
í kauphöllinni nam 1,7 milljörðum
króna.
Hagar lækkuðu um rúm
3% í Kauphöll Íslands
STUTT
13. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.86 124.46 124.16
Sterlingspund 157.5 158.26 157.88
Kanadadalur 93.38 93.92 93.65
Dönsk króna 18.756 18.866 18.811
Norsk króna 14.323 14.407 14.365
Sænsk króna 13.116 13.192 13.154
Svissn. franki 124.83 125.53 125.18
Japanskt jen 1.1389 1.1455 1.1422
SDR 171.59 172.61 172.1
Evra 140.11 140.89 140.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.5941
Hrávöruverð
Gull 1322.65 ($/únsa)
Ál 1720.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.3 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Á morgun fer fram alþjóðleg ráð-
stefna haldin til heiðurs Ragnari
Árnasyni, prófessor í fiskihagfræði
við Háskóla Íslands. Ráðstefnan ber
yfirskriftina „Offshore Fisheries of
the World: Towards a Sustainable
and Profitable System“ og mun fara
fram í hátíðasal Háskóla Íslands.
Ráðstefnan er á vegum félagsvís-
indasviðs skólans, RNH auk nokk-
urra annarra aðila.
Fjórir heimskunnir fiskihagfræð-
ingar halda erindi á ráðstefnunni
þar sem farið verður vítt og breitt
yfir svið sjávarútvegsins. Banda-
ríkjamaðurinn James Wilen er einn
hagfræðinganna fjögurra sem halda
munu erindi. Hann hefur fjallað tals-
vert um staðbundin afnotaréttindi af
fiskistofnum og borið þau saman við
úthlutun aflaheimilda á Íslands-
miðum. Auk hans verða Rögnvaldur
Hannesson fiskihagfræðingur,
Gordon Munro frá Kanada og Trond
Bjorndal frá Noregi allir með erindi.
aronthordur@mbl.is
Ráðstefna til heiðurs Ragnari
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ragnar Á morgun hefst alþjóðleg ráðstefna haldin til heiðurs Ragnari
Árnasyni, prófessor í fiskihagfræði. Ráðstefnan fer fram í hátíðasal HÍ.
Alþjóðleg sjávar-
útvegsráðstefna
fer fram á morgun