Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Brexit-fáriðhefurskilj-
anlega skyggt á
flestar aðrar
fréttir frá Bret-
landi undanfarin
misseri, enda hefur það kæft
umræðu um flest önnur mál
þar í landi upp á síðkastið.
Úrslit Evrópuþings-
kosninganna í lok maímán-
aðar sýndi líka svo um mun-
aði, að báðir „stóru
flokkarnir“, Íhaldsflokkur
og Verkamannaflokkur hafa
glatað miklu trausti meðal
kjósenda sinna vegna af-
stöðu eða öllu heldur af-
stöðuleysis forystumanna
flokkanna í þessu veigamikla
máli.
Í tilfelli Verkamanna-
flokksins kemur þó einnig
annað til, sem lítið hefur far-
ið fyrir í fréttum hérlendis.
Það vakti mikla athygli þeg-
ar stjórn Verkamanna-
flokksins ákvað að víkja
Alastair Campbell, fyrrum
„spunalækni“ Tony Blair,
fyrrverandi forsætisráð-
herra flokksins, úr flokkn-
um, þar sem hann viður-
kenndi á kjördag að hann
hefði frekar kosið Frjáls-
lynda demókrata, sem mark-
að hafa sér skýra stöðu með
þeim sem vilja áframhald-
andi aðild Breta að Evrópu-
sambandinu, en sinn gamla
flokk.
Þó að skipulagsreglur
flokksins væru skýrar að því
leytinu til, að viðurkenning
Campbells var brottrekstr-
arsök, kom methraðinn
mönnum á óvart, sér í lagi
þar sem áður hafði verið séð
í gegnum fingur sér með
svipaðar syndir. Þá þótti
þetta einnig skjóta skökku
við þar sem á undanförnum
árum hefur komið fram
aragrúi mála þar sem kjörn-
ir fulltrúar Verkamanna-
flokksins hafa gerst sekir
um athæfi, sem túlka mátti
sem hatursfullt gagnvart
gyðingum, án þess að þeirra
hefði beðið meiri refsing en
sú, að þurfa að víkja sæti
meðan rannsókn færi fram á
ásökununum gegn þeim.
Svo rammt hefur kveðið að
þeim ásökunum, að daginn
eftir að kunngjört hafði verið
um brottrekstur Campbells
tilkynnti mannréttindaráð
Stóra-Bretlands, að það ætl-
aði sér að taka Verkamanna-
flokkinn til sérstakrar rann-
sóknar vegna ásakana um að
kvörtunum vegna hegðunar
fulltrúa hans, þar sem gyð-
ingahatur var til
umræðu, hefði
verið sópað undir
teppið.
Nýjasta dæmið
átti sér svo stað í
liðinni viku, þeg-
ar Verkamannaflokkurinn
bar nauman sigur úr býtum í
aukakosningunum í Peter-
borough. Þar munaði ein-
ungis 700 atkvæðum á Lisu
Forbes, frambjóðanda
flokksins, og frambjóðanda
Brexit-flokksins, en meðal
þess sem dregið var fram í
kosningabaráttunni var að
Forbes hafði þá „líkað við“
ekki eina heldur tvær
færslur á samfélagsmiðlum
þar sem því var annars vegar
haldið fram að Theresa May
forsætisráðherra framfylgdi
stefnu „zíónískra þrælahald-
ara“ og hins vegar að hryðju-
verkasamtökin Ríki íslams
væru sérstakt hugarfóstur
Mossad, leyniþjónustu Ísr-
aels, og bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA.
Forbes hefur þegar beðist
afsökunar á því að hafa „lík-
að við“ þessar furðufærslur,
og sagt það hafa verið fljót-
færni af sinni hálfu. Engu að
síður hafa þegar komið fram
kröfur frá fulltrúum breskra
gyðinga, sem og gyðinga inn-
an Verkamannaflokksins, að
Forbes verði vikið frá, að
minnsta kosti meðan mál
hennar verði rannsakað
frekar.
Allt þetta hefur sett Je-
remy Corbyn, leiðtoga
flokksins, í nokkra klemmu,
en ásakanir um að Verka-
mannaflokkurinn væri nú
kerfisbundið að snúast á
sveif með gyðingahöturum
hafa fylgt forystutíð hans.
Og líkt og í Brexit-málinu
hafa gerðir, eða öllu heldur
aðgerðaleysi Corbyns haft
þau áhrif, að breskir gyð-
ingar, sem eitt sinn voru
meðal helstu kjósenda
Verkamannaflokksins, telja
sér nú í síauknum mæli ekki
vært innan flokksins. Að
minnsta kosti einn þingmað-
ur hans, Luciana Berger,
sem sjálf er af gyðingaætt-
um, hefur sagt af sér vegna
þess sem hún kallaði „stofn-
anavæddan rasisma“ flokks-
ins.
Þessi þróun innan eins af
burðarflokkum lýðræðisins í
Bretlandi verður að teljast
heilmikið áhyggjuefni og er
eðlilegt að fólk velti því fyrir
sér, á hvaða vegferð Corbyn
og Verkamannaflokkurinn
eru.
Gyðingahatur
heggur að rótum
Verkamanna-
flokksins}
Ógeðfelld þróun
S
tundum, ekki oft, en stundum fer
maður heim af þingi og hefur á til-
finningunni að dagsverkið hafi verið
gott. Á þriðjudaginn áttum við Pí-
ratar þannig dag, þá lögfesti Al-
þingi fjölmörg mál sem Píratar hafa haldið á
lofti. Fyrst ber að nefna breytingar á lögum um
tekjuskatt, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
lagði fram, en þar náðum við í gegn lækkun á
virðisaukaskatti á tíðavörum og getn-
aðarvörnum. Slíkt er ótrúlega mikilvægt skref í
að skilgreina þessar vörur sem nauðsyn, ekki
munað. Forvitnilegt verður að sjá hvernig þessi
lækkun mun skila sér í lækkuðu vöruverði.
En nokkur önnur hjartans mál Pírata voru
einnig samþykkt á þriðjudag. Píratar lögðu þau
reyndar ekki fram, heldur forsætisráðherra.
Eru þau afrakstur þingsályktunartillögu Birg-
ittu Jónsdóttur frá 2010 um afgerandi lagalega sérstöðu
Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi. Þings-
ályktunin felur ríkisstjórninni að leita leiða til að styrkja
tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfu-
frelsi auk þess að tryggja vernd heimildarmanna og af-
hjúpenda. Grunnurinn að þessari þingsályktun var starf
samtaka sem heita IMMI, International Modern Media
Institute.
Forsætisráðherra skipaði nefnd árið 2018 til að leggja
fram tillögur að bættu tjáningarfrelsi og vernd uppljóstr-
ara. Afrakstur þeirrar vinnu var svo lagður fram á Al-
þingi nú í haust, fimm lagafrumvörp forsætisráðherra og
eru þrjú þeirra nú orðin að lögum. Jón Þór Ólafsson var
framsögumaður málanna í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd og hefur haldið gríðarlega vel á
spöðunum við að tryggja þeim framgang. En
kíkjum aðeins á hvað við vorum að samþykkja.
Breyting á upplýsingalögum gerir það að
verkum að stjórnsýsla dómstólanna og stjórn-
sýsla Alþingis falla nú undir upplýsingalög,
sem hefði til dæmis gert akstursgreiðslu-
hneyksli þingmanna ógerlegt.
Í gær var einnig samþykkt breyting á
stjórnsýslulögum um þagnarskyldu opinberra
starfsmanna. Þar eru mörk þagnarskyldu og
tjáningarfrelsis gerð skýrari. En mikilvægast
af öllu er það að undanþágur frá þagnarskyldu
opinberra starfsmanna eru lögfestar, svoköll-
uð uppljóstraraákvæði.
Að auki hafði Alþingi þegar samþykkt
þriðja frumvarpið sem fjallar um takmarkaða
ábyrgð hýsingaraðila sem bjóða notendum upp á tækni-
lega þjónustu, gagnvart því efni sem notendur setja sjálfir
á vefinn.
Það væri óskandi að fleiri dagar væru jafn fínir og síð-
asti þriðjudagur. En gleymum því ekki að sá dagur var að-
eins stór áfangasigur á tíu ára löngu ferli sem Smári
McCarthy, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson og fjöl-
margir aðrir, bæði innan Pírata og utan, hafa leitt áfram.
Það er gott að verða vitni að því þegar vinnan ber ávöxt.
Sérstaklega þegar það er jafn sjaldgæft og á Alþingi.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Góður dagur á Alþingi
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ef áætlanir um að ársfram-leiðsla í fiskeldi á Vest-fjörðum verði orðin alltað 70 þúsund tonn árið
2035 má gera ráð fyrir að íbúar á
svæðinu verði þá orðnir rúmlega
9.000 – og þá að stórum hluta fólk af
erlendum uppruna. Þannig hefur
starfsemi í fiskeldi haft mikil og já-
kvæð áhrif á þróun byggðar og
mannlífs á sunnanverðum fjörð-
unum og er vænst að þróunin verði
áfram á sömu lund. Aukinheldur eru
í sjónmáli margvísleg tækifæri í
ferðaþjónustu á svæðinu og við nýt-
ingu margvíslegra auðlinda náttúr-
unnar, svo sem þangs og þörunga.
Aðkoma stjórnvalda
er mikilvæg
Þetta kemur fram í skýrslunni
Á krossgötum sem unnar voru á
vegum Vestfjarðastofu, eru kynntar
ýmsar sviðsmyndir um mögulega
þróun atvinnu- og mannlífs á Vest-
fjörðum á næstu sextán árum.
Skýrslan var kynnt í gær fyrir al-
þingismönnum, fulltrúum stjórn-
valda og fjölmiðlum en hún er hugs-
uð sem leiðarstef í verkefnum
komandi ára. Hvernig sem mál
þróast í atvinnulífinu segir í skýrsl-
unni að uppbygging innviða á svæð-
inu, svo sem vegagerð, skólastarf,
orkumál og heilbrigðisþjónusta,
verði í takt við aðra þróun og í því
efni hafi ríkið skyldum að gegna.
„Ljóst er að aðkoma stjórnvalda get-
ur lyft grettistaki við uppbyggingu
eða beinlínis dregið úr þrótti heima-
manna. Þekkingarstig innan fyr-
irtækja og stofnana hefur sömuleiðis
veruleg áhrif á hvort hægt sé að
byggja upp nýskapandi og sjálfbært
samfélag,“ segir í skýrslunni sem
unnin var að sérfræðingum KPMG
og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Í skýrslunni góðu eru dregnar
upp fjórar sviðsmyndir af Vest-
fjörðum framtíðarinnar. Ein er
nefnd Vestfirski þjóðgarðurinn og er
eins konar teikning af svæði þar sem
menning og listalíf blómstrar, lítið er
um fullvinnslu t.d. sjávarafurða á
svæði þar sem ferðaþjónusta
blómstrar en fiskeldi hefur lagst af.
Sú sviðsmynd sem kölluð er Aftur til
fortíðar má segja að sé lýsing á
óbreyttu ástandi, það er fjölmenn-
ingarsamfélagi, fækkun opinberra
starfa og samdrætti í grunnþjón-
ustu. Í myndinni Vestfirðir í sókn
djarfar hins vegar fyrir öflugu al-
þjóðlegu atvinnulífi, þar sem ný-
sköpun, tækniþróun og almenn vel-
ferð er einkennandi. Seiglan er svo
fjórða myndin, þar sem byggt er á
því að heimamenn sjálfir byggi upp
innviði og getu til nýsköpunar með
þrautseigju sinni og útsjónarsemi.
Hringvegur 2
Úrbætur í samgöngumálum á
Vestfjörðum eru meðal áherslu-
atriða í sviðsmyndunum. Þar er
meðal annars fjallað um það hags-
munamál ferðaþjónustufólks á
svæðinu að þegar kominn er góður
vegur um strendur í Barðastrand-
arsýslum og yfir Dynjandisheiði –
svo og göng um Hrafnseyrarheiði –
skapist einstakt tækifæri sem kallað
er Hringvegur 2. „Uppbygging
þeirrar leiðar er stærsta verkefni
vestfirskrar ferðaþjónustu næstu
árin,“ segir í skýrslunni þar sem
vikið er að Earth Check sem
sveitarfélögin vestra eiga að-
ild að. Samkvæmt því skal
taka mið af náttúrunni í öllum
ákvörðunum sínum og
tryggja sjálfbærni
þeirra auðlinda sem
eru til staðar á
svæðinu.
Tækifærin eru í sjón-
máli á Vestfjörðum
„Mikilvægustu skilaboðin í
skýrslunni eru þau hve stóru
hlutverki ríkið gegnir við að
byggja upp innviðina á Vest-
fjörðum, þannig að svæðið verði
samkeppnishæft við aðra lands-
hluta,“ segir Sigríður Ólöf Krist-
jánsdóttir, framkvæmdastjóri
Vestfjarðastofu. „Við erum á
góðri leið með framkvæmdir í
vegamálum, en ef atvinnulífið
kemst jafn vel á skrið og vonir
standa til þurfum við uppbygg-
ingu við hafnir, í raforkumálum.
Þá höfum við líka undir höndum
greiningu á innviðum í Vest-
urbyggð þar sem fjölgun íbúa
kallar á byggingu íbúðar-
húsnæðis, skólamannvirkja
og fleira. Allt sýnir þetta
okkur svo að tækifærin á
Vestfjörðum eru mikil ef
rétt er gefið. Vissulega
fá sjónarmið okkar
Vestfirðinga góðar und-
irtektir en málin stoppa
þegar kemur að
fjármögnun
framkvæmda.“
Rétt sé gefið
MIKILVÆG SKILABOÐ
Sigríður Ólöf
Kristjánsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingeyri Fyrir byggðirnar á Vestfjörðum felast tækifærin m.a. í fiskeldi en
mikilvægt er að uppbygging innviða og opinberrar þjónustu þróist áfram.