Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Siglingar í sólinni Þegar sumarfrí gefst frá skólanum er hægt að sinna ýmsum áhugamálum og prófa nýja hluti. Þessir krakkar sigldu um Fossvoginn í góða veðrinu í gær. Hari Árið 1990 var fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ hald- ið á átta stöðum á land- inu, í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Lovísa Einarsdóttir, sem sæti átti í fram- kvæmdastjórn ÍSÍ á þeim tíma, var í lyk- ilhlutverki við stofnun hlaupsins og síðar framkvæmd þess til margra ára. Lovísa var mikil kjarna- kona og það var hennar hugsjón að fá fleiri konur til að iðka íþróttir og al- menna hreyfingu, sér til heilsubótar. Hún hreif með sér aðra drífandi ein- staklinga og ævintýrið hófst. Síðar var sett á laggirnar Kvennahlaups- nefnd ÍSÍ sem hefur leitt undirbún- ing og skipulag hlaupsins af hálfu ÍSÍ með miklum sóma. Á þessum tíma sá enginn fyrir að hlaupið yrði að þeim stórviðburði sem það síðar varð en Sjóvá- Kvennahlaup ÍSÍ hefur í áratugi verið einn af stærstu almennings- íþróttaviðburðum á Ís- landi. Sérstaða hlaups- ins er fjöldi hlaupastaða, dreifing þeirra á landsvísu og sú staðreynd að þátttak- endur eru nánast ein- göngu konur. Helsta markmiðið með hlaupinu var að hvetja konur til að stunda hreyfingu og ná samstöðu meðal kvenna um aukna hreyfingu og hollari lífshætti. Hlaup- ið var oftast dagsett sem næst 19. júní til að tengja það réttindabaráttu kvenna og lengi vel var hvert og eitt hlaup tengt ákveðnu baráttumáli eða þema sem féll vel að markmiðum hlaupsins. Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ er löngu orðið að ómissandi viðburði hjá kon- um á öllum aldri um land allt. Allir geta fundið sér vegalengd við hæfi og engin tímataka er í hlaupinu. Lögð er áhersla á að hver hlaupi á sínum for- sendum og komi í mark á sínum hraða. Í hlaupinu koma kynslóðir saman, hreyfa sig og eiga ánægju- lega samverustund. Oft eru konur úr sömu fjölskyldu búnar að útbúa dag- skrá fyrir allan daginn, bæði fyrir og eftir hlaup og gera daginn þannig að sérstökum fjölskylduviðburði með tilheyrandi gleði, hvatningu og sam- stöðu. Oft fylgja karlmennirnir líka með, annað hvort sem þátttakendur í hlaupinu eða sem áhorfendur og stuðningsmenn. Félagslegi þátturinn hefur alltaf verið í öndvegi og flest- um ber saman um að það sé bæði sérstök og skemmtileg stemmning á viðburðinum. Konur koma í hlaupið saman til að vera með fjölskyldu og vinum og vera þær sjálfar, fyrst og fremst. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ hefur ekki bara verið vinsælt hér heima fyrir heldur einnig í öðrum löndum þar sem samfélag Íslendinga er sterkt og samheldið. Hlaupið hefur farið fram í nálægum löndum jafnt sem fjar- lægum og má nefna Mósambík og Namibíu sem dæmi um hlaupastaði. Hlaupið hefði hins vegar ekki orðið að þeim stórviðburði sem það er án öflugra tengiliða sem taka að sér framkvæmd hlaupsins um allt land og hafa hvetjandi áhrif á þátttöku í hlaupinu. Einnig vil ég minnast á alla þá sjálfboðaliða sem koma með ein- um eða öðrum hætti að hlaupinu. Á stærstu hlaupastöðunum styðja sveitarfélögin einnig dyggilega við framkvæmd hlaupsins. Má þar nefna Garðabæ, þar sem fjölmennasta hlaup hvers árs er haldið, en bærinn og Umf. Stjarnan hafa lagt sig fram við að gera umgjörð hlaupsins sem glæsilegasta og stutt með marg- víslegum hætti við skipulag og fram- kvæmd þess. Sjóvá hefur verið bakhjarl hlaups- ins frá upphafi og fóstrað og stutt verkefnið af áhuga og myndarskap. Einnig má minnast á Ölgerðina, Beiersdorf á Íslandi (Nivea) og Morgunblaðið sem hafa verið ómet- anlegir samstarfsaðilar til margra ára. Við hjá Íþrótta- og ólympíusam- bandi Íslands erum afar stolt af Sjó- vár-Kvennahlaupi ÍSÍ og teljum að það hafi átt þátt í að auka almenna hreyfingu kvenna á Íslandi, tengja konur betur við íþróttahreyfinguna og vekja upp samstöðu og kraft hjá konum um allt land. Ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í 30 ára afmælishlaupi Sjóvár- Kvennahlaups ÍSÍ 15. júní nk. Það verður mikið um dýrðir um land allt og bryddað upp á ýmsum nýjungum í tilefni tímamótanna. Framkvæmdastjórn ÍSÍ óskar öll- um þátttakendum góðs gengis og góðrar skemmtunar í hlaupinu. Eftir Lárus L. Blöndal »Ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í 30 ára afmælishlaupi Sjóvár-Kvennahlaups ÍSÍ 15. júní nk. Lárus L. Blöndal Höfundur er forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Samstaða og kraftur kvenna Á dögunum skrifaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, stutta hugleiðingu í Fréttablaðið um ástand efnahagsmála. Segir að vel hafi gengið á und- anförnum árum, en breytingar séu fram undan og að aðlögun „...að breyttum horfum í hagkerfinu verður ekki með öllu sársaukalaus. Við þurf- um að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram. Til þess þarf frumkvæði, bjartsýni og kraft. Það þarf réttar áherslur.“ Undir þetta má taka, það þarf að halda áfram að búa til verð- mæti, þjóðinni til hagsbóta. Nefna má að til þess að viðhalda 3% hagvexti næstu 20 ár, þurfa tekjur af útflutn- ingi frá Íslandi að aukast um 1.000 milljarða króna, eða um 50 milljarða á ári, sem gerir um 1 milljarð króna í hverri einustu viku. Samdráttur í ferða- þjónustu og loðnu- brestur eru nefndir sem dæmi um að hagur versnandi fari. Það er litlum vafa undirorpið að stór hluti skýring- arinnar liggur þarna, sérstaklega í sam- drætti í ferðaþjónustu. Þegar hefðbundnir tekjupóstar dragast saman er hins vegar nauðsynlegt að „...sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram...“, eins og fjármálaráðherra bendir réttilega á. Þegar horft er yfir sviðið og gaumgæft hvar möguleik- arnir gætu legið er tvennt sem hægt er að koma auga á í fljótu bragði. Tugmilljarða tekjur tæknifyrirtækja Hið fyrra er stóraukinn útflutn- ingur á íslensku hug- og handverki tæknifyrirtækja sem tengjast sjávar- útvegi. Samkvæmt greiningu Sjáv- arklasans var velta þessara fyr- irtækja um 42 milljarðar króna í fyrra. Þá er aðeins sú velta tekin með í reikninginn sem tengist sjávar- útvegi og fiskeldi. Velta annarra fyr- irtækja í þessum geira var um 40 milljarðar króna. Hér ber að hafa í huga að vöxtur tæknifyrirtækja sem veita sjávarútvegi á Íslandi þjónustu, hefur byggst upp vegna þess að sjáv- arútvegsfyrirtækin hafa getað fjár- fest og þróað lausnir í samstarfi við tæknifyrirtækin. Þetta samspil er svo að skila sér í tugmilljarða tekjum í þjóðarbúið. Undanfarin misseri hafa svo fiskeldisfyrirtækin bæst við og fjárfest í nýjum búnaði. Með þetta í huga er ljóst að skyn- samleg nýting auðlinda í sjónum kringum Ísland leikur hér stórt hlut- verk. Hagsæld þessarar þjóðar liggur því í raun í hafinu. Þótt nýting lifandi náttúruauðlinda geti verið hvikul og óáreiðanleg, eins og nýlegt dæmi um loðnubrest sýnir, hefur tekist að við- halda auðlindinni og hámarka af- rakstur af henni. Og útflutnings- tekjur af sjávarútvegi hafa haldist stöðugar. Tugmilljarða tekjur af fiskeldi Hið síðara er fiskeldi. Þar eru góðir hlutir að gerast. Útflutningur á af- urðum frá fiskeldi á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs nema um 8,6 milljörðum króna. Miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra er þetta aukning um 71%. Sem hlutfall af heildar útflutningsverðmæti sjáv- arafurða frá Íslandi eru þetta ríflega 10% og hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. Fari svo fram sem horfir mun verðmæti útfluttra afurða frá fiskeldi nema um 25 milljörðum króna í ár. Það eru góð tíðindi þegar fréttir ber- ast af kólnun hagkerfisins. Styrkjum stoðirnar Það þarf „...frumkvæði, bjartsýni og kraft...“, til þess að standa í rekstri fyrirtækja, einkum fyrirtækja sem eru að ná fótfestu hér á landi. Fisk- eldisfyrirtækin eru í þeirri vegferð um þessar mundir og það má vænt- anlega taka undir með fjár- málaráðherra að það er ekki annað hrun í vændum. En núverandi ástand færir okkur heim sanninn um það að nauðsynlegt er að fjölga stoðunum undir íslenskan útflutning, því þannig forðumst við best kollsteypur. Takist það verður þjóðarbúið miklu betur í stakk búið til þess að mæta sam- drætti á einu sviði, eða jafnvel tveim- ur. Vonarstjörnur í aukinni hagsæld þjóðar Eftir Heiðrúnu Lind Marteins- dóttur » Þótt nýting lifandi náttúruauðlinda geti verið hvikul og óáreiðanleg, eins og nýlegt dæmi um loðnubrest sýnir, hefur tekist að viðhalda auðlindinni og hámarka afrakstur af henni. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.