Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Bh kr. 7.550
Buxur kr. 3.790
Bikini
Ég skora á þig for-
seti Alþingis, Stein-
grímur Sigfússon, að
leggjast undir feld og
hugsa gagnleg ráð til
að afstýra vaxandi
óeiningu, ólgu og reiði
í landinu okkar vegna
ástandsins á Alþingi.
Þar ríkir málþóf og
þagnarþóf um orku-
málin okkar og horfur
eru á því, ef orkupakkinn verður
samþykktur, að stjórn orkumála
verði tekin úr höndum Íslendinga
og fengin sameiginlegri orkunefnd
Evrópubandalagsins. Þá verður
ekki tekið tillit til sérstöðu Íslands.
Þar er óvissa um, hvort slík sam-
þykkt muni brjóta gegn stjórn-
arskránni. Ég hef í höndum erindi
þín á Alþingi fyrir nokkrum árum
þar sem þú varar við horfum í
meðferð orkunnar okkar og ásælni
Evrópubandalagsins, en það hefur
Bjarni Benediktsson einnig gert.
Við höfum trúað á þig Steingrímur
og vörn þína fyrir sjálfstæði og
fullveldi landsins. Nú viljum við
heyra ávarp þitt til þjóðarinnar.
Ég vil vita, hvort þú hefur skipt
um skoðun. Svokallaðar tryggingar
sem stjórnvöld slá fram verða
einskis virði eins og reynslan hefur
sýnt okkur um fyrri ,,tryggingar“.
Vilt þú nú samþykkja afsal stjórn-
ar landsins á orkumálunum og vilt
þú samþykkja orkupakka þrjú og
það sem á eftir fer númer 4 og 5
og hvers vegna ef svo er? Hefur þú
blekkt okkur og svikið? Annar
Þingeyingur, Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði, lagðist undir feld á Al-
þingi fyrir 1000 árum rúmum til að
hugsa málin, þegar vandi og ósætti
steðjaði að þjóðinni. Þegar hann
kom undan feldinum stuðluðu orð
hans og ávarp til þjóðarinnars að
friði og hann hefur notið virðingar
síðan. Sama gæti átt við um þig.
Núverandi ráð gagnast ekki. Við
treystum þér, Steingrímur, til að
ávarpa þjóð þína í anda Ljósvetn-
ingagoðans og gera þitt til að
stuðla að friði. Þín er ábyrgðin
mikil vegna þess frumkvæðis sem
þú hefur við stjórn umræðna á Al-
þingi. Fyrst og fremst skal hugsa
um auðlindir okkar,
sem eru í hættu fyrir
sölumönnum og nið-
urrifsöflum, inn-
lendum sem erlend-
um.
Áskorun til rík-
isstjórnarinnar
Ég skora á alla rík-
isstjórnina, sem hefur
úrslitavald um með-
ferð mála á þingi, að
gera það sama, leggj-
ast undir feld og
hugsa ráð til að stuðla að samstöðu
og friði með þjóðinni og afstýra
óeiningu og klofningi og reiði með-
al almennings. Við störf mín á
Keldum í 40 ár hef ég kynnst vel
fólki á ýmsum aldri um allt land.
Þetta er skynsamt og velviljað fólk
eins og alþingismenn eru, en
hvorki heimskingjar, ellibelgir né
popúlistar eins og þið fylgjendur
orkupakkans viljið vera láta. Þið
megið skammast ykkar, sem svona
talið, fyrir ósvífnina og ódrengileg-
ar aðdróttanir í garð þjóðhollra
mannna. Fjölmargir vantreysta al-
þingismönnum og sjá í gegn um
blekkingar, sem viðhafðar eru. Alls
staðar þar sem þetta mál kemur til
umræðu ríkir undrun og hneykslun
á ofbeldi því sem alþingismenn
ætla að beita gegn þjóðinni og
finna sárt til þess að þjóð-
aratkvæðagreiðsla kemur ekki til
greina. Hættið við þessi óheilla-
vænlegu áform, alþingismenn, sem
munu níða niður traustið á Alþingi
og stuðla að klofningi í stjórn-
málaflokkum. Við viljum ekki slíka
óheillaþróun fyrir virðingu Alþing-
is. Ég trúi að það verði tekið vel
eftir því, hvaða alþingismenn sam-
þykkja orkupakkann, ef til at-
kvæðagreiðslu kemur. Slíkt sam-
þykki gæti og ætti að verða þeim
dýrkeypt.
Unga fólkið, andlitin 300 á
heilsíðu Morgunblaðsins:
Fyrir nokkru voru 300 andlit
æskufólks á síðu Morgunblaðsins.
Við erum öll vinir Evrópu og styðj-
um flest EES-samninginn, því að
hann hefur verið landinu til gagns,
en við viljum ekki afsala okkur
auðlindunum undir erlenda stjórn.
Við viljum stjórna sjálf dýrmætum
auðlindum og ekki leggjast flöt
undan þrýstingi stjórnvalda ESB,
sem vilja ná auðlindum okkar und-
ir sameiginlega stjórn, sem getur
verið skilningsvana á sérstöðu okk-
ar. Æskufólk standið sjálfra ykkar
vegna og barna ykkar með sjálf-
stæði landsins og fullveldi, sem
forfeður okkar og mæður börðust
fyrir. Látið ekki valdamenn, auð-
menn og gróðahyggjumenn blekkja
ykkur á óheillabraut til fylgis við
orkupakkann.
Stöndum vörð
um virðingu Alþingis
Eina ráðið til að standa vörð um
virðingu Alþingis er að fresta um-
ræðum um orkuna fram á haust og
herða svo upp hugann, rétta úr
bakinu og krefjast þess að und-
anþága fáist fyrir Ísland vegna
þess að málið á ekki við hér. Kæra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra. Menn trúðu á þig. Þín er
ábyrgðin mikil vegna þess, sem þú
og þitt fólk hefur lofað þjóðinni.
Hafið þið svikið okkur? Hvað veld-
ur því, ef svo er? Ég skora á þig
að ávarpa þjóð þína og stuðla að
friði í stað þess að blása að glóðum
ósættis og reiði.
Ég hef ekki samstöðu með Mið-
flokknum, ef einhverjum skyldi
detta það í hug, en ég finn, að svo-
kakllað ,,málþóf“ þeirra á Alþingi
um orkupakka þrjú og þagnarþóf
annarra hefur kallað fram fyr-
irgefningu á ógætilegum ummæl-
um, sem þeir sumir hverjir létu
falla á Klausturbarnum. Þeir hafa
hlotið virðingu fyrir að standa fast
á sannfæringu sinni og gefast ekki
upp fyrir ónotum og rakaleysi
orkupakkamanna. Menn finna að
undirrótin er umhyggja fyrir full-
veldi og sjálfstæði landsins.
Eftir Sigurð
Sigurðarson »Ég skora á ríkis-
stjórnina að leggjast
undir feld og hugsa ráð
til að stuðla að samstöðu
og friði með þjóðinni og
afstýra óeiningu og
klofningi og reiði.
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er dýralæknir.
Stillið ykkur stjórnmálamenn
Kæra vina. Vegna
góðra kynna okkar í
tengslum við Ólafs
sögu Þórhallasonar,
álfasöguna miklu eftir
vin okkar Eirík Lax-
dal, treystum við þér
til að koma eftirfar-
andi á framfæri við
ykkur ofanjarðarbúa.
Við alfarar, eða álf-
ar eins og þið kallið
okkur, fylgjumst vel
með ykkur þarna efra. Eins og
kemur vel fram í sögu Eiríks og
öðrum heimildum, þá búum við
neðanjarðar og erum sérlega vel
tengd náttúrunni og náttúruvís-
indum. Nýjustu fréttir af skemmd-
arverkum ykkar Nóabarna á
dropasteinshellum okkar allra hafa
snortið okkur djúpt. Það er rétt,
sem skáldið Eiríkur sagði fyrir
rúmum 200 árum, að heimsku ykk-
ar eru lítil takmörk sett.
Samkvæmt ykkar þjóðtrú eru
álfar hefnigjarnir og leggja álög á
ykkur og þekkja margir slíkar sög-
ur af náttúruspjöllum ykkar og
óheilindum í kvennamálum. Við
nefnum t.d. strákinn fyrir austan
sem gat alls ekki gengið fram hjá
litlu reyniviðarhríslunni án þess að
rífa hana og slíta. Hann fékk þó
margar viðvaranir í draumi. Hann
lifði með visinn handlegg æ síðan.
Að sjálfsögðu eru þetta ekki nein
álög af okkar hálfu heldur einungis
ykkar eigin samviska og undirvit-
und um rétt og rangt sem refsar
ykkur. Þið kallið það stundum
þunglyndi og ýmsa aðra sjúkdóma.
Þó svo að við alfarar höfum
ávallt stutt framgang vísinda, höf-
um við aldrei gert þau að trúar-
brögðum eins og sum ykkar hafa
gert. Álög eru engir galdrar. Bara
sálfræði eins og þið kennið í Há-
skólanum og „leikur með heilann“.
Það þurfti ekki Freud til að
skýra táknmyndir kynlífsins; þetta
sáu allir í náttúrunni hér fyrr á tíð
sem fylgdust með dýrunum maka
sig og fæða afkvæmin. Það eru
spíran og göngin. Tindurinn og
gljúfrið. Þið Nóabörn farið inn í
helli óafvitandi um táknmál náttúr-
unnar, haldið kannski að þið séuð í
verslun þar sem þið getið stolið
öllu án refsingar. Hellir með
dropasteinum er hið fullkomna
frjósemistákn, eins og allir ættu að
sjá. Hvað tákna dropasteinarnir
annað en „stolt karldýrsins“, stórir
og litlir, feitir og mjóir, en allir
reistir? Hér fyrr á tíð þótti þetta
svo augljóst að ekki hvarflaði að
nokkrum , hvorki hér neðanjarðar
né ofanjarðar, að álög þyrfti til að
koma í veg fyrir að
menn brytu niður
þessi frjósemis- og
karlmennskutákn. Það
gefur augaleið að
brjótir þú karl-
mennskutáknið í hell-
inum brýtur þú um
leið þitt eigið – verður
getulaus – og missir
konuna í mörgum til-
vikum. Menn hafa
aldrei haft hátt um
þessar hremmingar
sínar og sögurnar því
legið í þagnargildi. Öll þekkjum
við þó eina af „álögum“ Gunn-
hildar á Hrút í Njálu, sem urðu þó
ekki vegna náttúruspjalla af hans
hálfu.
Margir Íslendingar hafa heim-
sótt spænsku eyjuna Majorka. Þar
eru a.m.k. þrír frægir dropasteins-
hellar, dvergahellirinn, sá með
vatninu og Maríu mey og risahellir
sem er dálítið afskekktur. Langar
biðraðir eru jafnan af fólki að
skoða þessa hella og ævintýralega
dropasteinana. Ég hef aldrei heyrt
af skemmdarverkum á dropastein-
unum á Spáni en hins vegar að
Spánverjar séu góðir elskhugar.
Sem betur fer eigið þið þarna
uppi nokkra hellaverndara sem
staðið hafa vörð um Vatnshelli á
Snæfellsnesi og Þríhnjúkagíg fyrir
sunnar. Það kostar að skoða hell-
ana og fólk fær leiðsögn, en fyrir
vikið hafa þeir ekki verið eyðilagð-
ir.
Við erum hérna þrjár réttvís-
innar meðdómsfrúr í álfheimum
sem sendum þessi boð. Við leggj-
um til að annaðhvort verði frjáls
för um hella heft eða aðvör-
unarskiltum komið fyrir við hverja
holu, sem greini frá þeim álögum
sem bíða þeirra sem brjóta dropa-
steina eða spilla hellinum á annan
hátt. Brjóti karl dropastein missir
hann þegar reisn. Brjóti kona
dropastein missir elskhugi hennar
getuna til samræðis.
Með von um visku,
Álfgerður í Drangey, Álfhildur í
Frágjörðardölum og Álfbjörg í
Krýsuvíkurbjargi
Eftir Maríu Önn
Þorsteinsdóttur
María Anna
Þorsteinsdóttir
» Við leggjum til að
komið verði upp
skiltum við hella sem
greini frá þeim álögum
sem bíða þeirra sem
brjóta dropasteina
Höfundur er íslenskufræðingur
og framhaldsskólakennari.
mathorst@ismennt.is
Um dropasteina og
risvandamál – fjar-
póstur úr álfheimum
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Allt um sjávarútveg