Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri
Dóra Björt Guð-
jónsdóttir forseti
borgarstjórnar
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir for-
maður borgarráðs
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir for-
maður skipulags-
og samgöngurráðs
Katrín Jakobsdót-
tir forsætis-
ráðherra
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahags-
ráðherra
Sigurður Ingi Jóhannesson samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis-
og auðlindaráðherra
Reykjavíkurborg mun ekki ná markmiðum
sínu um minni losun CO2 fyrir 2030 nema
gripið verði til róttækra aðgerða í þéttingu
byggðar í Vatnsmýri. Án þéttingar þar mun
ríkið ekki heldur ná sínum markmiðum
nema með því að kosta til gríðarlegum
viðbótar fjármunum.
Tilefni þessa opna bréfs er rökstuddur
grunur Samtaka um betri byggð (BB) um að
ca 99% líkur séu á því að borgarstjórn muni
semja við ríkið um áframhald flugs í Vatns-
mýri fram yfir árið 2030 gegn smávægilegri
dúsu, réttmætu ríkisframlagi til samgangna
á höfuðborgarsvæðinu.
Í því skyni að auka líkurnar á því að þetta
muni ekki verða úr ca 1% í 100% teljum við
hér upp sterkustu rökin fyrir því að slíkur
samningur verði
ekki gerður.
Þannig færi
borgarstjórn gegn
meginhagsmunum
Reykvíkinga og
annarra lands-
manna, á svig
við Aðalskipulag
Reykjavíkur 2010-
2030 og samkomu-
lag borgar og ríkis
frá 23.10.2013 um
að Vatnsmýrar-
flugvöllur hverfi
fyrir árslok 2022.
Í þessu máli, að fresta brottför Vatns-
mýrarflugvallar, hefur núverandi meirihluti
borgarstjórnar ekkert lýðræðislegt umboð.
Málið var ekki á dagskrá í kosningum 2018.
En Samtök um betri byggð (BB) hafa fullt
lýðræðislegt umboð í málinu. Þau áttu
langstærstan þátt í að kosningar, sem var
haldnar voru að kröfu samtakanna 2001 um
brotthvarf flugvallar úr Vatnsmýrir fyrir
árslok 2016, unnust.
Framlengd vera flugvallar í Vatnsmýri
er ekki aðeins tilræði við þjóðarhag
og alvarlegt brot á helstu hagsmunum
Reykvíkinga, sem kusu hann burt 2001,
heldur einnig illskiljanleg lítilsvirðing á
sýn ungra Íslendinga, sem taka ógnina um
hlýnun Jarðar alvarlega.
En hvern varðar um þjóðarhag og framtíð
barnanna? Hvað er betra en að ná endur-
kjöri? Og hvar verðum við á næsta kjörtíma-
bili? Orð Hannesar Hafstein 1905 eru í fullu
gildi 114 árum síðar. Efnislega sagði hann:
Misvægi atkvæða mun skekkja alla hugsun,
samræðu, ákvarðanir og aðgerðir til ómælds
tjón fyrir íslenska þjóð. Þessi orð rætast
aftur og aftur.
Vatnsmýri er besta mannvistar- og bygg-
ingarsvæði á Íslandi. Verðmæti bygging-
arlands þar er amk. 300 milljarðar (ma.)
kr. með 5% ávötxunarkröfu er tap ríkis og
borgar amk. 15 ma. á ári eða 300 ma. á 20
árum auk vaxta og þjóðhagslegs taps vegna
glataðra tækifæra og tjóns á sviði lýðheilsu,
samfélags, menningar og reksturs borgar,
atvinnuvega og heimila.
Reykjavíkurborg getur tafarlaust krafið
ríkið um lóðarleigu fyrir borgarlandið
undir flugvellinum í Vatnsmýri. Fyrir hvert
prósent væri ársleigan t.d. 2.000.000.000 kr.
Þétt og blönduð miðborgarbyggð í Vatns-
mýri og Gamli miðbærinn skapa saman
NÝJA MIÐBORG. Ný skilyrði skapast t.d.
fyrir öflugar og sjálfbærar almannasam-
göngur, sem verða sjálfkrafa góður grunnur
að hagkvæmum strætó eða svokallaðri
BORGARLÍNU fyrir allt höfuðborgar-
svæðið.
Hvergi er mögulegt að draga jafnhratt
úr losun CO2 og í NÝRRI MIÐBORG í
Vatnsmýri. Þessi minnkun losunar er hrein
aukaafurð af besta valkosti í borgarskipu-
lagi og kostar minna en ekki neitt. Líklega
gætu amk. 25.000 fjölskyldur í og við NÝJA
MIÐBORG á Nesinu vestan Elliðaáa sparað
einn bíl hver fjölskylda.
Pendlun (akstur inn að morgni, út að kvöldi)
er til komin vegna stjórnlausrar útþenslu
byggðar af völdum flugvallar í Vatnsmýri
og vegna mikils fjölda starfa umfram íbúa
vestan til á Nesinu. Pendlun mun minnka
því íbúar í NÝRRI MIÐBORG munu
óhjákvæmilega taka yfir verulegan hluta
þessara umframstarfa.
Uppbygging í Vatnsmýri stöðvar stjórnlausa
útþenslu borgarinnar í Kraganum, eykur
framboð íbúða, stuðlar að lægri búsetu-
kostnaði (húsnæði + akstur) og samgöngu-
kostnaði. Akstursþörf dregst saman og
kostnaður allra minnkar vegna aukinnar
nándar heimila, vinnustaða, afþreyingar,
þjónustu og menningar.
Kostnaður við almannasamgöngur, t.d.
svokallaða BORGARLÍNU, minnkar m.a.
vegna þess að leiðirnar úr úthverfunum að
útvíkkuðum jaðri NÝRRAR MIÐBORG-
AR styttast. Gatnakerfið milli úthverfa og
miðborgar víkkar ekki jafn mikið og ella
þyrfti ef ekki er byggt í Vatnsmýri.
Gatnakerfið vestan Kringlumýrarbrautar
rýmkar mjög við það að skipta út flugvelli
fyrir NÝJA MIÐBORG um leið og bílum
fækkar hlutfallslega; rými fyrir Strætó vex
að sama skapi.
Mun meirihluti borgarstjórnar fórna
200 milljarða verðmæti Reykvíkinga og
tækifærum og samlegðaráhrifum af NÝRRI
MIÐBORG í Vatnsmýri fyrir sjálfsagt og
réttmætt ríkisframlag til svokallaðrar
BORGARLÍNU? Sé kostnaður t.d. 70
milljarðar kr. og framlag ríkisins 50% er
hlutdeild Reykjavíkurborgar um 20 ma. og
Kragans, sem fórnar engu, um 15 ma.
Reykjavíkurborg mun ekki ná markmiðinu
um 40% minni losun CO2 (miðað við 1990)
fyrir 2030 nema með róttækri þéttingar
byggðar í Vatnsmýri. Og ríkið verður af
bestu leiðinni til að efna skulbindingar
Íslendinga á þessu sviði. Þessi leið kostar
minna en ekki neitt vegna arðsemi Vatns-
mýrarbyggðar. Að moka í staðinn ofan
í skurði og rækta skóga kostar marga
milljarða kr.
Tíminn er naumur og framtíðinn óviss. Þetta
veit m.a. unga fólkið, sem kemur saman
vikulega á Austurvelli og í miklum fjölda
annarra borga um allan heim til að mótmæla
dáðleysi valdhafa.
Reykjavík, 12.06.2019
- f.h. framkvæmdastjórnar
Samtaka um betri byggð (BB)
Gunnar H Gunnarsson verkfræðingur,
Örn Sigurðsson arkitekt.
Keisarinn er ekki í neinu...,
Opið bréf
Örn Sigurðsson
arkitekt
Gunnar H Gunnarsson
verkfræðingur
Auglýsing
Nýlega fóru ungir
Íslendingar til Hebr-
on, sem er á vest-
urbakka árinnar Jórd-
an, og upplýstu landa
sína í kjölfarið um að
þar hefðu land-
tökumenn Ísraela búið
um sig og ástunduðu
harða aðskiln-
aðarstefnu. Stundum
er þó ekki allt sem
sýnist. Hebron er
næsthelgasti staður gyðinga og
fjórði helgasti staður múslima því
þar er grafhýsi ættfeðranna. Abra-
ham er talinn hafa keypt þar land
undir legstað fyrir Söru konu sína
en auk þeirra hvíla þar Ísak, Jak-
ob, Rebekka og Lea. Ambáttin
Hagar sem sumir arabar telja for-
móður sína mun þó hvíla annars
staðar. Hebron hefur langa og
mikla sögu, m.a. var Davíð kon-
ungur smurður þar og enn stend-
ur hluti af vegg er Heródes kon-
ungur (d. 4 f. Kr.) lét reisa.
Einhver gæti hafa haldið að
sameiginlegir helgidómar gætu
hafa orðið sameiningartákn gyð-
inga og araba, auk kristinna en sú
hefur hreint ekki orðið raunin.
Frá þeim tíma að Jórdanir lögðu
undir sig Vesturbakkann 1948 þá
var gyðingum óheimilt að vitja
helgustu staða sinna. Til er fræg
og áhrifamikil ljósmynd af her-
mönnum er standa í andakt við
Grátmúrinn, en þar höfðu þeir
aldrei komið áður. Sama staða var
í Hebron, gyðingar fengu ekki að-
gang að Grafhýsi ættfeðranna.
Gyðingar höfðu búið í Hebron alla
tíð þar til á 20. öld er
arabar í borginni
gerðu tilraun til að
útrýma þeim 700 gyð-
ingum er þar bjuggu
vegna falsfrétta frá
Jerúsalem, sem
tengdust ekki íbúum
Hebron. Voru 67 gyð-
ingar drepnir þá en
árásir á þennan
minnihlutahóp héldu
áfram og 1939 létu
Bretar, sem réðu yfir
svæðinu, flytja alla
gyðinga á brott frá
Hebron og var borgin „hrein“ allt
til 1967 er Ísraelsmenn unnu Vest-
urbakkann af Jórdönum. Stjórn
Ísraels samþykkti 1970 að gyð-
ingar mættu setjast að á þessu
svæði og hefur þeim smám saman
fjölgað í borginni og eru þar nú
um 800 manns. Ekki er þó hægt
að segja að þeim hafi verið vel
tekið og þurfa þeir enn að búa
undir hervernd. Óslóarsamning-
arnir voru gerðir 1993 og í stuttan
tíma virtist komin þíða í sam-
skiptin. PLO hafnaði hryðjuverk-
um og viðurkenndi tilverurétt Ísr-
aelsríkis og BNA lofaði fé til að
fjölga atvinnutækifærum og auka
viðskipti. Hamas var hins vegar
algjörlega á móti neinum samn-
ingum sem stefndu ekki að gjör-
eyðingu Ísraelsríkis og drap fjölda
gyðinga á árunum frá 1993. Í
hefndarskyni drap „landtök-
umaður“ í Hebron 29 múslima í
hefndarskyni í Grafhýsi ættfeðr-
anna 1994 og síðan þá skiptast
hóparnir á að fara þangað – sinn
daginn hvor.
Að nokkrir Íslendingar fari á
þessar slóðir og sjái aðeins það
sem þeir búast við að sjá er svo
sem ekki neitt tiltökumál en þegar
alþjóðastofnanir gerast jafn glám-
sýnar þá er það verra. Árið 2017
lýsti UNESCO því yfir að allar
fornminjar á Vesturbakkanum til-
heyrðu Palestínumönnum. Net-
anjahu mótmælti og sagði að
menn gætu rétt eins sagt að Kína-
múrinn tilheyrði ekki Kínverjum
og í framhaldinu sögðu BNA og
Ísrael sig úr UNESCO. Þetta út-
spil UNESCO er mjög furðulegt
því fyrsta lagi hefur stofnunin ekki
vald til pólitískra ákvarðana og
auk þess er óábyrgt að ætla þeim
er hafa sögu um að einoka aðgang
að fornminjum og jafnvel um að
reyna að eyðileggja þær að gæta
þeirra, eins og er með Grafhýsi
Rakelar í Betlehem og Grafhýsi
Jóseps í Nablus en hvorar tveggja
minjarnar þarf að vernda gegn
palestínskum skemmdarvörgum.
En nú aftur til ársins í ár. Jared
Kushner ætlar að leggja fram frið-
aráætlun sína (og Trump) í Bahra-
in dagana 25.-26. júní en þá verður
haldin ráðstefna um efnahagsmál
þar að frumkvæði Bandaríkja-
manna. Fulltrúum ESB, ríkja Asíu
og Arabaríkjanna er boðið auk
Palestínumanna. Búist er við því
að Kushner leggi þar fram fyrsta
hluta áætlunar sinnar til lausnar
Palestínudeilunni. Tillögurnar eru
taldar vera fjórþættar: uppbygg-
ing innviða, iðnaðaruppbygging,
valdefling fólks og aukin menntun
þess (trúlega með áherslu á verk-
menntun) og stjórnarfarsumbætur.
Eini Palestínumaðurinn sem
hefur lýst vilja til að mæta er As-
hraf Jabari, 45 ára viðskiptafröm-
uður í Hebron. Bæði Hamas og
palestínska heimastjórnin hafa
hafnað því með öllu að mæta og
segja að allar tillögur BNA verði
hlutdrægar. Jabari stofnaði stjórn-
málaflokk, Umbóta- og þróun-
arflokkinn, nýlega og vill að Pal-
estínumenn hætti að verða háðir
gjafafé frá útlöndum og byggi upp
iðnað með aðstoð Ísraelsmanna.
Hann segir að frá undirritun Ósló-
arsamninganna 1993 hafi stjórn
Palestínu fengið meira en 7 millj-
arða USD frá BNA og spyr hvert
þeir peningar hafi eiginlega farið.
Hann segir að tíminn fyrir Óslóar-
samningana hafi verið friðsælli og
betri. Eina lausnin sé samvinna
við Ísrael, menn geti vel búið sam-
an án haturs. Hermt er að ætt-
menn Jabari hafi verið þvingaðir
til að afneita honum og óvíst sé
hvort hann komist á ráðstefnuna.
Auðvitað vill hina spillta stjórn
Abbasar ekki missa völdin til
fólksins.
Líkt og leiðtogar Palest-
ínumanna hafa gætt þess að Ósló-
arsamningarnir hafi ekki fært al-
menningi hagsæld þá ætla þeir að
reyna að gæta þess að það gerist
ekki heldur núna. Óbreytt ástand
er það eina sem í boði er að þeirra
mati og þeim er gagnrýna Heima-
stjórn Palestínu eða Hamas er
varpað í fangelsi við illan kost.
Ýmislegt um Hebron og heimsins óréttlæti
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur
Ingibjörg
Gísladóttir
» Sumir Íslendingar
fara til Hebron og
sjá aðskilnaðarstefnu og
landtökumenn en skort-
ir innsýn í söguna.
Höfundur starfar
við umönnun aldraðra.