Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 46

Morgunblaðið - 13.06.2019, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga ✝ Jakob GísliÞórhallsson fæddist á Syðri- Ánastöðum á Vatnsnesi 26. október 1928. Hann lést á líknar- deild Landspít- alans í Kópavogi 4. júní 2019. Foreldrar hans voru Ólöf Ingi- björg Ólafsdóttir, f. 21. júlí 1903, d. 11. apríl 1997, og Þórhallur Lárus Jak- obsson, f. 21. október 1896, d. 24. mars 1984. Systkini Jakobs eru Ólafur, f. 1924, d. 2013, Eggert, f. 1926, Stefán, f. 1931, Ingi- björg, f. 1933, d. 2004, Stein- ar, f. 1936, d. 1989, Jón Þór, f. 1939, d. 1978, og Björn, f. 1940. 30. apríl 1955 kvæntist Jakob Guðnýju Þorsteins- dóttur, f. 25. apríl 1926, d. 26. nóvember 1990. Foreldrar Gísli, f. 1992. Dóttir Stefaníu er Alexandra Ósk Bergmann, f. 1990. Sambýliskona Jakobs frá árinu 1991 er Fríða Krist- björg Hjálmarsdóttir, f. 4. febrúar 1935. Fríða á fjögur börn, tíu barnabörn og fimm langömmubörn. Jakob var alinn upp við sveitastörf bæði til lands og sjós, á Ánastöðum til ung- lingsára en fór ungur að ár- um að heiman til að læra smíðar. Starfaði hann fyrstu árin víðs vegar um landið en settist síðan á skólabekk við Iðnskólann á Selfossi. Lauk hann bæði meistaraprófi í húsasmíði og síðar í hús- gagnasmíði. Lengst af rak hann eigið húsgagnaverk- stæði í Reykjavík. Unnu þau Fríða mikið að útivistar- málum á vegum Útivistar og voru um tíma landverðir í Básum á Goðalandi við Þórs- mörk. Seinni ár voru þau þátttakendur í starfi Korp- úlfa, samtaka eldri borgara í Grafarvogi. Jakob verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 13. júní 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. hennar voru Þor- steinn Sigfússon, f. 1898, d. 1986, og Ingibjörg Geirmundsóttir, f. 1899, d. 1976. Synir Jakobs og Guðnýjar eru: 1) Ingi Þór, f. 1955, kvæntur Hönnu Birnu Jóhannesdóttur, f. 1960. Þeirra synir eru a) Davíð Örn, f. 1986, og b) Ísak Örn, f. 1998. Dóttir Inga Þórs af fyrra hjónabandi er Guðný, f. 1981, hún á tvær dætur, Nínu og Klöru. 2) Hreinn, f. 1960, kvæntur Aðalheiði Ásgríms- dóttur, f. 1965. Þeirra synir eru: a) Tryggvi Páll, f. 1993, og b) Egill Már, f. 1996. 3) Þórhallur, f. 1964, kvæntur Stefaníu Bergmann Magnús- dóttur, f. 1972. Börn Þórhalls frá fyrra hjónabandi eru: a) Margrét, f. 1989, og b) Jakob Þegar ég hugsa til baka og minnist föður míns þá kemur margt upp í hugann, en kannski fyrst og fremst hvað hann var heill í öllu sem hann gerði. Hann nálgaðist alla hluti af samvisku- semi og dugnaði. Hann gat verið nærgætinn gagnvart öðru fólki, en líka verið mjög ákveðinn og staðið á sínu, sérstaklega ef honum fannst hann beittur órétti. Foreldrar eru flestum fyrir- myndir og hafa mótandi áhrif á sína afkomendur. Af föður mín- um lærði ég líka margt og hann kenndi mér líka til allra verka, en hann var jú minn fyrsti vinnuveitandi. Á verkstæðinu hjá pabba lærði ég ekki ein- göngu vinnusemi og dugnað, heldur líka að vera sjálfstæður og standa á mínu. Þessi gildi frá pabba hafa verið mitt leiðarljós í lífinu og ég á honum mikið að þakka. Það var pabba mjög þung- bært þegar móðir mín lést langt um aldur fram. Þau voru mjög samrýnd og elskuðu hvort ann- að. En pabbi kynntist síðan Fríðu sinni og það var mikil gæfa fyrir pabba. Fríða hefur reynst pabba alveg einstaklega vel og staðið við bakið á honum þegar á hefur þurft að halda, ekki síst í veikindum hans. Ég minnist pabba fyrst og fremst af virðingu og þakklæti. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Þinn sonur, Hreinn. Síðustu sex vikur hefur pabbi legið á líknardeildinni í Kópa- vogi og sátum við bræður hjá honum þar nánast öll kvöld og skiptum þessum dýrmætu stundum bróðurlega á milli okk- ar. Það var ómetanlegt að kynn- ast pabba aftur svona vel og fara yfir fortíðina. Við rifjuðum upp mínar fyrstu minningar um okkur pabba, þegar ég sat aftan á reiðhjóli hans á leiðinni úr Njörvasundi í Skipasund en þar var pabbi með verkstæði í bílskúr. Þegar á verkstæðið var komið þá fékk ég að leika mér í hefilspænum og sagi og gleymi ég þeirri stund aldrei. Töluðum um veru pabba á Laugarvatni þar sem hann var lærlingur að smíða fataskápa í menntaskólann. Eitt af afrekum pabba á þessum tíma var að smíða snúningsstiga sem er eitt af þekktustu einkennum Menntaskólans á Laugavatni. Pabbi sagði mér frá því þegar hann flutti síðan verkstæðið upp í Múlakamb þar sem umsvifin voru orðin meiri hjá þeim fé- lögum. Þar voru grindur, stólar og sófaborð smíðuð. Seinna meir flutti pabbi verkstæðið í Súðar- vog og stjórnaði hann þá einn verkstæðinu. Margir góðir og skemmtilegir karakterar unnu hjá pabba og rifjuðum við upp skemmtileg atvik sem gerðust á verkstæðinu. Síðan flutti verkstæðið upp í Tranavog og þar voru nær ein- göngu smíðaðar grindur í sófa- sett en pabbi var einn þekktasti og besti grindasmiður landsins. Þóttu allar grindur frá honum einstaklega vel útfærðar og traustar. Pabbi var fagmaður fram í fingurgóma en hógvær og lítillátur. Einnig töluðum við um þegar pabbi kenndi mér, litlum gutta, að veiða á bökkum Ölfusár þar sem m.a. var vel veitt í ljósum frá VW-rúgbrauðinu með því að lýsa út í ána og kastað út í ljós- geislann. Einnig rifjuðum við upp þeg- ar ég, litli pollinn, var að veiða með pabba austur á Sandbrekku í Bjarglandsánni. Þar sem lagt var af stað með eina stöng, einn öngul og sökku, komið við í blómagarðinum hjá ömmu og tíndir maðkar og veiddir nokkrir fiskar. En svo festi pabbi öngulinn í gljúfrinu og fannst mér skelfi- legt og óskiljanlegt að áin skyldi taka veiðarfærin okkar. Á göng- unni á leiðinni heim útskýrði pabbi fyrir mér, haldandi í hönd mína, að í veiðimennsku tapi maður stundum veiðarfærum sínum, þannig væri lífið. Pabbi var mín fyrirmynd í lífinu, traustur, heiðarlegur, ró- legur maður og náði hann strax að róa litla sál og veita öryggis- kennd. Rifjuðum upp ferð í Sauðleysuvatn, þegar við vorum með allan aflann upp á toppi Willys-jeppans og jeppinn vagg- aði alla leið frá Sauðleysuvatni og suður til Reykjavíkur vegna þyngdarinnar á toppnum. Síðar barst talið að veiðihóp sem við pabbi stofnuðum, þar sem í voru bæði frændur og góð- ir vinir. Tryggð var haldin við Veiðivötn í mörg ár og fiskuðum við ætíð vel framan af en pabbi átti sögu um að hafa tvisvar áð- ur farið í Veiðivötn, fyrst með rútu og síðar í netaferð. Talaði hann mikið um Veiðivötn og þess vegna var ákveðið að þessi góði veiðihópur færi fyrst þangað. Þessar stundir okkar pabba á líknardeildinni verða mér alla tíð ógleymanlegar og verð ég ávallt ótrúlega þakklátur fyrir þær. Ingi Þór Jakobsson. Það var fallegur sumardagur þegar tengdafaðir minn hann Jakob kvaddi sitt jarðneska líf. Jakob var af þeirri kynslóð sem hefur upplifað að fæðast í torfbæ og sjá og verða vitni að þeim breytingum sem orðið hafa á samfélaginu síðustu ártugi. Eins og margir af hans kynslóð þá var hann nægjusamur og var ekki að eltast við margt af því sem við yngra fólkið gerum. Hann var hæglátur maður og alla tíð mjög vinnusamur. Það var sjaldan dauð stund hjá hon- um og honum leið best í vinnu- fötunum á verkstæðinu sínu eða í sumarbústaðnum að dytta að bústaðnum eða gróðrinum. Jakob hafði gaman af því að segja okkur sögur frá ýmsu því sem á daga hans hafði drifið en var kannski ekki margorður um tilfinningar sínar. Hann var allt fram á síðasta dag ákaflega skýr í hugsun og svo minnugur að margur yngri maðurinn gæti verið stoltur af. Hann var líka ákaflega hógvær maður og kannski örlítið hlé- drægur. Jakob var einstakur dýravin- ur og naut Tuminn okkar góðs af því. Jakob mátti ekki sjá hund án þess að reyna að lauma að honum smá góðgæti og öll dýr hændust að honum. Við áttum margar góðar stundir á þeim árum sem við átt- um samleið og aldrei nokkurn tímann bar skugga á okkar sam- skipti. Það er því eingöngu með gleði og þakklæti í huga sem ég þakka tengdaföður mínum sam- fylgdina. Við fjölskyldan mín eigum margar góðar minningar með afa og Fríðu í bústaðnum þeirra og þau voru hjá okkur öll jól. Afar góðar minningar eigum við frá árunum sem við bjuggum í Kaupmannahöfn og þau ákváðu að láta ekki hefðina okkar um samveru á jólunum glatast þó ekki byggjum við á Íslandi. Þá áttum við saman marga daga í senn þar sem engin jólaboð eða jólastress truflaði samveru- stundir okkar. Það reyndist Jakobi þung- bært þegar hann missti eigin- konu sína hana Guðnýju en hann var heppinn að kynnast Fríðu sinni. Þau Fríða voru einstaklega dugleg að ferðast um landið saman og höfðu unun af því að vinna fyrir Útivist og starfa sem skálaverðir í Básum þegar þau voru bæði komin á eftirlaun. Síðustu mánuðir reyndust Jakobi erfiðir þar sem það átti illa við hann að vera öðrum háð- ur og geta ekki verið að sýsla við það sem hann hafði unun af. Hann var þó heppinn að hafa Fríðu sér við hlið sem stóð eins og klettur við hans hlið þegar hann þurfti á að halda. Takk fyrir samfylgdina, elsku Jakob, ég og strákarnir mínir allir munum minnast þín með hlýju og þakklæti. Aðalheiður (Heiða). Flestar af mínum fyrstu minningum tengjast afa og ömmu í Karfavoginum. Þar var ég eins og blómi í eggi, enda fyrsta barnabarnið og skírð í höfuðið á ömmu. Minningarnar tengjast helst hjólhýsinu, bú- staðarlóðinni og seinna bústaðn- um í Grímsnesi, ferðum á Ána- staði og til Hvammstanga, smíðaverkstæðinu og ótal gæða- stundum í Karfavoginum. Þegar amma lést langt fyrir aldur fram var afi frekar vængbrotinn, eins og gefur að skilja. Ég var níu ára og hafði miklar áhyggjur af honum. Hafði heyrt fullorðna fólkið tala um að hann kynni varla að spæla egg eða setja í þvottavél. Enda hafði amma allt- af séð um heimilishaldið. Á þess- um tíma byrjaði ég að fara í mat til afa í hádeginu á virkum dög- um. Ég var í grunnskóla í næsta húsi við afa og hann fór heim af verkstæðinu á hverjum degi til þess að elda hádegismat handa okkur. Hann varð smám saman ótrúlega flinkur við eldamennsk- una og við fengum yfirleitt strangheiðarlegan heimilismat, ýsu í raspi, slátur og alls konar rétti sem voru mun flóknari en spælt egg. Ég varð mjög fegin þessum framförum en var ennþá með áhyggjur af því að hann væri einmana svona aleinn í hús- inu. Blessunarlega kynntist hann Fríðu sinni nokkru seinna, hefur hún verið við hans hlið síð- an svo ég þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur. Afi var mikið ljúfmenni, ró- legur og yfirvegaður. Það var alltaf stutt í brosið sem var frek- ar prakkaralegt út af frekju- skarðinu sem hann skartaði. Hann var með hjarta úr gulli og var sérstaklega barngóður og mikill dýravinur. Enda sóttu bæði börn og dýr í hann. Ætli börn og dýr séu ekki einmitt næmust allra á hvaða mann fólk hefur að geyma. Þó svo það væri stundum langt á milli heimsókna frá Dan- mörku, þá náði hann alltaf strax góðu sambandi við langafabörn- in, dætur okkar Thomasar. Sem ungbörn róuðust þær um leið og þær komu í fangið hans og seinna las hann fyrir þær, setti á sig trúðanef og sýndi þeim svo mikinn áhuga. Nína okkar hefur erft dýra- gæskuna frá langafa og grét mikið þegar kötturinn kom heim með mús um daginn og við þurftum að halda hátíðlega músajarðarför. Dauðinn er henni nýtt hugtak og við sögðum að músin væri nú komin upp til himna þar sem hún gæti leikið sér og haft það gott. Þegar ég sagði henni síðan frá því að nú væri Jakob langafi búinn að kveðja okkur sagði hún: „Mamma, þú þarft ekki að vera leið, langafi er kominn upp til himna til músarinnar.“ Og ég efast ekki um að langafi passi vel upp á músarungann hennar Nínu. Ég á fallega mynd sem ég tók í sumarbústaðarferð með afa og Davíð bróður þegar ég var 12 ára. Afi er að grilla lambalæris- sneiðar úti á palli, veifar með grilltönginni og brosir sínu fal- lega brosi. Þannig sé ég hann fyrir mér núna og mun ávallt minnast hans með miklum sökn- uði og þakklæti. Ég mun alltaf búa að því að hafa haft svona hjartahreina og góða manneskju sem eina af fyrirmyndum mín- um í lífinu. Afi endaði iðulega símtölin okkar á því að segja: „Þakka þér fyrir, þakka þér fyrir.“ Nú er komið að mér að þakka fyrir og ég þakka þér svo innilega fyrir allt, elsku hjartans afi minn. Guðný Ingadóttir. Ég var sex ára þegar þú kynntist ömmu fyrst og það tók ekki langan tíma fyrir mig að spyrja þig hvort ég mætti þá ekki bara kalla þig afa. Það leið ekki langur tími þar til að ég var farin að fara með ykkur í bú- staðinn og inn í Bása. Þú elsk- aðir að vera úti og varst alltaf að vinna, græja og gera við. Alltaf varstu til í að sýna mér, og í seinni tíð börnunum mínum, hvernig átti að gera hlutina. Þú kenndir okkur að nýta hlutina. Stundum of mikið að mínu mati en ekkert virtist vera svo gamalt að ekki væri hægt að nota það. Þér fannst gaman að vera inn- an um fólk og naust þín vel þeg- ar bústaðurinn fylltist af fólki. Iðulega var kveikt upp í grillinu og á meðan kjötið kraumaði komst þú með viskí og passaðir upp á að allir grillararnir fengju staup. Þú varst einstaklega barngóður og varst alltaf til í að spila við Hörpu Guðrúnu eða skoða bækur og bíla með Jó- hanni Kára. Þegar þú varst nýbúinn að fá GSM-síma fékk ég stundum símtöl sem ætluð voru ömmu. Við hlógum mikið að þessu og á endanum breyttum við aðeins símaskránni þó svo að símtölin hafi svo sannarlega ver- ið skemmtileg. Eftir að við fjöl- skyldan fluttum í sömu götu og þið amma, árið 2011, fylgdust þið með okkur og pössuðuð upp á að allt væri í lagi hjá okkur. Ef eitthvað var óvenjulegt var hringt og málið athugað. „Er nokkuð einhver veikur? Bíllinn er heima.“ Þið funduð fyrir ákveðnu öryggi að hafa okkur nálægt þó svo að við hefðum svo sannarlega mátt vera duglegri að kíkja við hjá ykkur. Reglulega hittumst við á göngu í hverfinu þegar þú fórst í göngutúra. Oftast varstu með göngustafi en göngugrindin hjálpaði undir það síðasta. Grindin hentaði einnig vel af því að þá áttirðu auðveldara með að tína rusl á leiðinni. Harpa Guðrún kom stolt heim úr skólanum í byrjun nóvember. Hún hafði nefnilega hitt langafa á göngu þegar hún var í frímín- útum. Hún kynnti langafa fyrir vin- um sínum og krökkunum fannst ansi merkilegt að níræður mað- urinn væri úti í göngutúr. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, elsku afi. Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir. Það var mikil gæfa fyrir mig og fjölskyldu mína þegar Jakob Jakob Gísli Þórhallsson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi. Takk fyrir að vera alltaf svona góður við okkur. Takk fyrir að vilja alltaf spila við okkur. Takk fyrir að leyfa okkur að vera svona mikið í sumarbú- staðnum. Takk fyrir að elska okkur. Við munum sakna þín. Harpa Guðrún og Jóhann Kári. VIð minnumst Jakobs tengdapabba og afa með þakklæti, velvild og mikilli væntumþykju. Minnumst hans sem yndislegs, góð- hjartaðs manns sem vildi öllum vel, bæði mönnum og málleysingjum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kveðja, Hanna Birna, Davíð Örn og Ísak Örn. Nú hefst hinsta ferðin, ferðin til töfrandi staða Þar sem fagnandi vinir og kunningjar umlykja þig ást og hamingju Endurfundir glaður Hlæjandi, brosandi, kátur nú ertu aftur heill Pétur Axel Pétursson ✝ Pétur AxelPétursson fæddist 18. desem- ber 1945. Hann lést 10. maí 2019. Útför Péturs fór fram 17. maí 2019. Baráttunni er lokið þvílíkt hugrekki sem þú sýndir Svo sterkur og óttalaus við þínar síðustu stundir Við ferðuðumst saman um stund í gegnum lífsins ólgusjó Vorum svo lánsöm að varðveita vináttuna Farnist þér vel vinur minn í þessari síðustu ferð Treystu því að í fyllingu tímans munum við hittast á ný Stephanie Scobie.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.