Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 49

Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 ✝ Gréta HuldaHjartardóttir fæddist 30. janúar árið 1938 í Reykja- vík. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Ásta Krist- insdóttir, f. 4. júlí 1917, d. 18. ágúst 2006, og Jakob Líndal Jósefsson, f. 24. apríl 1917, d. 27. des. 1993. Gréta ólst upp hjá kjörfor- eldrum sínum þeim Hirti Guð- brandssyni, f. 24. mars 1884, d. 26. okt. 1966, og Ólafíu Sigríði Þorvaldsdóttur, f. 16. mars 1890, d. 26. júlí 1972, og gengu Jakobsdóttir, f. 12. jan. 1956, d. 12. mars 2001, Árni Jakobsson, f. 26. des. 1957, d. 26. des. 1957. Þrjú sammæðra systkin: Haukur Birgir Hauksson, f. 16. mars 1944, d. 30. júlí 1973, Rúnar Hólmsteinn Hauksson, f. 10. júlí 1946, Hörður Sævar Hauksson, f. 21. sept. 1951. Hinn 7. desember 1957 giftist Gréta Hulda Árna Fal Ólafs- syni, f. 17. sept. 1932, d. 15. júní 2018. Gréta og Árni eignuðust fjögur börn. Þau eru: Hjörtur og Ólafur, f. 1958. Eiginkona Hjartar er Elín S. Guðmunds- dóttir en eiginkona Ólafs er Sigrún Alma Hjörleifsdóttir. Guðbjörg Svanlaug, f. 1962. Eiginmaður hennar er Sig- urður Einarsson. Yngstur barna Árna Fals og Grétu er Árni, f. 1966. Barnabörn þeirra eru níu og langömmubörnin eru orðin fjórtán talsins. Útför Grétu fór fram í kyrr- þey að hennar ósk 6. júní 2019. þau henni í for- eldrastað frá unga aldri. Ólafía Sigríð- ur Þorvaldsdóttir var ömmusystir Grétu. Gréta átti tvö al- systkini, Reyni Ás- vald Jakobsson, f. 22. nóv. 1936, d. 29. okt. 2007, og Hilmar Jakobsson, f. 18. mars 1940. Systkin samfeðra eru Hall- dór Karel Jakobsson, f. 20. júlí 1942, Lárus Fjeldsted Jakobs- son, f. 5. jan. 1945, d. 26. júní 1996, Gróa Herdís Fjeldsted Jakobsdóttir, f. 16. feb. 1947, Grétar Fjeldsted Jakobsson, f. 7. júní 1950, Karólína Sigurrós Elsku amma, það sem ég á eftir að sakna þín mikið. Við áttum gott samband, það var sterk tenging okkar á milli. Við töluðum oft um að við fyndum á okkur að síminn væri að fara að hringja og að við vissum hver væri á hinum enda línunnar. Ég gerði þig að ömmu þegar þú varst fertug og hlæ mikið að því núna þegar ég er sjálf orðin fertug og finnst ég engan veginn tilbúin í ömmuhlutverkið. Ég grínaðist með þetta við þig og bað þig í gríni afsökunar á þessu, að gera svo unga konu að ömmu! Þú hlóst og sagðir mér að þú hefðir orðið svo montin yfir því að verða amma. Mér hefur oft verið sagt að við séum líkar í útliti, og ég get alveg tekið undir það þegar ég skoða gamlar myndir. Og ekki leiðum að líkjast, elsku fallega amma. Þú varst alltaf svo fín, snyrtileg og óaðfinnanlega til fara. Ég man eftir að hafa horft á þig með að- dáun þegar ég var lítil og ákveða með sjálfri mér að þegar ég yrði stór þá ætlaði ég líka alltaf að vera með bleikan varalit og í hæla- skóm. Ég á svo góðar minningar frá ykkur afa, að gista hjá ykkur í Geitlandinu, vera pökkuð inn í rúm eftir að hafa fengið kvöldkaffi í eldhúsinu, marmaraköku eða ný- bakaða ástarpunga. Minningar úr bústaðnum, skoppandi í aftursæt- inu allan Hvalfjörðinn, leika mér í kjarrinu og taka upp kartöflur. Það var líka dásamlegt þegar þið afi heimsóttuð okkur til San Francisco og ég á kostulega mynd af ykkur með mímósu í hádeginu í eldhúsinu mínu, skælbrosandi með freyðivín rétt um hádegið, þið voruð alveg að fíla þessa kaliforn- ísku hefð. Það var alltaf gaman að tala við þig, heyra sögur af litlu miðborg- arstelpunni, árunum í Austó, bröggum og hermönnum sem gáfu ykkur krökkunum tyggjó. Af mömmu þinni, pabba og Ástu ömmu sem þér þótti svo ógurlega vænt um, sögunni af því hvernig þú kynntist afa og frá ferðalögum ykkar um heiminn. Mér er minnisstætt þegar þið afi rifjuðuð upp ferðalag sem þið fóruð í fyrir um fjörutíu árum á húsbíl um Evrópu. Minningarnar um þessa ferð voru ykkur afa ljós- lifandi þar sem þið skellihlóguð að ferðabröltinu á húsbílnum. Ferða- sagan ykkar fékk mig til að hugsa um minningar, hvað þær eru dýr- mætari en allt, að fjörutíu ára gömul ferðasaga gefur okkur svo miklu meira en dótaríið í kringum okkur. Þú varst fyndin og skemmtileg, alltaf til í að grínast. Það var alltaf asi á þér, stundum eins og þér væri lífsins ómögulegt að vera kyrr. Þegar þú fékkst hugmynd að einhverju þá þurfti það að ger- ast strax, og helst í gær. Og alltaf var afi svo sultuslakur við hliðina á þér. Því var erfitt fyrir þig þegar líkaminn bannaði þér að vera á ferðinni og þegar afi gat ekki leng- ur haldið þér á jörðinni með sinni stóísku ró. Þið áttuð svo fallegt samband, eins dásamlega ólík og þið voruð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig, elsku amma, fyrir sam- bandið okkar, samræðurnar og grínið. Ég er þakklát hverri ein- ustu stund og fyrir að hafa gert þig að ömmu aðeins fjörutíu ára, því það þýðir að við áttum heil fjörutíu ár saman. Góða ferð í Sumarlandið, knúsaðu afa frá mér. Þín, Linda Dögg Ólafsdóttir. Elsku mamma. Við börnin þín söknum þín óskaplega mikið. Það er tómlegt að líta inn í Háulind í dag. Engin mamma sem situr í græna stólnum, brosir og kallar „sæl elskan“ þegar maður kemur í heimsókn, og svo fær maður stórt og innilegt faðmlag. Minningarnar streyma fram, flestar skemmtilegar en aðrar daprar. Það var erfitt hjá þér eftir að pabbi fór frá okkur í júní í fyrra. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar úr ferða- lögum sem við fórum saman í, bæði hérna innanlands og utan. Ferðirnar upp í bústað, þær voru nokkrar og ætíð skemmtilegar, þar var spilað á spil og hlegið þessi lifandis ósköp. Alltaf tekið vel á móti manni. Þú varst stórfengleg mann- eskja, hæfileikarík, vel gefin, söngelsk, listfengin, barngóð og guðhrædd. Þú varst stolt af afkomendum þínum og fylgdist vel með því hvað barnabörnin og langömmubörnin voru að fást við hverju sinni. Alltaf að spyrja um þau í hverri heimsókn og varst mjög áhuga- söm um þeirra hagi. Börn, barna- börn og langömmubörnin eiga margar góðar minningar um þig og búa að því í hjarta sínu um alla eilífð. Þú fylgdist vel með börnunum þínum og barst mikla umhyggju fyrir þeim. Ef maður kom seint heim um helgar á sínum unglings- árum þá vissi maður alltaf af því að þú beiðst og fylgdist með að af- kvæmið væri örugglega búið að skila sér í hús. Annars varstu vís til að drífa pabba fram úr og taka smá rúnt niður í bæ. Á þeim tíma voru ekki snjallsímar sem hægt var að hringja í hvenær sem er. Þið pabbi voruð glæsileg, heil- brigð, lífsglöð og ástfangin. Það kenndi okkur hversu dýrmætt líf- ið er og nauðsynlegt að njóta. Sannarlega gott veganesti. Við systkinin erum óendanlega stolt af þér, elsku mamma, og minningin um þig er góð, þú varst ótrúlega dugleg í þínum veikind- um og erfiðleikum sem tóku við eftir að pabbi dó og reyndar löngu áður, því heilsubresturinn hafði gert vart við sig fyrir löngu síðan. Það var númer eitt tvö og þrjú alla tíð að hugsa vel um heimilið, halda úti góðu og fallegu heimili og vera glæsileg og fín. Þú varst sælkeri, það hefur sennilega fylgt þér allt frá því þú varst að vinna í Ópal á árum fyrr. Það var alltaf eitthvað sætt til inni í eldhúsi, hvort sem það var súkkulaði eða sætabrauð. Þú varst búin að skipuleggja margt í kringum jarðarförina þína, velja lög og annað. Útgöngu- lagið „Gullvagninn“ var punktur- inn yfir i-ð, þetta var svo akkúrat þú, stutt í húmorinn og þú varst á leið til pabba í Gullvagninum. En textinn í laginu segir svo margt meira: Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú. Herra, enginn getur bjargað nema þú. ... Gættu þín, geymdu mig, gefðu mér friðinn. Langt hef ég farið og mig langar heim. Brekkan var búin að vera löng og erfið, þrekið var búið og þig langaði að fara heim, heim til pabba og góðra ástvina. Útgöngu- lagið kom mörgum skemmtilega á óvart, en það var svo eitthvað akk- úrat þú og þinn skemmtilegi kar- akter sem skein þarna í gegn. Það birti yfir mörgum, þó svo að þetta væri kveðjustundinn og vissan um að þú værir að fara á betri stað sefaði sorgina. En núna er kveðju- stund og söknuðurinn mikill. Minning þín lifir í hjörtum okkar og huga. Lítil stúlka á lífsins leið, lauk hér göngu sinni. Kát og glöð á sinni leið, úti var sólríkur dagur. Eilíft líf sem í skauti ber, vors Guðs, náðarkraftur. Hjörtur, Ólafur, Guðbjörg Svanlaug og Árni. Gréta Hulda Hjartardóttir Við andlát Gunn- ars móðurbróður míns minntist ég samræðna minna við hann og Önnu konu hans í gegnum tíðina. Þar voru málin krufin að hætti sanns heimspekings og ávallt varð maður vísari að sam- ræðum loknum. Skal engan undra þegar rætt var við þýðanda rits David Humes, Samræður um trúarbrögðin. Á mínum yngri ár- um voru varla til merkari sam- ræður en einmitt þær. Gunnar var heimspekingur af ástríðu og var alltaf gaman að ræða við hann um heimspeki. Meðal heimspekinga sem Gunnar var hrifinn af voru Hume, Kant, Mill, Popper og Dewey en eftir Gunnar liggja þýðingar á ritum þeirra. Ég spurði Gunnar eitt sinn hver honum þætti merkasti heimspekingurinn. Svarið var – þótt Sókrates svifi ávallt yfir allri heimspekiumræðu – Immanúel Kant. Gunnar fékk styrk til rann- sókna á þekkingarfræði Kants 1959 og ári áður námsstyrk til Montreal, þar sem hann kynnti sér heimspeki A.N. Whiteheads. Þegar ég spurði Gunnar hvað væri skemmtilegast við heim- spekina svaraði hann með brosi að það væri þegar hann uppgötv- aði að aðrir hefðu rangt fyrir sér eða sæi galla í rökum þeirra. Ég minnist þessara orða Gunnars oft við iðkun minnar fræðigreinar, lögfræði, og þá með ákveðinni kátínu. Áhugi minn á heimspeki er tilkominn vegna áhrifa frá Gunnari og hefur sá áhugi verið gott veganesti. Gunnar var einn allra best menntaði Íslendingur sinnar kyn- slóðar í heimspeki og átti mann- auður hans heima sem fræðimað- ur í háskóla, líkt og Velvakandi skrifaði vorið 1960. Svo varð þó ekki. Gunnar var mikill náms- maður og lærði hann ensku í gegnum útvarp, þá bóndasonur í Lokinhamradal og kenndi yngri systkinum heimavið. Móður minni þótti hann strangur kenn- ari og reyndi að stelast í svörin í stærðfræðinni til að hafa kennar- ann góðan. Gunnar var á yngri ár- um, líkt og bræður hans Ólafur, Guðmundur og Grétar, góður sláttumaður. Mér er minnistætt þegar Guðmundur frændi og bóndi á Hrafnabjörgum sagði mér sem barn sögur af sláttuaf- rekum þeirra bræðra. Þegar Gunnar var við nám í Edinborg 1949-55 kom hann heim í Dalinn á sumrin og eitt sumarið kom hann með nýja ljátegund, Eylandsljá- inn, sem var bylting. Líklega fyrsta byltingin af nokkrum í bú- skaparháttum í Dalnum. Mér er minnisstætt þegar Gunnar kom eitt sinn í heimsókn til Hrafna- bjarga og sló gamlar orfslægjur. Hann hefur þá eflaust hugsað til æskuáranna í Dalnum og ekki síst bræðra sinna, en Gunnar var mjög náinn Ólafi yngri bróður sínum og tefldu þeir oft í frístund- um og þótti Gunnar tapsár. Ólaf- ur dó ungur er hann tók út af tog- ara 1948 og var það Gunnari mikið áfall. Grétar lést úr hvít- blæði 1952 þá námsmaður í MR. Halla systir þeirra lést barnung eftir að hafa hrapað í klettunum fyrir ofan bæinn 1950. Gunnar minnti mig oft á systur sína Sig- ríði bónda á Hrafnabjörgum, í hugsun og skýrmæli og ástríðu fyrir áhugamálum sínum sem voru þó mjög ólík, sem og áhuga á hinum stóru spurningum lífsins en þó á gjörólíkan hátt. Gunnar lagði ætíð mikla rækt við heim- speki. Gunnar komst til mennta í íslenska bændasamfélaginu, sem þótti ekki sjálfgefið og framlags Gunnar Ragnarsson ✝ Gunnar Ragn-arsson fæddist 20. júní 1926. Hann lést 20. maí 2019. Útförin fór fram 4. júní 2019. hans til íslenskrar heimspeki verður lengi minnst. Gunn- ar var gerður að heiðursfélaga Fé- lags áhugamanna um heimspeki árið 2014 fyrir störf í þágu heimspeki- legra málefna á Ís- landi. Ég sendi Önnu, Margréti, Helgu, Vilhjálmi og fjölskyldum þeirra mínar samúð- arkveðjur Megi minning Gunnars Ragnarssonar heimspekings lifa Eyjólfur Ármannsson. Gunnar Ragnarsson verður mér alltaf ógleymanlegur. Í Bol- ungarvík var hann ætíð kallaður Gunnar skólastjóri enda gegndi hann því starfi um langt skeið, setti sterkan svip á samfélagið og mótaði kynslóðir ungra nemenda í Barna- og miðskóla Bolungar- víkur eins og skólinn var þá nefndur. Þó að Gunnar væri hæverskur maður og tranaði sér aldrei fram var hann jafnframt stórbrotinn persónuleiki. Þegar á þurfti að halda og ærsl okkar krakkanna fóru úr böndum, ómaði sterk röddin hans um skólann, borin uppi af einstakri orðkynngi – og svo datt allt í dúnalogn. Í skóla- stofunni var hann ákveðinn og strangur, hélt góðum aga, en kunni líka að gantast við okkur. Þá sá maður eitthvert blik í aug- um hans sem vottaði um kímnina sem hann hafði til að bera í mikl- um mæli. Hann var með öðrum orðum einstakur og yfirburða uppfræðari sem við krakkarnir bárum virðingu fyrir. Og þegar við gamlir nemendur hans hitt- umst ber nafn hans oft á góma. Gunnar Ragnarsson er nefnilega maður sem gleymist ekki sam- ferðafólkinu. Þegar Gunnar var ráðinn skólastjóri í Bolungarvík átti hann að baki framhaldsnám í heimspeki við Edinborgarhá- skóla þar sem hann hafði náð framúrskarandi árangri, enda af- burða greindur og vel að sér. Stundum velti maður því fyrir sér hvort slíkum manni hentaði að kenna krökkum með mismikinn áhuga á námsefninu. En þá er þess að gæta að fátt getur talist göfugra en að uppfræða ungdóm- inn og þó svo að þekkingarsvið Gunnars hafi sannarlega verið langt umfram það sem við staut- uðum við að læra, gagnaðist það okkur nemendum hans á sviðum sem námsefnið gerði ekki endi- lega ráð fyrir. Tilvísanir hans í kennslustundum um mál sem okkur voru gjörsamlega hulin greyptust í minni manns. Ein- hvern tíma seinna á lífsleiðinni, jafnt í námi og starfi, skutu þær svo upp kollinum og komu að gagni, óafvitandi og meðvitað, við hinar fjölbreytilegustu aðstæður. Enskukennsla hans var framúr- skarandi og fullyrða má að nem- endur sem nutu hennar komu út í lífið vel nestaðir á því sviði. Vinátta var mikil og góð með þeim hjónum Önnu Skarphéðins- dóttur og Gunnari Ragnarssyni og foreldrum mínum. Móðir mín, María K. Haraldsdóttir, og Anna áttu mikið saman að sælda og gagnkvæmar voru heimsóknir fjölskyldnanna, ekki síst um há- tíðir. Ég minnist þess ein jólin þegar Gunnar kom færandi hendi með hið klassíska heimspekiverk 18. aldar heimspekingsins Davids Humes, Samræður um trúar- brögðin, sem hann hafði þá þýtt samhliða erilsömu skólastjóra- starfinu. Í skólanum stóð Anna kona Gunnars honum við hlið og kenndi íslensku; afburðakennari á því sviði sem glæddi áhuga nemenda á bókmenntum og gildi móðurmálsþekkingar. Þegar Gunnar og Anna létu af störfum í Bolungarvík fluttu þau suður og Gunnar gerðist mikilvirkur þýð- andi heimspekirita. Gunnar Ragnarsson var stór- brotinn og ógleymanlegur maður, sem veitti okkur mörgum ómet- anlegt gott veganesi út í lífið. Blessuð sé minning hans. Einar K. Guðfinnsson. Með örfáum orðum vil ég minnast Gunnars Ragnarssonar, bekkjarbróður míns úr Kennara- skólanum, en þar hófust okkar kynni fyrir 75 árum. Þessi vest- firski piltur vakti strax athygli mína. Það var eins og hin stór- brotna náttúra Vestfjarða hefði mótað styrkleika hans og karl- mannlegan vöxt. Hvöss og athug- ul augu bentu til að þar færi mað- ur með skarpa greind. Enda sýndi það sig fljótt að hann var mjög góður námsmaður og jafn- vígur á allar greinar. Gunnar hélt áfram námi að loknu kennara- prófinu og lauk meistaranámi í Edinborg í heimspeki með ensku og sálfræði sem aukagreinar. Við vorum 18 sem lukum kenn- araprófi 1947 og eru nú 17 fallin í valinn. Á námsárunum var Gunn- ar ekki áberandi í félagslífinu en var alltaf tilbúinn að gera það sem hann var beðinn um. Að loknu kennaraprófi fórum við í 29 daga útskriftarferð til Danmerkur og Svíþjóðar með viðkomu í Færeyjum. Í ferðinni var Gunnar hinn kátasti, athugull og skemmtilegur. Tvö minnis- stæð atriði frá þessari ferð snerta Gunnar sérstaklega. Við sigldum með Dronning Alexandrine til Danmerkur. Við vorum á þriðja farrými sem kall- að var, en það voru 60 kojur í lest skipsins. Ég held að vart yrði boðið upp á slíkt í dag. Skipið lagðist að bryggju í Höfn kl. 11 að kvöldi og farþegar flýttu sér í land. Þá bar svo við að Gunnar var orðinn veikur. Hon- um var bannað að fara í land og sagt að næsta morgun kæmi læknir og liti á hann. Ekki var hægt að skilja Gunnar eftir einan þarna í lestinni og bauðst ég til að vera hjá honum. Næsta morgun kom læknirinn. Þá kom í ljós að rauðir hundar hrjáðu Gunnar og var honum leyft að fara í land. Ég dáðist að því hve Gunnar tók þessum vandræðum með miklu æðruleysi. Hitt atvikið gerðist þegar nokkuð var liðið á ferðina. Ákveð- ið hafði verið að skreppa í dags- ferð til Svíþjóðar og heimsækja Málmey, háskólabæinn Lund og fleiri staði. Þar sem við höfðum litla sænska peninga var ákveðið að taka með danskt „smörre- bröd“ til dagsins og var það sett í ferðatösku. Það var rigning en flest okkar áttu plastkápur sem við klæddumst. Þegar leið á dag- inn kom glaða sólskin og þegar við höfðum borðað nestið voru all- ar kápurnar settar í töskuna. Þegar við komum um kvöldið í tollinn í Helsingör í Danmörku hélt Gunnar á töskunni. Tollverð- irnir létu hann opna töskuna og þá blöstu við allar plastkápurnar. „Átt þú þetta?“ spurðu tollverð- irnir. Gunnari þótti þetta svo vit- laus spurning að hann fór að hlæja. Þá gripu hann tveir toll- verðir og leiddu inn í hliðarher- bergi. Héldu þeir að Gunnar væri að smygla regnkápum frá Sví- þjóð. Ég sá hvað var að gerast, snaraðist inn í herbergið og út- skýrði málið þannig að Gunnar slapp við frekari kárínur. Við minntust oft síðar á þetta atvik og hlógum að. Árum saman var langt á milli vinnustaða okkar. Gunnar starf- aði í Bolungarvík en ég í Reykja- vík. Því voru samfundir okkar strjálir, en alltaf þegar fundum okkar bar saman voru þeir jafn ánægjulegir. Ávallt þegar við bekkjarfélagar hittust var Gunn- ar mættur. Með þakklæti í huga kveð ég Gunnar og votta öllum aðstand- endum samúð mína. Stefán Ólafur Jónsson. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.