Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 54

Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 54
Siggi stormur spáði fyrir um gott sumar á suðvesturhorni landsins í byrjun aprílmánaðar. Sú spá hefur aldeilis gengið eftir og hann var heiðraður sérstaklega í Ísland vaknar fyrir vikið. Í kjölfarið sagði hann frá því að það væri útlit fyrir hlýja og bjarta sumardaga það sem eftir lifir sumars. „Þegar ég fer til útlanda á tímum þegar gott veður er á Íslandi finnst mér ég alltaf vera að missa af ein- hverju,“ segir Ómar Valdimarsson lögmaður. Hann nýtir hvert tækifæri til að vera úti í góða veðrinu sem gleður hann meira en nokkuð annað. Það er aldrei logn- molla hjá K100 en þar streyma inn góðir gestir alla daga sem gera stöðina okkar að því sem hún er, persónulega og stórskemmtilega. Engin undantekning var þar á þessa vikuna en stöðin fékk til sín frá- bæra viðmælendur sem fræddu hlustendur um eitt og annað ásamt því að dregið var í áskrift- arleik Morgunblaðsins við mikla spennu Morgunblaðið/Eggert Hjördís Ýr Johnson dró út fimm vinningshafa vikunnar í áskriftarleik Morg- unblaðsins en þeir heppnu hlutu hvorki meira né minna en úrvalsgrill frá Land- mann ásamt grillveislu og grillsvuntu, alls að verðmæti ríflega 100 þúsund kr. Jón Axel fékk Þóru Sigurðardóttur ritstjóra matarvefjar Morgunblaðsins til að slefa þegar hann útbjó handa henni besta ísrétt í heimi. Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson er einn mesti grillsnillingur landsins. Hann notast eingöngu við kolagrill þegar hann grillar, en hann heimsótti Ísland vaknar á dögunum og fór yfir helstu galdrana við að framreiða veislumat af grillinu. JAX Special-ísrétturinn sam- anstendur af góðum vanilluís, M&M í gulu pokunum, Nóa Kropp, súkkulaði möndlum, og kókos mulning. Yfir þetta allt er úðað Ísingu, súkkulaðisósu frá Kjörís. Ísinn er settur í hefðbundinn djúpan matardisk og ekkert sparað við að gera hann eins vel útilátinn og kost- ur er, en auðvitað má breyta samsetningunni eftir smekk. Vikan á K100 Áslaug Arna og Logi Ein- arsson komu í spjall til Loga Bergmanns. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Siggi Gunnars sendir hlustendum brakandi ferska kveðju úr sumarfríinu sínu en hann er staddur í Sitges.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.