Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 58

Morgunblaðið - 13.06.2019, Page 58
Í KIEL Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir að hafa stýrt uppeldisfélagi sínu KA til sigurs á Íslandsmótinu í handknattleik árið 1997 flutti Al- freð Gíslason með fjölskyldu sinni til Þýskalands til að taka við liði Hameln. Lofaði hann þá Klöru eig- inkonu sinni að þau yrðu í Þýskalandi í tvö ár. Tutt- ugu og tveimur árum síðar lætur hann af störfum hjá Kiel að eigin ósk og segist ætla að láta gott heita í félagsliðaþjálfun. „Þá stóð til að vera í tvö ár í Þýskalandi og ég er því kominn tuttugu ár fram yfir þann tíma. Ég gaf konunni loforð um að við yrðum bara í tvö ár. En handboltinn hefur alltaf verið mitt áhugamál og ég hef fengið tækifæri til að vera hjá stórum félags- liðum. Fyrst hjá Essen sem leikmaður en síðar hjá Magdeburg, Gummersbach og Kiel sem eru þau lið þar sem hefðin er mest í Þýskalandi. Ég er stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þessi félög. Þessi ellefu ár hjá Kiel hafa verið ótrú- leg en að mörgu leyti erfið. Ég hélt tryggð við fé- lagið þegar á móti blés og sé ekki eftir því,“ sagði Alfreð Gíslason þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Kiel að keppnistímabilinu loknu. Losnar úr hamsturshjólinu Á leikmannaferli Alfreðs fengu þau hjónin tæk- fiæri til að búa bæði í Þýskalandi og einnig á Spáni þegar hann lék með Bidasoa við góðan orðstír. Tíminn erlendis er því nokkuð stór hluti af þeirra ævi en Alfreð verður sextugur á árinu. Spurður um hvort Íslandstaugin sé römm segir Alfreð svo vera og tíðari Íslandsheimsóknir verði einn af kostum þess að hætta þjálfun félagsliða. „Já já. Elsti sonur minn og barnabörnin eru til dæmis heima á Íslandi. Vandamálið hingað til hef- ur verið það að maður er að vinna í þýsku Bundes- ligunni og þar er svo lítið frí að maður kemst eig- inlega ekkert heim. Ég hef varla komist heim að sumri almennilega og til dæmis ekki verið heima í ágúst í tuttugu og tvö ár. Eitt af því skemmtilega sem framundan er verður að geta gert meira af því að fara til Íslands. Það verður visst frelsi að losna úr þessu hamsturshjóli sem Bundesligan er. Er það önnur af tveimur meginástæðum þess að ég ákvað að hætta en hin er sú að ég hafði lofað kon- unni að hætta í deildinni sextugur. Ég stóð ekki við fyrra loforðið en stend við hitt núna,“ útskýrði Al- freð. Engar viðræður á næstunni Eins og fram kom hjá Alfreð í Morgunblaðinu síðasta vetur þá er hann opinn fyrir því að þjálfa landslið en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er ann- ars konar vinnuálag en hjá félagsliðum. Alfreð ætl- ar að taka sér frí frá handboltanum næsta hálfa ár- ið í það minnsta og segist skoða í rólegheitum þau tilboð sem kunna að koma inn á hans borð. „Núna fer ég í frí og ekki stendur til að semja við einn eða neinn á næstunni. Hingað til hef ég ekki viljað ræða við neina aðila og mun ekki gera það fyrr en komið verður inn í nýtt ár. Um leið og mað- ur opnar á einhverjar viðræður þá er maður kom- inn inn í visst ferli og ég hef aldrei gert það þegar félagslið eða landsliðs hafa haft samband. Á næsta ári mun ég skoða hvort eitthvað athyglisvert bjóð- ist og hvort ég nenni að fara á fullt inn í eitthvert landsliðsverkefni. Ég ætla mér að vera bara slakur gagnvart þessu. Ég ætla að gefa sjálfum mér það að gera engar áætlanir næsta hálfa árið og ekki binda mig neins staðar,“ sagði Alfreð en hann þekkir umhverfi landsliðanna bæði sem leikmaður og síðar sem landsliðsþjálfari Íslands á árunum 2006-2008. Undir hans stjórn var Ísland nærri því að spila um verðlaun á HM í Þýskalandi 2007 en Alfreð stendur við  Þjálfarinn sigursæli Alfreð Gíslason stendur á tíma- mótum eftir þjálfun atvinnumannaliða í tuttugu og tvö ár Vinsæll Íbúar í Kielfagna Alfreð Gíslasyni að tímabilinu loknu á sunnudagskvöldið. Alfreð Gíslason » Fæddist 7. september 1959. » Lék með KA, KR, TUSEM Essen og Bida- soa. Varð Íslandsmeistari með KA, bik- armeistari með KA og KR, tvívegis þýskur meistari með Essen, þýskur bikarmeistari með Essen og spænskur bikarmeistari með Bidasoa. » Lék 190 A-landsleiki og skoraði 542 mörk. Fékk sæmdarheitið Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna 1989 og var útnefndur þjálfari ársins af sömu samtökum 2012 og 2013. » Þjálfaði KA, Hameln, Magdeburg, Gum- mersbach, Ísland og THW Kiel. Íslands- meistari með KA og tvívegis bikarmeistari 1991-1997. » Stýrði Hameln 1997 - 1999. » Þýskur meistari með Magdeburg og sigr- aði í Meistaradeild Evrópu á árunum 1999- 2006. » Stýrði Gummersbach og íslenska lands- liðinu 2006-2008. » Sex sinnum þýskur meistari og bik- armeistari með Kiel á árunum 2008 - 2019. Sigraði tvisvar í Meistaradeild Evrópu og einu sinni í EHF-bikarnum. 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Byggið upp líkama og húð fyrir fríið KAUP AUKA TILBO Ð Astaxanthin – íslenskt og öflugt: Byggir upp og vernda húðina gegn sterkum sólargeislum. Epla Cider – lífsins elexír: Eflir meltingu, styður við lifrarstarsemi, jafnar blóðsykur og ýtir undir niðurbrot á fitu. Fæst í flestum apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Hver vill ekki geta sólað sig og notið matar og drykkjar í fríinu? ÉG FER Í FRÍIÐ Danski heims- og ólympíu- meistarinn, Niklas Landin, ver mark THW Kiel. Morgunblaðið spurði hann út í Alfreð Gíslason nú þegar Alfreð lætur af störfum hjá félaginu. „Maður veit varla hvað skal segja því hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Kiel. Alfreð er bæði frábær þjálfari og einnig frá- bær persóna. Hann hefur unnið ótrúlegt starf hérna síðustu ellefu árin og er eins konar föðurímynd fyrir marga hjá félaginu,“ sagði Landin að loknum síðasta leik tíma- bilsins gegn Hannover Burgdorf. „Það er kannski erfiðara fyrir markvörð en útispilara að lýsa hon- um sem þjálfara. Hann er magn- aður þegar kemur að undirbúningi liðsins fyrir leiki. Hann leggur sig sjálfur ávallt 100% fram og nær að hvetja leikmenn eins og hver ein- asti leikur sé þeirra síðasti á þeirra ferli,“ sagði Landin. Tékkinn Filip Jicha tekur við THW Kiel í sumar og færir sig yfir í þjálfarastarfið úr starfi aðstoð- arþjálfara. „Við verðum að sjá hvernig Kiel verður án Alfreðs Gíslasonar. Ég er spenntur að sjá hvaða hugmyndir Jicha er með og hvernig hann mun nálgast verk- efnið. Ég á þó ekki von á því að hann breyti mjög miklu. Hann var sjálfur leikmaður með Alfreð sem þjálfara og ég gæti trúað því að leikstíll liðsins verði svipaður,“ sagði Niklas Landin í samtali við Morgunblaðið í Kiel en hann er þrí- tugur og kom til félagsins árið 2015. kris@mbl.is Hefur unnið allt sem hægt er að vinna Ljósmynd/THW Kiel Sigursæll Niklas Landin er af- skaplega farsæll leikmaður. Íslenska karlalandsliðið í keilu hóf í gær keppni á Evrópumóti landsliða sem haldið er í Dream-Bowl Palace- keilusalnum í München í Þýskalandi, stærsta keilusal í Evrópu en hann telur alls 52 brautir. Fyrstu tvo dagana verður ein- staklingskeppni. Á morgun hefst keppni í tvímenningi og svo tekur við keppni í þrímenningi áður en kemur að fjögurra manna liðakeppni í næstu viku. Mótinu lýkur síðan með úrslitakeppni 24 efstu ein- staklinga úr öllum keppnum. Lið Íslands er þannig skipað: Andrés Páll Júlíusson, ÍR, Arnar Davíð Jónsson KFR/Hauganes Sví- þjóð, Einar Már Björnsson, ÍR, Gunnar Þór Ásgeirsson, ÍR, Gústaf Smári Björnsson, KFR, Jón Ingi Ragnarsson, KFR/BK Brio Svíþjóð.  Stórlið Veszprém tilkynnti í gær að David Davis hefði verið ráðinn áframhaldandi þjálfari ungverska meistaraliðsins í handknattleik og er nú samningsbundinn til ársins 2023. Davis tók við liðinu í október eftir að Ljubomir Vranjes var rek- inn, en undir stjórn Davis end- urheimti Veszprém ungverska meistaratitilinn, komst í bikarúrslit og í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar þar sem liðið tapaði fyrir Vardar. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.