Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 61

Morgunblaðið - 13.06.2019, Side 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds HANDBOLTI Undankeppni EM karla 3. riðill: Tyrkland – Norður-Makedónía .......... 25:26 Grikkland – Ísland................................ 28:28 Staðan: N-Makedónía 5 3 1 1 141:137 7 Ísland 5 2 2 1 153:129 6 Tyrkland 5 2 0 3 126:135 4 Grikkland 5 1 1 3 122:141 3  Norður-Makedónía er komið á EM. 1. riðill: Ísrael – Þýskaland................................ 25:40 Kósóvó – Pólland .................................. 23:23  Þýskaland 10, Ísrael 4, Pólland 3, Kósóvó 3.  Þýskaland er komið á EM. 2. riðill: Sviss – Króatía...................................... 28:33 Belgía – Serbía...................................... 26:37  Króatía 9, Sviss 6, Serbía 4, Belgía 1.  Króatía er komin á EM. 4. riðill: Lettland – Slóvenía .............................. 25:24  Slóvenía 8, Lettland 8, Holland 2, Eist- land 0.  Slóvenía og Lettland eru komin á EM. 5. riðill: Finnland – Tékkland............................ 24:26 Bosnía – Hvíta-Rússland ..................... 25:31  Tékkland 8, Hvíta-Rússland 6, Bosnía 6, Finnland 0. 7. riðill: Slóvakía – Ungverjaland ..................... 20:21  Ungverjaland 9, Rússland 5, Ítalía 4, Sló- vakía 0.  Ungverjaland er komið á EM. 8. riðill: Úkraína – Danmörk ............................. 30:33  Danmörk 8, Úkraína 6, Svartfjallaland 3, Færeyjar 1.  Danmörk er komin á EM.  Tvö efstu liðin í hverjum riðli og fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti komast í lokakeppni EM 2020 sem fer fram í Sví- þjóð, Noregi og Austurríki. Lokaumferð riðlakeppninnar er leikin á sunnudaginn. HANDBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik var langt frá því að sýna hvað það getur þegar liðið heimsótti Grikkland í undankeppni Evr- ópumótsins í Kozani í norðurhluta landsins í gærkvöldi. Strákarnir voru stálheppnir að bjarga jafntefli, 28:28, eftir að hafa skorað tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum og geta sannarlega sjálfum sér um kennt hvernig fór. Ísland var 15:12 yfir í hálfleik, en þá var ljóst að sigur myndi tryggja liðinu sæti á EM. Menn gætu hafa fundið það á sér, en liðið spilaði hreint afleitlega í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var tilbreytingalít- ill, hugmyndaleysið í sóknarleiknum var algjört og erfitt er að koma sómasamlegum orðum að færanýt- ingunni. Hún var hrein hörmung. Hvert dauðafærið á fætur öðru, sér- staklega á línunni og tvö víti þar að auki, fóru í súginn þar sem ekkert gekk upp. Það er vert að rifja upp að Ísland vann fyrri leik liðanna hér á landi með 14 marka mun í október. „Þetta var kaflaskiptur leikur, við spiluðum vel í fyrri hálfleik og það hefði verið óskastaða að vera fimm mörkum yfir í hálfleik, sem mér fannst innistæða fyrir. Seinni hálf- leikurinn byrjaði illa og svo þróast hann þannig að við klúðrum allt of mörgum dauðafærum og það gengur ekki á útivelli,“ sagði landsliðsþjálf- arinn Guðmundur Guðmundsson við Morgunblaðið og sagði tilfinningar sínar blendnar eftir leikinn. Áhyggjur sem eru þekktar Eins og áður sagði var færanýt- ingin verst, en fátt var gott. Mark- varslan heldur áfram að vera til vandræða þótt hún hafi oft verið verri, en tilbreytingarleysið í spila- mennskunni olli vonbrigðum. Vert er að hafa verulegar áhyggjur af línumannsstöðunni miðað við þessa frammistöðu, en langt er síðan þær viðvörunarbjöllur fóru að hringja. Örlögin eru þó enn í eigin hönd- um, en liðið má samt ekki misstíga sig gegn Tyrkjum í Laugardalshöll- inni á sunnudagkvöld. Allt að tíu marka tap dugar Íslandi vissulega eftir ellefu marka sigur í fyrri leikn- um, en möguleikinn er engu að síður enn fyrir hendi að Ísland sitji hrein- lega eftir. Góð úrslit í fyrri leiknum gefa ekki ástæðu til kæruleysis eins og greinilega sýndi sig í gær og ljóst að hugarfarið þarf að vera rétt stillt. Aðspurður fór Guðmundur rólega í yfirlýsingar um breytingar á leik liðsins. „Við skoðum þetta að sjálf- sögðu. Við förum yfir þetta allt sam- an, munum skoða frammistöðuna og fara gaumgæfilega yfir þetta,“ sagði Guðmundur og nefndi að langt ferðalag til norðurhluta Grikklands hefði setið í liðinu og það hefði sést glögglega. Flugið fellt niður á leiðinni út „Það tók okkur tvo daga að kom- ast hingað. Við ætluðum að vera komnir hérna á mánudaginn en flug- ið okkar var fellt niður. Það var ákveðin þreyta í mönnum, langt liðið á tímabilið og þessir leikir eru aldrei auðveldir í júní. Ég ætla ekki að vera að afsaka eitt eða neitt, en svona er þetta,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að frammistaðan hafi verið langt frá því nægilega góð tók Guðmundur til ljósa punkta sem byggja má á fyrir leikinn við Tyrki. „Ég er mjög ánægður hvernig við náðum svo í þetta stig. Það var stór- kostlega vel gert miðað við stöðuna sem upp var komin. Þetta stig er líka mikilvægt fyrir okkur. Aðalatriðið er það að við erum komnir langt með að tryggja okkur inn á EM. Eigum einn leik eftir og við hlökkum mikið til að spila í Laugardalshöll. Fyrst fólk fyllti fótboltavöllinn gegn Tyrkjum þá væri gaman að sjá fulla Höll með handboltalandsliðinu gegn Tyrkjum tæpri viku seinna,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson við Morg- unblaðið. Örlögin enn í eigin hönd- um þrátt fyrir bakslag  Ísland bjargaði jafntefli í Grikklandi og getur ekki enn fagnað öruggu EM-sæti Morgunblaðið/Eggert Markahæstur Arnór Þór Gunnarsson undirbýr skot gegn markverði Grikkja en hann skoraði níu mörk í leiknum. Kozani, Grikklandi. Undankeppni EM 2020, miðvikudag 12. júní 2019. Gangur leiksins: 2:4, 5:6, 6:7, 6:10, 10:13, 12:15, 16:17, 17:19, 21:21, 23:23, 24:24, 28:28. Mörk Grikklands: Dimitrios Tziras 9/5, Charlampos Dompris 4, Anas- tasios Papadionysiou 4, Christos Kederis 4, Christodoulos Mylonas 3, Efthimios Iliopulos 2, Ioannis Kalomoiros 2. Varin skot: Petros Boukovinas 13/1. Grikkland – Ísland 28:28 Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Íslands: Arnór Þór Gunn- arsson 9/1, Guðjón Valur Sigurðs- son 7, Aron Pálmarsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Teitur Örn Ein- arsson 2, Ólafur Andrés Guð- mundsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 11, Viktor Gísli Hallgrímsson 2. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Sasa Pandzic og Boris Satordzija, Bosníu og Hersegóvínu. Áhorfendur: 600. Norður-Makedónía tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 í handknattleik í gær eftir 26:25- sigur gegn Tyrklandi í Eskisehir í Tyrklandi. Liðin leika í riðli Ís- lands í undankeppninni en Ísland getur enn náð öðru sætinu og þar með farið einnig á EM í jan- úar. Mikið jafnfræði var með lið- unum í leiknum en staðan í hálf- leik var 13:11, Tyrkjum í vil. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 23:23, og skiptust liðin á að leiða. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka komst Norður-Makedónía yfir, 26:25, og Tyrkjum tókst ekki að jafna metin og Norður-Makedónía fagnaði eins marks sigri. Norður-Makedónía er í efsta sæti 3. riðils með sjö stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en Tyrk- land er í þriðja sætinu með fjögur stig. Ísland er með sex stig í öðru sæti riðilsins og Grikkland í fjórða sæti með tvö stig. Óhætt er að segja að Grikkir og Tyrkir hafi komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni í riðlinum gegn N-Makedóníu og Ís- landi. Norður-Makedónar komnir á EM 2020 Lettland er komið á EM karla í handknattleik í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar eftir dramatískan 25:24-sigur gegn Slóveníu í Lett- landi í gær. Dainis Kristopans fór á kostum í liði Letta og skoraði 13 mörk en hann er leikmaður Vardar í Ungverjalandi. Lettland og Slóv- enía eru bæði með 8 stig í 4. riðli og fara því bæði á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020. Þá tryggðu heimsmeistarar Dana sér sæti á EM í gær auk Tékka og Ungverja. bjarnih@mbl.is Lettar á EM í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.