Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 13.06.2019, Qupperneq 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Það eru 12 ár síðan fyrstaplata Benny Crespo’s Gangleit dagsins ljós, og það erhálft ár síðan önnur platan kom út. Það er svo sem ekkert eins- dæmi að hljómsveitir láti jafnlangan tíma líða milli útgáfna, en það er nokkurt einsdæmi að jafngóð plata og Minor Mistakes komi út önnur í röðinni, ellefu árum á eftir frumburðinum, og fái næst- um enga athygli. Ég hef verið að ræða þessa plötu við gesti og gangandi á síðustu vikum, því ég hef lítið annað hlustað á en þessar tíu sakleysislegu prog-popp-sinfóníur sem finna má á nýju plötunni. Fólk kemur af fjöllum, vissi ekki að það væri komin út plata. Netið skilar mér einni grein frá því í nóvember þegar platan var nýútkomin. Þetta er allt hið furðulegasta mál, en mikið er ég fegin að þessi plata er til og hugs- anlega má segja að þetta sé næstum of krefjandi plata. Margir gefa sér ekki þann tíma sem þarf til að nálgast tormeltari verk sem koma út. Benny Crespo’s spila hvorki einfalda né fljótafgreidda tónlist. Hún er angurvær og stundum dapurleg en hefur líka eitthvert gróft yfirborð sem hægt er að hrufla sig á ef maður fer ekki varlega. Hljómborð fá að búa til laglínur um allt, en það fá gítarar, bassar og trommur líka. Svo eru sjálfar sönglínurnar, sterkar og ágengar, stundum þess eðlis að þær hljóma í hausnum á manni þegar þær hafa síast inn. Rödd Lovísu er það sem líkast til hljómar sakleysislega í byrj- un, en fljótlega áttar maður sig á að hún er alls ekkert saklaus og þá þarf maður líka að endurskoða allt sem maður hélt að þessi plata væri. Á átt- undu hlustun tel ég mig vera komin með svarið: Líkast til var þessi plata bara of erfiður biti í nóvember, þegar veðrið var hráslagalegt og myrkrið var alltumgleypandi. Þá voru mín eyru að minnsta kosti uppfull af stressi og blús og gátu ekki tekið á móti rokkinu, poppinu og progginu. Ég held að það sé næstum ómögu- legt að lýsa tónlistinni á Minor Mis- takes eitthvað í smáatriðum, svo fersk er hún en sameinar samt nokk- ur áður þekkt minni frá ýmsum tím- um. Gíturunum er líklega auðveldast að lýsa því þeir búa til veggi og byggja stoðir sem lögin þurfa að rúm- ast í. Þegar þeir þurfa að flæða, þá flæða þeir. Þegar þeir þurfa að passa og halda utan um, þá passa þeir. Raddir eru angurværar og blíðar og biðjandi en boðskapurinn er eftirsjá, sorg og flóknar tilfinningar fullar af mótsögnum. Bassinn gerir allt það sem þarf til að láta trommurnar ganga upp. Trommuleikur er algjör- lega snarbrjálaður! Það er magnað að heyra trommuleikara sem spilar svona mikið og það er alltaf rétt magn. Aldrei ofhlaðið en svo svaka- lega hlaðið engu að síður. Þarna fara mér að detta sinfóníur í hug og mig langar til að líkja Benny Crespo’s Gang við Radiohead, ef sú sveit væri tilraunakenndari og rokkaðri og poppaðri og proggaðri. Þið heyrið að ég á í vandræðum með þetta. Það sem kannski er áhugaverðast við þessa plötu er hve hún dettur aldrei í löng lög með hægum fram- vindum sem ekki er hægt að afgreiða á undir átta mínútum. Lengsta lag plötunnar er titillagið sem er fimm og hálf mínúta en önnur lög plötunn- ar eru öðrum hverjum megin við fjórar mínútur. Það er næstum eins og meðvituð ákvörðun hafi verið tek- in; að kanna hve miklu er hægt að koma inn í lag sem hegðar sér að öllu leiti eins og popplag, með erindum, viðlögum og í „útvarpslengd“, en er þó eitthvað allt annað en popplag. Fyrir vikið er stundum eins og mann langi svakalega í meira af einhverju lagi þegar því líkur skyndilega. Á móti kemur finnst manni stundum eins og eitthvert lag hafi varað í tíu mínútur þegar það var í raun bara fjórar. Það besta sem ég get ráðlagt ykk- ur er að hlusta bara. Ef ykkur finn- ast rafmagnsgítarar leiðinlegir þá mæli ég ekki með þessari plötu. Fyr- ir nánast alla aðra er hún skyldu- hlustun. Afskaplega vel samin, vel hljómandi og vel flutt, án þess að detta nokkru sinni í þann gír að vera fyrirsjáanleg. Bravó! Óvænt ánægja Ljósmynd/Birta Rán Popp og rokk Benny Crespo’s Gang – Minor Mistakes bbbbm Önnur hljómplata Benny Crespo’s Gang, 10 lög. Kom út 1. nóvember 2018. Í Benny Crespo’s Gang eru Bessi Ólafsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Lovísa Elísabet Sig- rúnardóttir og Magnús Árni Öder Krist- insson. Tekið upp í Orgelsmiðjunni. Hljóðblandað af Magnúsi Árna Öder Kristinssyni, hljómjafnað af Glenn Schick. List á plötuumslagi: Celia Fong. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Frábær Minor Mistakes er uppfull af frábærri tónlist sem er einhvern veginn algjörlega rétt í þessu sumri, segir m.a. í gagnrýni. Samsýningin … og hvað svo? verð- ur opnuð í dag kl. 18 í Nýlistasafn- inu í Marshall-húsinu á Granda. „Og hvað svo? Þessi orð fela í sér samtíning andstæðra tilfinn- inga. Undrun, uppgjöf, ótta og vanmátt. Tilhlökkun, gleði, spennu og von. Forvitni og afskiptaleysi. Þessir ólíku þræðir mætast allir í óvissunni. Óvissunni um það sem hefði getað orðið, varð eða varð ekki og það sem koma skal. Óvissu sem rífur okkur upp úr núinu og inn í annan tíma, á nyja áfanga- staði og inn í aðrar mögulegar at- burðarásir. Og hvað svo?“ segir í tilkynningu um sýninguna. Fram- tíðin sé ekki enn gengin í garð og því bæði óáþreifanleg og fjarlæg en sýningin tilraun til að færa hana nær og vettvangur til vanga- veltna, til að skipta um skoðun. „Verkin á sýningunni bjóða gestum að dvelja í óvissunni um stund. Þau hringsóla um hið ókomna, kaótíska og hræðilega, en líka drauminn um útópíur – því róttæk hugsun, skýjaborgir og hörmungaheimar framtíðarinnar nærast á tilhugsuninni um eitthvað betra“ segir enn fremur í tilkynn- ingunni. Sýningarstjóri er Sunna Ást- þórsdóttir og listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Ara- son, Libia Castro & Ólafur Ólafs- son, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunn- laugsdóttir, Þorvaldur Þorsteins- son og Þórður Ben Sveinsson. Gestir fá að dvelja í óvissunni Tímaglíma Glíma við tímann í verkinu „Pushing Time“ eftir Evu Ísleifs. Man ég fjallið er titill sýningar Lauru Valentino sem opnuð verður í dag í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Valentino kannar feg- urð og munúð í sígildu myndefni eins og fólki og landslagi og notar hefðbundnar ljósmyndunaraðferðir til að fanga hið eilífa og almenna í hversdagslegum viðfangsefnum, eins og því er lýst í tilkynningu. Með því að beita aðferðum hlið- rænnar (e. analog) ljósmyndunar myndast fjarlægð milli viðfangsins og túlkunar á því og útkoman vek- ur minningar og tilfinningar sem endurspegla framrás tímans, segir þar. „Man ég fjallið er framhald af verkinu Andlit jarðar, eða öllu heldur minning mín af vinnslu þess verkefnis. Með því að endurvinna ljósmyndir sem ég tók fyrir nokkr- um árum öðluðust þær sjálfstætt líf og fengu á sig draumkenndan blæ. Landslag líkt og manneskjur er sí- breytilegt, erfitt er að staðsetja hvort tveggja í ákveðnu augnabliki. Þættir eins og veðurfar, árstíðir, birta, náttúruöfl og athafnir mann- eskjunnar hafa áhrif á skynjun okk- ar á því sem fyrir augu ber,“ skrif- ar Valentino sem er með meistara- gráðu í myndlist frá Kaliforníu- háskóla, Berkeley. Hún flutti til Íslands árið 1988 og hefur tekið þátt í mörgum sýningum hér á landi og erlendis og lítur fyrst og fremst á sig sem grafíklistamann. Fegurð og munúð í sígildu myndefni Ljósmynd/L. Andrés Að störfum Laura Valentino á verkstæði félagsins Íslensk grafík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.