Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  142. tölublað  107. árgangur  VERÐ ALLTAF AÐ HAFA EITTHVAÐ AÐ SÝSLA HEIMS- FRÆGUR PÍANÓDÚETT APPLE PAY NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC 28 VIÐSKIPTAMOGGINNÖRN ÁRNASON 60 ÁRA 22 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Það hafa gefist mörg tækifæri í sumarblíðu síðustu daga til þess að sinna útivist og öðrum áhugamálum, líkt og þessi kajakræðari, sem undi sér vel í sjónum undir Eyjafjöllum á dögunum. Útlit er fyrir að veðrið verði áfram tiltölulega milt þó að ögn muni kólna, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðvestlægri átt næstu daga með dálítilli rigningu eða súld á landinu norðan- og austanverðu. Sunnanmegin verður skýjað með köflum og skúrir syðst á landinu, einkum síðdegis. Gert er ráð fyrir að hitinn verði á bilinu 4 til 15 stig og verður hlýjast á Suðurlandi, en öllu sval- ara í veðri fyrir norðan. Kajakróður undir Eyjafjöllum í sumarblíðunni Morgunblaðið/RAX  Samdráttur hefur orðið í sölu á stálbitum sem notaðir eru sem burðarbitar í hús, þar sem mikið hefur dregið úr byggingu ein- býlishúsa. Þetta kemur fram í samtali við Önnu Jóhönnu Guð- mundsdóttur, forstjóra GA Smíða- járns, í ViðskiptaMogganum. Anna er dóttir Guðmundar Arasonar, stofnanda fyrirtækisins, en hann var kunnur hnefaleika- og skákmaður. Samdráttur í sölu á stálbitum Anna segir að alltaf sé þörf fyrir stál.  Tekjur Reykjavíkurborgar af fasteignasköttum íbúða og atvinnu- húsnæðis hafa aukist um tæplega 40 þúsund, reiknað á hvern íbúa borgarinnar, á fjórum árum, frá 2014 til 2018. Samsvarar þetta 37,4% hækkun á tímabilinu. Fasteignaskattar skiluðu Reykja- víkurborg tæplega 146 þúsund krónum á hvern íbúa að meðaltali á árinu 2018. Næstu sveitarfélög eru Hafnarfjörður með 109 þúsund á íbúa og Akureyri með 107 þúsund. Til samanburðar má geta þess að fasteignaskattar skila Seltjarnar- neskaupstað 61 þúsund krónum á hvern íbúa og Akraneskaupstað 72 þúsund krónum. »10 og 14 37% hækkun skatts hjá Reykjavíkurborg Stefán Gunnar Sveinsson Snorri Másson Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Maskína lét vinna fyrir samtökin Heimssýn dagana 12.-18. júní eru um 61,3% þeirra sem afstöðu tóku fylgj- andi því að Ísland fái undanþágu frá orkulöggjöf Evrópusambandsins en um 38,7% eru andvíg. Í könnuninni kemur einnig fram að um 53% af þeim sem afstöðu tóku vilji þjóðarat- kvæðagreiðslu um innleiðingu þriðja orkupakkans, en 47% eru því andvíg. Þá sögðust tæp 59% andvíg því að heimila innflutning á fersku eða ófrosnu kjöti, en um 41% var fylgj- andi því. Afgreiðslu þriðja orkupakkans verður frestað fram að framhalds- fundi núverandi þings, sem haldið verður um mánaðamótin ágúst-sept- ember, samkvæmt samkomulagi um lok þingstarfa sem náðist í gær eftir að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Mið- flokks ræddu óformlega saman um helgina. Þá verður gildistöku frum- varps um dýrasjúkdóma, sem veitir sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra heimild til að leyfa innflutning á hráum eða lítt söltuðum kjötafurðum, frestað um tvo mánuði. „Þetta er einhver málamiðlun en auðvitað snúast hlutirnir fyrst og fremst um það þegar upp er staðið að þau mál sem ríkisstjórnarflokkar og meirihluti þingsins leggi áherslu á fái eðlilegar lyktir í samræmi við afstöðu meirihluta þingmanna,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is í gær. Sagði Birgir allar líkur á því að þingstörfin næðu að klárast að öðru leyti í þessari viku, en eftir er að ræða breytingar á fjármálastefnu og fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gerði Birgir ráð fyrir að þinglegri meðferð þeirra mála yrði lokið á næstu tveim- ur dögum. Ekki hægt annað en að gleðjast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í sam- tali við mbl.is í gærkvöldi að ekki væri annað hægt en að gleðjast yfir þeirri niðurstöðu í þinglokasamningi flokk- anna á Alþingi, að svigrúm væri gefið til að skoða orkupakkann betur. Sagði Sigmundur að það svigrúm yrði nýtt. Sigmundur Davíð telur enn raun- hæft að ríkisstjórnin muni endur- skoða afstöðu sína í málinu, þar sem kannanir bendi til að umtalsverður meirihluti stuðningsmanna allra rík- isstjórnarflokkanna hafi efasemdir eða sé andvígur innleiðingu orku- pakkans. Þá sagði Sigmundur að hann hefði helst kosið að málið hefði verið sent aftur til EES-nefndarinn- ar. „Hins vegar á þessi lausn að geta skilað sama árangri að miklu leyti, þar sem nú gefst þessi tími til að fara betur í gegnum þetta,“ segir hann. 61,3% vilja undanþágu frá orkulöggjöf ESB  Afgreiðslu orkupakkans frestað fram til þingfundar í haust MÞinglok »2 og 4 Könnun Heimssýnar » 53% þeirra sem afstöðu tóku voru fylgjandi þjóðar- atkvæðagreiðslu um orkupakk- ann en 47% voru andvíg. » 61,3% vilja undanþágu frá orkulöggjöf ESB en 38,7% eru andvíg því. » 58,9% eru andvíg innflutn- ingi á fersku eða ófrosnu kjöti en 41,1% er fylgjandi því.  Íslenskir tónlistarmenn hafa komið efni sínu í talsverða dreif- ingu gegnum tónlistarveituna Spotify. Í nokkrum tilvikum hafa lítið þekktir listamenn fengið milljónir manna til að hlusta á tónlist sína. Sindri Freyr Guð- jónsson er einn þeirra. Í samtali við ViðskiptaMoggann í dag seg- ir hann að sér teljist til að hann fái um 60 aura fyrir hverja hlustun. Fá 60 aura fyrir hverja spilun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.