Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 12

Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Gert er ráð fyrir að íbúum jarðar fjölgi úr 7,7 milljörðum í 9,7 milljarða fyrir árið 2050 og að fjöldi íbúa Afríku sunnan Sahara tvöfaldist, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Jarð- arbúum gæti síðan fjölgað í ellefu milljarða fyrir lok aldarinnar. Í skýrslunni kemur fram að spáð er mikilli mannfjölgun í nokkrum löndum, m.a. vegna þess að íbú- arnir lifa lengur, en í öðrum lönd- um er útlit fyrir að barnsfæðingum haldi áfram að fækka. Gert er ráð fyrir því að árið 2050 verði rúmur helmingur íbúa jarðar í aðeins níu löndum: Ind- landi, Nígeríu, Pakistan, Austur- Kongó, Eþíópíu, Tansaníu, Indóne- síu, Egyptalandi og Bandaríkj- unum. Talið er að íbúum Kína, fjöl- mennasta ríkis heims, fækki um 2,2% fyrir árið 2050. Íbúum hefur fækkað um a.m.k. prósent í alls 27 löndum frá árinu 2010 vegna lægri fæðingartíðni. Í skýrslunni kemur fram að dauðsföllin eru nú fleiri en barns- fæðingar í Hvíta-Rússlandi, Eist- landi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Japan, Rússlandi, Serbíu og Úkraínu en gert er ráð fyrir því að aðflutningur fólks vegi upp á móti því. Meðalfæðingartíðnin í heim- inum lækkaði úr 3,2 börnum á hverja konu árið 1990 í 2,5 börn í ár og gert er ráð fyrir því að hún lækki í 2,2 börn fyrir árið 2050. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn á hverja konu til þess að viðhalda mann- fjöldanum til langs tíma. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að meðalævin lengist yfirleitt, m.a. í fátækum löndum þar sem hún er sjö árum skemmri en í öllum heim- inum. Meðalævilengd jarðarbúa er nú 72,6 ár og gert ráð fyrir því að hún verði 77,1 ár um miðja öldina. Fjölmennustu löndin og Evrópa Heimild: Mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna 1,2 0,6 1950 2019 2100 Kína Indland Evrópa Bandaríkin 1,8 milljarðar Fjöldi jarðarbúa Fæðingartíðni Fjöldi barna á hverja konu Talið er að íbúum jarðar fjölgi í 9,7 milljarða fyrir árið 2050, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Mannfjölgun í heiminum 2 1950 2020 21002050 9,7 milljarðar 7,7 milljarðar (2019) 2,5 börn 2,2 börn 4 6 8 10 14 12 milljarðar 11 ma. 4 3 2 Talið að íbúum jarðar fjölgi í 9,7 milljarða 2050  Íbúafjöldi Afríku sunnan Sahara gæti tvöfaldast Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf í gær baráttu sína fyrir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári með fundi í Orlando í Flórída, einu ríkjanna sem talin eru geta ráðið úr- slitum. Skoðanakannanir benda til þess að Trump eigi á brattann að sækja og sé nú með mun minna fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem þykir sigur- stranglegastur í forkosningum demó- krata þegar forsetaefni flokksins verður valið. Í nýlegri könnun Fox News sögðu 49% þátttakendanna að þeir myndu kjósa Joe Biden en 39% Trump ef kosið væri nú og valið stæði á milli þeirra. Ef Bernie Sanders yrði for- setaefni demókrata sögðust 49% þátt- takendanna myndu kjósa hann en 40% Trump. Í könnun Quinnipiac-háskóla sögð- ust 53% myndu kjósa Trump og 40% Joe Biden ef kosið væri á milli þeirra og öll líklegustu forsetaefni demó- krata mældust með meira fylgi en for- setinn. 51% kvaðst myndu kjósa Sanders, 49% Kamala Harris, 49% Elizabeth Warren, 47% Pete Butt- igieg og jafnmargir Cory Booker. Fylgi Trumps mældist 40-42%. Könnun sem gerð var fyrir Trump og aðstoðarmenn hans bendir til þess að hann sé með minna fylgi en Joe Biden í nokkrum lykilríkjum sem tal- in eru geta ráðið úrslitum í kosning- unum. Biden er t.a.m. með meira en 10 prósentustiga forskot í Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Margt getur þó breyst áður en bar- áttan hefst fyrir alvöru. Kannanir hafa bent til þess að um 42-43% kjós- endanna séu ánægð með störf Trumps í forsetaembættinu og hann gæti notið góðs af því að hagvöxturinn mælist nú rúm 3% og atvinnuleysið hefur ekki verið minna í hálfa öld. 94% repúblikana styðja Trump Trump var kjörinn forseti árið 2016 með aðeins 46,1% greiddra atkvæða, 2,1 prósentustigi minna en Hillary Clinton, forsetaefni demókrata. Enginn sitjandi forseti hefur beðið ósigur í forsetakosningum í Bandaríkj- unum frá því að George Bush eldri tapaði fyrir Bill Clinton árið 1992. Ólíkt Bush eldri nýtur Trump óvenjumikils stuðnings meðal kjósenda sem skil- greina sig sem repúblikana. Um 94% þeirra segjast styðja Trump. bogi@mbl.is Skoðanakönnun Fox News: Hvern myndir þú kjósa ef forsetakosningar væru haldnar í Bandaríkjunum núna: Demókratar gegn Trump Heimild: Könnun 9.-12. júní. Rúmlega 1.000 manna úrtak. Vikmörk: +/- 3 prósentustig Joe Biden Bernie Sanders Kamala Harris 49 39 49 40 42 41 41 Elisabeth Warren 43 Pete Buttigieg 41 40 Donald Trump 35 40 45 50% Biden með for- skot á Trump  Barátta Trumps fyrir endurkjöri hafin Dominic Raab, fyrrverandi brexit-ráðherra, féll út úr leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi í gær og fimm eru nú eftir. Raab fékk 30 atkvæði en þurfti að fá minnst 33. Boris Johnson, fyrrv. utanríkisráðherra, fékk flest at- kvæði, 126, og Jeremy Hunt utanríkisráðherra 46. Mich- ael Gove umhverfisráðherra fékk 41 atkvæði og Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðar, 37, 18 fleiri en í fyrstu umferð leiðtogakjörsins. Sajid Javid innanríkisráð- herra fékk 33 atkvæði. Kosið verður aftur í þingflokki íhaldsmanna í dag og á morgun þar til tveir verða eftir. Skráðir félagar í flokknum kjósa síðan á milli þeirra. Dominic Raab féll út úr leiðtogakjörinu Boris Johnson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.