Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 14

Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það dró tiltíðinda íSúdan á dögunum, þegar hersveitir á veg- um herfor- ingjaráðsins, sem rændi völd- um í apríl, ákváðu að ryðja stöður, sem mótmælendur í landinu höfðu tekið sér í og við höfuðstöðvar hersins í höfuðborginni Khartoum. Eftir því sem frekari tíðindi berast af aðgerðum hersveit- anna, sem sagðar eru hafa tekið þátt í fjöldamorðunum í Darfúr-héraði, virðist ljóst að þarna hafi vísvitandi verið farið fram af fullri hörku, frekar en að aðgerðin hafi far- ið úr böndunum, líkt og Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi herforingjaráðsins, hélt fram. Mótmælendur þessir höfðu setið á sínum stað í rúma tvo mánuði, án þess að völdum ráðsins væri ógnað svo nokkru næmi, en ástæðan fyr- ir því að ráðist var í aðgerð- irnar gegn þeim virðist vera sú að herforingjarnir hafi fengið nóg eftir að viðræður um það hvenær og hvernig þeir afhentu völd sín aftur í hendur borgaralegra afla sigldu í strand. Þá virðist sem herforingjarnir hafi viljað vera fullvissir um að þeir nytu stuðnings lykilbandamanna sinna, einkum nágranna sinna í Egyptalandi annars vegar og stjórnvalda í Sádi-Arabíu hins vegar, auk þess sem Sameinuðu arabísku fursta- dæmin hafa haft hönd í bagga. Fyrstu viðbrögð erlendis voru harðari en gera mátti ráð fyrir. Afríku- sambandið hefur nú vísað Súdan úr öllu samstarfi sínu, þar til borgaraleg stjórn hefur tekið við völdunum til bráðabirgða, þrátt fyrir að Abdel Fatah al-Sisi, leiðtogi Egyptalands, hafi reynt að gefa herforingjaráðinu eins mikið svigrúm á vettvangi sambandsins og mögulegt var. Að öðru leyti virðist hins vegar sem herforingjaráðið muni ekki þurfa að sæta frek- ari ábyrgð á gjörðum sínum. Nýjustu fregnir herma að forsvarsmenn mótmælanna, sem höfðu boðað til allsherj- arverkfalls þar til herforingj- arnir færu frá, séu nú að draga í land og vilji hefja á ný viðræður um valdaskiptin. Ljóst þykir að þær viðræður munu nú fara fram á for- sendum herforingjastjórn- arinnar, þar sem hótunin um frekara ofbeldi muni hanga líkt og vofa yfir öllum viðræð- unum. Þá vaknar sú spurning hvað taki við. Endurtekur sagan frá Egyptalandi sig, þar sem herinn tók völdin og boðaði svo til kosninga, þar sem öll- um brögðum var beitt til að tryggja að Sisi, sem stýrði hernum, myndi vinna? Miðað við atburði síðustu vikna ætti það í öllu falli ekki að koma á óvart ef Burhan fylgdi í þau fótspor og að almenningur í Súdan þurfi enn að bíða eftir lýðræðislegri stjórnarhátt- um. Herforingjaráð Súdans lætur til skarar skríða} Endurtekur sagan sig? Sveitarfélöginseilast æ dýpra í vasa íbú- anna og um það er furðu lítil umræða þrátt fyrir mjög aukið umfang þeirra í heildarskattheimt- unni í landinu. Eins og fjallað er um á bls. 10 í blaðinu í dag hafa tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum aukist verulega á síðustu árum. Þetta er ekki síst sláandi í til- viki höfuðborgarinnar þar sem hækkunin á hvern íbúa nemur 37% og fasteignaskatt- ur á íbúa nemur 146 þúsund krónum. Til samanburðar nemur hann aðeins 61 þúsund krónum á Seltjarnarnesi og hækkunin þar hefur verið mun minni en í höfuðborg- inni. Ástæða þess- arar þróunar í Reykjavík er sú að borgin hefur ýtt upp verði hús- næðis með því að viðhalda skorti en á sama tíma nýtt sér hækk- andi fasteignaverð í stað þess að lækka álagningarhlutfallið til samræmis við hækkandi fasteignaverð. Með þessu hef- ur borgin í raun farið aftan að Reykvíkingum og hækkað skatta með óbeinum hætti. Vaxandi útgjöld Reykvík- inga vegna þessa eru hins vegar ekki óbein, þau koma þvert á móti þráðbeint úr vös- um borgarbúa. Borgaryfir- völd ættu að hafa í huga að þessir sömu borgarbúar og greiða skattana, greiða líka atkvæði eftir þrjú ár. Borgarbúar sæta mikilli skattpíningu af hálfu núverandi borgaryfirvalda} Seilst dýpra í vasana Í kjölfar falls Wow air, loðnubrests og spár Hagstofu um samdrátt hefur ríkis- stjórnin kynnt breytingar á fjármála- stefnu og fjármálaáætlun. Nú á að skera niður. Útgjöld ríkisins til velferð- armála á að skerða um 20 milljarða á gildistíma fjármálaáætlunar. Þar af á að skera niður í mál- efnum öryrkja og fatlaðs fólks um 8 milljarða. Það er augljóst að ríkisstjórnin hefur aldrei ætl- að að afnema krónu á móti krónu skerðingar á öryrkja. Þannig vinnur hún markvisst gegn at- vinnuþátttöku þeirra öryrkja sem mögulega geta eitthvað unnið og lyft sér að einhverju leyti upp úr fátæktargildrunni sem stjórnvöld hafa búið þeim. Að auki hafa bætur almannatrygg- inga ekki hækkað í samræmi við launaþróun líkt og 69. gr. laga um almannatryggingar boðar. Því á að skera niður í málaflokkum sem þegar eru undirfjármagnaðir. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin afnám bankaskatts í áföngum og stofnun Þjóðarsjóðs. Áætlað er að arðgreiðslur Lands- virkjunar muni nema um 110 milljörðum króna á gildistíma fjármálaáætlunar. Þessar greiðslur á ekki að nýta heldur á að festa peningana í erlendum fjárfestingasjóði í eigu rík- isins. Er það virkilega skynsamleg forgangsröðun fjármuna að stofna erlendan verðbréfareikning á sama tíma og skorið er niður í velferðarmálum? Í 69. gr. laga um almannatrygg- ingar segir að bætur skuli hækka í samræmi við launaþró- un. Alþingi hefur virt þetta ákvæði að vettugi og því hefur átt sér stað kjaragliðnun upp á 29% frá gildistöku laga um almannatryggingar árið 2007. Öryrkjar hafa ekki efni á því að bíða eftir leiðréttingu á framfærslu þar til af- koma ríkissjóðs batnar. Það er þó ljóst að ríkis- stjórnin mun ekkert aðhafast. Nú er Flokkur fólksins að undirbúa mál gegn ríkinu fyrir hönd öryrkja þar sem þess verður krafist að bætur almannatrygginga verði greiddar í samræmi við launaþróun líkt og 69. gr. laga um almanna- tryggingar boðar. Við unnum málið Það er ástæða til að minna á nýfallinn dóm Landsréttar þann 31. maí sl. í máli nr. 466/2018 en þar vann Flokkur fólksins mál sem varðaði ólögmætar skerðingar almannatrygginga vegna lífeyristekna. Þetta mál sýndi svo ekki verður á móti mælt hversu gríðarlegar fjár- hæðir það eru sem ríkissjóður tekur til sín í formi skerðinga á eignarvörðum réttindum þeirra sem greiða í lífeyrissjóð. En sú upphæð nemur a.m.k. 30 milljörðum króna árlega. Réttlæti? Að lokum er ástæða til að minna á orð Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra sem hún lét falla í ræðu sinni við stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benedikts- sonar, þann 13. sept. 2017: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fá- tækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Staðreyndin er þó sú að enn bíður fátækt fólk eftir rétt- læti og nú í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Inga Sæland Pistill Ef þetta er þeirra réttlæti! Höfundur þingmaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ekki er langt í að heimasím-ar sem teknir eru í gegn-um PSTN-kerfi, semflestir þekkja sem gömlu góðu símalínurnar, muni heyra sög- unni til. Í fyrra voru í fyrsta skipti fleiri fastlínusímar, í daglegu tali heimasímar, teknir í gegnum svokall- að Voice over IP kerfi (VoIP) , sem fer yfir netið, heldur en um PSTN- kerfið. Síminn, áður Landssími Ís- lands hf., mun á næsta ári loka sím- stöðvum sem keyra PSTN-kerfið. Þetta og fleira segja Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar, og Guðmundur Jó- hannsson, upplýsingafulltrúi Símans, í samtali við Morgunblaðið. Auðvelt að skipta yfir „Ég held að það sé ótímabært að spá dauða heimasímans. Það er mín skoðun þó að hann eigi sjálfsagt eftir að dragast svolítið saman enn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Í nýrri tölfræðiskýrslu um ís- lenska fjarskiptamarkaðinn frá Póst- og fjarskiptastofnun kemur fram að 124.975 heimasímar hafi verið í notk- un árið 2018, en árið á undan voru þeir 132.303. Því er um 5,5% fækkun heimasíma að ræða og er sú þróun í takt við það sem hefur verið að gerast undanfarin nokkur ár. Á sama tíma og heimasímum hefur fækkað hefur VoIP-símum fjölgað. Þeir voru ríf- lega 70.000 árið 2017 en ríflega 76.000 árið 2018. „Með þessari yfirfærslu af PSTN-kerfi yfir á VoIP er verið að fara með þetta úr rásaskiptum kerf- um, eins og gamla símakerfið var, yfir í pakkaskipt kerfi, eins og internetið er. Gæðin og öll notendaupplifunin er nánast sú sama. Notandi sem veit ekki hvort hann er að nota PSTN eða VoIP heyrir engan mun. Munurinn er hins vegar sá, að til þess að nota VoIP þarf að vera með stafræna línu, IP-samband, sem nánast allir eru með,“ segir Hrafnkell. Spurður um almenna fækkun heimasíma hér á landi segir Hrafn- kell að sú þróun sé hægari hérlendis en víða erlendis og segir: „Við erum komin með mjög mikið af stafrænum netum að það er tiltölulega auðvelt fyrir okkur að fara yfir í VoIP. Heimasíminn á Íslandi hefur verið á tiltölulega hagkvæmu verði í alþjóð- legum samanburði svo það hefur ekki verið mikil hindrun í verði hvað þetta varðar. Hins vegar þekki ég ekki margt ungt fólk sem er með heim- ilissíma.“ Hnignun heimasíma fyrirséð „Við viljum að sem flestir séu með „VoIP-síma“ því PSTN-kerfið er á útleið. Við munum loka því kerfi. Það gerist í áföngum og á að vera lok- ið í lok næsta árs,“ segir Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Sím- ans, í samtali við Morgunblaðið. „Ástæðan fyrir því er að VoIP er ein- faldlega tæknilega fullkomnara og PSTN-kerfið er komið til ára sinna. Líftíma þess er að verða lokið,“ segir hann. Eins og áður segir hefur heima- símum fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Spurður hvort enn sé einhver al- mennileg sala á heimasímum svarar Guðmundur: „Sumir vilja hafa heima- síma, kannski af gömlum vana eða vegna þess að það gefur einhverja ör- yggistilfinningu. Ég veit það ekki. En heilt yfir er svarið þó nei, eins og töl- urnar sýna.“ Aðspurður segir Guðmundur að þessi þróun hafi verið verið fyrirséð fyrir margt löngu. „Þessi hnignun heimasímans hófst í raun þegar snjallsíminn kom á markað.“ Gamla símakerfinu lokað á næsta ári Morgunblaðið/Ómar Snjallsíminn dugar Þróun á heimasímamarkaði var fyrirséð og vitnar um að ungt fólk virðist almennt ekki kjósa að fá sér heimasíma. Skráð númer hjá upplýsinga- vefnum Já.is eru að miklum meirihluta farsímanúmer. 72% símanúmera sem þar eru skráð eru farsímanúmer en 28% þeirra eru símanúmer heima- síma. Þetta segir Anna Berglind Finnsdóttir, verkefnastjóri hjá Já.is, sem bendir þó á að oft séu fleiri en einn skráðir með hvern heimasíma og að einnig séu sumir með fleiri en eitt farsíma- númer skráð á sig. Spurð hvort einstaklingar séu almennt skráðir með farsíma- eða heimanúmer segir Anna að 89% skráninga einstaklinga innihaldi farsímanúmer. „Þ.e. viðkomandi er annaðhvort bara skráður með farsíma eða bæði farsíma og heimasíma.“ Þá segir hún að 51% ein- staklingsskráninga hjá vefnum innihaldi númer fyrir heima- síma. „Þ.e. viðkomandi er annaðhvort bara skráður með heimanúmer eða hvort tveggja.“ 72% eru far- símanúmer SKRÁNINGAR JÁ.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.