Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019
✝ Ásdís Einars-dóttir Frímann
fæddist í Neskaup-
stað 15. september
1925. Hún andaðist
á Landspítalanum í
Fossvogi 9. júní
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Brynhildur
Jónsdóttir verka-
kona, f. 10. febrúar
1888, d. 21. janúar
1978, og Einar Sveinn Frímann
kennari Eiðaþinghá, Neskaup-
stað og víðar, f. 7. desember
1883, d. 4. apríl 1948. Alsystkini
Ásdísar voru þau Elín, Sigríður,
Jóhann og Hildur sem öll eru
látin. Hálfsystkini sammæðra
voru þau Matthildur, Gunnar,
Skarphéðinn og Njáll, sem öll
eru látin.
Hinn 12. ágúst 1955 giftist
Ásdís Ingólfi Snorra Ágústssyni,
verkfræðingi, f. 2. júlí 1917, d. 7.
ágúst 1997. Börn þeirra eru Sig-
ríður Ágústa, f. 28. september
1953 í Reykjavík, gift Kristjáni
Óskarssyni. Þeirra börn eru
Guðmunda Ósk, f. 2. september
1976, maki Frosti Reyr Rún-
arsson, þau eiga þrjú börn. Ás-
dís, f. 28. september 1978, maki
Agnar Tómas Möller, þau eiga
maður Sveinn Óskar Hafliðason,
þau eiga eitt barn. Sonur Önnu
er Jóhannes Örn, f. 22. febrúar
1976. Einnig ól Ásdís upp Krist-
ínu Sighvatsdóttur, f. 25. sept-
ember 1942, d. 26. október 2012,
stjúpdóttur Ingólfs frá 12 ára
aldri.
Ásdís varð gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskóla Neskaup-
staðar 1942. Hún lauk námi í
hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1948 og stundaði fram-
haldsnám í geðhjúkrun við
Kleppsspítala frá október 1948
til mars 1949. Ásdís vann sem
hjúkrunarkona á Kleppsspítala
og Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
frá mars 1949 til maí 1951. Á ár-
unum 1951-1953 starfaði Ásdís
sem hjúkrunarkona á ýmsum
sjúkrahúsum á Norðurlöndum,
m.a. á sjúkrahúsinu í Fredriks-
berg í Kaupmannahöfn, á Ulle-
val sjúkrahúsinu í Ósló, á
Haukeland og Neevengarden
sjúkrahúsunum í Bergen og á
Karolínska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi. Hún starfaði á
handlækningadeild Landspítala
frá október 1953 til október
1954. Á árunum 1969-1978
starfaði hún á ýmsum lyflækn-
ingadeildum Borgarspítala og á
Grensásdeild frá 1978 til 1986.
Síðustu starfsárin starfaði Ásdís
á Hvítabandinu, öldrunarlækn-
ingadeild.
Útför Ásdísar fer fram frá
Laugarneskirkju í Reykjavík í
dag, 19. júní 2019, og hefst at-
höfnin kl. 13.
þrjú börn, og Ing-
ólfur Snorri, f. 9.
desember 1980,
maki Margrét
Hauksdóttir, þau
eiga tvö börn. Þór-
dís Ágústa, f. 24.
október 1955 í
Reykjavík, gift
Gísla R. Ragnars-
syni. Börn þeirra
eru Vigdís Svava, f.
15. mars 1983, sam-
býlismaður Jens Otto Broby
Madsen, þau eiga eitt barn.
Snorri, f. 2. september 1986,
sambýliskona Nanna Lára Sig-
urjónsdóttir, og Ásdís Hrund, f.
28. júlí 1989, sambýlismaður
Einar Már Birgisson. Sonur
Gísla er Halldór Ragnar, f. 16.
nóvember 1976. Einar Sveinn, f.
28. febrúar 1957 í Reykjavík,
kvæntur Ingibjörgu Hauks-
dóttur. Þeirra synir eru Haukur
Ingi, f. 9. september 1980, maki
Berglind Steinþórsdóttir, eiga
þau þrjú börn, og Kári, f. 29. júlí
1986, sambýliskona Hjördís
Sveinbjörnsdóttir, eiga þau eitt
barn. Björn, f. 8. september
1958 í Reykjavík, sambýliskona
Anna María Jóhannesdóttir.
Þeirra dóttir er Tanja Dögg, f.
30. september 1988, sambýlis-
Í dag kveðjum við elskulega
móður mína og tengdamömmu,
Ásdísi Einarsdóttir Frímann.
Margs er að minnast frá uppvaxt-
arárunum innan úr Rafstöð og síð-
ar af Rauðalæknum. Yfir Rafstöð-
inni var alltaf ákveðinn sjarmi, þar
var yndislegt að alast upp, sem á
mínum yngri árum var talin vera
sveit. Elliðaárnar runnu í túnfæt-
inum og fannst mömmu það eina
ógnunin í uppeldi okkar barnanna.
Mamma rak heimilið af myndar-
skap og var oft fjörugt heimilislífið
með okkur fjögur systkinin.
Rauðalækurinn og síðar Dal-
braut tók við af Rafstöðinni. Þar
undi mamma sér vel, hafði mikið
fyrir stafni eftir að pabbi féll frá
og var mjög virk í félagsstarfi
eldri borgara. Á mínum yngri ár-
um er ljúft að rifja upp veiðitúrana
sem ég fór með foreldrum mínum
norður í Miðfjörð. Oft var það
þannig að við mamma vorum ein
við bakkann á meðan pabbi fór á
veiðistaði þar sem ekki var bíl-
fært. Oft settum við í laxa sem við
náðum að landa og er mér sér-
staklega minnisstætt þegar flækt-
ist á veiðihjólinu og laxinn dreginn
að landi með handafli. Hjá
mömmu var ekki komið að tómum
kofunum þegar um var að ræða
ættartengsl og sagnir frá því í
gamla daga.
Það var yndislegt að geta boðið
henni til okkar Önnu í sumarhús-
ið, þar sem hún undi hag sínum
vel, lagði kapal og náði góðri slök-
un í fögru umhverfi. Einnig var
ómetanlegt þegar hún aðstoðaði
okkur við að passa um tíma Tönju
Dögg þegar hún var barn. Þar
fékk hún óskipta athygli og lærði
svo margt hjá afa og ömmu enda
var sambandið sterkt milli þeirra.
Móðir mín var hafsjór af fróðleik
og gátum við Anna oft setið hjá
henni tímunum saman og hlustað
á sögur af ættinni og öðrum at-
burðum sem áttu sér stað í gamla
daga. Gott er að minnast mömmu
fyrir kærleik og ást sem hún sýndi
allri fjölskyldunni. Það sýndi sig í
því hve margir voru hjá henni síð-
ustu dagana sem hún lifði. Ég veit
að núna er hún komin í faðm Ing-
ólfs föður míns.
Elsku mamma, takk fyrir allt
og allt og megir þú njóta þín á nýj-
um slóðum.
Björn og Anna María.
Elskuleg tengdamóðir mín, Ás-
dís Einarsdóttir Frímann, er látin
á 94. aldursári. Löngu og gæfu-
ríku ævistarfi er lokið. Þótt ljóst
hafi verið um nokkra hríð að það
kæmi að kveðjustundinni fyrr en
seinna er hún alltaf jafn sár. Á
slíkum stundum koma upp í hug-
ann ótal minningar frá liðnum
tíma.
Ég kom inn í líf Ásdísar og
hennar fjölskyldu þegar ég kynnt-
ist konu minni fyrir 48 árum og
tók að venja komu mína á heimili
þeirra sem var þá í stöðvarstjóra-
húsinu í rafstöðinni við Elliðaár.
Þau hjónin Ásdís og Ingólfur tóku
mér einstaklega vel allt frá fyrstu
kynnum og fannst mér fljótt eins
og ég væri einn af fjölskyldunni.
Sigríður Ágústa (Síá), konan
mín, missti móður sína á fyrsta
aldursári. Ásdís gekk henni í
móðurstað þegar hún flutti inn á
heimilið og giftist Ingólfi. Síá er
Ásdísi ævarandi þakklát fyrir að
hafa gengið sér í móðurstað og bú-
ið sér, ásamt Ingólfi föður sínum,
gott og kærleiksríkt æskuheimili.
Gott var að eiga þau að, Ásdísi
og Ingólf, þegar við ungu hjónin
hófum búskap og byggðum upp
okkar fjölskyldu. Eins þegar unga
fjölskyldan dvaldi í Texas um
tveggja ára skeið og þau hjónin
komu í langþráða heimsókn til
okkar en þá voru löng ferðalög
ekki eins tíð og nú. Saman fórum
við, fjögur fullorðin og þrjú börn, í
einum bíl í eftirminnilega ferð um
suðurhluta Texas og norðurhluta
Mexíkó. Þegar við síðan í kjölfarið
fluttum til Kaupmannahafnar
kom Ásdís með okkur til að að-
stoða ungu fjölskylduna við að
koma sér fyrir og var það vel þeg-
ið. Ásdís ferðaðist með okkur
seinna erlendis og eigum við fjöl-
skyldan ljúfar og góðar minningar
frá þeim tíma með henni.
Við eigum einnig margar góðar
minningar frá veiðiferðum okkar í
Skugga, við ármót Grímsár og
Hvítár, en Ásdís og Ingólfur komu
að jafnaði með okkur einu sinni á
ári þangað. Eftir að Ingólfur lést
kom Ásdís með okkur árlega á
meðan hún treysti sér til. Margar
aðrar góðar og dýrmætar minn-
ingar koma upp í hugann nú þegar
að leiðarlokum er komið sem ekki
er hægt frekar að tíunda hér.
Ásdís var fram á síðasta dag
með skýra hugsun og fylgdist vel
með þótt líkaminn væri farinn að
gefa sig. Gaman var að spjalla við
hana um menn og málefni. Hún
var ótrúlega minnug og athugul.
Ásdís fylgdist vel með sínu fólki og
miðlaði fréttum á milli fjölskyldna.
Barnabörn og barnabarnabörn
löðuðust að henni og þótti gott að
koma í heimsókn því hún sýndi
þeim áhuga og kærleika. Vænt-
umþykja þeirra var greinileg og
einlæg eins og sást berlega þegar
að kveðjustundinni kom.
Að leiðarlokum vil ég þakka
tengdamóður minni innilega fyrir
samfylgdina, stuðninginn og kær-
leikann sem hún hefur sýnt mér
og minni konu sem og okkar fjöl-
skyldu.
Guð blessi minningu Ásdísar.
Kristján Óskarsson.
Það er með sorg í hjarta sem ég
kveð ástkæra tengdamóður mína
Ásdísi Einarsdóttur Frímann, en
hún lést að morgni hvítasunnu-
dags á nítugasta og fjórða aldurs-
ári. Það er mér því bæði ljúft og
skylt að taka saman nokkur minn-
ingarorð, þó fátækleg séu, í virð-
ingar- og þakklætisskyni nú þegar
Ásdís hefur kvatt.
Ásdís giftist eiginmanni sínum,
Ingólfi Snorra Ágústssyni, verk-
fræðingi, árið 1955. Ingólfur lést
árið 1997 og var það henni mikill
missir. En Ásdís sýndi minningu
Ingólfs ætíð mikla og einlæga
ræktarsemi.
Hjúkrun var það fag sem Ásdís
lagði fyrir sig en hún lauk námi í
hjúkrun eftir framhaldsnám í geð-
hjúkrun árið 1949. Ásdís var sigld
kona eins og gjarnan var sagt um
þá sem búið höfðu erlendis, og þá
ekki síst í Kaupmannahöfn, við
nám eða störf en strax árið 1951
hleypti hún, ásamt vinkonu sinni,
heimdraganum og sigldi til Dan-
merkur. Næstu árin starfaði Ás-
dís við hjúkrun í Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð.
Þetta var á miklum umbrota-
tímum í Evrópu skömmu eftir
seinna stríð og skipaði fólk sér
gjarnan í fylkingar eftir stjórn-
málaskoðunum og hugsjónum.
Var þessi tími henni afar minnis-
stæður og ánægjulegur og naut
hún þess að rifja upp skemmtileg
og áhugaverð atvik sem tengdust
henni og því fólki sem hún kynnt-
ist ytra og ekki síst þeirri þjóð-
félagslegu gerjun sem átti sér stað
í Evrópu á þessum tíma.
Þess má geta í þessu sambandi
að þær vinkonur lögðu land undir
fót og ferðuðust um Evrópu. Fóru
í svokallaða interrailferð frá
Kaupmannahöfn suður eftir álf-
unni til Rómar. Á þessum árum
var ekki algengt að ungt fólk héð-
an færi slíkar ferðir en síðar átti
þetta eftir að verða vinsæll ferða-
máti um Evrópu meðal ungra Ís-
lendinga.
Hún tengdamamma var félags-
lynd og skemmtileg kona sem
naut þess að blanda geði við aðra
og þá ekki síst fjölskylduna. Hún
unni lestri, hvort sem það voru
skáldverk, fréttaefni eða ýmis
fróðleikur. Alltaf var bók á nátt-
borðinu. Það var því ætíð tilhlökk-
unarefni að hitta Ásdísi. Umræðu-
efnin skorti ekki; bókmenntir,
stjórnmál líðandi stundar eða
menn og málefni og liðinn tími.
Kímnin aldrei langt undan en auð-
velt var að gantast við Ásdísi því
hún bjó yfir góðri kímnigáfu sem
gerði henni auðvelt að koma auga
á hinar kómísku hliðar tilverunn-
ar.
Ég minnist Ásdísar sem góðrar
tengdamóður, en þó fyrst og
fremst sem góðrar ömmu og á
seinni árum langömmu. Alla tíð lét
hún sér velferð afkomendanna sig
miklu varða. Fylgdist af áhuga
með uppvexti og þroska barna-
barnanna og svo langömmu-
barnanna eftir að þau fóru að
koma. Og þessa umhyggjusemi
fékk hún margfalt endurgoldna
því barnabörnin löðuðust að
henni.
Alltaf var tilhlökkunarefni að
fara til ömmu og það breyttist
ekki þó ömmubörnin væru komin
á unglings- eða fullorðinsár.
Heimsókn til ömmu var aldrei
kvöð, heldur innihaldsrík ánægju-
stund.
Nú þegar ég kveð tengdamóður
mína hinsta sinni vil ég þakka fyr-
ir ánægjulegar samverustundir og
alla þá hlýju og umhyggjusemi
sem hún gaf af sér.
Blessuð sé minning Ásdísar
Einarsdóttur Frímann. Hvíli hún í
friði.
Gísli.
Ásdís Einarsdóttir
Frímann
Fleiri minningargreinar
um Ásdísi Einarsdóttur Frí-
mann bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Pabbi minn, tengdapabbi og afi,
ATLI MAGNÚSSON
þýðandi og sjentilmaður,
lést á heimili sínu föstudaginn 14. júní.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn
24. júní klukkan 13.
Grímur Atlason Helga Vala Helgadóttir
og barnabörn
Okkar ástkæra
SJÖFN GUÐMUNDSDÓTTIR
lést á Landspítalanum 14. júní.
Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju
þriðjudaginn 25. júní klukkan 15.
Innilegar þakkir til starfsfólks Grundar V-3
fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Theódóra Þórarinsdóttir Árni Jóhannsson
Sigurður Þórarinsson Elín María Hilmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir færum við öllum fyrir
auðsýnda samúð við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HULDU ÓSKAR
SKARPHÉÐINSDÓTTUR,
Baughóli 8, Húsavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki krabbameinsdeildar
Landspítalans, deild 11E, fyrir einstaka umönnun.
Ómar Sigurvin Vagnsson
Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir Pétur Guðmundsson
Skarphéðinn Ómarsson Linda Arilíusdóttir
Sólveig Ómarsdóttir Jón Helgi Vigfússon
Ómar Gunnar Ómarsson Hulda Rósa Þórarinsdóttir
Birkir Vagn Ómarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskaður eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN YNGVI FINNBOGASON
tannlæknir,
Boðagranda 6, Reykjavík,
lést 14. júní á hjúkrunarheimilinu Eir.
Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 25. júní
klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hólmfríður Árnadóttir
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Möðruvöllum í Hörgárdal,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 17. júní.
Jarðsett verður frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 25. júní klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Sigfússon
Ólafur Bragi Bragason
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR
frá Þórukoti, Ytri-Njarðvík,
sem lést á Hrafnistu Nesvöllum 3. júní,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
þriðjudaginn 25. júní og hefst athöfnin klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Hreinn Óskarsson
Gróa Hreinsdóttir
Sigurður Hreinsson Sigrún Júlíusdóttir
Karen Öder Magnúsdóttir
ömmubörn og langömmubörn