Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Öxi Carpenters 19.910 kr. AXIR FYRIR KRÖFUHARÐA MIKIÐ ÚRVAL Öxi Ekelund 9.910 kr. Öxi Hatc mini 16.770 kr 1 et . Öxi Hultan 17.820 kr. Öxi Qvarfot 20.960 kr. Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Öxi Splitting 22.530 kr. 8. UMFERÐ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Þegar átta umferðum er lokið í úr- valsdeild karla í knattspyrnu er óhætt að segja að það stefni í spennandi toppbaráttu. KR-ingar unnu útisigur á spútnikliði Skaga- manna og þar sem Breiðablik, sem var á toppnum fyrir umferðina, tap- aði fyrir Fylki komust KR-ingar í toppsætið í fyrsta sinn í sumar, hafa þar 17 stig og eru stigi á undan Blikum og Skagamönnum. Það er áhugavert að skoða stöð- una nú miðað við hvernig hún var eftir átta umferðir í fyrra. Eftir hana komust Valsmenn á toppinn í fyrsta sinn það sumarið og voru ein- mitt aðeins stigi á undan næstu tveimur liðum, sem þá voru Breiða- blik og Grindavík. Framhaldið er flestum ljóst þar sem Valsmenn urðu Íslandsmeistarar og gæti það gefið góð fyrirheit fyrir KR-inga miðað við stöðuna sem nú er uppi. Strax má gera ráð fyrir því að hvergi megi þó misstíga sig, því á eftir toppliðunum þremur koma Fylkir, KA, FH og Stjarnan öll með 12 stig. Þau tvö síðastnefndu gerðu jafntefli sín á milli í þessari áttundu umferð, niðurstaða sem hvorugt lið- ið var ánægt með, sem kom í veg fyrir að þau stimpluðu sig af krafti inn í toppbaráttuna. Í neðri hlutanum sitja ÍBV og HK í fallsætunum tveimur með fimm stig, en Íslandsmeistarar Vals spyrntu sér hressilega frá botninum með 5:1-sigri á Eyjamönnum. Það var aðeins annar sigur Vals í sumar. Öll liðin í deildinni hafa nú unnið leik eftir að Víkingur R. fagnaði sín- um fyrsta sigri í sínum fyrsta leik á nýjum gervigrasvelli, 2:1 gegn HK. Fjögur mörk í fjórum leikjum Ólafur Karl Finsen, sóknarmaður Vals, var besti leikmaður 8. umferð- ar að mati Morgunblaðsins. Ólafur Karl skoraði tvö mörk þegar Ís- landsmeistararnir, sem voru í botn- sætinu fyrir umferðina, hrukku í gang og unnu 5:1-sigur á ÍBV. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum og er nú efstur Vals- manna í einkunnagjöf blaðsins. Ólafur Karl er 27 ára gamall og er á sínu öðru tímabili með Vals- mönnum eftir að hafa komið þangað frá Stjörnunni, en hér á landi hefur hann einnig spilað sem lánsmaður á Selfossi sumarið 2012. Hann var á mála hjá unglingaliði AZ Alkmaar í Hollandi á árunum 2008-2010 og var í láni hjá Sandnes Ulf í Noregi árið 2015. Árið áður en hann fór til Nor- egs hafði Ólafur Karl verið í lyk- ilhlutverki þegar Stjarnan varð Ís- landsmeistari í fyrsta sinn, en hann missti svo nánast af öllu tímabilinu 2016 eftir að hafa slitið krossband. Á sínu fyrsta tímabili á Hlíð- arenda var Ólafur Karl í vara- hlutverki og byrjaði aðeins þrjá deildarleiki. Eftir brotthvarf Gary Martin frá Val hefur Ólafur Karl risið upp í sókninni, skorað fjögur mörk í fjórum leikjum og er marka- hæsti leikmaður Vals í sumar. Sló í gegn á móti toppliðinu Valdimar Þór Ingimundarson, miðjumaður Fylkis, var besti ungi leikmaðurinn í umferðinni. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp ann- að í 4:3-sigri Fylkis á Breiðabliki, sem var á toppnum fyrir leikinn, og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína. „Valdimar Þór Ingimundarson var frábær í liði Fylkismanna og nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel,“ skrifaði Bjarni Helgason í umfjöllun sinni um leikinn í Morgunblaðinu. Valdimar Þór er tvítugur og spil- aði sína fyrstu leiki í meistaraflokki Fylkis sumarið 2016, þá 17 ára gamall. Hann var svo í stærra hlut- verki í liðinu sumarið 2017 þegar Fylkir vann 1. deildina og kom svo við sögu í 15 leikjum í efstu deild í fyrra. Í ár hefur hann leikið alla deildarleikina, fjóra í byrjunarliði og fjóra sem varamaður, og skorað þrjú mörk. Lennon fyrstur í 60 mörk  Steven Lennon, framherji FH, skoraði sitt 60. mark í efstu deild í umferðinni þegar FH og Stjarnan gerðu 2:2 jafntefli. Lennon varð með því fyrsti erlendi leikmaðurinn sem skorar 60 mörk í efstu deild hér á landi, en hann er jafn þeim Kristni Jörundssyni og Guðmundi Þorbjörnssyni í 28.-30. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi.  Haukur Páll Sigurðsson, fyr- irliði Vals, spilaði sinn 200. leik í efstu deild þegar Íslandsmeist- ararnir unnu 5:1-sigur á ÍBV. Haukur Páll hefur leikið 165 þeirra fyrir Val, en áður hafði hann leiki 35 leiki í efstu deild með Þrótti R. áður en hann gekk í raðir Vals árið 2010.  Arnar Sveinn Geirsson lék sinn 100. leik í efstu deild þegar Breiða- blik tapaði fyrir Fylki, 4:3. Arnar Sveinn spilaði 92 leiki fyrir Val og hefur svo spilað alla átta leiki Blika í sumar.  Felix Örn Friðriksson, leik- maður ÍBV, lék sinn 50. leik í efstu deild þegar Valur vann 5:1-sigur á Eyjamönnum. Felix hefur alla tíð leikið með ÍBV hér á landi, en hann var lánaður til Vejle í Danmörku um mitt sumar í fyrra en sneri aftur heim í vetur. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Óskar Örn Hauksson, KR 9 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 8 Damir Muminovic, Breiðabliki 7 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 7 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 7 Ásgeir Marteinsson, HK 6 Brandur Olsen, FH 6 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 6 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 6 Jónatan Ingi Jónsson, FH 6 Ólafur Karl Finsen, Val 6 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 6 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 5 Aron Bjarnason, Breiðabliki 5 Ásgeir Eyþórsson, Fylki 5 Einar Logi Einarsson, ÍA 5 Elias Tamburini, Grindavík 5 Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 5 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 5 Ólafur Karl Finsen, Val 4 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 4 Pálmi Rafn Pálmason, KR 4 Markahæstir Breiðablik 45 ÍA 44 KR 41 KA 40 Fylkir 38 Stjarnan 37 FH 36 Valur 35 Víkingur R. 34 Grindavík 32 HK 31 ÍBV 24 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 8. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 3-4-3 Kristijan Jajalo KA Brandur Olsen FH Andri Adolphsson Val Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Atli Hrafn Andrason Víkingi R. Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Ólafur Karl Finsen Val Finnur Tómas Pálmason KR Helgi Valur Daníelsson Fylki Óskar Örn Hauksson KR Alexander Groven KA Guðmundur Kristjánsson, FH 5 Hannes Þór Halldórsson, Val 5 Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 5 Marcus Johansson, ÍA 5 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi R. 5 2 2 3 3 2 Góð fyrirheit fyrir KR?  Aðeins eitt stig skilur að efstu þrjú liðin í deildinni og fjögur eru jöfn þar á eftir  Sama staða uppi í fyrra sem lofar góðu fyrir toppliðið  Öll lið nú unnið leik Morgunblaðið/Ófeigur Valur Ólafur Karl Finsen er orðinn markahæstur Valsmanna í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fylkir Valdimar Þór Ingimundarson fór á kostum gegn Breiðabliki. Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Breiðablik............................... 1:3 Staðan: Breiðablik 9 6 1 2 19:10 19 KR 8 5 2 1 14:7 17 ÍA 8 5 1 2 15:10 16 Fylkir 8 3 3 2 14:11 12 KA 8 4 0 4 10:9 12 FH 8 3 3 2 14:15 12 Stjarnan 9 3 3 3 12:15 12 Grindavík 8 2 4 2 7:8 10 Valur 8 2 1 5 13:13 7 Víkingur R. 8 1 4 3 11:14 7 HK 8 1 2 5 8:12 5 ÍBV 8 1 2 5 7:20 5 HM kvenna í Frakklandi C-RIÐILL: Ítalía – Brasilía ........................................ 0:1 Marta 74. (víti). Jamaíka – Ástralía .................................. 1:4 Havana Solaun 49. – Sam Kerr 11., 42., 69., 83. Lokastaðan: Ítalía 3 2 0 1 7:2 6 Ástralía 3 2 0 1 8:5 6 Brasilía 3 2 0 1 6:3 6 Jamaíka 3 0 0 3 1:12 0  Ítalía, Ástralía og Brasilía eru öll komin áfram í 16-liða úrslitin. Ameríkukeppnin C-riðill: Japan – Síle ............................................... 0:4 Evrópukeppni 21-árs liða karla C-riðill: Rúmenía – Króatía ................................... 4:1 England – Frakkland............................... 1:2 Staðan: Rúmenía 3, Frakkland 3, Krótaía 0, England 0.  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Valur...................19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Eimskipsvöllur: Þróttur – Fjölnir .......19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Haukar .............19.15 Í KVÖLD! Knattspyrnumaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson gekk í gær í raðir Grenoble Foot 38. Liðið leikur í frönsku B-deildinni. Kristófer kem- ur til félagsins frá Willem II í hol- lensku A-deildinni. Hann skoraði eitt mark í ellefu leikjum á síðustu leiktíð. Kristófer til Frakklands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.