Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 25

Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 25
Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hefur verið handtekinn. Ástæða handtökunnar er heims- meistaramótið 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar en Platini er sagður hafa þegið peningagreiðslur fyrir að kjósa með Katar þegar kom að því að velja leikstað fyrir HM 2022. Platini er 63 ára gamall en hann var kosinn forseti UEFA árið 2007 og gegndi embættinu í átta ár eða til ársins 2015 þegar honum voru bönnuð öll afskipti af fótbolta af siðanefnd FIFA. Platini, sem situr nú í varðhaldi frönsku réttar- farslögreglunnar í Nanterre í París, var hliðhollur Sepp Blatter, fyrrver- andi forseta FIFA, sem var dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir siðabrot. Árið 2010 var Katar valið úr stórum hópi umsækjenda til þess að halda heimsmeistaramótið en valið var afar umdeilt á sínum tíma. Mikið hefur verið rætt og ritað um að Katar hafi einfaldlega „keypt“ heimsmeistaramótið þótt það hafi aldrei verið sannað. AFP Spilling Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, var handtekinn í gær. Platini sagður hafa þegið greiðslur ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Bolvíska markavélin Andri Rúnar Bjarnason hefur ákveðið að takast á við nýja áskorun á ferli sínum en hann hefur yfirgefið sænska úrvals- deildarliðið Helsingborg og er búinn að semja til tveggja ára við þýska C- deildarliðið Kaiserslautern. Andri Rúnar, sem er 28 ára gamall fram- herji, fór til Helsingborg haustið 2017 eftir að hafa hampað marka- kóngstitlinum með Grindvíkingum í efstu deild þar sem hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum. Á sínu fyrsta tímabili með Helsingborg skoraði hann 16 mörk og átti stóran þátt í að tryggja liði sínu sæti í úrvalsdeild- inni. Í fyrstu átta leikjunum með lið- inu í deild þeirra bestu í Svíþjóð skoraði hann þrjú mörk en þau verða ekki fleiri því nú er hann kominn til Kaiserslautern, fornfrægs félags í Þýskalandi sem á árum gerði það gott í efstu deild en féll í C-deildina fyrir tímabilið í fyrra eftir að hafa fallið úr efstu deildinni árið 2012. „Þetta gekk þokkalega hratt fyrir sig. Ég vissi að Kaiserslautern var eitthvað búið að fylgjast með mér og mæta á einhverja leiki hjá mér með Helsingborg. Um leið og við fórum í fríið fór allt á fullt í þessum málum,“ sagði Andri Rúnar í spjalli við Morg- unblaðið en hann hafði nýlokið æf- ingu með liðinu. Risastór klúbbur sem á sér mikla sögu Margir hafa velt því fyrir sér hvort þessi vistaskipti framherjans að fara úr sænsku úrvalsdeildinni og spila í þýsku C-deildinni sé skref nið- ur á við. En hvað segir hann sjálfur; „Fólk þarf ekki nema að „googla“ smá til að sjá stærðarmuninn á þess- um félögum. Að vera partur af því að koma Kaiserslautern á þann stall sem það á heima á er eitthvað sem mun sitja eftir þegar ferlinum lýkur. Þetta er risastór klúbbur sem á sér mikla sögu. Fyrir mér var þetta allt- af hrikalega spennandi kostur. Það má alveg kalla Kaiserslautern sof- andi risa og ég held að flestir vita að þetta félag á ekki heima í þessari deild. Ég er að koma inn í svipaða stöðu og þegar ég kom til Hels- ingborg. Liðið féll úr úrvalsdeildinni sem enginn bjóst við að gæti gerst. Ég finn fyrir miklum metnaði hjá Kaiserslautern að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Það er rosalegur stuðningur á bakvið félag- ið og það voru yfir 40 þúsund manns á sumum leikjum liðsins á síðasta tímabili. Þetta er miklu stærra félag en maður gerir sér grein fyrir. For- ráðamenn félagsins lögðu mikla áherslu á að fá mig og auðvitað er það eitthvað sem heillar mann að koma inn í svona stórt félag þar sem möguleikarnir eru miklir. Ég er gríðarlega ánægður með það sem ég gerði hjá Helsingborg. Mér skilst að ég hafi komið að 30 mörkum í 38 keppnisleikjum með liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur með það. Markaðurinn hér í Þýskalandi er allt öðruvísi en í Svíþjóð. Hér hafa liðin úr töluverðu meira að moða og það er allt miklu stærra í sniðum hér en í Svíþjóð,“ sagði Andri, sem er þegar búinn að spila með sínu nýja liði en hann lék fyrri hálfleikinn í 5:0 sigri á móti Rodenbach í æfingaleik í fyrra- dag. „Þegar ég var í læknisskoðun var ég spurður hvort ég væri til í að taka 45 mínútur. Ég ákvað að slá til og það var fínt að fá að kynnast strákunum beint inni á vellinum. Ég náði ekki að skora en ég lagði upp eitt mark. Undirbúningstímabilið er hafið og nú er ég bara að koma mér fyrir í borginni.“ Hef ekki afskrifað landsliðið Andri Rúnar hefur aðeins fengið forsmekkinn af því að spila með ís- lenska landsliðinu en hann hefur komið við sögu í fimm leikjum með því og skorað eitt mark. Spurður hvort hann hafi verið svekktur að vera ekki valinn í síðasta landsliðs- verkefni sagði framherjinn stóri og stæðilegi; „Jú, auðvitað er maður alltaf smá svekktur en það erfitt að svekkja sig á því svona eftir á. Allar ákvarðanir landsliðsþjálfarans voru réttar og liðið spilaði vel í leikjunum á móti Albaníu og Tyrklandi. Að sjálfsögðu hef ég metnað fyrir því að spila með landsliðinu en sjálfur er ég með stærri persónuleg markmið sem ég hef meiri stjórn á sjálfur. Ég hef ekki afskrifað það að fá tækifæri með landsliðinu á nýjan leik. Ég ein- beiti mér bara af því að bæta minn leik og vera í toppstandi ef kallið kemur. Ég hef tekið miklum fram- förum frá því ég hélt út í atvinnu- mennskuna og hef verið fljótur að aðlagast sem er gott. Nú tekst ég á við nýja áskorun sem ég er mjög spenntur fyrir og vonandi næ ég að stimpla mig inn í hvelli.“ Fyrir mér var þetta hrika- lega spennandi kostur  Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur sagt skilið við sænsku úrvalsdeildina og er kominn til Kaiserslautern sem spilar í þýsku C-deildinni Ljósmynd/Kaiserslautern Vistaskipti Andri Rúnar lék sinn fyrsta leik með Kaiserlautern í fyrradag.  Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er nálægt því að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik en það eru brasilískir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Neymar gekk til liðs við PSG frá Barcelona, sumarið 2017, en franska fé- lagið borgaði 200 milljónir punda fyrir Neymar sem er dýrasti knatt- spyrnumaður heims í dag. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að samningaviðræður Barcelona og PSG séu langt á veg komnar og að félögin muni tilkynna um kaup spænska félags- ins á næstu vikum. Neymar fór til PSG á sínum tíma til þess að vinna Meist- aradeildina en gengi liðsins í Meist- aradeildinni, undanfarin tvö ár, hefur verið langt undir væntingum.  Breiðablik mun leika í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti KKÍ í gær. Breiðablik féll úr efstu deild í vor en í byrjun júní sendi körfuknattleiksdeild Stjörnunnar frá sér tilkynningu þar sem kom fram að félagið myndi ekki tefla fram liði í úr- valsdeild kvenna á næstu leiktíð.  Lucien Favre þjálfari þýska knatt- spyrnuliðsins Borussia Dortmund hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Hann er nú samningsbundinn Dort- mund til ársins 2021. Undir stjórn Favre endaði Dortmund í öðru sæti í þýsku 1. deild- inni á ný- afstöðnu tímabili. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.