Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
VILTU TAKAVIÐ
GREIÐSLUMÁNETINU?
KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar
bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Aukning hefur orðið á varpi skúms
á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafells-
sýslu á meðan töluverð fækkun
hefur orðið á varpi á Breiðamerk-
ursandi. Þetta staðfestir dr. Lilja
Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá
Náttúrustofu Suðausturlands, en
Náttúrustofan rannsakaði varpút-
breiðslu skúms á Ingólfshöfða
snemma í mánuðinum í samstarfi
við Fuglaathugunarstöð Suðaust-
urlands. Er rannsóknin hluti af
stærra verkefni þar sem varpút-
breiðsla skúms frá Salthöfða vest-
ur að sýslumörkum verður kort-
lögð.
Lilja segir að niðurstöður rann-
sóknarinnar liggi ekki fyrir sem
stendur en segir skúmshreiðrin í
Ingólfshöfða hafa verið á milli 120
og130 talsins í talningunni. Til
samanburðar var önnur rannsókn
gerð á sama svæði á árunum 1984-
1985, þar sem aðeins 4-6 pör voru
talin verpa á höfðanum.
Skúmurinn í bráðri hættu
Skúmurinn er metinn í bráðri
hættu samkvæmt válista Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands og því
segir Lilja jákvætt að sjá að honum
gangi vel á Ingólfshöfða. Segir hún
að erfitt sé að segja til um ástæður
á bak við fjölgunina en getur sér til
um að ferðamannastraumur á Ing-
ólfshöfða veiti skúmnum nokkra
vernd gegn tófu, sem er einn helsti
óvinur hans.
Kortlagning á hreiðrum skúms á
Breiðamerkursandi var lokið síðasta
sumar og var skýrsla þess efnis birt
í mars á þessu ári þar sem fram
kom að fækkun hefði orðið á skúm á
svæðinu. Í skýrslunni kemur fram
að aðeins 175 virk skúmshreiður
hafi fundist á Breiðamerkursandi
sumarið 2018 en árið 1991 var metið
að 2.820 pör verptu á svæðinu. Lilja
segir að helsta ástæða fyrir fækkun
skúms megi líklega rekja til fæðu-
skorts fyrir unga en hrun í sandsíla-
stofninum virðist hafa haft neikvæð
áhrif á stofninn.
Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða
Mannaferðir á Ingólfshöfða hugsanlega jákvæðar fyrir skúminn Fækkun á Breiðamerkursandi
Morgunblaðið/RAX
Skúmur Vegna mikillar fækkunar skúms hér er hann metinn í bráðri hættu skv. válista Náttúrufræðistofnunar
Miklar breytingar á
varpi skúms á landinu
» Milli 120 - 130 virk skúms-
hreiður fundust á Ingólfshöfða
snemma í júní. Er það töluverð
fjölgun á svæðinu en í síðustu
talningu á árunum 1985-6 voru
aðeins 4 - 6 pör talin verpa á
svæðinu.
» 175 virk skúmshreiður fund-
ust á Breiðamerkursandi sum-
arið 2018. Er það töluverð
fækkun frá 1991 þegar metið
var að 2.820 pör verptu á
svæðinu.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við erum að bregðast við lélegum
loftgæðum í átta stofum í Hagaskóla
og minnka koltvísýring í þeim. Und-
irbúningur þeirra framkvæmda
hófst í byrjun júní. Loftræstikerfið
verður lagað og stillt, auk þess verða
settar viftur og ný opnanleg fög í
stofurnar til þess að hægt sé að
hleypa súrefni inn og minnka koltví-
sýring í skólastofunum. Þessar fram-
kvæmdir koma vonandi í veg fyrir
vanlíðan nemenda og kennara í
Hagaskóla,“ segir Bjarni Brynjólfs-
son, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur-
borgar, spurður um gagnrýni Ingi-
bjargar Jósefsdóttur, skólastjóra
Hagaskóla, í Morgunblaðinu í gær.
Of margir nemendur í litlu rými
Bjarni segir að það sé ekkert laun-
ungarmál að of margir nemendur í
litlu rými hafi gert ástandið erfiðara
og framkvæmdir verði búnar löngu
áður en frestur Vinnueftirlitsins til
úrbóta 1. október rennur út.
Varðandi kvörtun um skort á upp-
lýsingum um stöðu mála segir Bjarni
það í höndum skrifstofu fram-
kvæmda og viðhalds að bæta úr og
tryggja að upplýsingar um fyrirhug-
aðar framkvæmdir berist til stofn-
ana.
Bjarni segist ekki geta svarað fyr-
ir umkvartanir vegna erfiðleika við
að ná fundi með borgarstjóra. Varð-
andi fimmskólaskýrsluna, sem Kol-
brún Baldursdóttir borgarfulltrúi
gagnrýndi að fá ekki aðgang að, sé
hún vinnuplagg tengt fjárfestinga-
áætlun og slík plögg sé ekki skylt að
leggja fram. Bjarni segir að skólarn-
ir í skýrslunni, Hagaskóli, Melaskóli,
Austurbæjarskóli, Laugarnesskóli
og Háteigsskóli, eigi það sameigin-
legt að vera börn síns tíma og huga
þurfi sérstaklega að viðhaldsmálum í
þeim. Bjarni segir það ekkert laun-
ungarmál að viðhald hafi verið sett á
bið eftir efnahagshrunið og sú bið
hafi verið lengri en góðu hófi gegndi.
Varðandi gagnrýni skólastjóra
Hagaskóla að það sé röng forgangs-
röðun að leggja fé í uppbygginu Mat-
hallarinnar við Hlemm í stað við-
halds í skólum segir Bjarni að
Mathöllin á Hlemmi auki lífsgæði
borgarbúa. Það hafi komið í ljós við
framkvæmdir á Hlemmi sem sé í
eigu borgarinnar að þak húsins hafi
verið ónýtt og það lagfært með til-
heyrandi aukakostnaði. Bjarni segir
að verið sé að að meta heildstætt
þörf fyrir skólahúsnæði í borginni og
Hagaskóli sé hluti af því.
Hagaskóli lagfærður
Bið á viðhaldi
eftir hrun lengra en
góðu hófi gegndi
Viðhald Melaskóli er einn þeirra skóla sem telja má barns síns tíma og
fjallað er um í fimmskólaskýrslu Reykjavíkurborgar í tengslum við viðhald.
Vorleysingar á vatnasviðum afl-
stöðva Landsvirkjunar á hálendinu
komu snemma í ár. Seinni hluta apr-
ílmánaðar hækkaði talsvert í miðl-
unarlónum og var staðan þá með
allra besta móti.
En frá byrjun maí hefur verið
þurrt og fremur kalt á hálendinu og
innrennsli því undir meðallagi. Frá
þeim tíma hafa miðlunarlón staðið í
stað eða lækkað aftur eins og t.d.
Blöndulón. Þetta er ekki áhyggju-
efni því staða lóna í lok vetrar var
góð, að því er Magnús Þór Gylfason
upplýsingafulltrí Landsvirkjunar
tjáði Morgunblaðinu.
Innrennsli í miðlunarlón frá byrj-
un júlí byggja að miklu leyti á leys-
ingu af jöklum og í eðlilegu árferði
má búast við að lónin fyllist í haust,
segir Magnús.
Landsvirkjun mun eins og venju-
lega fylgjast grannt með rennsli og
tíðarfari það sem eftir lifir sumars
og of snemmt er að segja til um að-
stæður í rekstri orkuvinnslunnar
næsta vetur, að hans sögn.
sisi@mbl.is
Hálslón Í hlýindunum eystra í vor var öflug vatnssöfnun en hægt hefur á.
Hægir á rennsli
í miðlunarlónin