Morgunblaðið - 26.06.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Vegur var loks lagður að Þverárkoti
við rætur Esju snemma í vor en nú
segir dóttir ábúandans, Kolbrún
Anna Sveinsdóttir, að illa hafi verið
gengið frá veginum og Vegagerðin
beinlínis skemmt hann þegar starfs-
fólk hennar ætlaði að ganga frá veg-
inum.
„Þeir lofuðu að koma um mán-
aðamót apríl og maí og laga þetta en
þeir hafa ekki enn látið sjá sig,“ seg-
ir Kolbrún.
Svanur Bjarnason, svæðisstjóri
hjá Vegagerðinni, segir í samtali við
Morgunblaðið að vissulega hefði
mátt ganga betur frá veginum.
Stefnt sé á að laga hann í vikunni.
Kolbrún hefur ekki fengið neinar
upplýsingar um slík áform.
„Það er eins og þeir vilji að þetta
verði einhver framhaldssaga. Mér
þykir þetta bæði rosalega erfitt og
sárt,“ segir Kolbrún.
Faðir hennar hefur þurft að tína
grjót úr túninu hjá sér vegna rása í
veginum sem hafa rutt upp grjóti.
„Hann er þarna enn eina ferðina,
áttræður, að tína upp grjót í hjólbör-
urnar sínar og reyna að laga þetta
sjálfur,“ segir Kolbrún.
Reykjavíkurborg samþykkti á síð-
asta ári að taka þátt í lagningu hér-
aðsvegar að Þverárkoti. Áður hafði
ábúandinn, Sveinn Sigurjónsson,
þurft að vaða á eða ganga á ótraust-
um ís til lengri tíma til þess að kom-
ast heim til sín. ragnhildur@mbl.is
Segir veginn skemmdan
Ljósmynd/Kolbrún Anna
Grjót Kolbrún segir Vegargerðina hafa skilið eftir rásir í miðju vegarins og
beggja vegna hans. Rásirnar séu hættulegar minni fólksbílum.
Áfram deilt um
veg Þverárkots
Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-
Grá nærðust vel um helgina og
hafa það gott í umönnunarlaug-
inni í Vestmannaeyjum. Nú búa
þjálfarar mjaldranna þá undir nýj-
ar aðstæður í Klettsvík í Vest-
mannaeyjum, þar sem sjórinn er
kaldari en þeir hafa vanist.
Andy Bool, forstjóri Sea Life
Trust, segir að umönnunarteymi
mjaldranna sé ánægt með árang-
urinn og að hvalirnir hafi komið
sér vel fyrir í tímabundnu heim-
kynnum sínum, í sóttkvínni.
„Eftir ferðalag mjaldranna
heimsóttu flugmenn Cargolux þá í
sóttkvína til að ganga úr skugga
um að „VIP“-farþegar þeirra
væru við góða heilsu. Án þeirra
hefði ferðin ekki gengið upp,“
sagði Bool.
Mjaldrarnir hafa dvalið í sóttkví
í sérsmíðaðri laug síðan þeir komu
til Vestmannaeyja á miðvikudag.
Sennilegt er að þeim verði sleppt í
Klettsvík í lok júlí eða í byrjun
ágúst. Bool segir að tímasetningin
velti á því hvernig mjöldrunum
gangi að aðlagast nýja svæðinu og
heilsu þeirra.
veronika@mbl.is
Litla-Grá og Litla-Hvít spjara sig vel lauginni
Mjaldrarn-
ir við góða
heilsu
Ljósmynd/SEA LIFE TRUST Beluga Whale Sanctuary
Saddar Litla-Grá og Litla-Hvít búa sig nú undir nýjar aðstæður í Klettsvíkinni. Þær nærðust vel yfir helgina og er umönnunarteymið ánægt með árangurinn.
Ráðist verður í viðgerðir á Helgafelli
fyrir ofan Hafnarfjörð fljótlega, en í
berg fjallsins voru ristar stórar
áletranir og myndir af getnaðarlim-
um fyrr í júní.
Fjallið er í Reykjanesfólkvangi en
fólkvangsvörður hans, Óskar Sæv-
arsson, segist ekki hafa séð annað
eins síðan hann hóf störf fyrir fólk-
vanginn fyrir 16 árum.
Óskar hefur þó mikla reynslu af
því að afmá krot í mósteini en hann
segir að verkið verði vandasamt.
Áletranirnar verða fjarlægðar með
slípirokk með vírbursta.
„Þetta er mjög flókið og erfitt
verk. Það þarf að passa að fara ekki
of djúpt. Það sem er hægt að gera er
að eyða því sem sést en það eru alltaf
ummerki og kúnstin er að þau um-
merki sem eftir verða séu ekki þann-
ig að þarna sjáist hvað átti sér stað,“
segir Óskar.
Hann bendir á að friðun svæðisins
sé veik enda heyri fólkvangurinn
undir átta sveitarfélög en ekki Um-
hverfisstofnun.
„Þar stendur hnífurinn í kúnni.
Þetta svæði sem er náttúrulega
geysilega falleg náttúra er einungis í
30 mínútna fjarlægð frá höfuðborg-
arsvæðinu og hefur goldið þess í
gegnum tíðina þar sem umgengni á
svæðinu er ekki með besta hætti,“
segir Óskar sem telur umgengnina
þó hafa batnað á síðustu árum.
ragnhildur@mbl.is
Slípa burt ummerkin
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Krot Risturnar eru þær umfangsmestu sem Óskar hefur séð á 16 ára ferli.
„Erfitt og flókið“ verk fram undan í viðgerðum á Helgafelli
Kæru Vigdísar
Hauksdóttur,
borgarfulltrúa
Miðflokksins,
um ógildingu
borgarstjórn-
arkosninga sem
fram fóru 26.
maí 2018, hefur
verið vísað frá
á þeim for-
sendum að
kærufrestur hafi verið liðinn.
Samkvæmt lögum um kosningar
til sveitarstjórna er kærufrestur
sjö dagar frá úrslitum kosninga
en kæra Vigdísar barst sýslu-
manninum á höfuðborgarsvæð-
inu 14. febrúar 2018. Kom fram í
kærubréfi Vigdísar að upphaf
kærufrests ætti að miðast við 7.
febrúar 2019, þann dag sem Per-
sónuvernd birti úrskurð þar sem
gerðar voru alvarlegar at-
hugasemdir við framkvæmd og
aðdraganda kosninganna. Í úr-
skurði kærunefndar, sem sýslu-
maðurinn á höfuðborgarsvæðinu
skipaði, kemur fram að engin
ákvæði séu í lögum um kosn-
ingar til sveitarstjórna um að
lengja megi frestinn.
Ætlar að kæra úrskurðinn
Í fréttatilkynningu frá Vigdísi
segir hún úrskurðinn vera gríð-
arlegt áfall fyrir lýðræðið í land-
inu. „Ekki verður komist að ann-
arri niðurstöðu en þeirri að
heimilt sé að stunda kosn-
ingasvindl í lögbundnum kosn-
ingum, svo framarlega sem það
komist ekki upp innan umrædds
sjö daga ákvæðis laganna,“ segir
Vigdís í fréttatilkynningunni.
Segist hún jafnframt ekki sjá
sér annað fært en að kæra úr-
skurð kærunefndar til
dómsmálaráðuneytisins.
rosa@mbl.is
Kærir kosningaúr-
skurð til ráðuneytis
Vigdís
Hauksdóttir
Opið hús / kynningafundur
Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breytinga
á skipulagi verður föstudaginn 28. júní frá kl. 12:00 til
16:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18.
Breyting á Deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfangi
Breytingin felst í að fella niður nyrsta hluta svæðisins.
Breyting á Deiliskipulagi Garðalundar
Breytingin felst í að breyta skipulagsmörkum skipulagsins.
Eftir kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulags-
breytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipu-
lags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu.
Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulags-
breytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær
vera að minnsta kosti 6 vikur.
Sviðsstjóri skipulags-
og umhverfissviðs