Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Taktar Það vantaði ekki tilþrifin þegar knattspyrnumenn framtíðarinnar létu til sín taka á Norðurálsmótinu á Akranesi um liðna helgi. Þangað mæta um 1.500 keppendur hvaðanæva.
RAX
Áður en gert var hlé
á þingstörfum var fjár-
málaáætlun til ársins
2024 samþykkt. Gangi
hún eftir verða heild-
arútgjöld ríkissjóðs til
málefnasviða um 97
milljörðum hærri á
lokaárinu en á yf-
irstandandi ári. Hækk-
unin er 12,5% að raun-
virði. Sé litið aftur til
2015 verða útgjöldin um 216 millj-
örðum hærri á föstu verðlagi árið
2024 – hækkun um þriðjung. Hækk-
unin er litlu minni en heildarframlög
til heilbrigðismála á þessu árs sam-
kvæmt fjárlögum!
Vöxtur útgjalda ríkissjóðs til mál-
efnasviða, svokölluð rammasett út-
gjöld (utan rammans eru vaxtagjöld,
ríkisábyrgðir, afskriftir skattkrafna,
lífeyrisskuldbindingar, Atvinnuleys-
istryggingasjóður og framlög til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga), hefur
verið fordæmalaus á undanförnum
árum. Sumt á sér eðlilegar skýr-
ingar. Eftir erfið ár í kjölfar falls
bankanna var t.d. ljóst að auka yrði
framlög til heilbrigðismála og bæta
hag aldraðra og öryrkja. Nú er svo
komið að nær 6 krónur af hverjum
tíu fara til velferðarmála; í heil-
brigðisþjónustu, í málefni aldaðra
og öryrkja, til fjölskyldumála, í hús-
næðisstuðning og atvinnuleys-
istryggingar. Þetta hlutfall hefur
hækkað á síðustu árum, þ.e. sífellt
stærri hluti rammasettra útgjalda
ríkisins fer til velferðarmála. Fjár-
málaáætlun gerir ráð fyrir að út-
gjöld til velferðarmála verði nær 143
milljörðum hærri 2024 en 2015.
Hækkunin er 40% að raunvirði og
jafngildir liðlega tveggja ára fram-
lagi til öryrkja og fatlaðra sam-
kvæmt fjárlögum þessa árs. Mest er
hækkunin til málefna aldraðra eða
72%. Raunar geta útgjöld til ein-
stakra málasviða orðið enn hærri
þar sem yfir 37 milljarðar eru settir
til hliðar árið 2024 í varasjóð og til
síðari ráðstafana.
Aukning án kollsteypu
Gríðarleg aukning útgjalda hefur
verið möguleg vegna þess að okkur
hefur vegnað vel og betur en flest-
um öðrum þjóðum.
Aukningin hefur ekki
valdið kollsteypu í
efnahagslífinu – þvert
á móti hefur tekist að
tryggja meiri stöð-
ugleika en áður og
kaupmáttur launa hef-
ur aukist um 25% frá
árslokum 2015. Rík-
issjóður hefur verið
rekinn með afgangi og
greitt niður skuldir.
Erlend staða þjóð-
arbúsins hefur aldrei
verið betri.
Hér skal það ítrekað sem ég hef
haldið fram við umræður um fjárlög
og fjármálaáætlun: Sú útgjalda-
aukning sem átt hefur sér stað und-
anfarin ár getur ekki haldið áfram.
Fyrr eða síðar munum við rekast
harkalega á vegg. Þess vegna verð-
ur að breyta skipan ríkisfjármála –
innleiða nýja hugsun þegar kemur
að ákvörðun um útgjöld og með
hvaða hætti ríkisreksturinn er
skipulagður. Það dugar þingmönn-
um ekki lengur að vísa aðeins til
þess að þeir ætli að tryggja „nægi-
lega“ fjármuni til að reka sameig-
inlegt velferðar- og menntakerfi og
standa undir öðrum verkefnum.
Þeir verða að ganga úr skugga um
að fjármunirnir séu nýttir með
skynsamlegum hætti og standast
þær freistingar að reyna að leysa
allan vanda með auknum út-
gjöldum.
Pólitískt erfitt en nauðsynlegt
Það er tímabært að kjörnir
fulltrúar og skattgreiðendur – al-
menningur – taki höndum saman og
geri sameiginlega auknar kröfur til
ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja um
hagkvæman rekstur, skilvirka og
góða þjónustu. Krafan er að farið sé
vel með sameiginlega fjármuni og
sameiginlegar eignir. Markmiðið er
ekki að draga úr þjónustunni.
Markmiðið er auka gæði hennar.
Við verðum að losna úr þeim fjötr-
um að geta ekki gert greinarmun á
því hver greiðir og hver veitir þjón-
ustuna.
Ég geri mér grein fyrir því að
það er pólitískt erfitt að fara ofan í
ríkisreksturinn og reyna að tryggja
að hann sé straumlínulagaður og
eins hagkvæmur og kostur er. Auð-
velda leiðin er að lofa enn auknum
útgjöldum og að leggja til 115 millj-
arða skattahækkun á næstu fimm
árum líkt og Samfylkingin lagði til í
breytingatillögum við fjár-
lagaáætlun. (Hér skal það látið
liggja á milli hluta hversu óskyn-
samlegt það er að hækka skatta
þegar efnahagslífið er í tímabund-
inni niðursveiflu. Hækkun skatta
virkar líkt og sandur í tannhjól at-
vinnulífsins. Lækkun skatta er hins
vegar nauðsynleg smurning).
Það skal viðurkennt að mér líður
stundum eins og það sé sérstakt
markmið meirihluta þingmanna að
auka ríkisútgjöld – útgjöld séu
mælikvarðinn á árangur þeirra á
þingi.
Áskorun
Áskoranir á komandi áratugum
gera það enn brýnna en ella að gjör-
breyta vinnubrögðum við skipulag
ríkisfjármála og ákvörðun útgjalda.
Íslendingar standa frammi fyrir
breyttri lýðfræðilegri samsetningu.
Hlutfall fólks sem er 67 ára og eldra
hækkar úr 12% í 19% árið 2040. Þá
verða eldri borgarar orðnir 76 þús-
und. Tuttugu árum síðar verður
hlutfallið 22% og fjöldi eldri borgara
97 þúsund. Eldri borgarar verða um
114 þúsund árið 2066.
Frá og með árinu 2053 verða eldri
borgarar sem eru utan vinnumark-
aðar fleiri en þeir sem eru undir tví-
tugu. Hlutfallslega verða æ fleiri ut-
an vinnumarkaðar. Við þurfum sem
þjóð að mæta þeirri áskorun.
Við verðum að hafa kjark til þess
að viðurkenna að við erum að tapa
glímunni við nýgengi örorku. Vel-
ferðarkerfið hefur ekki náð að rétta
fólki hjálparhönd – styðja þá ein-
staklinga sem glíma við geðræn
vandamál eða stoðkerfisvandamál
og geta ekki tekið þátt í vinnumark-
aðnum. Kerfið hefur brugðist. Á
tímum ótrúlegrar útgjaldaaukn-
ingar höfum við orðið sinnulaus þeg-
ar kemur að fjárfestingu í forvirkum
aðgerðum. Nýgengi örorku heldur
áfram að aukast.
Ef þróun örorku verður með
sama hætti í framtíðinni og á síðustu
áratugum, fæðingartíðni heldur
áfram að lækka og þjóðin að eldast,
verða fleiri utan vinnumarkaðar árið
2060 en taka þátt í honum. Það verð-
ur því stöðugt erfiðara að fjármagna
velferðarkerfið og önnur þau verk-
efni sem við viljum að hið opinbera
sinni. Eftir því sem við látum lengur
reka á reiðanum því erfiðara verður
að mæta áskorunum framtíðarinnar.
Afleiðingin verður verri lífskjör en
ella.
Boðberar aukinna útgjalda – sölu-
menn auðveldra lausna þar sem
aukin útgjöld leysa allra vanda –
láta sér áskoranir framtíðar í léttu
rúmi liggja. Það er bæði pólitískt
erfitt og leiðinlegt að gerast boðberi
aðhalds og hagkvæmi í ríkisrekstri.
Miklu skemmtilegra að reka áróður
fyrir miklu meira fyrir flesta en
senda 115 milljarða reikning til
skattgreiðenda. Sá reikningur mun
stöðugt hækka.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það dugar þing-
mönnum ekki lengur
að vísa til þess að þeir
ætli að tryggja „nægi-
lega“ fjármuni til að
reka sameiginlegt vel-
ferðar- og menntakerfi.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Við þurfum að stíga á bremsuna
Rammasett* útgjöld ríkissjóðs 2015-2024
Á verðlagi ársins 2019
1.000
800
600
400
200
0
135
130
125
120
115
110
105
100
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024
*Liðir sem falla utan ramma málefnasviða eru eftirfarandi: vaxtagjöld ríkissjóðs, ríkisábyrgðir, afskriftir
skattkrafna, lífeyrisskuldbindingar, Atvinnuleysistryggingasjóður og framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
33% raun-hækkunMilljarðar króna
Vísitala
útgjalda
Útgjöld samtals (milljarðar kr.)
Vísitala útgjalda (2015=100)
FJ
ÁR
LÖ
G
Stóraukin framlög til velferðarmála á áratug
Hækkun milli 2015 og 2024
70
60
50
40
30
20
10
0
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Heilbrigðismál Aldraðir og öryrkjar Önnur velferðarmál
Milljarðar króna
Hlutfallsleg
hækkun
Hækkun í krónum (milljarðar kr.)
Hlutfallsleg hækkun (%)
30,6%
57,5%
36,9%