Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 16

Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra og fyrrverandi land- læknir, Birgir Jak- obsson, ber íslenska sérfræðilækna þung- um sökum í grein sem birtist í Morg- unblaðinu sl. föstudag. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem grein- arhöfundur setur fram rangfærslur í svipuðum dúr en vonandi er að margendurteknar skýringar og leiðréttingar frá læknum nái að lokum augum og eyrum ráða- manna. Atvinnurógur getur haft alvar- legar afleiðingar. Í þessu tilfelli kemur hann beint úr æðstu valda- stöðum heilbrigðiskerfisins. Það eykur enn frekar á alvöru málsins. Í grein aðstoðarmanns heilbrigð- isráðherra falla enn á ný órök- studdir sleggjudómar um sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og hér er þeim helstu svarað í örstuttu máli: 1. „...en eins og allir vita [...] hafa þeir haft sjálfdæmi um það hvaða þjónusta er veitt og af hverj- um.“ Hið sanna er að þjónusta sér- fæðilækna er bundin samningum við Sjúkratryggingar Íslands og að stærstum hluta veitt eftir tilvísun annarra lækna, á grunni gagn- reyndrar læknisfræði og sam- kvæmt klinískum leiðbeiningum. Auk þess er þjónustan öll undir eftirliti opinberra eftirlitsstofnana auk Sjúkratrygginga Íslands þar sem upplýsingar liggja fyrir um hverja krónu og í hvað hún hefur farið. 2. „Reikningurinn hefur verið sendur á ríkið óháð því hvort þörf hefur verið á þjónustunni eða ekki. Þjónustan er veitt á forsendum þjónustuveitenda en ekki eftir þörfum notenda.“ Hér er komin margendurtekin ásökun um oflækningar og þessi fullyrðing er einfaldlega röng. Al- þjóðlegur samanburður talar um það skýru máli og á þær stað- reyndir hefur margoft verið bent. Dæmin sem hafa verið nefnd um oflækningar hafa ýmist verið hrak- in af viðkomandi sérgreinafélögum eða af Sjúkratryggingum Íslands. Að auki eru læknar bundnir lækna- eiðnum og landslögum auk eftirlits hinna ýmsu stofnana. Um gæði og hagkvæmni þessarar þjónustu þarf ekki að deila. Þar taka töl- fræðilegar staðreyndir af öll tví- mæli. 3. „Hvatakerfin hafa leynt og ljóst stýrt heilbrigðisstarfsfólki, ekki síst sérgreinalæknum, út í einkarekstur með neikvæðum af- leiðingum fyrir opinbera þjón- ustuveitendur.“ Þetta er fjarri sanni. Það er fyrst og fremst þörfin fyrir fleiri valkosti en ríkisvæddan vinnustað sem hvetur lækna til að vinna sjálf- stætt. Reynslan sýnir að sú þjón- usta er ríkinu afar hagfelld. Það er hins vegar skorturinn og biðlist- arnir í ríkisreknu þjónustunni sem hefur valdið því að þjónustan á læknastofunum hefur aukist. Sér- greinalæknar styðja styrkingu heilsugæslunnar og spítalanna auk sérfræðiþjónustunnar enda vinna þessi kerfi saman sem ein heild. Tillögur til aukinna afkasta í rík- isrekna kerfinu hafa ekki síst verið tengdar því að líkja eftir rekstri og fjármögnun á starfsstofum lækna og auka þjónustu þar sem fjár- magn fylgir sjúklingnum með svo- kölluðu DRG-kerfi. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra hefur sjálfur verið talsmaður þess. 4. „[hefur] markvisst verið spar- að í opinbera kerfinu sl. tvo áratugi meðan einkarekstur hefur fengið fríbréf og aukið hlutdeild sína.“ Þessu væri réttara að lýsa þann- ig að læknar á stofu komu heil- brigðiskerfinu til bjargar þegar yf- irvöld skáru niður þjónustuna annars staðar í kerfinu. Sem dæmi má nefna að árið 2011, þegar St. Jósepsspítala í Hafnafirði var lok- að, fór nær öll þjónusta hans til sjálfstætt starfandi lækna enda enginn annar til þess að taka við henni. Ávirðingum heilbrigðisyf- irvalda í garð sérfræðilækna fyrir að hafa brett upp ermar til þess að bjarga ófremdarástandi vegna nið- urskurðar fjárveitinga þarf að linna. 5. „Sérgreinalæknar vilja bæði éta kökuna og halda henni óskertri“. Hér er greinarhöfundur að vísa til þess að sérgreinalæknar greiði ekki kostnað sem hlýst af því að skjólstæðingar þeirra þurfi á sjúkrahússþjónustu að halda í kjöl- far meðferðar á stofu. Í þessu sam- bandi er rétt að benda á að starf- semi sérfræðilækna er hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Ís- lands. Það er fráleitt að leggja til að sjúkratryggðir Íslendingar glati réttindum sínum til sjúkrahúss- þjónustu við það að leita til sér- fræðilækna utan spítalanna. Auð- vitað er greinarhöfundi ljóst að einkum eru tvær leiðir til lausnar. Annars vegar með núverandi hætti þar sem sjúkratrygginga- réttur sjúklings er án skilyrða og óháður ástæðu þjónustuþarf- arinnar. Hin leiðin er sú að þjón- ustuveitandi á stofu greiði fyrir nauðsynlega viðbótarmeðferð á spítala ef til hennar þarf að koma. Í slíku kerfi þyrfti að hækka gjald- skrár verulega frá því sem nú er, m.a. til þess að standa straum af kaupum á nauðsynlegum trygg- ingum. Líklegt er að þegar á heild- ina er litið yrði slík leið dýrari fyr- ir landsmenn. Sá aukni kostnaður er meginástæða þess að þessi leið er ekki valin í samningum lækna og Sjúkratrygginga Íslands. Eftir að lokað var með ólögmæt- um hætti á eðlilega nýliðun sér- greinalækna inn á samning við Sjúkratryggingar Íslands árið 2015 og samningurinn síðan látinn renna út án endurnýjunar er óvissa um framtíðina. Við þessu ástandi hafa læknar ítrekað varað. Ábending- arnar hafa verið færðar fram með ýmsum hætti; í beinum samtölum við ráðherra og embættismenn, í fjölda ályktana frá læknafélög- unum, á samninga- og samráðs- fundum, með greinaskrifum, við- tölum og jafnvel með málaferlum. Afleiðing þess að yfirvöld hlusta ekki og bregðast ekki við þessum ábendingum, verður enn frekari læknaskortur en þegar er orðinn í ákveðnum sérgreinum. Ungir og vel menntaðir sér- greinalæknar í góðum stöðum í ná- grannalöndunum treysta sér ekki til að koma heim í þetta ástand jafnvel þótt hugur þeirra standi til þess. Í þekkingariðnaði eins og læknisfræði er nýliðun, símenntun og langtímahugsun það sem skiptir mestu fyrir framþróun fagsins. Ei- lífar ásakanir og rógburður um sérhagsmunagæslu og jafnvel of- lækningar til þess að skara eldi að eigin köku eru lamandi. Læknar sem fyrir eru hér heima láta í þessu ástandi gjarnan fyrr af störf- um en ella, flytja sig um set til annarra starfa eða hverfa jafnvel aftur til annarra landa þar sem þeir ganga að öruggum og vel virt- um störfum vísum. Lái þeim hver sem vill. Íslendingar eru sammála um mikilvægi heilbrigðiskerfis þar sem allir eiga jafnan rétt á fyrsta flokks þjónustu. Læknar hafa einlægan vilja til þess að leggja allt sitt af mörkum í þeim efnum óháð því hvar innan hinnar opinberu sam- tryggingar allra landsmanna þeir starfa. Vonandi er að stjórnvöld hvetji þá fremur en letji með því að búa þeim öruggt starfsumhverfi til langrar framtíðar í stað þeirrar hentistefnu sem allt of lengi hefur ráðið för í heilbrigðismálum. Þungar ávirðingar Eftir Birnu Jóns- dóttur, Reyni Arn- grímsson, Stein Jónsson, Þorbjörn Jónsson og Þórarin Guðnason » Atvinnurógur getur haft alvarlegar af- leiðingar. Í þessu tilfelli kemur hann beint úr æðstu valdastöðum heilbrigðiskerfisins. Það eykur enn frekar á alvöru málsins. Birna er fv. formaður Læknafélags Íslands. Reynir er formaður Lækna- félags Íslands. Steinn er fv. formaður Læknafélags Reykjavíkur. Þorbjörn er fv. formaður Læknafélags Íslands. Þórarinn er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Birna Jónsdóttir Reynir Arngrímsson Steinn Jónsson Þorbjörn Jónsson Þórarinn Guðnason Stöðugt hefur því verið haldið fram að ferðaþjónustan sé að- alauðlind þjóðfélags- ins og sjávarútvegur ekki nefndur á nafn sem sambærileg auð- lind. Samt verða fisk- veiðar okkar traust- asta auðlind og hefur frá upphafi verið burðarás verðmæta- sköpunar þjóðfélagsins og setti okkur á stall meðal ríkustu þjóða heims, þar til glamúrgosar tóku völdin og kynntu okkur velferð- arlausn sápukúlunnar sem reyndist peningasnauð en troðfull af vanda- málum og skuldum. Ferðaþjón- ustan er svipað fyrirbæri. Ferða- menn borga ekki fullt verð fyrir farið fram og til baka svo flug- félögin verða að byggja afkomuna á veltufé og að sumu leyti styrkj- um. Hótelin eru að stórum hluta rekin með fé frá erlendum auð- mönnum svo að tekjur og skattar fara að stærstum hluta úr landi, starfsmenn að mestu erlendir svo þeirra tekjur og skattar fara einnig að verulegum hluta úr landi. Ferðaþjónustan hefur einn hag- kvæman þátt, gjaldeyri fyrir Seðla- bankann. Ofþensla á því sviði getur þó verið vafasöm. Mestum skaða valda þó ferðamenn á þjóðvegum landsins og vinsælum skoðunar- stöðum þar sem landið er sparkað í svað og kostar viðgerð á þessum svæðum og vegunum ótalda millj- arða sem koma að stærstum hluta úr vasa þjóðarinnar sem bein aukaskattheimta. Hugmynd samgöngu- ráðherra er sú að við- hald vega verði fjár- magnað með aukaskattheimtu á ákveðinn hóp þjóð- arinnar, sem sagt bíl- stjóra, með veggjaldi á ákveðnum leiðum. Þarna á að sérskatta ákveðinn hóp til að fjár- magna endurbætur á eyðileggingu erlendra ferðamanna. Þar sem ís- lenska þjóðin hefur í gegnum skattakerfið lagt þjóðveginn um landið er það óeðlilegt að sérstakur hópur Íslendinga sé skattlagður vegna ofurálags milljóna ferða- manna. Réttara væri að ferðamenn greiddu veggjald sem stæði undir því álagi sem milljónir ferðamanna valda. Þeir hafa ekkert lagt til vegakerfisins áður en þeir koma. Verði af þessari sérsköttun bíl- stjóra er nokkuð ljóst að þessi skattheimta verður mikið notuð í framtíðinni til að fjármagna hinar og þessar framkvæmdir og þar með stóraukin sérsköttun á þjóð- ina. Gjald sem sett er á er aldrei tekið aftur. Gott dæmi um það er hið ólöglega seðilgjald og gjaldið sem sett var á vegna byggingar hreinsistöðvarinnar sem var marg- lofað að ætti að afnema eftir að byggingu stöðvarinnar væri lokið. Það gjald er enn og er ekkert að fara, fékk bara nýtt nafn. Það sem veldur þjóðinni mestum erfiðleikum í sambandi við ferða- þjónustuna er að ákveðnir hópar hafa aðstöðu til að plokka ferða- menn í gegnum þjónustu og eru eina fólkið sem hefur tækifæri til að græða allverulega á þessum ferðamannastraumi, á kostnað þjóðfélagsins. Það er alþing- ismanna að gæta þess að svo sé ekki, en þeir virðast vera á þeirri skoðun að þeir eigi að styrkja þá aðila sem reka ferðaþjónustu óháð því hvað það kostar þjóðfélagið. Ferðaþjónustan getur verið okkur hagkvæm ef við stjórnum innflutn- ingi ferðamanna og leyfum aðeins þann fjölda hverju sinni sem við ráðum sjálf við að þjónusta. Það dettur engum andlega heilbrigðum manni í hug að ætlast til að svona örþjóð geti staðið undir átroðningi milljóna manna. Reyndar held ég að flestar Evrópuþjóðir séu undr- andi á græðgi og skammsýni ákveðinna ráðamanna í þjóðfélag- inu. Ferðaþjónustan er afæta á þjóðfélaginu Eftir Guðvarð Jónsson »Réttara væri að ferðamenn greiddu veggjald sem stæði und- ir því álagi sem milljónir ferðamanna valda. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.