Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Það tekur okkur
sárt þegar við fáum
af því fréttir að
menn í blóma lífsins kveðji þetta
tilverustig. Við fyllumst söknuði
og grátum ósögð orð, ókomna
tíma og hugsum um hvað hefði
getað orðið. En jafnframt þökk-
um við fyrir það sem var og minn-
umst góðra og fallegra stunda.
Mig langar nú í nokkrum fá-
tæklegum orðum að minnast
Rúnars Heiðmars Guðmundsson-
ar. Ég hef alltaf frá því ég kynnt-
ist Rúnari, litið á hann sem vin
minn og vin okkar lögreglumanna
sem starfað hafa á Húsavík. Þeg-
ar ég flutti til Húsavíkur 1996
ásamt fjölskyldu minni kynntist
ég Rúnari. Við komumst fljótt að
því að við höfðum unnið saman
hjá Húsiðn (Hilla og Svenna)
sumarið 1985. Þar hafði ég tekið
þátt í hrekkjabrögðum, hafði ver-
ið ömurlegur við Rúnar en mundi
ekkert eftir þeim atvikum. Rúnar
mundi það hins vegar vel og sagði
mér það umbúðalaust og án vífi-
lengja. Ég varð heldur hvumsa en
baðst afsökunar á hegðun minni
og ég held að hann hafi tekið
þeirri afsökunarbeiðni, en hann
hló og brosti að vandræðagangi
mínum. Þetta var svo ekki rætt
meir. Rúnar sagði sínar skoðanir
umbúðalaust og á góðan hátt.
Vinur er sá er til vamms segir.
Rúnar Heiðmar
Guðmundsson
✝ Rúnar Heið-mar Guð-
mundsson fæddist
11. mars 1972.
Hann lést 8. júní
2019. Útför hans
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 25.
júní 2019.
Það eru orð að
sönnu og Rúnar var
þannig maður ætíð,
að hann launaði illt
með góðu og vildi
allt gott fyrir alla
gera. Það skein í
gegn um allt sem
hann gerði, hvar
sem hann var við
vinnu og í leik og
hafði tækifæri á að
láta gott af sér leiða
og tækifæri til að rétta fram hlýja
hönd og aðstoð, þá gerði hann
það. Hann var alls staðar vel lið-
inn og það var innilegt faðmlag og
þétt handtakið sem beið er hisst
var. Það væri betri heimur að lifa
í ef allir kæmu fram eins og Rún-
ar gerði alla tíð. Rúnar var ann-
álað snyrtimenni og það mátti sjá
t.d. á þeim farartækjum sem
hann átti og litu ævinlega út sem
ný. Það að kaupa notaðan bíl af
Rúnari var betra en að kaupa nýj-
an, en Rúnar hafði ætíð betrum-
bætt bílana þannig að þeir voru
betri en frá verksmiðjunni, meiri
einangrun í gólf-minna veghljóð
sem dæmi. Ég þakka allar stund-
irnar sem við áttum í gleði yfir
kaffibolla og með því, annað hvort
á lögreglustöðinni eða þá í fallega
bústaðnum hans og Rannveigar í
Aðaldalshrauni þar sem ýmis
málefni voru rædd og reifuð.
Rúnar var vinur vina sinna og er
nú skarð fyrir skildi í þeim stóra
hópi. Mér sem gömlum vini er
þakklæti efst í huga, fyrir að hafa
fengið að kynnast Rúnari, hans
hlýja persónuleika og hans inni-
legu nærveru. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Elsku Berta, Rannveig og fjöl-
skylda, Arna og fjölskylda, Harpa
og fjölskylda, allir ættingjar og
vinir, mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þegar minningar kvikna um lífið sem
var
Og við tekur blákaldur dagur að nýju
Vil ég biðja Guð Drottinn að gera sér
far
Að umfaðma ykkur með ástúð og hlýju.
Þegar sorgin hún knýr bæði á glugga
og dyr
Og gusturinn feykir og slær okkur
niður
Þá er faðmurinn vinanna, opinn sem
fyrr
Og faðmlagi því fylgir kærleikur, friður.
Ég vil biðja Guð Drottinn að blessa
ykkur öll
Og bið fyrir ykkur með ljósinu bjarta
En hækkandi sólin og vorgola um völl
Mun vonina kveikja í sálum og hjarta.
Aðalsteinn Júlíusson.
Aldrei hefði mér dottið í hug að
það ætti eftir að koma í minn hlut
að horfa á eftir vini mínum
Rúnari Guðmundssyni ofan í
gröfina. Þó ekki nema fyrir þá
staðreynd að hann er 11 árum
yngri en ég. Fæddur 11/3/1972 en
svona getur nú það sem maður
heldur snúist á hvolf fyrirvara-
laust. Þegar við kvöddumst að
loknum vinnudegi föstudaginn 7
júní 2019 var ekkert
sem benti til annars en við
myndum hittast hressir og kátir á
þriðjudegi að lokinni langri hvíta-
sunnuhelgi. En það átti ekki að
gerast, Rúnar varð bráðkvaddur
laugardaginn 8. júní. Þrátt fyrir
langa baráttu sjúkraliðs tókst
ekki að koma honum aftur í gang.
Við Rúnar erum búnir að
þekkjast í 25 ár, og við erum bún-
ir að vera bestu vinir jafnlengi.
Þegar við kynntumst var hann
flutningabílstjóri á Húsavík.
Hann flutti svo í bæinn þegar
hann giftist og fór að búa með
Rannveigu Jónsdóttur. Rúnar
var alls staðar vel liðinn í vinnu
enda sérlega duglegur og útsjón-
arsamur. Því höfum við fengið að
kynnast í Straumrás. Það er
óhætt að segja að Rúnar hafi ver-
ið hvers manns hugljúfi og hann
var alveg ótrúlega bóngóður og
hann var sannur vinur vina sinna.
Rúnar var mikill fjölskyldu-
maður og reyndist sannarlega
dætrum Rannveigar þeim Dönu
og Karen frábærlega vel. Og
einnig barnabörnunum þegar þau
komu hvert af öðru. Ég held að
hann hafi verið hinn fullkomni afi
í augum barnabarnanna.
Rúnar var einn af þessum fjöl-
hæfu mönnum sem hafa ekki hátt
um það sem þeir geta. Hann var
fantagóður trésmiður, um það ber
svo sannarlega ótalmargt vitni í
og við sumarbústað þeirra hjóna
austur í Aðaldalshrauni. Hann
var líka lagtækur rafsuðumaður
og hann var magnaður veiðimað-
ur á bæði fugl og fisk. Þrjóskari
og þolinmóðari stangveiðmanni
hef ég aldrei kynnst. “Það er samt
fiskur hér“ sagði hann einu sinni
þegar við vorum búnir að berja
Bægisárhyl í klukkutíma. Tveim
tímum síðar þegar ég var löngu
hættur að reyna og búinn að
pakka saman dótinu mín kippti
hann upp þessari fínu bleikju. “
Ég var búinn að segja þér þetta“.
Rúnar var besti kokkur sem ég
hef kynnst og það var sannkölluð
matarupplifun að vera boðið í mat
til þeirra hjóna. Orðið grillmeist-
ari gæti sem hægast hafa orðið til
um hann. Ótal góðar ráðleggingar
fékk ég hjá honum varðandi elda-
mennsku. Rúnar var annálað
snyrtimenni, maður sá til dæmis
aldrei bílana hans, sleðana eða
mótorhjólin öðruvísi en spegil-
bónuð.
Rúnar Guðmundsson mun ekki
ná að lesa Í Verum eins og hann
hafði á dagskránni, hann mun
ekki heldur ná að mastera flug-
hæfileika sína með drónanum
sem hann hafði nýlega eignast.
Við vinirnir munum ekki fara að
veiða í Hvalvatnsfirði í haust eins
og við höfum gert undanfarin ár.
Ég mun ekki framar fá áramóta-
kveðju frá honum kl. 00 á gaml-
árskvöld. “Gleðilegt ár góði vinur,
takk fyrir allar góðu samvistirnar
á árinu sem var að líða“.
Rúnar, takk fyrir allar stund-
irnar með þér kæri vinur. Þær
voru allar góðar og gefandi. Ég
var svo sannarlega heppinn að
einhver vísaði þér til mín með bil-
aðan vélsleða fyrir tuttugu og
fimm árum. Þín verður sárt sakn-
að.
Guðni.
✝ Gréta SigríðurHaraldsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. febrúar 1939.
Hún lést á hjarta-
deild Landspít-
alans við Hring-
braut 6. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Helga Guð-
rún Jakobsdóttir
frá Blönduósi, f.
24. desember 1915,
d. 10. janúar 2011, og Haraldur
Einarsson frá Brúsastöðum í
Þingvallasveit, f. 26. apríl 1913,
d. 10. apríl 1996.
Systir Grétu er Sigrún
Jakobína Haraldsdóttir, f. 24.
ágúst 1940, og fósturbróðir,
Friðþjófur Daníel Friðþjófsson,
f. 29. maí 1947, d. 18. ágúst
2017.
Hinn 24. september 1966
giftist Gréta Hrafnkeli Þor-
valdssyni vélvirkja, f. 15. nóv-
ember 1941. Áttu þau einn son,
Þorvald Skúla, f. 6. janúar
1968, d. 5. ágúst
2001.
Gréta var alin
upp í Reykjavík og
bjó á Skólavörðu-
stíg 30 til ársins
1947 og gekk þá í
Landakotsskóla
einn vetur, síðan
flutti fjölskyldan á
Hjallaveg 21 í
Kleppsholti og fór
hún í Laugarnes-
skóla og lauk þar barna- og
unglingaskóla, var svo tvo vet-
ur í Gagnfræðaskóla verknáms-
ins. Gréta lauk einnig einni önn
við Húsmæðraskólann í Reykja-
vík. Eftir skólagöngu starfaði
Gréta við verslunarstörf til að
byrja með, hjá Læknastöðinni á
Klapparstíg um tíma, síðan við
skrifstofustörf og fleira.
Útför Grétu fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
26. júní 2019, klukkan 13. Jarð-
sett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Nú eru bjartir og blíðir sum-
ardagar, nóttlaus veraldar vor-
öld, sem auðveldar að takast á við
sorgina við ástvinamissi.
Ég kynntist Grétu mágkonu
minni þegar við bræður sóttum
fundi í KSS, kristilegum skóla-
samtökum, hópi glaðra og
skemmtilegra ungmenna, sem
vildu leitast við að hafa kristna
trú leiðandi í lífi sínu. Þetta var
úrvalsfólk og þarna var stofnað
til kunningsskapar, vináttu og
jafnvel langlífra sambanda. Á
þessum árum kynntust þau
Gréta og Hrafnkell bróðir og
hafa gengið saman í gegnum súrt
og sætt síðan. Þau giftust og
eignuðust soninn Þorvald Skúla,
sprækan og skemmtilegan strák,
og allt virtist leika í lyndi. En
Skúli veiktist ungur og greindist
með heilaæxli, sem illa gekk að
lækna þrátt fyrir heimsóknir til
færustu lækna, m.a.í Bandaríkj-
unum. Það tókst að hægja á
meininu, en það olli ýmsum auka-
verkunum eins og vaxandi blindu
og óvissum lífslíkum. Þau Gréta
voru að vonum slegin, en tóku á
málum af stakri hugprýði, ákveð-
in að nýta þann tíma sem þeim
gæfist saman, sem best. Þeim
þótti gaman að ferðast og gerðu
víðreist til annarra landa, en
einkum þó innanlands. Hjólaferð
í Danmörku með tveggja manna
hjól, svo Skúli gæti notið sín líka,
og margar ökuferðir um Evrópu.
Einn eftirlætisstaður var Walch-
see í Tyrol, svo og Salzburg og
Vín. Þau studdu vel við Skúla
þegar hann fór að æfa sund með
góðum árangri í Íþróttafélagi
fatlaðra. Þegar blindan ágerðist
varð starf með Blindrafélaginu æ
meiri þáttur í lífi þeirra Grétu.
Á ferðum um Ísland var leitast
við að fara sem víðast. Oftast var
gist í sumarhúsum starfsmanna-
félaga og ævinlega notalegt að
heimsækja þau eins og heima,
enda Gréta fyrirmyndar húsmóð-
ir. Það var í lok einnar slíkrar
langferðar þeirra, í Brekkuskógi,
að óvissu æviskeiði Skúla lauk,
fyrirvaralítið.
Það var mikið áfall, sem erfitt
var að vinna úr. Þau héldu þó
sínu striki, fóru í ferðir sem áður,
til Gardavatns og Tenerife og
víðar, og sumarhúsa innanlands.
Tóku ástfóstri við sumarhús for-
eldra Grétu við Hólmsá, sem þau
hafa annast ásamt Sigrúnu, syst-
ur Grétu, eftir lát foreldranna.
Þau voru einkar einhuga og sam-
rýnd og höfðu yndi af að hitta vini
og kunnngja og spjalla. Voru
næstum fastagestir í kaffi í
Kringlunni til að hitta þar fólk.
En heilsu Grétu hafði hrakað á
þessum tíma og fyrir nokkrum
árum var henni um hríð vart hug-
að líf, en eftir erfiða aðgerð reif
hún sig upp á ný af ótrúlegri
seiglu. Í vetur kom svo í ljós að
hún mundi þurfa hjartaaðgerð,
sem gerð var nú í vor. Aðgerðin
tókst að vísu vel, en viðnáms-
þróttur Grétu var orðinn lítill, og
eftir harða baráttu varð svæsin
lungnabólgusýking henni um
megn.
Missir Hrafnkels er mikill og
Sigrúnar systur einnig, en trúin á
að sameinast aftur á öðru tilveru-
stigi veitir huggun.Við minnumst
þessarar hæglátu og ljúfu konu
með söknuði og dýpstu samúð.
Björn og Kristbjörg.
Gréta starfaði með okkur í
unglingadeild KFUK í Maríu-
bakkanum í Reykjavík um
margra ára skeið. Hún var
traustur leiðtogi sem hafði
starfsreynslu meðal barna þegar
við hófum þar störf. Með hægð
sinni og yfirvegun vann hún störf
sín af alúð og samviskusemi. Við
vorum fjórar stöllurnar sem
lengst störfuðum saman í þessari
deild, við undirritaðar ásamt
Grétu og Ingibjörgu Gestsdóttir,
sem féll frá fyrir nokkrum árum.
Margt var brallað á þessum tíma
og segja má að samstarf milli
deilda í starfstöðinni hafi verið
einstakt. Fórum við í ferðalög
bæði innanlands og utan og ótrú-
legt var hversu mikið var lagt á
sig við undirbúning til að gera
ferðirnar sem bestar og
skemmtilegastar. Við minnumst
sérlega góðra stunda saman í
litla húsinu við Maríubakka, sem
nú er horfið. Gréta átti við van-
heilsu að stríða undanfarin ár.
Hún lést á Landspítalanum 6.
júní sl. Við biðjum Guð að blessa
Hrafnkel og gefa honum styrk og
kraft. KFUM og K þakka hennar
góðu störf í þágu félagsins.
Blessuð sé minning Grétu Har-
aldsdóttur.
Elín J. Elíasdóttir,
María I. Aðalsteinsdóttir.
Það er ótrúlega fjölbreyttur
hópur fólks sem leggur leið sína í
Hamrahlíð 17, hús Blindrafélags-
ins, ýmissa erinda. Þar á meðal
voru þau hjónin Gréta og Hrafn-
kell sem áttu hann Þorvald Skúla
sem var sjónskertur og vann í
nokkur ár á Blindravinnustof-
unni. Gréta og þau hjón bæði
komu oft í Hamrahlíðina og eign-
uðust þar góða vini. Þegar ég
vann við Hljóðbókagerð Blindra-
félagsins vantaði einu sinni
manneskju til þess að sjá um fjöl-
földun og fleira. Ég rakst á Grétu
og spurði hana hvort hún væri til
í að vinna með mér í einhverjar
vikur. Og vikurnar urðu að rúm-
um áratug. Hún sá um fjölföldun
á snældum, síðar lærði hún á vél-
ar til þess að framleiða þær og
svo tóku geisladiskar við. Stund-
um komu til okkar verkefni þar
sem krafist var algjörs trúnaðar.
Það þurfti aldrei að minna hana á
að virða þann trúnað. Gréta var
einstaklega þægileg og ljúf í um-
gengni en gat látið hvína í sér ef á
þurfti að halda og þá tók maður
líka eftir því að þessari hæglátu
konu var á einhvern hátt misboð-
ið. Mér er minnisstætt að einn
dag ákvað hún að taka sér sum-
arfrí og þá dundu á mér verkefni
sem varð að ljúka. Ég rembdist
eins og rjúpa við staur og sá fram
á stífa vinnu fram undan. Þá birt-
ist Gréta, hafði gleymt einhverju,
leit á mig og fór úr yfirhöfninni.
Ég spurði hvort hún væri ekki í
fríi. „Jú, en mér sýnist þú ekki
geta klárað þetta einn í dag. Fríið
getur alveg beðið.“ Ég varð orð-
laus og snéri mér að öðru varð-
andi verkefnið. Ég hef oft hugsað
um þetta. Samviskusemin hjá
henni var einstök og ljúflyndið
eftir því. Þau Gréta, Hrafnkell og
Skúli sonur þeirra ferðuðust mik-
ið og nutu lífsins eins og þau gátu
öll þrjú. Skúla voru ekki ætlaðir
margir jarðvistardagar og því
var um að gera að njóta. Nú hef-
ur Gréta kvatt okkur hér og er
gengin inn í annan og betri heim.
Ég minnist hennar með hlýju og
væntumþykju. Við Herdís vott-
um Hrafnkeli innilega samúð.
Blessuð veri ævinlega minning
Grétu Sigríðar Haraldsdóttur.
Gísli Helgason.
Kær vinkona okkar, Gréta S.
Haraldsdóttir, hefur kvatt. Ótal
minningar rifjast upp enda hefur
vinátta okkar staðið allt frá því
snemma á unglingsárum okkar.
Og þó að samverustundir á síðari
hluta æviskeiðs okkar hafi verið
færri en fyrr á árum voru tengsl-
in alltaf jafngóð og innileg þegar
við hittumst.
Grétu og systur hennar kynnt-
umst við í æskulýðsstarfi KFUM
og K og Kristilegum skólasam-
tökum.
Vináttubönd bundust og þau
bönd hafa haldist alla tíð síðan.
Segja má að æskulýðsstarf félag-
anna hafi verið – og séu enn –
eins konar uppeldismiðstöð fyrir
íslenska æsku þar sem ungling-
arnir fengu að þroskast og vaxa í
mannlegum samskiptum fé-
lagslega, andlega og trúarlega.
Við tókum sameiginlega þátt í
starfi félaganna og Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga, vorum
á biblíunámskeiðum og almenn-
um mótum Kristniboðssam-
bandsins í Vatnaskógi þar sem
nokkur hundruð manns hittust
undir merkjum Krists. Þar var
rætt og sungið um mikilvægi
kristniboðs og mannúðarstarfs –
alveg ógleymanlegt þegar sung-
inn var af miklum krafti í lok
samveranna sálmur sr. Friðriks
Friðrikssonar: Sterk eru andans
bönd sem eru í Guði knýtt … Í
starfi Kristilegra skólasamtaka
vorum við saman á mörgum
skólamótum í Vatnaskógi á vorin
og Vindáshlíð á haustin. Þar var
alltaf líf og fjör í skemmtilegum
félagsskap. Við sungum saman í
æskulýðskór KFUM og K og
einnig um skeið í litlum sönghópi.
Við nutum oft samvista í heima-
húsum ásamt fleiri vinum og
styrktum þar enn böndin. Ynd-
islegar minningar sem ylja.
Gréta og Hrafnkell, maður
hennar, gengu ekki alltaf feril
sinn létt í spori. Veikindi settu
mark sitt á þau, þau urðu fyrir
þeirri sáru reynslu að eignast
fatlaðan son, sem þau misstu svo
á fullorðinsaldri. Þau fundu styrk
í samveru fjölskyldu og góðra
vina og lögðu líf sitt í hendur
Guðs. Samheldni þeirra hjóna
var alla tíð einstök og alltaf jafn
notalegt að hitta þau og reyna
hlýtt og glaðlegt viðmót þeirra.
Við þökkum Grétu innilega
fyrir samfylgdina og vottum
Hrafnkeli samúð okkar, sem og
Sigrúnu og ástvinum þeirra.
Guð blessi minningu Grétu.
Rúna Gísladóttir og
Þórir S. Guðbergsson.
Gréta Sigríður
Haraldsdóttir
Elskuleg eiginkona og móðir okkar, dóttir,
systir, tengdadóttir og mágkona,
ÓLÖF BJARNADÓTTIR,
Gilsbakka 24, Hvolsvelli,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
sunnudaginn 23. júní. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju laugardaginn 29. júní klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
Ólafar er bent á styrktarreikning fyrir dætur hennar og Lárusar
Viðars, 0308-22-823 kt: 150580-3909.
Lárus Viðar Stefánsson
Fanndís Lilja Kara Kristín
Bjarni Jónsson Kristín Bragadóttir
Bragi Bjarnason Eygló Hansdóttir
Unnur Lilja Bjarnadóttir Stefán Friðrik Friðriksson
Valdís Bjarnadóttir
Ragna Finnsdóttir Mikael Reynir Tryggvason
Stefán Lárusson
Anton Kristinn Stefánsson Bryndís Björk Reynisdóttir
Anna Fanney Stefánsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN THEODÓRSDÓTTIR,
Fögruhlíð 5, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
19. júní.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
28. júní klukkan 15.
Theodór K. Ómarsson Ágústa Ólafsdóttir
Marta Gígja Ómarsdóttir Höskuldur Ragnarsson
barnabörn og langömmubörn