Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 20

Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Mótorhjól Piaggo Vespa LX125 Piaggio Vespa LX125. Himinblá, árg. 2008. Ekin 12.600 km. Kr. 190.000. Upplýsingar í síma 694 7777. Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Eyrarlækur 4a, Sveitarfélagið Árborg, ehl. gþ., fnr. 235-9808, þingl. eig. Sunneva Lind Ármannsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 09:10. Mýrarkot, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 220-6959, þingl. eig. Gullbrá ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 10:00. Mýrarkot lóð, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 220-7883, þingl. eig. Björk Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 10:05. Björk 1, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 211337, þingl. eig. Meltuvinnslan ehf., gerðarbeiðendur Hömlur ehf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 10:35. Sandskeið 9-5, Bláskógabyggð, ehl. gþ., fnr. 234-6817, þingl. eig. Pétur Friðriksson Ottesen, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðju- daginn 2. júlí nk. kl. 11:30. Birkiflöt, Bláskógabyggð, fnr. 220-4334, þingl. eig. Birkiflöt ehf., gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 12:35. Hraunbú, Skeiða- og Gnúpvhr., fnr. 220-2766, þingl. eig. Mön ehf., gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 14:15. Mön, Skeiða- og Gnúpvhr., fnr. 223-7087, þingl. eig. Mön ehf., gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 25. júní 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Kárastígur 3, eignarhl. gerðarþola., Svfél. Skagafjörður, fnr. 214-3621, þingl. eig. Ragnheiður Eiríksdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, þriðjudaginn 2. júlí nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 25. júní 2019 Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun Helluvað 2, deiliskipulag. Deiliskipulagið nær til um 8 ha landspildu í landi Helluvaðs 2 í Rangárþingi ytra (landnr. 164511) sem í heild er um 23 ha samkvæmt Fasteignaskrá. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Að- koma að svæðinu er af Suðurlandsvegi (1) um Þrúðvang í gegn um Hellu og áfram um nýjan aðkomuveg í landi Ness og að skipulagssvæðinu. Kvöð er á Nesi um aðkomu að Helluvaði 2. Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Tillagan er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. ágúst 2019 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson skipulagsfulltrúi Rangárþing ytra Félagsstarf eldri borgara Boðinn Sundleikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Listasmiðja opin kl. 9-16. Salatbar kl. 11.30-12.15. Hádegismatur kl. 11.30. Miðvikufjör kl. 11.50, Svavar Knútur spilar og syngur. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur í dag. Heitt á könnunni fyrir hádegi og nýjustu dagblöðin liggja frammi. Kíkið inn í spjall og félagsskap til okkar. Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30. Göngutúr um hverfið kl. 13, hittumst í móttökunni við aðalinnganginn. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12. Línudans kl. 11-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnarlausra. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, samverustund kl. 10.30 og hádegismatur kl. 11.30. Liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í Borgum frá kl. 13 til 16; félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir. Frá 25. júní til 28. júní 2019 er samsýning á listaverkum í listasmiðjunni í Borgum, þar sem m.a. listamennirnir Jóhann Þór, Davíð, Bergsteinn, Gylfi, Magnús Helgi og fleiri sýna verk sín sem eru til sýnis og sölu. Opið frá kl. 8 til 16 alla þessa viku og gaman væri að sjá ykkur sem alllra felst. Kolbrún Lorange verður einnig með á listsýningu, sam- sýningu Korpúlfa á listaverkum í Borgum í þessari viku frá kl. 8 til 16 alla daga, allir hjartanlega velkomnir í Borgir Spönginni 43. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtals- tími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–5.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma Morgunblaðið óskar eftir   blaðbera    mbl.is alltaf - allstaðar 200 mílur Unaðslegir hljómar, sem pí- anóleikur Jóns Möllers töfraði fram um sína daga, eru þagnaðir þegar þetta prúða og yfirlætis- lausa ljúfmenni hefur nú lokið jarðvist sinni. Jón var undirleik- ari minn á nokkurs konar árlegri vetrarvertíð árshátíða og þorra- blóta fyrir réttri hálfri öld, árið 1969, en það þýddi að við kæm- um fram með sungna og leikna skemmtiþætti á hátt á annað hundruð skemmtunum á fjórum mánuðum. Þetta kallaði á afar mikla og nána samvinnu við að móta prógrammið, breyta því og bæta, og síðast en ekki síst að komast yfir allan þvælinginn um borg og bý, oftast marga staði á hverju kvöldi um helgar. Iðulega fólst lausnin við að láta flókin dæmi ganga upp í spennu og lát- um, að nota fjölbreytt farartæki og aðferðir sem reyndu á þolrif- in. Fjórir mánuðir sýnast ekki langur tími, en stundum er það svo að minningar eru þess eðlis að tíminn týnist ekki þegar þær spretta fram, heldur vex birta þeirra með tímanum. Á þessum mánuðum 1969 átti Jón við veik- indi að stríða, auk þess sem hann var svo einstaklega hlédrægur, feiminn og hógvær, að það sýnd- ist með ólíkindum að hann gæti staðið í öðrum eins hasar og hamagangi og fylgdi því vanda- sama starfi sem hann hafði með semingi fengist til að helga sig þessa eftirminnilegu mánuði. Þegar litið er til baka var það ekkert minna en afrek, hvernig Jón skilaði hlutverki sínu á hverju sem gekk. Sem dæmi má nefna einstæða hrakningaferð okkar á hraðbáti frá Hafnarfirði fyrir Álftanes og Seltjarnarnes upp á Akranes á janúarkvöldi í óhagstæðu veðri og sjólagi til þess að skemmta þar og komast aftur sem fljótast á hraðbátnum til Reykjavíkur til að skemmta þar líka. Aðeins var hægt að leysa dæmið með hraðbáti, því að þá voru engin Hvalfjarðar- göng. Ekki mátti miklu muna að Jón drukknaði þegar hann féll í sjóinn við landtöku á Akranesi. Já, mikið var á manninn lagt, en aldrei skipti hann skapi, hvaða vitleysu sem ég lagði á hann að leysa. Af þessum ástæðum er minningin um Jón mér einkar kær og fögur. En það sem litar hana fegurst er minningin um alla dásamlegu hljómana sem þessi snillingur gat laðað fram í undirleik sínum. Ég segi hiklaust eftir 60 ára kynni af fremstu tón- listarmönnum landsins, að hann var í fremstu röð hvað þennan einstaka hæfileika varðaði. Jón kemur mér ætíð í hug þegar sögð er setningin „sælir eru hóg- værir“ og vegna þess hve lítillát- ur hann var og hlédrægur er lík- lega ekki mikið til af varðveittum upptökum af píanóleik hans, sem hann kom mér svo oft á óvart með sakir frumleika og sköpun- argáfu, sem streymdi oft fram af fingrum hans við píanóið. Bless- uð sé minning hins góða drengs og vinar míns, Jóns Möllers. Ómar Ragnarsson. Jón Friðrik Möller ✝ Jón FriðrikMöller píanó- leikari fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1939. Hann lést 18. júní 2019. Foreldrar hans voru Tage Möller, kaupmaður og tón- listarmaður, og Margrét Jónsdóttir Möller húsmóðir. Bróðir Jóns var Carl Möller píanisti, sem lést árið 2017 og hálfbróðir hans Birgir Möller, hagfræðingur og forseta- ritari, en hann lést árið 2012. Jón var tvígiftur og átti tvö stjúpbörn, Grím og Ingibjörgu. Útför Jóns fer fram frá Frí- kirkjunni í dag, 26. júní 2019, klukkan 13. Þá hefur Jón Möller píanisti kvatt, síðastur sona Taage Möllers pían- ista; hálfbróðirinn var Birgir, sem blés m.a. í trompet í hljómsveit föður síns, en var þekkt- astur sem starfs- maður utanríkis- þjónustunnar, en albróðirinn var Carl píanisti. Taage Möller vann við kaup- sýslu jafnframt píanóleiknum og var löngum með eina af betri danshljómsveitum Reykjavíkur og hafa varðveist hljómplötur með hljómsveit hans frá því um 1946. Þeir bræður lærðu ungir að leika á píanó og var það aðalstarf þeirra alla ævi meðan heilsan leyfði. Taage var ekki djassleik- ari þó hann gæti spilað ágæta só- lóa og væri glettilega góður skálmpíanisti, en þeir bræður urðu fyrsta klassa djassleikarar. Ólíkir voru þeir að allri gerð og kom það fram í píanóleik þeirra. Kalli expressjónisti frammí fing- urgóma og fljótur að grípa harð- boppið með fönkaðri sálarstemn- ingunni; Jón íhugulli og formfastari í leik sínum og minnti um sumt á eftirstríðs- bopparana. Ég kynntist Jóni vel sumarið 1962, er Fylkingin hélt á Heimsmót WUFDY í Helsing- fors og hljómsveit Hauks Mort- hens með í för. Íslendingar höfðu áður getið sér gott orð á Heims- mótum, ekki síst er hljómsveit Gunnars Ormslevs hlaut gull- verðlaunin í Moskvu 1957. Í hljómsveit Hauks í Helsinki voru toppdjassleikarar: Jón á píanó, Örn Ármannsson á gítar, Sigur- björn Ingþórsson á bassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Svo fór að þeir Örn og Bjössi bassi hlutu gullverðlaun fyrir sólóa sína. Er hátíðinni lauk var haldið til Leníngrad, en Haukur var enn vinsæll í Sov- étríkjunum eftir heimsóknina 1957. Bæði hafði verið gerð kvik- mynd, þar sem hljómsveitin kom fram, og hljóðrit fyrir útvarp og plötu. Í Leníngrad kom sveit Hauks fram í sjónvarpi og vakti feikiathygli, ekki síst fyrir að Haukur tvistaði í sjónvarpssal. Ferill Jóns var dálítið út og suður. Hann lék með fjölda hljómsveita undir eigin nafni og annarra, svo var hann klassa dinnerpíanisti. Hann var m.a. pí- anistinn í verki Gunthers Schull- ers fyrir djass- og strengjakvar- tett, sem flutt var á vegum Musica Nova 1964. Ég man eftir honum á djammsessjón í Þórs- café. Ég sat við hliðina á Henna Rassmuss, píanista og lagahöf- undi, og var þetta í eina skipti sem ég hitti hann. Vorum við sammála um hversu glæsilega Jón hefði spunnið bíboppið þetta kvöld. Jón var ekki sá duglegasti að koma sér á framfæri og hann glímdi við erfið vandamál. Því bar æ minna á honum á djass- vellinum er árin liðu. Þegar ég var framkvæmdastjóri RúRek djasshátíðarinnar fékk ég þá flugu í höfuðið að setja saman hljómsveit með tveimur ung- lingsstrákum úr FÍH-tónlistar- skólanum og tveimur reynslu- boltum, sem voru orðnir sjaldséðir á djassklúbbunum. Jón Möller var píanistinn og Al- freð Alfreðsson trommarinn. Svo blés Gestur Pálsson í tenorsax- inn, en hann var þá í Stórsveit FÍH-skólans og Róbert Þór- hallsson var á bassa. Gestur hvarf síðan af djassvellinum, en Róbert er einn öflugasti bassa- leikari okkar. Þessi tilraun tókst vel og eru upptökurnar frá Rú- Rek 1974 til í Ríkisútvarpinu. Ástvinum Jóns vinar míns sendi ég samúðarkveðjur. Vernharður Linnet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.