Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019
Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686
Gómsætir og girnilegir réttir
í fiskborði beint í ofninn
Glæný stórlúða
Glæný smálúða
Stór humar
Túnfiskur
Klausturbleikja
Humarsúpa
7. UMFERÐ
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Ef einhver var enn að efast um að
aðeins tveggja liða barátta yrði um
Íslandsmeistaratitil kvenna í knatt-
spyrnu í ár verður sá hinn sami
sennilega að láta af þrjóskunni. Hins
vegar stefnir enn frekar í ógnar-
spennandi botnbaráttu í Pepsi Max-
deildinni þar sem ómögulegt er að
spá um gengi fimm neðstu liðanna.
Nýliðar Keflavíkur stálu senunni
aðra umferðina í röð með því að
bursta Stjörnuna, 5:0, eftir að hafa
unnið KR 4:0 þar á undan. Eftir
fimm tapleiki í röð í byrjun mótsins
hafa Keflvíkingar minnt hressilega á
sig, komist upp úr fallsæti og eru
með langbestu markatöluna af lið-
unum í neðri hluta deildarinnar. Gott
sjálfstraust er gulls ígildi í fallbar-
áttu og Keflvíkingar hafa það fram
yfir liðin í kringum sig sem eru öll í
hnút á þessari stundu.
Keflavík er með sex stig eins og
HK/Víkingur en Selfoss og Fylkir
hafa aðeins stigi meira eftir jafntefli
sín á milli í umferðinni. Stjarnan er
svo alls ekki langt frá með níu stig og
er að sogast neðar eftir þrjá tapleiki
í röð og skellinn gegn Keflavík. KR
er með fjögur stig á botninum eftir
jafnteflið fyrir norðan og augljóst að
mestu sviptingarnar í deildinni í ár
verða í fallbaráttunni. Hvert feilspor
getur vegið þungt.
Á toppnum mega Breiðablik og
Valur hins vegar ekki heldur við því
að misstíga sig á meðan bæði halda
áfram að hala inn öll stig sem í boði
eru. Blikarnir voru reyndar ansi ná-
lægt því að tapa fyrstu stigunum eft-
ir ótrúlegan sigur á HK/Víkingi, þar
sem sigurmark Öglu Maríu Alberts-
dóttur með nánast síðustu spyrnu
leiksins tryggði 2:1 sigur og þrjú
stig. Blikar áttu 28 tilraunir að
marki andstæðingsins í leiknum, þar
af 18 á rammann, og er því ekki að
ástæðulausu að Audrey Baldwin,
markvörður HK/Víkings, var fyrst á
blað í lið umferðarinnar hjá Morgun-
blaðinu.
Blikarnir fóru því í rússíbanareið
á meðan Valur vann þægilegan 3:1-
sigur á ÍBV í umferðinni. Valskonur
hafa aðeins einu sinni skorað minna
en þrjú mörk í leik í sumar en Blikar
hafa unnið tvo nauma sigra í röð.
Uppgjör toppliðanna í næstu umferð
verður því í meira lagi áhugavert og
mun segja mikið til um framhaldið í
titilbaráttunni.
Ýtir frekar undir umræðuna
Í uppgjöri blaðsins eftir 6. umferð-
ina fyrr í mánuðinum var því velt
upp hvort besti leikmaður deild-
arinnar í ár, a.m.k. úr hópi varnar-
manna, væri Natasha Moraa Anasi
úr Keflavík. Hún ýtti undir það með
stórleik þegar Keflavík vann 5:0-
sigur á Stjörnunni. Markatala nýlið-
anna er 9:0 í síðustu tveimur leikjum
og á Natasha stóran þátt í því að
binda saman varnarleikinn en ekki
síður að skora og leggja upp mörk.
Hún var besti leikmaður 7. umferðar
að mati Morgunblaðsins.
Natasha er 27 ára gömul og er að
spila sitt þriðja tímabil með Kefla-
vík, en missti þó reyndar nánast af
öllu sínu fyrsta tímabili 2017 vegna
barneigna. Hún kom gríðarlega
sterk inn í fyrra, skoraði 13 mörk í
18 leikjum þegar Keflavík hafnaði í
öðru sæti 1. deildar og leikur nú á
meðal þeirra bestu í fyrsta sinn í ára-
tug.
Natasha kom fyrst til ÍBV frá
Bandaríkjunum árið 2014 og spilaði
þrjú tímabil í Eyjum, alls 44 leiki í
efstu deild og skoraði í þeim sex
mörk. Hún hefur nú bætt við sjö
leikjum og fjórum mörkum í efstu
deild með Keflvíkingum.
Sveindís gerir það áfram gott
Keflvíkingar eiga skilið sviðið í
uppgjörinu eftir 7. umferðina og er
Sveindís Jane Jónsdóttir, sem ný-
lega fagnaði 18 ára afmæli sínu, besti
ungi leikmaður umferðarinnar að
mati blaðsins. Hún er þar með valin
aðra umferðina í röð, en Sveindís
fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í
5:0-sigrinum gegn Stjörnunni rétt
eins og eftir 4:0-sigur liðsins á KR.
Hún skoraði eitt mark (sem var
ranglega skráð á annan leikmann í
blaðinu í gær) og lagði upp tvö.
Sveindís er þrátt fyrir ungan ald-
ur að spila sitt fimmta tímabil með
meistaraflokki en aðeins 15 ára göm-
ul skoraði hún 27 mörk í 19 leikjum
fyrir Keflavík í 1. deildinni. Hún á
alls að baki 64 deildarleiki með
Keflavík í efstu og næstefstu deild
og hefur í þeim skorað 45 mörk.
Sögulegur leikur Breiðabliks
Breiðablik lék sinn 600. leik í
efstu deild þegar liðið vann 2:1-sigur
á HK/Víkingi í umferðinni og varð
fyrsta félagið sem nær þeim áfanga.
Sesselja Líf Valgeirsdóttir,
leikmaður ÍBV, spilaði sinn 100. leik
í efstu deild þegar Eyjakonur töpuðu
fyrir Val, 3:1. Hún hefur leikið 45
þessara leikja með ÍBV, 45 með Aft-
ureldingu og 10 með Þrótti R.
Fjórir leikmenn léku sína fyrstu
leiki í efstu deild í umferðinni. Það
voru þær Hafdís Bára Höskulds-
dóttir, ÍBV, Kyra Taylor, Fylki, og
Keflvíkingarnir Una Margrét Ein-
arsdóttir og Amelía Rún Fjeldsted.
Dröfn Einarsdóttir, Keflavík,
og Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir,
HK/Víkingi, skoruðu sín fyrstu
mörk í efstu deild í umferðinni.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 11
Elín Metta Jensen, Val 10
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 9
Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 9
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 8
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 6
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 6
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR 5
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 5
Emma Kelly, ÍBV 5
Hlín Eiríksdóttir, Val 5
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 5
Stephany Mayor, Þór/KA 5
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 4
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 4
Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 4
Aníta Lind Daníelsdóttir, Kefl avík 4
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabl. 4
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA 4
Elín Metta Jensen, Val 9
Stephany Mayor, Þór/KA 8
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 7
Cloé Lacasse, ÍBV 7
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 5
Hlín Eiríksdóttir, Val 5
Markahæstar
Breiðablik 39
Valur 39
Kefl avík 36
ÍBV 34
HK/Víkingur 28
Þór/KA 26
KR 23
Selfoss 23
Stjarnan 23
Fylkir 22
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Audrey Baldwin
HK/Víkingi
Andrea Mist
Pálsdóttir
Þór/KA
Hlín Eiríksdóttir
Val
Sophie Groff
Kefl avíkÍda Marín
Hermannsdóttir
Fylki
Katrín
Ómarsdóttir
KR
Sveindís Jane
Jónsdóttir
Kefl avík
Guðný Árnadóttir
Val
Natasha Moraa Anasi
Kefl avík
Agla María Albertsdóttir
Breiðabliki
Anna María
Friðgeirsdóttir
Selfossi
7. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Lið:
62
2
2 2
2
4
Clara Sigurðardóttir, ÍBV 4
Dóra María Lárusdóttir, Val 4
Gígja V. Harðardóttir, HK/Víkingi 4
Katrín Ómarsdóttir, KR 4
Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki 4
Keflavík er á allra vörum
Nýliðarnir eiga besta leikmann 7. umferðar og líka besta unga leikmanninn
Sviptingarnar verða í botnbaráttunni Uppgjör toppliðanna næst á dagskrá
Ljósmynd/Víkurfréttir
Nýliðarnir Fyrirliðinn Natasha Anasi, leikmaður umferðarinnar, er fremst
og Sveindís Jane Jónsdóttir, besti ungi leikmaðurinn, er í efri röð til hægri.
KNATTSPYRNA
Inkasso-deild kvenna
Þróttur R – ÍA ...........................................3:0
Linda Líf Boama 9., Lauren Wade 28., 57.
Haukar – FH .............................................1:2
Elín Björg Símonardóttir 70. – Selma Dögg
Björgvinsdóttir 42., Birta Georgsdóttir 68.
Staðan:
Þróttur R. 6 5 0 1 22:4 15
FH 6 4 1 1 18:8 13
ÍA 6 3 2 1 8:5 11
Tindastóll 5 3 0 2 14:12 9
Grindavík 5 2 2 1 5:5 8
Afturelding 5 2 1 2 7:7 7
Haukar 6 2 0 4 6:6 6
Augnablik 5 2 0 3 5:6 6
Fjölnir 5 0 2 3 3:11 2
ÍR 5 0 0 5 2:26 0
HM kvenna
16-liða úrslit:
Ítalía – Kína...............................................2:0
Valentina Giacinti 15., Aurora Galli 49.
Holland – Japan........................................2:1
Lieke Martens 17., 90. (víti) – Yui Hase-
gawa 43.
Í átta liða úrslitunum mætast:
Noregur – England
Frakkland – Bandaríkin
Þýskaland – Svíþjóð
Ítalía – Holland
Svíþjóð
AIK – Norrköping ....................................0:2
Kolbeinn Sigþórsson átti að vera á vara-
mannabekk AIK en virðist hafa meiðst í
upphitun fyrir leik því hann var tekinn út
úr leikmannahópnum rétt áður en leikurinn
hófst.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leik-
inn fyrir Norrköping en Alfons Sampsted
var ekki í leikmannahópnum
Staðan:
Malmö 13 9 3 1 25:9 30
Djurgården 12 7 3 2 21:10 24
AIK 13 7 3 3 16:11 24
Gautaborg 12 6 3 3 20:12 21
Häcken 12 6 3 3 17:10 21
Norrköping 13 5 6 2 20:15 21
Hammarby 12 5 4 3 20:16 19
Elfsborg 12 4 5 3 16:17 17
Örebro 12 4 2 6 15:20 14
Östersund 12 3 5 4 13:18 14
Kalmar 12 2 7 3 10:12 13
Sirius 12 4 1 7 16:21 13
Sundsvall 13 2 4 7 15:20 10
Helsingborg 12 2 4 6 12:19 10
Falkenberg 12 1 4 7 9:21 7
Eskilstuna 12 1 3 8 9:23 6
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Víkingur...........18.00
Inkasso-deild karla:
Framvöllur: Fram – Þróttur R ............19.15
Inkasso-deild kvenna:
Hertz völlur: ÍR – Fjölnir .....................19.15
Kópavogsv.: Augnablik – Afturelding.19.15
3. deild karla:
Fagrilundur: Augnablik – Reynir S ....20.00
Í KVÖLD!