Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 FRJÁLSAR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FH-ingurinn Valdimar Hjalti Erlends- son sló piltamet sitt í kringlukasti þeg- ar hann fagnaði sigri í flokki 19 ára og yngri á Vormóti ÍR á Laugardalsvelli í gærkvöld. Mótið fór þá fram í 77. sinn. Valdimar Hjalti er einn af þeim átta efnilegu Íslendingum sem keppa munu á hinu sterka unglingamóti Bau- haus Junioren Gala í Mannheim í Þýskalandi um næstu helgi. Hann ætti að halda á mótið með byr í seglunum eftir gott gengi í júní en hann setti nýtt piltamet í kringlukasti (þar sem notast er við 1,75 kg kringlu) snemma mán- aðar með 56,73 metra kasti. Í gær- kvöld kastaði hann svo enn lengra eða 57,54 metra í sinni fjórðu tilraun. Auk Valdimars fara til Mannheim Íslandsmethafarnir Elísabet Rut Rún- arsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarna- dóttir, og þau Erna Sóley Gunn- arsdóttir, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Hinrik Snær Steins- son, Tiana Ósk Whitworth og Þórdís Eva Steinsdóttir. Valdimar og Erna Sóley kepptu í Laugardalnum í gær og vann Erna Sóley ein af 16 gull- verðlaunum ÍR-inga með því að kasta 14 metra slétta í kúluvarpi í sinni þriðju tilraun. Af öðrum úrslitum má nefna að ól- ympíufarinn Guðni Valur Guðnason kastaði 56,53 metra í kringlukasti full- orðinna og vann það af öryggi, en það er þó níu metrum frá hans besta ár- angri sem hann náði í fyrra. Guðni Val- ur vann einnig kúluvarpið með 17,30 metra kasti. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna með 57,54 metra kasti og Hilmar Örn Jónsson, liðsfélagi hennar úr FH, vann sleggjukast karla með 70,01 metra kasti. Í spretthlaupunum voru ÍR-ingar sigursælir en Agnes Kristjánsdóttir vann 200 metra hlaup á 25,14 sekúndum og Ívar Kristinn Jasonarson sömu grein hjá körlunum á 22,18 sekúndum. Dagur Andri Ein- arsson vann 100 metra hlaup karla á 11,24 sekúndum en í 100 metra hlaupi kvenna kom Dóróthea Jóhannesdóttir úr FH fyrst í mark á 12,31 sek.. Öll úr- slit má finna á fri.is. Valdimar með nýtt piltamet  Vormót ÍR í frjálsum haldið í 77. sinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fljótust Dóróthea Jóhannesdóttir fagnaði sigri í 100 metra hlaupi í gær. Sleggja Hilmar Örn Jónsson kastaði sleggjunni yfir 70 metra í gær. Íslenska karlandsliðið í handknatt- leik mætir Svíum í tveimur vináttu- leikjum í október en þeir eru liður í undirbúngi liðsins fyrir Evrópu- mótið sem haldið verður í Svíþjóð, Noregi og Austurríki í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Kristi- anstad 25. október og síðari leik- urinn verður í Karlskrona tveimur dögum síðar. Á föstudaginn verður dregið í riðla fyrir Evrópumótið en þar verður Ísland í þriðja styrkleika- flokki en Svíþjóð í fyrsta styrk- leikaflokki. gummih@mbl.is Mæta Svíum í tveimur leikjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjálfarinn Guðmundur Þórður Guð- mundsson ræðir við sína menn. Haukar staðfestu í gær frétt mbl.is frá því í apríl, þegar félagið greindi frá því á fréttamannafundi að Lovísa Björt Henningsdóttir muni leika með Haukum á næstu leiktíð. Lovísa gerði eins árs samning en hún hefur leikið með bandaríska háskólaliðinu Marist undanfarin ár. Þá kom fram að Þóra Kristín Jónsdóttir, Magda- lena Gísladóttir, Eva Margrét Krist- jánsdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir og Sigrún Björg Ólafsdóttir hefðu allar fram- lengt samninga sína. Sjá viðtal við Lovísu á mbl.is/sport. Lovísa samdi við Hauka til eins árs Morgunblaðið/Bjarni Helgason Heimkoma Lovísa Björt Hennings- dóttir er komin til Hauka. Miðvörðurinn Teitur Magnússon skrifaði í gær undir tveggja ára samn- ing við danska knattspyrnufélagið OB. Teitur er 18 ára gamall en hann kem- ur til félagsins frá FH í Hafnarfirði þar sem hann er uppalinn. Teitur lék einn leik með FH í úrvalsdeild karla sumarið 2017 og þá á hann að baki sextán landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann eyddi hluta síðasta tímabils á láni hjá Þrótti í Reykjavík þar sem hann kom við sögu í sex leikjum með liðinu og skoraði eitt mark í 1. deildinni.  Gísli Sveinbergsson og Bjarki Pét- ursson hefja í dag leik á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem haldið verður á Diamond Country-vellinum í Aust- urríki. Leiknir verða fjórir hringir á mótinu sem lýkur á laugardaginn.  Geir Sveinsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, verður áfram þjálfari Þórs (áður Akureyri handboltafélag) í handbolta karla á næstu leiktíð en þeir Halldór Örn Tryggvason hafa ver- ið ráðnir til að stýra liðinu. Geir tók við liðinu í byrjun þessa árs af Sverre Jakobssyni en tókst ekki að forða því frá falli úr efstu deild. Halldór hefur þjálfað yngri flokka Þórs und- anfarin ár og er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Ákveðið var að breyta nafni liðsins úr Ak- ureyri í Þór í sumar. Eitt ogannað Þróttur R. vann öruggan 3:0-sigur á ÍA í toppslag í 1. deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Þar með skilja fjögur stig liðin að þegar þau hafa leikið þriðjung leikja sinna í sumar en Þróttur er með 15 stig á toppn- um. FH skaut sér upp í 2. sæti með 2:1-sigri í grannaslagnum við Hauka og er með 13 stig. Linda Líf Boama, sem Þróttur fékk frá HK/Víkingi í vetur, hefur heldur betur reynst Þrótturum vel og hún skoraði fyrsta markið í sigr- inum á ÍA í gær með laglegum hætti. Hún hefur nú þegar skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Sú eina sem toppar það er norður-írska landsliðskonan Lauren Wade sem skoraði hin tvö mörkin fyrir Þrótt í gær og hefur því skorað átta mörk í sex deildarleikjum, og alls 13 mörk í 9 leikjum í sumar ef bikarleikir eru taldir með. Haukar klúðruðu víti í fyrri hálf- leik gegn FH í gær og í staðinn kom Selma Dögg Björgvinsdóttir FH yf- ir. Birta Georgsdóttir jók muninn um miðjan seinni hálfleik en Elín Björg Símonardóttir minnkaði muninn fyrir Hauka. sindris@mbl.is Linda og Wade sáu um ÍA í toppslagnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mark Þróttarar fagna einu marka sinna gegn ÍA í Laugardalnum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.