Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 29

Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta 2001 KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR OG MICHAEL YOUNG Þau Katrín Ólína Pétursdóttir og Michael Young hönnuðu tréð upphaflega árið 2001 sem bakgrunn fyr- ir kynningarbás á hönnunarsýningu. Þar vakti nánast tvívítt tréð athygli framleiðanda sem endaði þannig að gripurinn fór í framleiðslu sem fatahengi hjá sænska hönnunarfyrirtækinu Swedese árið 2003. Tréð er einn af merkisberum framsækinnar nor- rænnar hönnunar í dag og er enn í framleiðslu. Trén er hægt að fá stór eða lítil og frístandandi á fæti, eins og þau sem Hönnunarsafnið á, eða með veggfestingu. Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands Ljósmynd/Anna María Sigurjónsdóttir/Sigríður Sigurjónsdóttir skráði Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt ís- lenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Bakgrunnur varð að fatahengi Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Mikið líf var í Iðnó á dögunum þegar nokkrar þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem náðu langt í síðustu Músíktilraunum hittu og léku fyrir lykilaðila í íslensku tón- listarlífi. Viðburðurinn var lokahóf Hitakassans, námskeiðs fyrir það tónlistarfólk sem komst á úrslita- kvöld Músíktilrauna. Námskeiðið var haldið af Tónlistarborginni Reykjavík í samstarfi við Hitt hús- ið og Útflutningsskrifstofu ís- lenskrar tónlistar, ÚTÓN. Hljóm- sveitirnar og tónlistarmennirnir átta sem léku í Iðnó voru Flamm- eus, Caravan Kids, Eilíf sjálfsfró- un, Parasol, Dread Lightly, Gugus- ar, Blóðmör og Konfekt en alls tóku ellefu þátt í námskeiðinu. Í Hitakassanum var farið yfir allt það helsta sem tónlistarfólk ætti að vita um tónlistariðnaðinn með léttum fyrirlestrum, pallborðs- umræðum, vettvangsheimsóknum og hagnýtum verkefnum. María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, segir það hafa verið markmið Hitakassans að hafa fræðsluna skemmtilega. Fræða ungar hljómsveitir „Fyrir það fyrsta fannst okkur vanta að ungar hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu skref fræðist aðeins um þennan tónlist- ariðnað sem þær eru að stíga inn í. Hann getur oft verið mjög flókinn og snýst ekki bara um að semja og spila tónlist. Það er til dæmis við- skipta- og markaðssetningarhlið á tónlistinni sem er mikilvægt að kunna skil á,“ segir María. Þetta er í fyrsta sinn sem nám- skeið af þessu tagi er haldið og segir María að stefnan sé að halda annað að ári. „Við viljum gefa ungu tónlistarfólki á einu bretti fræðslu um allt það helsta sem er gott að vita þegar maður er að stíga sín fyrstu spor. Við viljum valdefla þessa krakka svo þeir séu betur í stakk búnir til þess að taka góðar ákvarðanir varðandi sinn feril.“ María nefnir einnig að nám- skeiðið megi auðveldlega nýta til fræðslu fyrir aðra hópa innan tón- listargeirans. Á meðal þess sem fjallað var um í Hitakassanum var réttur höfunda og flytjenda, skráning verka, for- leggjarar, útgáfumál, hinir fjöl- mörgu samningar sem hljómsveit getur þurft að gera á ferlinum, gerð tæknilista, styrkir og styrk- umsóknir, fréttatilkynningar, sam- félagsmiðlar, geðheilsa í tónlist, hvernig maður kemur lagi í spilun í útvarpi, verkaskipting innan hljómsveita, hin ýmsu hugtök og hlutverk í tónlistariðnaðinum sem gott er að kunna skil á, samtök í tónlist, ímynd og sviðsframkoma og tengslamyndun. Gestir deildu reynslu sinni „Við þekkjum það öll sem stönd- um að baki þessu verkefni að ís- lenski tónlistariðnaðurinn er tölu- vert einfaldari en sá erlendi þannig að þegar hljómsveitir hyggja á út- rás þá þekkja þær ekki viðskipta- hlið tónlistarinnar eða þessi hugtök sem eru notuð.“ Í Hitakassanum var mikil áhersla lögð á að efla tengsl þátt- takenda við annað íslenskt tónlist- arfólk og fagfólk í tónlist. Viðburð- urinn í Iðnó var liður í því að í skapa slík tengsl auk þess sem margir gestir heimsóttu nám- skeiðið til að deila reynslu sinni og þekkingu með tónlistarfólkinu unga. María segir námskeiðið hafa gengið afar vel. „Krakkarnir mættu samviskusamlega dag eftir dag og tóku virkan þátt. Þau voru mjög áhugasöm og ég held ég geti fullyrt að þau hafi verið mjög þakklát.“  Námskeiðið Hitakassinn haldið í fyrsta sinn fyrir Músíktilraunahljómsveitir  Farið yfir það sem tónlistarfólk ætti að vita um tónlistariðnaðinn  Hljómsveitirnar léku fyrir gesti á lokahófi í Iðnó Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tónleikar Flammeus, ein þeirra hljómsveita sem tóku þátt í Hitakassanum, spilaði fyrir áhorfendur í Iðnó í síðustu viku. „Krakkarnir mættu samviskusamlega dag eftir dag og tóku virkan þátt,“ segir verkefnastjórinn María. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tengslanet Á námskeiðinu Hitakassinn var mikil áhersla lögð á að efla tengsl þátttakenda við annað íslenskt tónlistarfólk og fagfólk í tónlist. Vilja valdefla ungt tónlistarfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.