Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Side 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019
Það var vorið 2000, þegar hljómsveitinDikta, skipuð fjórum sautján ára göml-um félögum úr Garðabæ og Álftanesi,
steig á svið á Músíktilraunum í Tónabæ. Kynnir
kvöldsins, Ólafur Páll Gunnarsson, kynnti
hljómsveitina á svið og lýsti henni sem „alveg
örugglega hefðbundinni rokkhljómsveit“. Með-
limir sveitarinnar stilltu hljóðfæri sín og gerðu
sig tilbúna. Skúli Z. Gestsson á bassa, Jón Þór
Sigurðsson – eða Nonni kjuði, eins og hann
hafði kallað sig í kynningarmyndbandi sveit-
arinnar – á trommur, Jón Bjarni Pétursson á
gítar, og söngvari sveitarinnar, Haukur Heiðar
Hauksson, spilaði einnig á gítar. Söngvarinn
gerði tilraun til að spjalla léttilega við áhorf-
endur með litlum undirtektum og sveitin hóf
leik sinn.
„Þetta var stórmerkilegt,“ rifjar Haukur
Heiðar upp í samtali við blaðamann Sunnudags-
blaðsins. „Ég hafði aldrei komið fram með þeim
áður, en þetta gekk vel og við komumst í úrslit.“
Sveitin hafði verið stofnuð árið áður og keppt
í Músíktilraunum 1999, þá með söngkonuna
Rakel Guðmundsdóttur í fararbroddi. Haukur
Heiðar tók við sem söngvari þegar Rakel yfir-
gaf sveitina og uppröðunin hefur haldist
óbreytt síðan, í heila tvo áratugi.
Dikta heldur 20 ára afmælistónleika í Eld-
borgarsal Hörpu hinn 16. júní, en sveitin heldur
einnig upp á tíu ára afmæli vinsælustu plötu
sinnar, Get It Together. „Ef maður fagnar ekki
þessum áfanga, hvenær fagnar maður þá?“ seg-
ir Haukur og hlær. „Við urðum að gera eitthvað
skemmtilegt úr þessu.“
600 eintök af fyrstu plötu
Tveimur árum eftir framkomu sína á Músík-
tilraunum gaf Dikta út sína fyrstu plötu, Andar-
tak. „Við vildum vera alvöruhljómsveit, og al-
vöruhljómsveitir gefa út plötur. Svo við fórum
að taka upp,“ segir Haukur. „Við gáfum út plöt-
una með okkar eigin útgáfufyrirtæki, Mistak
Hljómplötur. Hún var gefin út í heilum 600 ein-
tökum, sem eru uppseld og verða aldrei gefin út
aftur.“ Þótt aðdáendur hljómsveitarinnar hafi
lengi kallað eftir endurútgáfu plötunnar tekur
Haukur fyrir þann möguleika. „Við tókum þá
afstöðu að platan kæmi bara út í 600 eintökum
og þeir eiga hana sem eiga hana.“
Á sama tíma og sveitin vann að upptökum á
plötunni Andartak þreytti Haukur Heiðar klás-
uspróf inn í læknadeild Háskóla Íslands, en
hann starfar í dag sem heimilislæknir á heilsu-
gæslunni á Sólvangi í Hafnarfirði. „Þetta var
oft ströggl,“ segir Haukur, „þetta er mikið sam-
keppnisnám, svo það var víst að ég þyrfti að
hella mér út í námið um haustið. En svo kom í
ljós að ég gat ekki slitið mig frá þessu.“ Haukur
segir það oft hafa verið krefjandi að finna jafn-
vægi á milli námsins og tónlistarferilsins.
Hinir meðlimir sveitarinnar hafa heldur ekki
setið auðum höndum utan tónlistarinnar. Jón
Þór trommuleikari starfar í dag sem flugmaður
hjá Icelandair, Skúli Z bassaleikari hefur starf-
að sem tónmenntakennari og stundar nú dokt-
orsnám í tónlistarfræðum við háskólann í
Washington og Jón Bjarni gítarleikari er kenn-
ari við Flataskóla í Garðabæ.
Organískur áratugur
„Allt á fyrstu tíu árum hljómsveitarinnar var
voðalega organískt,“ segir Haukur. „Við héld-
um ekki mikið stóra fundi til að ákveða næstu
skref, boltinn bara rúllaði. Við höfðum mikinn
tíma, æfðum mikið, spiluðum á tónleikum. Við
héldum bara áfram að ota okkar tota og þá
byrjaði kontaktinn við [útgáfufyrirtækið]
Smekkleysu.“
Árið 2005 hóf Dikta samstarf við upptöku-
stjórann og gítarleikarann Martin „Ace“ Kent,
meðlim bresku rokksveitarinnar Skunk An-
ansie. Ace stjórnaði upptökum á annarri plötu
Diktu, Hunting for Happiness, sem gefin var út
af Smekkleysu og hlaut afar góðar viðtökur.
Platan fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum
hjá Morgunblaðinu, þar sem rýnir fór um plöt-
una fögrum orðum. „Hér sprettur fram þrosk-
uð hljómsveit með fullburða verk sem stenst
fyllilega samanburð við það allra besta sem er
að gerast í heiminum í dag,“ skrifaði Höskuldur
Ólafsson í Morgunblaðið í desember 2005.
Fjöldi tækifæra fylgdi velgengni Hunting for
Happiness og vinsældir sveitarinnar jukust.
Platan var gefin út í Danmörku og Bretlandi og
sveitin hóf að spila utan landsteinanna í aukn-
um mæli. Auk þess höfðu meðlimirnir lært
margt á að vinna með Ace. „[Ace] var mjög op-
inn og duglegur að kenna okkur. Hann sýndi
okkur margt og fór með okkur í gegnum ferlið á
meðan við vorum að taka upp þessa plötu,“ seg-
ir Haukur, en sveitin ákvað að nýta sér reynsl-
una til að framleiða þriðju plötu sveitarinnar
sjálfir. „Og það gekk,“ bætir Haukur við og
hlær.
Troðfylltu NASA
Í aðdraganda þriðju breiðskífu hljómsveitar-
innar fundu meðlimir fyrir breytingu. „Við tók-
um eftir því að fleiri og fleiri voru að mæta á
tónleika,“ útskýrir Haukur. „Fyrstu árin hafði
þetta verið mjög hægvaxandi velgengni, en síð-
an gáfum við út Get it Together. Þá fór allt
mjög hratt upp á við. Við byrjuðum að fylla
NASA, og troðfylla NASA, miklu fleiri en
máttu vera þar inni. Og svo gerðum við það aft-
ur. Þetta var nokkuð sem okkur dreymdi ekki
um tveimur árum áður.“ Platan varð gríðarlega
vinsæl á Íslandi og víðar. Vart mátti kveikja á
útvarpi á árunum 2009 og 2010 án þess að heyra
lög plötunnar berast á öldum ljósvakans. Platan
seldist afar vel og fékk hljómsveitin platínu-
plötu fyrir vikið.
„Þetta var svolítið erfitt ferli,“ segir Haukur.
„Við vorum að túra rosa mikið og urðum mjög
vinsælir. Við héldum áfram að semja, en ein-
beitingin fór í það að túra og vera í útlöndum.“
Platan var gefin út víða um heim og mikil vinna
fór í að kynna hana í Þýskalandi, Austurríki og
Sviss. „Svo voru liðin tvö ár og það var komin
pressa að gefa út nýja plötu, bæði frá okkur og
fleirum sem við vorum að vinna með. En við átt-
um ekki nóg af lögum.“
Sumarið 2011 sögðu meðlimir sveitarinnar
upp störfum sínum og einbeittu sér að upptöku
nýrrar plötu, sem átti eftir að fá nafnið Trust
Me. „Þetta var allt öðruvísi upplifun að semja
þessa plötu,“ segir Haukur. „Við eyddum öllum
dögum saman og við fundum fyrir mikilli
pressu frá okkur sjálfum. Eftir á að hyggja
hefði ég viljað hafa meiri tíma. Leyfa lögunum
að meltast og koma meira út. En þannig var það
ekki.“
Hljómsveitin hélt til Þýskalands til að taka
upp næstu breiðskífu ásamt upptökustjóranum
Sky van Hoff, sem hefur einnig stjórnað upp-
tökum á plötum þýsku sveitarinnar Ramm-
stein. Platan, sem ber nafnið Easy Street, var
gefin út 2015.
Fara yfir ferilinn
Á dögunum gaf Dikta út nýtt lag, með þeim við-
eigandi titli Anniversary, en lagið er nú í spilun
á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins.
„Bransinn hefur breyst mikið. Fólk er ekki
lengur að bíða eftir plötum heldur lögum. Við
höfum verið að vinna í nokkrum lögum sem
munu líka koma út, en það er spurning um hve-
nær og í hvaða formi,“ segir Haukur.
Dikta í tuttugu ár
Tveir áratugir eru liðnir frá stofnun hljómsveitarinnar Diktu
og að gefnu tilefni mun sveitin halda afmælistónleika í Hörpu
í vikunni. Haukur Heiðar, söngvari Diktu, sest niður og rifjar
upp feril einnar ástsælustu hljómsveitar landsins.
Pétur Magnússon petur@mbl.is
Haukur Heiðar hefur verið
söngvari Dikta síðan 1999.
Morgunblaðið/Eggert
Dikta hefur lengi verið ein
vinsælasta hljómsveit lands-
ins og munu halda 20 ára
afmælistónleikum í Hörpu.
Morgunblaðið/Eggert