Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019 Þ að gerðist ekki mikið á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins og reyndar var engu líkara en að afmælið brysti óvænt á og það þrátt fyrir óvænta heiðursgesti, formann VG, formann Framsóknarflokksins, þá sömu sem vildu draga fyrrverandi formann flokksins, Geir H. Haarde, fyrir Landsdóm í þeim yfirlýsta tilgangi að koma honum á bak við lás og slá. Af hverju fámenni? Fyrsti heiðursgestur flokksins var nýbúinn að lýsa því yfir að hún vildi að sett yrðu lög sem heimiluðu konum að ákveða að farga ófæddu barni sínu allt þar til komið væri að fæðingu þess eftir 9 mánaða með- göngu. Það er enginn vafi á því að væru almennir sjálf- stæðismenn spurðir um þessa draumsýn formanns VG þætti yfirgnæfandi meirihluta þeirra þetta fjar- stæðukennd afstaða ef ekki beinlínis óhugguleg. Þá mun varaformaður Samfylkingar einnig hafa verið í hópi útvalinna heiðursgesta. Samfylkingar- forystan kallar barn sem kona gengur með „frumu- klasa“ allt að fæðingu eins og fram hefur komið. Varla er hægt að kenna vali á heiðursgestum í þessu afmæli um það hversu illa samkundan var sótt, þótt vorsólin blíða léti sitt ekki eftir liggja og einhverjir hoppukastalar til taks. En af hverju þurfti að læðast með veggjum með þetta afmæli? Það er vissulega megn óánægja í flokknum og þá ekki síst meðal kjósenda hans og hugsanlegra kjósenda með óskiljanlega framgöngu flokksins í orkupakkamálinu, þar sem hiklaust er byggt á blekkingum, sem raunar eru fjarri því að vera lofsverðar. Það hefur birst í fjölda aðsendra greina í blaðinu, sem eru hófstilltar og málefnalegar: Grein Jóns Grein Jóns Hjaltasonar var óvænt, hárbeitt og hitti beint í mark. Jón talar í grein sinni beint til forystu Sjálfstæðisflokksins er hann segir: „Nú um stundir sýnist mér sem flokksforystunni þyki helst við hæfi að hnýta í þann formann sem verið hefur þjóðinni og flokknum drýgstur og best- ur. Mér stendur stuggur af ykkur því ég hefi þungar áhyggjur af flokknum. Ég hef rætt við hundruð fé- lagsmanna sem hugnast ekki ferðalag ykkar og hyggjast ekki slást í þá för. Ég stikla aðeins á stóru er ég nefni nokkur atriði sem eru núverandi forystu til vansa, svo vægt sé til orða tekið. Þið hafið nánast ekkert gert til að tálga niður þá ofurskatta sem Steingrímur lagði á þjóðina því „það varð hér hrun“. Þið hafið ekkert gert til að afnema hinn þrepa- skipta tekjuskatt þeirra Steingríms og Jóhönnu þótt við hefðum áður verið með skattkerfi sem aðrar þjóðir öfunduðu okkur af. Þið dragið óendanlega lappirnar með að lækka tryggingagjaldið. Þið réðuð Má Guðmundsson sem seðlabanka- stjóra, ekki einu sinni heldur tvisvar. Þið svikust undan merkjum með því að samþykkja Icesave. Þið hafið þrátt fyrir langa stjórnarsetu heykst á að afturkalla ESB-umsóknina. Þið hyggist gegn vilja flokksins og meirihluta þjóðarinnar troða inn á okk- ur orkupökkum framtíðarinnar. Þið takið fullan þátt í stimpilpúðaafgreiðslu alþing- is á öllu sem frá ESB kemur. Ekki er annað að sjá en ætlun ykkar sé að troða okkur þar inn bakdyra- megin, þvert á vilja flokks og þjóðar. Þið gerið ekk- ert til að slá á þá gerræðislegu hugmynd að færa Reykjavíkurflugvöll. Þið gerið heldur ekkert til að hamla brautargengi hinnar fáránlegu Borgarlínu. Þið gerið ekkert til að koma böndum á borgina sem á örfáum árum hækkar fasteignagjöld um tæp 50% auk þess að vera með út- svarið uppi í rjáfri Þið styðjið nánast takmarkalausar fóstureyðingar og kallið það „að móta framtíðina“. Þið gerið ekkert til að koma böndum á fjársóun og fáránleika í heilbrigðisráðuneytinu. Þið gerið ekkert til að koma a.m.k. einhverju skikki á opingáttarflæði hælisleitenda. Þið köstuðuð fyrir róða eina ráðherranum sem sýnt hefur stað- festu, þor og dug. Þið hafið tekið ríkan þátt í að þenja út ríkisbáknið og hítina þá, þrátt fyrir allt önnur fyrirheit. Enginn flokkur annar hefur verið lengur og oftar við völd undanfarna áratugi. Það hefur ekki verið skortur á tækifærum til að efna eitthvað af loforðunum um að minnka fitulagið á bákninu. Þið takið fullan þátt í að reka kaupfélag í Leifsstöð þrátt fyrir gömlu góðu heitin um einkarekstur og einstaklingsframtak. Þið berið mesta ábyrgð allra flokka á RÚV en haf- ið hvorki kjark né döngun til að kveða niður þá ósvinnu sem þar ríður húsum. Þið eruð um þessar mundir með áætlun um að afnema millifæranleg skattþrep milli hjóna þótt fjölskyldan og velferð hennar hafi frá upphafi verið eitt grunnstefja flokks- ins. Ég velti fyrir mér hvort ekki væri farsælla að þið færuð frá flokknum en að flokkurinn fari frá ykkur.“ Símtalið Það hringdi pýðilegur áskrifandi, en það má segja um þá alla, daginn sem grein Jóns birtist. Hún bað um samtal við þann sem þetta ritar. „Hvað finnst þér um grein Jóns í morgun?“ „Meira máli skiptir hvað þér þykir,“ sagði ritstjórinn. „Mér finnst hún hrikaleg.“ „Og hvað þykir þér hrikalegast við hana?“ „Hún er svo sönn. Hrikalega sönn. Og það sem enn lakara var að ég sem fylgist ekkert mjög vel með gat í sjónhendingu bætt fjölda atriða við þennan lista.“ Miðað við samræmdar árásir sem leyna sér ekki og spunameistarar halda utan um og Jón nefnir í upphafi sinnar greinar er rétt að taka fram að rit- stjórar Morgunblaðsins hafa ekkert heyrt um stefnu eða rökstuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið er borgaralegt blað og þótt það lúti ekki fjarstýringum utan úr bæ frá flokkum eða ein- staklingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða samleið með flokknum ef hann er sjálfum sér samkvæmur og heill í fögrum fyrir- heitum sínum. Allt lá fyrir Hvað orkupakkamálið varðar gat enginn ætlað ann- að. Landsfundur flokksins hafði lagt línuna: „Sjálf- Það er ástæðulaust að tala niður til flokks- manna eins og gert er ’Það hringdi pýðilegur áskrifandi, enþað má segja um þá alla, daginn semgrein Jóns birtist. Hún bað um samtal viðþann sem þetta ritar. „Hvað finnst þér um grein Jóns í morgun?“ „Meira máli skiptir hvað þér þykir,“ sagði ritstjórinn. „Mér finnst hún hrikaleg.“ „Og hvað þykir þér hrikalegast við hana?“ „Hún er svo sönn. Hrikalega sönn.“ Reykjavíkurbréf07.06.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.