Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.06.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.6. 2019
LESBÓK
KVIKMYNDIR Leikarinn Hugh Grant segist sjá eftir mörgum
af þeim kvikmyndum sem hann lék í á sínum tíma. „Hver ein-
asta ákvörðun mín var líklega röng,“ segir hjartaknúsarinn í
samtali við Hollywood Reporter. „Ég hefði átt að leika í áhuga-
verðari kvikmyndum og gera fjölbreyttari hluti. Í staðinn
gerði ég það sama svona 17 sinnum í röð.“ Hann segist aldrei
hafa losað sig við hugarfar atvinnulausa leikarans. „Ég sam-
þykkti allt. Því verra sem það var, þeim mun fljótari var
ég að samþykkja.“ Grant, sem hefur að mestu
leikið í rómantískum gamanmyndum á ferli sín-
um, segist þrátt fyrir allt hafa notið þess að
leika í myndunum og ástæða þess að hann
geri minna af því nú sé einföld. „Ég er
orðinn of gamall, ljótur og feitur.“
Því verra því betra
AFP
SJÓNVARP Fimmta þáttaröð óhugnanlegu
framtíðarþáttanna Black Mirror kom út á
streymisveitunni Netflix í liðinni viku. Þætt-
irnir eru þrír talsins sem er talvert færra en
aðdáendur þáttanna hafa átt að venjast. Þætt-
irnir nýju hafa fengið misjafna dóma en gagn-
rýnandi BBC telur fyrsta þáttinn vera þann
besta en hina tvo ekki standa undir vænting-
um. Þættirnir hafa á síðustu árum safnað
stórum hópi aðdáenda með áhugaverðum en
um leið óhugnanlegum sögum um samband
mannskepnunnar við tækniframfarir í bæði
nánustu og fjarlægri framtíð. Hafa þættirnir
vakið marga til umhugsunar um slíkt.
Ný þáttaröð Black Mirror
Anthony Mackie í Black Mirror.
IMDB
Beyoncé leikur ljónynju.
Konungleg
stikla
KVIKMYNDIR Það styttist óðum í
að ný kvikmynd um konung ljón-
anna komi út. Hérlendis kemur hún
út hinn 17. júlí næstkomandi en ný
stikla var frumsýnd á dögunum.
Þar geta netverjar heyrt rödd
söngkonunnar Beyoncé Knowles í
hlutverki ljónynjunnar Nölu og má
gera ráð fyrir því að hún leiki stórt
hlutverk í myndinni. Hinn fjölhæfi
Donald Glover, betur þekktur sem
Childish Gambino, fer með hlut-
verk Simba í myndinni sem beðið er
með eftirvæntingu. Aðra sem fara
með hlutverk í myndinni má nefna
Seth Rogen, James Earl Jones og
Chiwetel Ejiofor sem ljá Púmba,
Múfasa og Skara raddir sínar.
Hver er kostnaður lyga? Hanner ekki sá að við munumtaka þeim sem sannleik.
Hin raunverulega hætta er sú að ef
við heyrum nógu margar lygar þekkj-
um við ekki lengur sannleikann. Hvað
gerum við þá?“ Á þessum orðum
hefst ný þáttaröð úr smiðju HBO. En
nei, hér er ekki fjallað um falsfréttir á
öld samfélagsmiðla heldur um kjarn-
orkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986.
Olli miklum skaða
Rétt rúm 33 ár eru frá því að spreng-
ing varð í kjarnakljúf nr. 4 í kjarn-
orkuverinu Tsjernóbíl í Sovétríkj-
unum, þar sem Úkraína er nú. Varð
það til þess að kjarni kljúfsins eyði-
lagðist og gífurlegu magni geisla-
virkra efna var sleppt út í andrúms-
loftið, sem bárust m.a. til
Vestur-Evrópu. Kjarnorkuslysið er
það alvarlegasta í sögunni.
Slysið átti sér stað við öryggispróf
innan kljúfsins í skjóli nætur, nánar
tiltekið þegar klukkan hafði gengið 23
mínútur og 40 sekúndur í tvö að stað-
artíma, hinn 26. apríl 1986. Valdur
slyssins var bæði röng uppsetning
kljúfsins fyrir prófið sem og gallar í
hönnun hans.
Ekki eru enn öll kurl komin til
grafar er varða afleiðingar slyssins
og enn deila menn um eðli þeirra.
Ljóst þykir að mikill fjöldi bæði
starfsmanna kjarnorkuversins sem
Sannleikurinn
mun ná þér
Síðasti þátturinn í þáttaröð um slysið í kjarn-
orkuverinu í Tsjernóbíl kom út á mánudag. Þætt-
irnir draga upp ljóta mynd af viðbrögðum stjórn-
valda sem einkenndust af afneitun og lygum.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Margir hættu lífi sínu við hreinsun á svæðinu eftir slysið.
IMBD
Höfundur þáttanna um slysið í Tsjernóbíl er Bandaríkjamaðurinn
Craig Mazin. Ferill hans sem handritshöfundur í Hollywood hefur
til þessa markast af tiltölulega slöppum grínmyndum. Það kemur
því þeim sem þekkja til á óvart að hann skuli framleiða og skrifa
jafn dramatíska þætti og þessa. Mazin er líklega hvað þekktastur
fyrir skrif sín fyrir myndirnar Hangover Part II og Part III.
Sjálfur segist Mazin hafa fengið áhuga á slysinu þegar hann komst
að því að Valerí Legasov, stjórnandi sovésku
nefndarinnar sem rannsakaði slysið,
framdi sjálfsmorð tveimur árum eftir
slysið, upp á dag. Hann hafi ekkert vitað
um slysið annað en að kjarnorkuverið
hafi sprungið, þegar hann hóf að afla sér
upplýsinga fyrir gerð þáttanna. Ef marka
má það lof sem þættirnir hafa fengið
má gera að ráð fyrir að Mazin láti
að sér kveða í gerð dramatískra
þátta á næstunni.
Úr þynnkunni yfir í Tsjernóbíl
Craig Mazin
er höfundur
þáttanna.
Hugh Grant
var afar vinsæll
á árum áður.
SÉRBLAÐ
Grillblað
• Grillmatur
• Bestu og áhugaverðustu grillin
• Áhugaverðir aukahlutirnir
• Safaríkustu steikurnar
• Áhugaverðasta meðlætið
• Svölustu drykkirnir
• Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Jón Kristinn Jónsson
Sími 569 1180,
jonkr@mbl.is