Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Side 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019
Heilbrigð sál í hraustum lík-ama (Mens sana in cor-pore sano) er orðatiltæki
sem flestir kannast við.
Það kemur upprunalega frá
rómverska skáldinu Juvenal, sem
var uppi 200 árum eftir fæðingu
Krists.
Rannsóknir sýna að líkamleg
hreyfing hefur jákvæð áhrif á bæði
hreyfifærni (fínhreyfingar og gróf-
hreyfingar) og hreysti. Hreyfi-
færni er mikilvæg til að geta tekið
þátt í leik og starfi. Hreysti teng-
ist sterkt góðri heilsu. Rannsóknir
okkar hafa sýnt að sterkt samband
er á milli hreyfifærni og hreysti
hjá fjögurra til tíu ára börnum og
hjá einstaklingum eldri en 65 ára.
Það þýðir að einstaklingur með
góða hreyfifærni er oftar í góðu
líkamlegu ástandi eða ein-
staklingur í góðu líkamlegu
ástandi er oftar með góða hreyfi-
færni. Það að stunda reglulega
hreyfingu hefur jákvæð áhrif á
taugakerfið. Það hefur einnig áhrif
á hormónaflæði sem hefur jákvæð
áhrif á okkar andlegu líðan. Rann-
sóknir sýna einnig sterkt samband
milli líkamlegrar hreyfingar og
betra sjálfstrausts. Það að vera í
góðu líkamlegu formi gerir síðan
alla hreyfingu auðveldari, þannig
að til verður jákvæður hringur:
hreyfing - betri hreyfifærni - betri
hreysti - meiri hreyfing.
Í sambandi við hreysti þá er
mikilvægt að hafa í huga að mark-
miðið hlýtur að vera að sem flestir
hreyfi sig í 30-60 mínútur á dag,
óháð aldri.
Hvernig hreyfingu geta allir
stundað?
1. Fara í göngutúr
2. Fara út að skokka eða hjóla
3. Fara í sund og synda
4. Fara í líkamsrækt
Hérna þurfa bæði skólar,
íþróttafélög og sveitarfélög að taka
sitt hlutverk alvarlega.
Skólar: leikskólar eiga að stuðla
að hreyfingu í gegnum leik í að
lágmarki eina klukkustund á dag.
Grunnskólar eiga að stuðla að
hreyfingu minnst þrisvar í viku í
eina og hálfa klukkustund. Helst
ættu grunnskólar að hefja skóla-
daginn með 30-60 mínútna hreyf-
ingu fyrir alla nemendur. Rann-
sóknir sýna að hreyfing í
klukkutíma í byrjun skóladags
skapar aukna ró og einbeitingu í
þrjá til fjóra tíma á eftir.
Þannig skapast betri grundvöll-
ur fyrir því að nám eigi sér stað.
Því að einbeiting og fókus er
grundvöllur alls náms, eða „opnar
dyr“ að námi. Framhaldsskólarnir
ættu að hafa hreyfingu minnst
þrisvar í viku. Þeir ættu einnig að
bjóða upp á aðstöðu fyrir líkams-
þjálfun fyrir nemendur. Í þessu
samhengi má nefna að við flesta
háskóla Noregs rekur stúd-
entaþjónustan líkamsrækt-
arstöðvar fyrir stúdenta og starfs-
menn háskólanna. Árskortið
kostar 20.000 fyrir nemendur og
24.000 fyrir starfsmenn.
Íþróttafélög: íþróttafélög eiga að
sjálfsögðu að skapa möguleika fyr-
ir sem flesta að vera með og
stunda íþróttir óháð getu og af-
reksíþróttum. Það má segja að
íþróttafélögin eigi að hafa tvö lyk-
ilmarkmið: búa til góðar aðstæður
til að þau sem vilja geti orðið af-
reksíþróttafólk og stuðla að því að
allir sem vilja geti verið í íþróttum
út af félagsskapnum og hreyfing-
unni, líka þau sem ekki ætla sér að
verða afreksíþróttafólk. Það má
ekki vera þannig að þau börn sem
ekki stefna á afreksmennsku detti
úr íþróttum og fái enga hreyfingu.
Við verðum að muna að það eru
margir sem ekki eru með í neinum
íþróttum. Með því að fá þá ein-
staklinga inn í íþróttafélögin get-
um við aukið hreyfingu þeirra og
þar með heilbrigði.
Sveitarfélög: byggjum upp góðar
aðstæður fyrir hreyfingu fólks.
Það getur verið í formi göngu-
stíga, hjólastíga, opinna svæða þar
sem hægt er að stunda ýmsa
hreyfingu, leikvalla fyrir börn þar
sem hægt er að hlaupa, klifra,
hoppa, henda og sparka bolta.
Í þessu samhengi er einnig
mikilvægt að reyna að fá fólk til
að auka hreyfingu sína á hverjum
degi.
Ef við getum, tökum tröppurnar
í stað lyftunnar. Göngum eða hjól-
um í vinnuna eða í sund.
Stuðlum að því að börn og ung-
lingar geti gengið eða hjólað í
skólann eða í sína frístundaiðkun.
Aukum hreyfingu og öðlumst
þar með betri heilsu.
Heilbrigð sál í hraustum líkama
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundurs@ru.is
’ Í sambandi viðhreysti þá er mikil-vægt að hafa í huga aðmarkmiðið hlýtur að
vera að sem flestir
hreyfi sig í 30-60 mín-
útur á dag, óháð aldri.
Ég er varla að segja neinarfréttir þegar ég byrja skrifmín í mínu reglulega plássi
hér á Morgunblaðinu á að nefna að
mikil umræða hefur átt sér stað
um orkumál undanfarið. Umræðan
sem hefur skapast endurspeglar
áhuga almennings á orkumálum al-
mennt. Sá áhugi er ánægjulegur og
skiptir máli. Lesendur blaðsins
kannast líklega við mína afstöðu
þegar kemur að innleiðingu þriðju
raforkutilskipunarinnar. Það er
hins vegar mál sem hefur engin
sérstök áhrif á íslenskan orku-
markað og að mínu mati óþarft að
eyða mörgum mánuðum í umræðu
um það. Ýmsir eru því augljóslega
ósammála. Á mínum tíma sem ráð-
herra orkumála hef ég hins vegar
lagt áherslu á önnur mikilvægari
mál. Ég nefni hér nokkur.
Orkustefna
Fyrir ári hófst vinna við gerð heild-
stæðrar langtímaorkustefnu fyrir
Ísland, með þátttöku allra þing-
flokka, og er ráðgert að sú stefnu-
mótun líti dagsins ljós í byrjun
næsta árs. Þetta verkefni er líklega
það mikilvægasta sem við stöndum
frammi fyrir á sviði orkumála og
auðlindanýtingar almennt. Orkumál
eru þess eðlis að þau hafa fjöl-
marga snertifleti við grundvallar-
þætti samfélagsins. Það blasir við
að orkumál eru nátengd byggða-
málum, umhverfismálum, efnahags-
málum, nýsköpun, rannsóknum og
almennri lífsgæðaþróun. Þannig
hefur það verið undanfarna áratugi
og mun áfram verða. Lykilatriði í
langtímaorkustefnu verður þannig
að ná fram jafnvægi milli efna-
hags-, umhverfis- og samfélags-
legra þátta. Með orkustefnu gefst
okkur einnig færi á að varða veg-
inn þegar kemur að forræði Ís-
lands yfir nýtingu og stjórnun
orkuauðlinda landsins, sjálfsákvörð-
unarrétti varðandi mögulegar teng-
ingar, virkri samkeppni í raforku-
sölu, eflingu neytendaverndar,
auknu orkuöryggi, samspili orku-
mála og loftslagsmála, útflutningi á
hugviti, orkurannsóknum og ný-
sköpun.
Jöfnun dreifikostnaðar
Undanfarin misseri hefur mér orð-
ið tíðrætt um dreifikostnað raforku.
Á síðasta Iðnþingi kom ég inn á
það að einn stærsti gallinn við raf-
orkumarkað okkar í dag er hinn
mikli og sívaxandi munur á dreifi-
kostnaði raforku milli þéttbýlis og
dreifbýlis. Þetta er þýðingarmikið
því að dreifikostnaðurinn er stærsti
liðurinn á raforkureikningi hins al-
menna notanda. Hinn mikli munur
á milli dreifbýlis og þéttbýlis er
ekki ásættanlegur og gengur gegn
viðurkenndum meginreglum okkar
um þokkalega jafnt aðgengi að inn-
viðum á borð við samgöngur, fjar-
skipti og fleira. Í þessu samhengi
má rifja upp markmið raforkulaga,
samanber 1. gr. þeirra. Þau snúa
ekki bara að því að skapa for-
sendur fyrir samkeppni í við-
skiptum með raforku, heldur ekki
síður að „stuðla að þjóðhagslega
hagkvæmu raforkukerfi og efla
þannig atvinnulíf og byggð í land-
inu“. Byggðasjónarmið eru því eitt
af meginmarkmiðum raforkulaga.
Staðan í dag er að mínu mati bein-
línis í ósamræmi við markmið raf-
orkulaga, sem og lög um jöfnun
kostnaðar við dreifingu raforku.
Þetta ójafnræði er einn alvarlegasti
ágallinn á þeim raforkumarkaði
sem við höfum sett hér upp. Til-
lögur um aðgerðir til að breyta
þessu eru í vinnslu í ráðuneyti
mínu.
Orkuöryggi
Raforkumarkaður á Íslandi skiptist
í almennan markað og raforkusölu
til stóriðju. Eins og mál hafa
þróast hafa áhyggjur farið vaxandi
af framboði á raforku fyrir al-
menna markaðinn og að í raf-
orkulögum sé ekki kveðið á um
hver eigi að tryggja orkuöryggi til
almennra notenda. Til að bregðast
við þessu er starfshópur á mínum
vegum að greina hvernig hægt sé
að tryggja orkuöryggi fyrir heimili
og fyrirtæki. Fyrri áfanga þeirrar
vinnu er lokið með greiningu frá
Hagfræðistofnun en lokaskýrsla
starfshópsins er væntanleg.
Vindorka
Vindorka er í dag orðin raunhæfur
valkostur og hefur ýmsa eiginleika
umfram vatnsorku og jarðvarma.
Áhugi aðila er til staðar en áskor-
anir í vindorku felast í því að leyf-
isveitingarferill vegna vindorku er
mun lengri hér en í nágrannalönd-
um okkar. Stærsti óvissuþátturinn
er meðhöndlun vindorkukosta í
Rammaáætlun. Að störfum er
starfshópur sem falið var að fara
yfir regluverk vindorku og koma
fram með stefnumótun og breyt-
ingartillögur í átt til einföldunar og
skýrleika.
Orkuskipti
Nýverið var kynnt átak í orku-
skiptum í samgöngum með fram-
lagi stjórnvalda upp á 450 m.kr.,
samhliða styrkingu Orkusjóðs. Í
sömu viku var stofnaður samstarfs-
vettvangur stjórnvalda og atvinnu-
lífs um loftslagsmál og grænar
lausnir, þar sem undirstrikað er að
sérstaða Íslands í loftslagsmálum
er fólgin í að nær öll staðbundin
orkuframleiðsla á landinu byggist á
endurnýjanlegum orkugjöfum. Þar
höfum við sögu að segja og getum
verið öðrum þjóðum hvatning.
Fleira má telja til sem unnið er
að, eins og eigendastefna fyrir
Landsvirkjun, færsla á eignarhaldi
Landsnets til ríkisins, hröðun á þrí-
fösun rafmagns og reglugerðar-
breytingar til að efla samkeppni og
neytendavernd á orkumarkaði.
Af þessari stuttu upptalningu má
sjá að orkumál dagsins í dag snú-
ast um margt fleira en þriðja orku-
pakkann. Orku okkar og tíma væri
að mörgu leyti betur varið í að
vinna með samstilltu átaki að fram-
gangi þeirra brýnu verkefna sem
bíða okkar á þessu sviði, landi og
þjóð til heilla.
Orkan okkar
’Hinn mikli munurá milli dreifbýlis ogþéttbýlis er ekki ásætt-anlegur og gengur gegn
viðurkenndum megin-
reglum okkar um
þokkalega jafnt aðgengi
að innviðum á borð við
samgöngur, fjarskipti
og fleira.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Hérna erum
við að tala
saman
Bókaðu 8–120 manna fundarými á góðu verði
Nánar á harpa.is/fundir