Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Blaðsíða 14
ÚTTEKT 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 Henry A. Henrysson Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 urðu margir illa úti. Suðurnesin urðu sýnu verst úti, en fjöldi fólks missti vinnunna á svæðinu. Kirkjan í Keflavík aðstoðaði fólk í gegnum verstu tímana og kom á fót öflugum velferðarsjóði. „Hún greip fólkið sem var í mesta vandanum og þennan vetur fengu um hundrað skólabörn ókeypis máltíðir í skól- anum alla daga vikunnar, í einhverja mánuði, sem kirkjan borgaði,“ segir Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti segir að þegar vel takist til geti kirkjan verið hluti af velferðarkerfinu. Í nútíma samfélagi eigum við oft erfitt með að skilgreina hvaða hlutverki kirkjan gegnir. Á hún að vera hluti af velferðarkerfinu? Á að leggja áherslu á kristni í skólum? Höfum við yf- irhöfuð einhverja þörf fyrir að iðka trú? Eru Ís- lendingar trúuð þjóð spyrja eflaust margir sig. Við getum ekki þrætt fyrir það að kirkjan hefur verið hluti af menningarsögu Íslendinga lengi. Kristni hefur verið hluti af íslenskri menningu allt frá því að Þorgeir Ljósvetninga- goði kom undan feldinum og sagði að Íslend- ingar skyldu verða kristin þjóð. Siðaskiptin urðu rétt rúmlega hálfri öld seinna og þá skipt- um við úr kaþólskri trú yfir í mótmælendatrú. Kirkjan var fyrsti vísirinn að menntakerfinu sem og heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hún hafði einnig það hlutverk að vera máttarstólp- inn í félagslífi þjóðarinnar og voru kirkjurnar helstu samkomustaðir fólksins í landinu. Tím- arnir breytast og mennirnir með og núna hefur kirkjan ekki eins og stórt hlutverk í samfélag- inu og hún gerði. Hjalti segir að kirkjan hafi komið inn í líf flestra með nokkuð fjölbreyttum hætti. Síðan hafi orðið nokkuð hröð breyting í þeim efnum og að hlutverk kirkjunnar sé örugglega breyti- legt frá einum einstaklingi til annars. Hann seg- ir að einstaklingshyggjan hafi gjörbreytt stöðu kirkjunnar. Kirkjan hefur misst leiðsagnarhlutverk sitt Á sjöunda áratugnum urðu miklar viðhorfs- breytingar í heiminum. Henry Alexander Hen- rysson, heimspekingur og aðjúnkt við sagn- fræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, segir að þá hafi vestræn samfélög farið að treysta í minna mæli á kirkjuna sem siðferðisáttavita. „Við sjáum þetta á svo mörgum sviðum og það sem snýr að kirkjunni er að áður hafði hún, í svo mörgum löndum, leiðsagnarhlutverk, menn litu til kennisetninga kirkjunnar í siðferðismálum. Í kringum 1968 fer þetta allt saman á hreyfingu. Það myndast þetta viðhorf á Vesturlöndum að samfélagið skapi sín gildi. Við sjáum þetta á mörgum sviðum eins og í jafnréttismálum, við- horfi okkar til dýra og varðandi kynhneigð. Nýju viðmiðin koma ekki frá kirkjunni og trúarleiðtogar eru ekki áberandi sem boðberar þeirra viðmiða sem verða að lokum ofan á,“ seg- ir Henry. Stærstu breytinguna á síðustu 50 til 60 árum segir Henry vera að kirkjan sé fyrst og fremst einn þátttakenda í umræðunni en leiði hana ekki. Kirkjan taki þátt í samræðum um fjöldann allan af málefnum sem verði ekki til í neinu kirkjulegu samhengi, eins og jafnrétt- ismál og umhverfismál. Á sama tíma og þessar viðhorfsbreytingar áttu sér stað efldust félags- og hugvísindi í háskólum um allan heim. Í kjöl- farið varð til fagfólk sem sinnir félagsþjónustu og velferðarmálum og siðfræðiumræða varð veraldlegri. Verkefni sem áður tilheyrðu kirkj- unni urðu því að sérfræðigreinum sem fag- menntað fólk sinnir. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að hlutverk kirkjunnar sé fyrst og fremst að boða trú. „Kirkjan og þjóðin hafa gengið saman um aldir og það hefur mikil áhrif á það hvernig við hugsum og hvernig samfélagið hef- ur mótast. Kirkjan hefur haft samfélagslega mótandi áhrif,“ segir Agnes. Hún segir að alls staðar í samfélaginu sé gert ráð fyrir kirkjunni. „Það ber kannski minna á því þar sem fjöl- mennið er og meira þar sem færri eru. Það er nú bara þannig að þó að umræðan í þjóðfélaginu sé ekki alltaf jákvæð gagnvart kirkjunni ber hún þess merki að fólki er ekki sama um trú og kirkju,“ segir Agnes. Hún nefnir líka önnur hlutverk kirkjunnar, eins og menningarlegt hlutverk hennar og stöðu hennar í velferð- arkerfinu. Á vegum kirkjunnar eru rekin öflug samfélagsverkefni, til dæmis Fjölskylduhjálp og Hjálparstarf kirkjunnar. „Við rekum tónskóla fyrir þá sem ætla að læra að vinna að tónlistarmálum í kirkjunni og höfum söngmálastjóra sem aðstoðar þau sem eru að vinna að tónlistarmálum og aðallega söngmálum í kirkjunni. Það eru kirkjur, til dæmis eins og Langholtskirkja, þar sem marg- ar, margar kynslóðir hafa hlotið tónlistarlegt uppeldi. Börn sem hafa byrjað í krúttakór í leikskóla og halda síðan áfram í kórum eða fara síðan áfram í frekara tónlistarnám og hafa atvinnu af tónlist. Og allt þetta fólk sem nýtur tónlistar af því að það fékk þetta uppeldi,“ segir Agnes. Kirkjan kemur að lífi allra fjölskyldna á Íslandi Kirkjan sinnir ýmsum hlutverkum nú til dags, prestar sinna sálgæslu inni á sjúkrahúsum og víðar. Margvíslegt félagsstarf er í og í kringum kirkjurnar. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að kirkjan komi að lífi allra fjölskyldna á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Sigríður segir að hlutverk kirkjunnar hafi ekkert breyst í gegnum tíðina en að áskoranir fólks hafi kannski breyst. „Við verðum ekki fyrir eins miklum og stórum skakkaföllum eins oft og áð- ur fyrr,“ segir Sigríður. Hún segist skynja að sumir upplifi sig þannig að þeir þurfi ekki eins á kirkjunni að halda og þeir gerðu hér áður fyrr. Hún segist líka skilja að kirkjan vilji stíga inn á önnur svið og láta sig þannig varða ýmis mál samtímans. „Það getur hins vegar orkað tví- mælis að kirkjan stígi inn á önnur svið en að boða fagnaðarerindið. Að minnsta kosti frá þeim bæjardyrum séð að kirkjan hafi því hlut- verki að gegna að boða fagnaðarerindið og eigi til dæmis ekki að vera allsherjar félagsþjónusta eða ráðgefandi í umhverfismálum,“ segir Sig- ríður. Hún segir að sú vinna kirkjunnar hafi orðið meira áberandi síðustu ár, ef til vill að ein- hverju leyti á kostnað boðunar fagnaðarerind- isins. Sigríður segir það einnig vera spurning Agnes M. Sigurðardóttir Guðbjörg Jóhannesdóttir Hjalti Hugason Siggeir F. Ævarsson Sigríður Á. Andersen Hjalti Jón Sverrisson ’Ég held að sambandþjóðarinnar við þjóð-kirkjuna sé í rauninni jafnfjölbreytt og þjóðin.“ Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan? Þjóðkirkjan er stærsta trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.