Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2019 S tyrmir Gunnarsson, sem lengi var einn af ritstjórum þessa blaðs, segir í pistli sínum í gær: „Ný könnun MMR um afstöðu kjósenda til orkupakka 3 er þungt áfall fyrir stjórnarflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Framsóknar- flokk og VG og þá ekki sízt forystusveitir og þingmenn þessara flokka. Hún sýnir að einungis þriðjungur stuðningsmanna stjórnarflokkanna er hlynntur orku- pakkanum.“ Statistar á sviðinu Það má vera rétt að þessi könnun sé að minnsta kosti ekki fagnaðarefni fyrir framantalda. En kannanir eru sveiflukenndar og ekki alltaf ná- kvæmar og verða því einkum hafðar til hliðsjónar. Það var lengi óskráð meginregla í Sjálfstæðis- flokknum, sem reyndist vel, að hversu öflugur sem formaður flokksins væri, sem þeir voru sannarlega langflestir, skyldi landsfundur eða flokksráðsfundur tryggja að sá sem næstur stæði formanninum hefði ríkulega stjórnmálalega reynslu ef örlög eða atvik höguðu því svo að fylla þyrfti skarðið yrðu góð tök á því. Aðrir flokkar höfðu á hinn bóginn ýmsan hátt á slíku. Stundum voru helstu valdamenn þeirra flokka ekki í leiðtogarullu, heldur t.d. ungur og ágætur flokksbróðir eða -systir sem sat þar með táknrænum hætti og fór að auki vel á mynd, þótt opinbert leyndar- mál væri að aðrir færu með flokksumboðið og völdin sem því fylgdu. Þetta var t.d. þekkt bæði hjá Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki og reyndar fleirum. Stjörnurnar á stóra sviðinu Hjá Sjálfstæðisflokki horfðu menn öruggir á Jón Þor- láksson og við hlið hans Magnús Guðmundsson og Ólafur Thors, sem varð svo næstur honum. Heilsa Jóns bilaði og Ólafur hélt um flokksstýrið lengi með þeim glæsibrag að gneistar frá í minningunni. Ein- stæðir forystuhæfileikar, leiftrandi glaðbeittur bar- áttuvilji, bítandi gamansemi, sem Ólafi lánaðist oftast að stilla í hóf, svo að ekki sveið lengur undan en þurfti. Þeir Jón Þorláksson og Ólafur vissu að baráttan á þeirri tíð var upp á pólitískt líf eða dauða. Hún skipti öllu fyrir flokkinn þeirra, en ekki sjálfs hans vegna heldur vegna þess að það var enginn annar á sviðinu eða nálægur sem tók svari þeirrar lífsskoðunar sem flokkurinn setti í öndvegi og best hefur dugað síðan. Flokkurinn hafði löngum sterkt fylgi með fólkinu en var meinað um áhrif í samræmi við þann stuðning vegna möndls við vægi atkvæða. Það hefur gjörbreyst. Hið íslenska samfélag var brothætt og stór hluti verkalýðshreyfingarinnar í höndum manna sem áttu samleið með öfgaöflum alræðissinna. Þeirra söngvar voru sungnir þegar mest þótti liggja við. Ólafur hafði næsta sér menn á borð við þá Pétur Magnússon varaformann sinn, dr. Bjarna Benedikts- son, sem var stórmerkur maður, þó allt önnur gerð en Ólafur og bættu þeir hvor annan upp með einstæðum hætti. Skammt undan voru svo Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein, María Maack, Magnús frá Mel og Geir Hallgrímsson, svo nokkrir öndvegismenn séu nefndir. Þótt forystuliðið væri gott var það liðsheildin og bar- áttuvilji félaganna sem úrslitum réði. Sjálfstæði var tilvísunin og ekki fengin frá auglýs- ingastofum eins og nú tíðkast. Stjórnarsáttmálar voru samdir af leiðtogunum sjálfum með yfirlegu og sam- ráði en ekki af pólitísku aðstoðarfólki á meðan aðrir átu vöfflur. Landsfundir virtir Þá og alllengi síðar tóku menn landsfundarsam- þykktir mjög alvarlega vegna þess að þeir tóku sjálfa sig og flokkinn sinn mjög alvarlega. Þeir hefðu ekki verið í þessu nema vegna þess að baráttan knúði þá áfram og baráttan skipti öllu. Allt fram undir lokatíð bréfritara á þeim vettvangi fór formaður flokksins með uppköst landsfundar- samþykkta heim með sér á kvöldin á meðan á lands- fundi stóð og teldi hann að eitthvað mætti betur fara eða eitthvað ylli misskilningi var strax rætt við flutn- ingsmenn og lausn fundin. Elstu menn sögðu að þannig hefði ætíð verið haldið á málum. Bréfritara þótti ekki ástæða til að breyta því. Síðustu árin hefur virst að forystusveitinni sé nokk- uð sama um hvað samþykkt sé á landsfundum, því að ekkert þurfi með það að gera. Og eins og sést glitta í núna hika menn ekki í sínum erindrekstri að útskýra fengnar niðurstöður fólksins burt með útúrsnúningum, sem eru ögrun við skynsemi landsfundarfulltrúa. Nú þykir fínt að reynslulítið fólk, sem hefur fengið pólitískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokkssystkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öllum illa. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Enn er eldra fólk í hópi góðra stuðningsmanna þessa flokks. Sé það virkilega svo, eins og þessir nefndu textar og hortug- heit bera með sér, að haft sé horn í síðu þessa fólks er rétt að nýgræðingarnir frábiðji sér upphátt atkvæði þess til flokksins með afgerandi hætti. Eins og stemningin er núna er líklegt að slíkri beiðni verði betur tekið en hefði verið endranær. Galaði þá goðmagnið Í Reykjavíkurbréfi sem birt var fyrir réttri viku var, eins og endranær, margt viðrað sem leitaði á huga. Þar var vakin athygli á grein eftir Jón Hjaltason sem borist hafði blaðinu. Grein þessi hafði fengið óvenju sterk viðbrögð. Halldór Blöndal tók það óstinnt upp og sendi bréf- ritara orð í þriðjudagsblaðinu. Halldór vandar um og segir og endurtekur að bréfritari eigi ekki að skrifa þegar illa liggi á honum. Þeim sem þekkja Halldór best mun þykja þessi ráð- gjöf skondin og úr óvæntri átt. Hann kvartar í framhjáhlaupi yfir því í greininni að Selfyssingarnir og formennirnir Þorsteinn Pálsson og bréfritari skuli ekki hafa komið saman til hins fá- menna afmælisfagnaðar. Þeir í Valhöll virðast hafa gleymt að segja Halldóri að þegar Þorsteinn gekk til liðs við flokk Benedikts Jóhannessonar skráði tölvan, sem er manngleggst á skrifstofunni, þá sjálfkrafa út úr flokknum, báða tvo og fór létt með það. Það hefði því farið betur á að Þorsteinn hefði verið samferða hinum óvæntu utanflokksgestum í afmælið, þótt ekki sé vitað til að hann hafi stutt það með þeim að reynt yrði að koma Geir H. Haarde á bak við lás og slá. Ættarvitar fara illa í sólgosum og í nálægð segulmagn- aðra manna ’ Þá og alllengi síðar tóku menn lands- fundarsamþykktir mjög alvarlega vegna þess að þeir tóku sjálfa sig og flokkinn sinn mjög alvarlega. Þeir hefðu ekki verið í þessu nema vegna þess að baráttan knúði þá áfram og baráttan skipti öllu. Reykjavíkurbréf14.06.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.