Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2019, Qupperneq 29
þann dag í dag telur varla neinn með viti að í raun sé verið að virkja mannslíkamann á meðan ráðskast er með meðvitund okkar. Hins vegar er talsverður fjöldi, þar á meðal ýmsir fræðimenn og hugsuðir, sem telja ekki alls kostar ómögulegt að upp- lifun okkar sé tilbúningur og við í raun ekkert annað en tölvukóði með tilfinningar. Elon Musk, hinn geðþekki forstjóri Tesla og SpaceX, hefur látið hafa eft- ir sér að mjög ólíklegt sé að við lifum í hinum sanna raunveruleika. Miklu líklegra sé að afkomendur mann- fólksins sem lifði á þeim tímum sem við upplifum nú hafi yfir að búa svo mikilli tækni að hægt sé að herma upplifun forfeðranna með fullkominni nákvæmni. Svo margar hermanir yrðu framkvæmdar að skv. einfaldri líkindafræði sé næstum ómögulegt að við séum einmitt þau sem upplifðu söguna á undan öllum tölvukóðunum. Við séum því einungis upplýsingar, kóðuð af afkomendum okkar, eða gervigreind framtíðarinnar, og geymd á hörðum diski í ofurtölvu í allt öðrum heimi en við þekkjum. Musk dregur hugmynd sína frá kenningu heimspekingsins Nick Bostrom. Hann leggur fram þrjá möguleika um framtíð mannkyns og segir að minnsta kosti einn vera rétt- an. Í fyrsta lagi að maðurinn útrými sér áður en tækniframfarir sem stutt geta við áðurnefndar hermanir náist. Í öðru lagi að maðurinn hafi ekki áhuga á því að framkvæma slíkar hermanir. Séu báðir ósannir, sem telja verður líklegt að mati Bostrom, er þriðji möguleikinn sannur: Nánast öruggt er að við erum stödd í sýndar- veruleika. Kenningin veltur hins veg- ar á því að í framtíðinni muni vera hægt að forrita meðvitund og allar þær tilfinningar og upplifanir sem henni fylgja. Slíkt er ekki öruggt. Kenninguna setti Bostrom fyrst fram í grein árið 2001 og það merkilega er að hann segist ekki hafa séð Fylkið áður en grein hans kom út. Margir hafa eðli málsins sam- kvæmt gagnrýnt þessa kenningu Bostroms en ómögulegt virðist að sanna að við lifum ekki í gerviheimi; allar sannanir gætu einfaldlega verið hluti af blekkingunni og því ekki sannað neitt. Skiptir engu máli Það má hins vegar spyrja sig hvort það hafi eitthvað upp á sig að pæla í svona hlutum. Er ekki nóg að mér líði eins og umheimurinn sé raunveruleg- ur og skynja hann sem slíkan? Sumir eðlisfræðingar vilja meina að alheimurinn og allt sem gerist inn- an hans sé lítið annað en upplýsingar ef við horfum á smæstu einingar hans, líkt og hver annar tölvukóði. Það sé því í raun ekkert eðlislega ólíkt með tölvukóðanum og alheim- inum. Og þó við lítum framhjá þessu þá er upplifun hvers og eins auðvitað huglæg. Upplifun þín og tilfinningar eru alveg jafn raunverulegar hvort sem þær eigi sér stað í raunveruleik- anum eða ekki. Þær eru eftir allt saman - samkvæmt nýjustu vísindum að minnsta kosti - einungis rafboð milli taugafruma sem þú svo skynjar í meðvitund þinni. Umræða sem þessi mál mun að öll- um líkindum eiga sér stað í auknum mæli á næstu árum og áratugum er tækninni fleytir fram. Musk telur til að mynda hraða framþróun tölvu- leikja sýna að fullkominn sýndar- veruleiki sé mögulegur í framtíðinni. Ólíklegt er þó að niðurstaða fáist í málið í bráð. Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss í hlutverkum sínum í kvikmyndinni The Matrix. IMDB 16.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Drake er líklega þekktasti stuðn- ingsmaður nýkrýndra NBA- meistara Toronto Raptors. Eftir sigur liðsins á Golden State Warri- ors í úrslitum deildarinnar aðfara- nótt föstudags var kappinn heldur betur kátur. Ef marka má insta- gram-síðu Kanadamannsins ætlar hann að gefa út tvö ný lög af þessu tilefni. Drake skálaði auk þess í kampavíni eftir leikinn og stóð því undir gælunafni sínu, „Champagne Papi“. Titiltónlist frá Drake Drake lætur menn heyra það. AFP BÓKSALA 5.-11. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Engin málamiðlun Lee Child 2 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 3 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 4 Móðir Alejandro Palomas 5 Gullbúrið Camilla Läckberg 6 WOW – ris og fall flugfélags Stefán E. Stefánsson 7 1793 Niklas Natt och Dag 8 Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið Jonas Jonasson 9 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 10 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 1 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 2 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 3 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 4 Handbók fyrir ofurhetjur 4 Elias/Agnes Vahlund 5 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson 6 Svarta kisa Barnið Nick Bruel 7 Risasyrpa – íþróttakappar Walt Disney 8 Þín eigin saga – piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 9 Svarta kisa – Móri frændi Nick Bruel 10 Hundurinn með hattinn Guðni Líndal Allar bækur Barnabækur Crashed - How A Decade of Financial Crises Chan- ged the World er ný bók eftir breska sagnfræðing- inn Adam Tooze. Bókin leiðir lesandann í gegnum atburði fjármálakreppunnar undir lok síðasta ára- tugar og hvernig komið var í veg fyrir enn verri nið- urstöðu hennar en raun bar vitni. Tooze segir þó meðalið við kreppunni hafa haft slæmar afleiðingar í för með sér sem enn sér ekki endann fyrir. Penguin gefur út. The Algebra of Happiness er ný bók eftir met- söluhöfundinn Scott Galloway. Höfundurinn reynir í bókinni að hjálpa fólki að lifa hamingju- samlegra lífi og á sama tíma lágmarka stress sem óhjákvæmilegt er að upplifa. Tekur hann fyrir við- fangsefni allt frá því hvenær fólk eigi að kaupa sér fasteign til þess hve mikið eigi að leggja á sig í vinnunni. Bantam Press gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég hef alltaf lesið mikið og er yf- irleitt með margar bækur á nátt- borðinu. Mér finnst gaman að lesa ævisögur ef þær eru vel skrifaðar eins og t.d. ævisaga Guð- jóns Friðrikssonar um Einar Bene- diktsson skáld. Þar dregur Guðjón upp mynd af skáldinu og lýsir vel tíðarand- anum. Ég las nýlega bókina En anden gren eftir danska rithöfundinn Jesper Wung Sung, en það er söguleg skáld- saga um langafa hans, San Wung Sun, sem var kín- verskur og kom til Danmerkur árið 1902 ásamt hópi Kínverja. Þar voru þeir hafðir til sýnis í Tívolí og vöktu mikla at- hygli því Kínverjar voru fáséðir í Danmörku á þessum tíma. Þeir sýndu listir sínar m.a. í skraut- skrift og matargerð. Meðal áhorfenda var Ingeborg Dani- elsen, langamma höfundar. Með þeim tókust ástir, þrátt fyrir tungumálaörðugleika og menn- ingarmun. Fjölskyldan afskrifar hana og þjóðfélagið líka. En ástin sigrar og þau eiga saman erfitt en um leið áhugavert líf. Ég hef líka gaman af að lesa skáldsög- ur og af nýjum ís- lenskum skáldsög- um var ég mjög hrifin af Ungfrú Ís- land eftir Auði Övu sem gerist í kring- um 1960 og lýsir vel tíðarandanum þá. RAGNHILDUR ER AÐ LESA Til sýnis í Tívolí Ragnhildur Blöndal er yfir- bókavörður Íþöku, bóka- safns Mennta- skólans í Reykjavík. Sannanir allt um kring? Á umræðuvettvanginum Reddit er undirsíða sem ber nafn sem útleggst gæti sem Villur í Fylkinu (e. Glitch in the Matrix) á okkar ástkæra ylhýra. Þar má sjá ýmsar áhugaverðar sögur aðila sem telja sögurnar sanna veru okkar í gerviheimi. Einn seg- ist hafa dáið í slysi en farið aftur í tímann og lifað slysið af í annarri tilraun. Annar segir hundinn sinn hafa talað við sig. Sá þriðji segist þó hafa verið greindur með drómasýki eftir að hafa sagt lækni frá óútskýranlegum raunum sínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.