Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Page 2
Hvernig liggur á þér í dag? Það liggur ágætlega á mér; ég var að vakna núna upp úr hádegi. Ég var í stúdíóinu í nótt og kom seint heim þannig að maður fær að sofa út. Hvað ertu að gera í stúdíóinu? Vinna að músík, fyrir mig og aðra. Tónlistin mín er R&B hipphopp. Þetta er full vinna og hefur verið það í tvö ár. Maður giggar og semur; það er hægt að láta það ganga upp. Hvernig leggst Secret Solstice í þig? Ég hef spilað þar tvisvar áður. Það leggst vel í mig. Ég hef alltaf elskað Secret Solstice og hún hefur verið uppáhaldsútihátíðin mín, burtséð frá allri pólitík í kringum hana. Þetta er ein skemmtilegasta tónlistarhá- tíðin og gaman að vera úti í sólinni. Hverju mega áhorfendur búast við? Ertu með eitt- hvað nýtt? Kannski, ég er kannski með eitthvað nýtt. Ég ætla að taka sama „sjó“ og ég tók á útgáfutónleikum mínum. Fólk má búast við einhverju skemmtilegu og orkumiklu „sjói“ eins og ég hef alltaf gefið. Syngja, hoppa og hafa gaman. Er mikið að gera í sumar? Já, það er það, ég er nýlega kominn heim en ég var úti að spila fyrir út- skriftarkrakka á Krít og svo í Króatíu. Svo mun ég spila á Þjóðhátíð sem verður rosalega gaman. Þetta er í fyrsta sinn sem ég verð á stóra sviðinu þar. Það er ekki hægt að hafa fleiri Íslendinga saman í brekku en þarna. Svo ætla ég bara að sofa út, njóta lífsins og hafa það kósí. Ég næ svo sjaldan að gefa sjálfum mér tíma. Morgunblaðið/Eggert FLÓNI SITUR FYRIR SVÖRUM Syngja, hoppa og hafa gaman Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það er ekki alltaf (og raunar mjög sjaldan) tekið út með sældinni aðvera feiminn og hafa innhverfan persónuleika. Á seinni árum hefég þó tekið þessa bölvun í sátt og hef oft mjög gaman af eigin óförum. Fyrir stuttu var ég staddur á heimavelli „innhverfans“: rólegri bóka- búð. Eftir að ég hafði notið rólegheitanna í dágóða stund og valið mér nokkrar bækur til að taka með heim dundu ósköpin yfir mig. Á leið að afgreiðslukassanum hitti ég fyrrverandi skólafélaga minn. Hann gerði sig líklegan til að gefa mér heljarinnar knús, sem mér þótti heldur óvenju- legt því aldrei hafði ég knúsað manninn fyrr og þekkti lítið. Ég spilaði þó með og við tók eitt óþægilegasta knús allra tíma, þar sem ég reyndi einhverra hluta vegna að snerta manninn sem minnst. Næst tek ég eftir því að kona stendur við hliðina á Knúsaranum og horfir tortryggilega á mig. Ekki bætir úr skák að hún er með sól- gleraugu innandyra! (Ég sem hélt að Bubbi Morthens væri sá eini sem mætti það.) Ég geri heiðar- lega tilraun til að brosa og heilsa en fæ ekki hið minnsta bros til baka. Er ég að segja þetta eitt- hvað vitlaust? Knúsarinn kynnir þá konuna sem kærustu sína. Enn ekkert bros. Ég heyri ekkert hvað hann segir hana heita því svitinn er farinn að perla af enninu, undir aug- unum og jafnvel af efri vörinni. Nú vil ég fátt frekar en að losna úr þess- um hræðilegu aðstæðum. Ég fer að óttast að svitinn sem er að safnast upp í lófunum á mér muni eyðileggja bækurnar sem ég held á. Knúsarinn spyr hvað ég sé að gera í lífinu og ég segist vinna hjá Morgunblaðinu í sumar. Þá bendir hann á að ég gæti orðið svona „hetju- blaðamaður“. Ég veit ekkert hvað maðurinn er að tala um en brosi og jánka. Svona eins og Tinni, segir Knúsarinn og ég er enn týndari en áður. Hver var aftur Tinni? Já, þunnhærða teiknimyndafígúran. Var hann blaðamaður? Ég hafði ekki hugmynd um það. Ég held áfram að brosa og segist sammála Knúsaranum í einu og öllu. Á meðan hann held- ur áfram átta ég mig á því að ég þurfi að spyrja hann hvað hann sé að gera í lífinu, til að launa greiðann. Hvers þarf ég að gjalda? Þetta samtal varð of langt fyrir löngu og sér ekki fyrir endann á því. En sem betur fer kveður Knúsarinn og heldur leiðar sinnar ásamt Sólgleraugnakærust- unni. Hættan er liðin hjá en svitinn situr eftir. Óþægindasviti Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Ég spilaði þó með ogvið tók eitt óþægileg-asta knús allra tíma, þarsem ég reyndi einhverra hluta vegna að snerta manninn sem minnst. Sigríður Vala Þórarinsdóttir Já, helst austur á land í tjald, ef spáin verður góð. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í útilegu í sumar? Jóhann Bjarnason Já, á morgun. Hina árlegu útilegu Harmonikkufélagsins í Skagafirði. Vöfflur, kaffi og dansiball. Oddný Svava Steinarsdóttir Já. Vík í Mýrdal í tjald. Snorri Egilsson Mögulega en ekkert mjög langt. Örugglega einhverja mennta- skólaútilegu. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Tónlistarmaðurinn Flóni, eða Friðrik Jóhann Róbertsson eins og hann heitir fullu nafni, mun troða upp á Secret Solstice á sunnudagskvöld. Upplýsingar og miða inn á hátíðina má finna á secretsolstice.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.