Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Page 10
FERÐAMENN 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019 Robert og Barbara Beringer frá Sviss eru reyndir ferðalangar. Þau eru í fyrsta skipti á Íslandi og komu hingað til að njóta náttúrunn- ar, en hingað komu þau með húsbíl sem þau sigldu með yfir Atlantshafið til Seyðisfjarðar. „Við ætlum að keyra upp á hálendi en erum í höfuðborginni núna þar sem framrúðan okk- ar brotnaði og það er verið að gera við hana. Það gaf okkur smá pásu frá keyrslunni til þess að sjá þessa fallegu borg,“ segir Robert en þau hjón hyggjast dvelja hér í heilan mánuð. „Við ætlum að keyra út um allt land en höf- um nú bara keyrt hingað frá Seyðisfirði. Á leiðinni sáum við Jökulsárslón, fossa og lunda. Þegar við komum fyrst var snjókoma en svo batnaði veðrið eftir tvo daga og varð mjög fal- legt,“ segir hann. „Okkur hefur verið sagt að veðrið sé óvenju- gott því þið fáið venjulega mikla rigningu,“ segir hún og bætir við að þau sofi í bílnum á tjaldstæðum. „Við höfum ferðast svona í áratugi,“ segir hún. „Síðan við vorum mjög ung. Við bjuggum í tíu ár í Suður-Afríku fyrir langalöngu og ferð- uðumst mikið um á þennan hátt, í Volks- wagen-rúgbrauði,“ segir Robert. Blaðamaður nefnir að þau virðist mikið æv- intýrafólk og Robert segir: „Já, það má kannski segja það.“ Robert er ljósmyndari og ráðgjafi í iðnaði en Barbara er komin á eftirlaun. Það sem kom þeim á óvart á Íslandi er allur sá fjöldi ferðamanna frá Asíu. „Mér datt aldrei í hug að hér væru svona margir Kínverjar,“ segir hún. Hjónin segja sorglegt hversu sóðaleg um- gengni er við náttúruperlur landsins og segj- ast hafa séð fólk henda rusli á jörðina. „Við tínum það upp. Svo er alveg merkilegt Robert og Barbara hafa ferðast víða á húsbíl sínum. Nú ætla þau á hálendi Íslands. „Allt fyrir eina ljósmynd“ SVISS hvað margir hunsa grindverk eða merkingar og klifra bara yfir. Það er alveg út í hött. Það er ekki bara hættulegt fólkinu heldur eyði- leggur líka náttúruna,“ segir Robert. „Allt fyrir eina ljósmynd,“ segir Barbara. Þau kveðja blaðamann og halda sína leið. „Bíllinn okkar verður tilbúinn eftir nokkra tíma og þá ætlum við að keyra á Vestfirði og þaðan inn á hálendið. Ef vegirnir verða opnir.“ „Við erum hér tuttugu og fimm saman frá Shanghai í Kína. Við ætlum að vera fimm daga á Íslandi en ferðin er allt í allt þrettán dagar,“ segir kínverk kona sem var sú eina í hópnum sem talað gat ensku. „Við ætlum líka til Hollands, Þýskalands og Belgíu. Við förum burt héðan á morgun. Okkur líkaði mjög vel að vera hér og landslagið er fal- legt,“ segir hún. „Við ferðuðumst víða á þessum fimm dögum og okkur fannst fossarnir flottastir,“ segir hún og bætir við að veðrið hafi komið á óvart. „Okkur var sagt að þetta væri besta veðrið í mörg ár!“ Konurnar draga upp síma og sýna blaða- manni mynd af Strokki í Haukadal, nokkuð sem þeim fannst merkilegt að sjá. „Allt hér er mjög nýtt fyrir okkur,“ segir hún og biður að lokum um að blaðamaður stilli sér upp á mynd með hópnum. Þær voru alsælar stöllurnar frá Shanghai þar sem þær röltu niður Skólavörðustíg- inn á fallegum sumardegi. „Fossarnir flottastir“ KÍNA Irina and Cody Anderson eru frá Alberta í Kanada. Þau voru nýlent á Íslandi þegar blaðamaður stoppaði þau við styttuna af Leifi Eiríkssyni. Þau ætla að dvelja á landinu í tíu daga og keyra hringinn. „Við höfum planað ýmsar gönguferðir og skoðunarferðir á leiðinni. Við munum yfirleitt gista í airbnb-íbúðum á leiðinni,“ segir Irina. „Þetta verður stíf keyrsla,“ segir Cody og á við að dagskráin sé þétt. „Við ætlum ekki á Vestfirði en förum á Snæ- fellsnes,“ segir Irina sem segir þau vel skipu- lögð. „Við keyptum flugmiðana fyrir ári en byrj- uðum svo að skipuleggja í febrúar. Við ætlum að nýta okkur það að kaupa í matinn og elda sjálf, frekar en að fara á veitingastaði,“ segir Irina. „Við leigðum ódýran bíl hjá Green Motion og það tók óratíma í morgun að afgreiða hann. Við vonum að hann komi okkur hringinn,“ segir Cody og brosir. Irina segir þau spennt að leggja í hann. „Við erum mjög spennt að sjá fossana, heitu hverina og önnur náttúruundur. Svo eigum við bókað í eina ferð upp á jökul,“ segir Irina og bætir við að þau séu afar ánægð með veður- blíðuna. Cody og Irina ætla hringinn og hafa skipu- lagt ýmislegt á leiðinni. „Þetta verður stíf keyrsla“ KANADA Fyrir utan Café Loka á Lokastíg sátu erlend- ir ferðamenn í blíðunni og gæddu sér á ís- lensku góðgæti sem var skolað niður með köldu öli. Á einu borði mátti finna þrjá franska vini, þá bræður Joeffrey og Damien Lamy og vin þeirra, ljósmyndarann Antoine Pidoux. „Þeir hafa verið hér í tíu daga en ég var bara að slást í hópinn í morgun,“ segir Joeff- rey og segir hina hafa frá ýmsu að segja. Antoine situr kappklæddur með húfu og blaðamaður spyr hvort honum sé kalt, í ljósi þess að úti ríkir jú íslensk hitabylgja. „Já!“ svarar hann og þeir hlæja. „Við vorum á Vestfjörðum og þar var kalt. Við fórum hringinn; á Vestfirði, Akureyri, Mývatn, Jökulsárlón og Vík. Við erum á bíla- leigubíl,“ segja þeir. Það sem hefur helst komið á óvart segja þeir landslagið. „Landslagið er stórfenglegt,“ segir Damien og Antoine bætir við: „Allt er stórkostlegt!“ „Við stoppuðum á fimm mínútna fresti á hringveginum til að taka myndir,“ segir Da- mien og þeir skellihlæja. Næsta stopp hjá þeim er Landmannalaug- ar og eru þeir spenntir. Þeir stilla sér upp fyrir myndatöku og blaðamaður spyr að lok- um hvort þeir muni koma aftur. „Já, örugg- lega!“ svarar þeir allir í kór. Joeffry, Damien og Antoine finnst allt á Íslandi stórkostlegt. „Allt er stórkostlegt!“ FRAKKLAND

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.