Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Síða 20
Brakandi ferskt
í allt sumar
Nú er tíminn til að bera fram léttan, hollan og ferskan mat og er flott salat tilvalið á matborðið, bæði sem aðalréttur
sem og meðlæti. Gott getur verið að fá nýjar hugmyndir og fékk því Morgunblaðið nokkra íslenska matgæðinga til
að deila með lesendum uppskriftum að fallegum og frumlegum salötum sem svíkja ekki bragðlaukana.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 4
500 g humar, skel-
flettur og hreins-
aður
3 msk. ólífuolía
2 msk. tamari-sósa
2 msk. lífrænt hun-
ang, t.d. lífrænt
akasíuhunang
4 stk. hvítlauksrif
½ stk. rautt chili
3 cm ferskt engifer
200 g blandað salat
½ stk. gúrka
1 askja litlir tómatar
2 msk. ristuð gras-
kersfræ
lúka fersk basilíka
½ krukka fetaostur
Þíðið humarinn.
Pressið hvítlauk-
inn. Skerið chili
frekar smátt. Rífið
engiferið niður.
Látið olíuna,
tamari-sósuna og
hunangið í skál.
Bætið kryddinu
saman við og
hrærið vel saman.
Bætið humrinum
út í og látið hann
marinerast í leg-
inum í u.þ.b. fimm
mínútur. Hitið
pönnuna.
Takið humarinn
úr marineringunni
og steikið á vel
heitri pönnunni í
tvær mínútur. Lát-
ið marineringuna
renna vel af. Gott
að nota t.d. gata-
spaða (fiskispaða).
Skerið tómatana
og gúrkuna niður.
Blandið salatinu,
gúrkunni og tóm-
ötunum saman í
stórri skál. Dreifið
humrinum, gras-
kersfræjunum,
fetaostinum og
basilíkunni ofan á
salatið. Hellið rest-
inni af marinering-
unni yfir.
Frá grgs.is.
Humarsalat
Fyrir 2
ca. 120 g blandað salat (t.d. ruccola, spínat,
rauðkálsblöð)
5-6 míní-paprikur í blönduðum lit, skornar í
sneiðar
1 stórt avókadó, skorið í bita
2 stórar kúlur buffalo mozzarella, tættar í
sundur með fingrunum
ca. 300 g kokteiltómatar á kvisti, skornir í
tvennt
100 g parmaskinka
pestó
Setjið salatið á botninn á breiðum diski og
bætið svo paprikunnni út á salatið. Því næst
skal bæta við avókadó, svo mozzarella og
tómötum. Að lokum er parmaskinkan
skorin niður og henni dreift yfir salatið
ásamt pestói. Berið fram með góðu brauði,
t.d. steinofnsbökuðu súrdeigsbrauði.
Frá eldhussogur.com
Mozzarella- og tómatasalat með
pestósósu og parmaskinku
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019
LÍFSSTÍLL
Geggjað grískt kartöflusalat
Meðlæti fyrir 4-8
900 g kartöflur
sjávarsalt
100 g svartar ólífur
150 g kirsuberjatóm-
atar
70 g fetaostur, mulinn
DRESSING
2 msk. sítrónusafi
1 msk. óreganó
½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
60 ml jómfrúar-
ólífuolía
Afhýðið kartöflurn-
ar og skerið niður í
bita og sjóðið í
potti þar til þær eru
farnar að mýkjast
en ekki mauksoðn-
ar. Takið vatnið frá
og skolið kartöfl-
urnar með köldu
vatni.
Setjið kartöflurn-
ar í skál ásamt ólíf-
um, kirsuberja-
tómötum og
fetaosti. Saltið.
Útbúið dress-
inguna með því að
hræra saman sí-
trónusafa, óreganó,
salti og pipar. Hrær-
ið saman og hellið
ólífuolíunni smátt
og smátt saman við
og hrærið allan tím-
ann þar til dress-
ingin hefur blandast
vel saman. Hellið
dressingunni yfir sal-
atið, magn eftir
smekk.
Frá gerumdaginn-
girnilegan.is.
Landslag kr. 5.400
Snúrusnilld kr. 2.000 Hreðkuskálar kr. 2.900-13.500
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17