Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2019, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2019
LÍFSSTÍLL
Við brottför þökkum við fyrir okk-
ur og kveðjumst með handabandi.
Kveðjustundin er jafn mikilvæg og
upphafsstundin.
Munum að sýna starfsfólki þakk-
læti um leið og við kveðjum það.
Kveðjustund
Höfum sköftin inni í lófunum. Best þyk-
ir að hafa vísifingur ofan á hnífi og gaffli,
þannig verður mjög auðvelt að beita
þeim. Munum að setja hnífapörin ekki
aftur á borðið eftir að við erum byrjuð
að borða. Vörumst að vera með hnífa-
pörin í höndunum ef við notum hend-
urnar til að leggja áherslu á orð okkar.
Það er óþægilegt að sjá fólk sveifla
hnífnum eins og skylmingakappi.
Hnífapörin
Stundvísi er bæði sjálfsögð og mikilvæg.
Tími fólks er dýrmætur. Þess vegna
mætum við einfaldlega á réttum tíma.
Gott er að áætla sér nokkrar aukamín-
útur. Aldrei að vita nema rúta stoppi á
miðjum veginum til að hleypa úr fimm-
tíu ferðalöngum sem allir eru með tvær
töskur ...
Á réttum tíma
Sleppum tyggjóinu á fundum, það er
kæruleysislegt og það á sjaldnast við á
viðskiptafundum. Það getur verið vand-
ræðalegt að mæta með tyggjó og þurfa
að lauma því í bréfsnifsi eða annað áður
en maturinn er borinn á borðið. Mun-
um því að henda því áður. Ef við gleym-
um að henda tyggjóinu áður en við
mætum er hvorki smekklegt að setja
það á diskbrúnina né undir borðið.
Tyggjóið
Hvert á að fara? Velja þarf veitingastaðinn vel og
með það fyrir augum að gestinum líði sem best.
Sá sem býður út að borða eða hefur frum-
kvæði að því, þarf helst að þekkja veitingastað-
inn, að minnsta kosti hafa heyrt mjög vel af
honum látið. Velja þarf sæti svo gesturinn/
viðskiptavinurinn fái betra sætið (sjái vel yfir og
hafi ekki gangandi umferð fyrir aftan sig o.s.frv.)
og gestgjafinn nái auðveldlega athygli þjónsins.
Matseðill eða hlaðborð
Í viðskiptamálsverði er ákveðin truflun þegar
hlaðborð hefur verið valið. Þá vilja samtölin
brotna upp og „takturinn“ í samræðunum helst
ekki þar sem fólk fer á öllum tímum frá borði
að sækja sér meiri mat. Þá þarf jafnvel að end-
urtaka eða byrja að ræða aftur. Hlaðborð getur
þó verið ágætt ef tveir eru á fundi.
Áður
Viðskipta-
málsverðir
Allnokkur munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í við-skiptamálsverð. Alla jafna erum við laus við öll formlegheit þegarvið förum út að borða. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum
verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því nauð-
synlegt að koma vel undirbúinn.
Hvað skal gera?
Albert Eiríksson
albert.eiriksson@gmail.com
Við veljum klæðnað í takt við til-
efnið. Það getur stungið í stúf að
mæta í árshátíðarfötunum þegar
um óformlegan fund er að ræða.
Hver og einn þarf að ákveða fyr-
ir sig hvað er við hæfi. Við-
skiptamálsverður kallar þó yfir-
leitt á betri föt.
Klæðnaður
Best er að sleppa klósettferðum á
meðan á borðhaldi stendur. Fundir
eru mikilvægir, tökum öryggispiss á
undan - við sjáum ekki eftir því.
Gleymum ekki að kíkja aðeins í
spegilinn (bindið inni í kraganum,
hárið í lagi o.s.frv.).
Öryggispiss
Fátt truflar eins mikið
fundi og símar, bæði
ljós frá þeim og hljóð.
Slökkvum á hringing-
unni áður en við kom-
um á staðinn og sleppum því að hafa
hann á borðinu nema við eigum von á
mjög mikilvægu símtali. Þá látum við
vita af því fyrirfram.
Símar
Það er alltaf kostur að vera vel undirbúinn,
hvort sem við rennum yfir síðustu pósta, les-
um viðhengin, fundargerðir eða rifjum upp
það sem okkur fór á milli á síðasta fundi. Það
segir mikið um fólk ef það kemur vel undirbúið
á fundi. Förum vel yfir hvað við viljum fá út úr
fundinum og ef eitthvað þarf að forðast.
Undirbúningur
„Rétta borðið“. Það getur verið gott að
horfa aðeins í kringum sig áður en „rétta
borðið“ er valið, horfa samt þannig að
lítið beri á. Oft eru umræðuefni við-
skiptafunda trúnaðarmál. Er keppinautur,
samstarfmaður, einhver tengdur ein-
hverjum á næsta/næstu borðum?
Tímabundin?
Það er ágæt þumalputtaregla að taka
fram í upphafi ef við erum tímabundin.
Það er betra en að segja það á síðustu
stundu, rétt áður en við þurfum að
rjúka af stað.
Kynningar
Heilsum öllum með handabandi og
kynnum okkur ef þarf. Leggjum nöfn
hinna á minnið og notum þau ef þarf,
samt í hófi. Fólk sem er sest stendur
upp a.m.k. til hálfs og heilsar þeim sem
koma.
Upphafið
Servíettur eru mest upp á punt, en
engu að síður gott að hafa þær ef slys
verður. Um leið og fólk sest til borðs
tekur það servíettuna og leggur hana
tvöfalda í kjöltuna. Það er algjör óþarfi
að hrista servíettuna úr brotunum
með tilþrifum, hún er einfaldlega tekin
úr brotunum. Best að gera þetta áður
en þjónarnir koma með diskana.
Ef einhver þarf að bregða sér frá í
miðju borðhaldi þykir fara vel á að
leggja servíettuna í stólinn, á stólarm-
inn eða á stólbakið og ýta stólnum að
borðinu.
Servíettan í kjöltuna
Spjall um daginn og veginn. Undirbúa
létt spjall á undan hinu formlega erindi.
Við erum sérfræðingar í að spjalla, slök-
um bara á og sleppum því að vera of
formleg. Sleppum því samt að spjalla
um veikindi, hvorki okkar né annarra
og eldfim málefni.
Óæskileg umræðuefni
Í viðskiptamálsverðum þarf að forðast
eins og hægt er að tala um eldfim mál-
efni. Þau geta skapað óþarfa spennu og
miður góða niðurstöðu af fundinum.
Borðhaldið
Til þess að viðskiptamálsverðurinn skili
sem mestum árangri er nauðsynlegt að
tala um efnið þannig að það sé skýrt
hvað við er átt. Varpa fram hugmyndum
og vera í leiðinni góður hlustandi og
með hvetjandi athugasemdir. Gleymum
ekki að bera upp spurningarnar og
koma með tillögur. Passa verður að
umræðan fari ekki um víðan völl.
Erindið
Ef fundargestir eru ekki þeim mun fleiri
bíðum við með að byrja þangað til allir
hafa fengið matinn. Svo eru það litlu at-
riðin sem allir muna úr æsku: muna að
tyggja og kyngja áður en við tölum (ekki
tala með fullan munninn) og sleppa því
að hafa olnbogana á borðinu.
Ekki tala með
fullan munninn
Halda áfengisdrykkju í
algjöru lágmarki, helst
sleppa henni alveg. Ef
fólk vill skála þá er nóg að
lyfta glösum einu sinni, í mesta
lagi tvisvar. Alls ekki skála út í
eitt og fyrir öllu og öllum.
Skál!
Ef nauðsyn ber til er gott að punkta
hjá sér eitt og annað til að eiga
seinna. Það getur verið erfitt að
muna öll smáatriðin.
Taka niður
punkta
Búin að borða. Eftir að hafa lokið við
síðasta bitann eru hnífapörin lögð
snyrtilega saman á diskinn og servíettan
á borðið vinstra megin við þar sem
diskurinn var.
Reikningurinn
Almenna reglan er sú að sá sem býður
til málsverðar borgar reikninginn. Hins
vegar er það ekki ófrávíkjanleg regla og
meta þarf hvert tilvik.
Nafnspjöld
Í viðskiptamálsverðum skiptist fólk
gjarnan á nafnspjöldum á fyrsta fundi,
gott er að hafa þau til reiðu.
Lokin
Ný kynslóð
málningarefna
SÍLOXAN
Viltu betri endingu?
u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn
u Framleiðendur múrklæðninga ráðleggja eindregið síloxan
u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti
u Einstök ending á steyptum veggjum
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Veldu betri málningu