Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.6. 2019 Hoppaði upp úr lauginni Þegar leikurinn gegn Perú varað renna sitt skeið á endabatt Willian viðeigandi enda- hnút. Stakk sér inn frá vinstri – rétt fyrir utan vítateiginn – og hægrifót- arskot hans söng í bláhorni Perú- marksins. Mark kvöldsins. Þetta voru tilþrif sem áhangendur Chelsea eru orðnir vanir enda þótt leikvangurinn væri ekki sá sami. Í stað Stamford Bridge erum við að tala um Arena Corinthians í São Paulo. Það hefði allt getað farið á annan veg. Upphaflega var Willian ekki valinn í landsliðshóp Brasilíu fyrir Ameríkukeppnina og hafði gert allt önnur plön fyrir sumarið eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea í lok maí. En þegar Neymar þurfti að draga sig út úr hópnum vegna ökklameiðsla komst Tite landsliðsþjálfari að þeirri niðurstöðu að Willian væri rétti maðurinn til að leysa hann af hólmi. Skömmu síðar hringdi síminn og Willian gleymir því líklega seint. „Ég var í Ísrael með fjölskyldu minni að njóta sumarfrísins,“ sagði hann í samtali við blaðamann strax eftir Perúleikinn. „Nánar tiltekið þá var ég í sundlauginni með börn- unum mínum þegar Edu [yfirmaður knattspyrnumála hjá brasilíska landsliðinu] hringdi. Ég svaraði og hann kom sér beint að efninu: „Ég vil fá þig til Brasilíu.“ Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Sagði bara við frúna: Við þurfum að fljúga til Brasilíu vegna þess að landsliðið hringdi og þarf á mér að halda.“ Willian var um borð í næsta flugi og skilaði sér hratt í æfingabúðir Brasilíu, þar sem honum var út- hlutað númerinu hans Neymars. 10. Endurstaðfesti skírnina Hljómar einfalt en þetta var samt ekki eins og að binda enda á hvert annað sumarfrí. Willian var í Ísrael af mjög sérstakri ástæðu. Örfáum dögum fyrir símtalið var hann við bakka árinnar Jórdan til að endur- staðfesta skírn sína. Sem guð- hræddur kristinn maður lagði hann leið sína á hinar helgu slóðir ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum til að ganga í gegnum þessa helgi- athöfn. Skömmu síðar var hann um borð í flugvél á leið heim til Brasilíu til að takast á hendur verkefni fyrir þjóð sína; að hjálpa landsliðinu að vinna Ameríkukeppnina í fyrsta skipti frá árinu 2007. Um liðna helgi kórónaði hann þessa eftirminnilegu endur- komu sína í liðið með frábæru marki og hlakkar nú til næstu leikja. Eftir markið féllust þeir Tite í faðma og Willian er þjálfaranum af- ar þakklátur fyrir að hafa að end- inguvalið sig til þátttöku á mótinu. „Hann er frábær manneskja og frá- bær þjálfari. Hann er okkur öllum sem faðir og ástúðin er mikil. Ég faðmaði hann að mér vegna þess að markið var geggjað og tilfinning- arnar streymdu fram eins og læk- ur.“ Allt hverfist um Ameríkukeppn- ina þegar fundum okkar ber saman en vangaveltur hafa verið um fram- tíð Willians þegar kemur að fé- lagsliði. Orðrómur er á kreiki þess efnis að kínverska félagið Shanghai Shenhua hafi boðið honum mjög ábatasaman samning – sem hann á að hafa hafnað. Leikstjórnandinn brasilíski á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og þeir Vestlund- únungar munu án efa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda hon- um, ekki síst með hliðsjón af því að kaupbann vofir yfir félaginu. Spurn- ingin er hvort þeir muni bjóða hon- um tveggja ára samning – eins og þeir gerðu við David Luiz – þrátt fyrir þá stefnu að bjóða leikmönnum sem komnir eru yfir þrítugt aðeins eins árs framlengingu í senn. Ræðir um Chelsea síðar Eftir Perúleikinn vildi Willian bíða með að tjá sig um framtíðaráform sín. „Ég vil ekkert tjá mig um þau mál á þessu stigi. Núna vil ég bara tala um landsliðið og Ameríku- keppnina. Við getum rætt um Chelsea og þau mál síðar.“ Ef marka má fleyginn gegn Perú, hefur Willian alla burði til að vera áfram lykilmaður hjá Chelsea um ókomin ár; ekki sést eftir að Eden Hazard er farinn. Fyrir húsbændur á Brúnni gæti frelsun verið í því fólgin að semja við Willian til lengri tíma. Við þetta má bæta að Willian var aftur á skotskónum þegar Brasilía lagði Paragvæ aðfaranótt föstudags og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Willian fagnar glæsi- marki sínu gegn Perú. AFP Hann var í Ísrael að endurstaðfesta skírn sína þegar kallið kom: Brasilíska landsliðið þurfti á honum að halda. Willian segir Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þessa skemmtilegu sögu. Arthur Renard info@arthurrenard.nl Heimur batnandi fer. Nánast alls staðarí veröldinni eru lífsgæði miklu meirien þau sem forfeður og formæður okkar nutu. Þessi staða blasir við og er áber- andi á Íslandi. En við stöndum líka frammi fyrir gífur- legum áskorunum. Reglulega er rætt um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Kannski ekki rosalega grípandi orðanotkun. En ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir því að upp úr 2030 verði færri en þrír einstaklingar á vinnufærum aldri á hvern einstakling á lífeyr- isaldri. Fyrir aðeins um átta árum voru þeir fimm. Að óbreyttu er staðan því sú að færri og færri einstaklingar standa straum af opinberri þjónustu. Hvað er þá til ráða? Ekki viljum við hækka skatta og ekki viljum við skerða þjón- ustuna. Þriðji möguleikinn er aukin nýsköpun. En ef hún á að duga til þurfum við líka að vera tilbúin að láta kné fylgja kviði. Þá munu tækniframfarir á næstu árum gjör- bylta atvinnuháttum okkar með meira afger- andi hætti en við höfum áður séð. Þetta kallar á að við leggjum enn meiri áherslu á að rækta sköpunargleði, frumkvæði, gagnrýna hugsun, athafnafrelsi og sjálfstæði. Fjórða iðnbyltingin mun vekja áleitnar spurningar um það hvort leiðarljós okkar í dag, hin klassíska frjálslyndisstefna, hafi ennþá svörin og geti tryggt okkur áframhald- andi bætt lífskjör, kynslóð fram af kynslóð. Við þurfum að vera vakandi gagnvart þeim spurn- ingum. Aðlaga þarf menntakerfið og þróun þess að þessum veruleika og leggja áherslu á að efla dómgreind og hina skapandi og mannlegu þætti. Hitt meginverkefnið er efling nýsköp- unar. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland er þess vegna eitt mikilvægasta verkefni þessarar rík- isstjórnar. Þar hefur góð vinna verið unnin og ég hlakka til að kynna hana í haust og hrinda tillögum hennar í framkvæmd. Aukin nýsköpun er ekki val, heldur nauðsyn. Hún er stór hluti af svarinu við stærstu spurningunum sem við stöndum frammi fyrir. Hún er forsenda áframhaldandi verðmæta- sköpunar og velsældar. Þetta snýst um nýsköpun í opinberri þjón- ustu, nýsköpun í heilbrigðisþjónustu, nýsköp- un í menntun. Þetta snýst ekki um val á milli nýsköpunar og einhvers annars. Þetta snýst ekki um nýsköpun eða ferða- þjónustu, heldur nýsköpun í ferðaþjónustu. Þetta snýst ekki um nýsköpun eða sjávar- útveg, heldur nýsköpun í sjávarútvegi. Þetta snýst ekki um nýsköpun eða virkjanir, heldur nýsköpun í orkuvinnslu og orkufrekum iðnaði. Og að sjálfsögðu nýsköpun af hálfu frum- kvöðla sem búa til ný fyrirtæki, ný störf, ný verðmæti. Yfirnáttúrulegir hæfileikar Hugvitssamir einstaklingar sem hafa fengið tækifæri til þess að finna hugmyndum sínum og starfsþreki frjósaman farveg hafa stuðlað að auknum veraldlegum og menningarlegum lífsgæðum. Við viðhöldum öflugu samfélagi með því að hafa umhverfið þannig að við há- mörkum nýtingu hæfileika okkar allra. Það er lykillinn að árangri okkar fámennu þjóðar. Góður árangur okkar á mörgum sviðum er athyglisverður en hann byggist ekki á yfir- náttúrulegum hæfileikum. Hann byggist á því að okkur hefur auðnast að búa til samfélag þar sem langflestir hafa raunverulegt tækifæri til að þroska hæfileika sína og nýta þá til fulls. Tækifæri hins venjulega Íslendings eru ekki eins og lottómiði, þar sem vinningslíkurnar eru einn á móti milljón, heldur raunveruleg tæki- færi. Íslenski draumurinn er ekki einn á móti milljón heldur innan seilingar fyrir langflesta. Fá lönd geta gert sterkara tilkall til þess að geta með réttu kallast „land tækifæranna“ og það er eitt af okkar dýrmætustu sérkennum sem við verðum að standa vörð um. Þess vegna er það, að þegar Íslandi tekst að standa jafnfætis eða jafnvel framar margfalt fjölmennari þjóðum á einhverjum sviðum, þá kemur ekki upp í hugann einhvers konar hug- mynd um yfirnáttúrulega hæfileika okkar sjálfra, heldur stolt yfir samfélagi þar sem allir skipta máli og svo til allir eiga raunhæfa mögu- leika á að þroska hæfileika sína til fulls. Á sama tíma vakna spurningar um þá hæfileika sem kunna að fara til spillis meðal fjölmennari þjóða, sem hugsanlega ná ekki að hlúa eins vel að tækifærum hvers og eins. Lágt afskriftarhlutfall í mannauði Fámennið hefur áreiðanlega hjálpað okkur Ís- lendingum í tvennum skilningi við að nýta sem best hæfileika hvers og eins; annars vegar með því að gera það nauðsynlegt, og hins vegar með því að gera það mögulegt. Því telja má líklegt að það sé bæði mikilvægara og auðveldara fyr- ir lítil samfélög en stór að leyfa hverjum og einum að blómstra. Á bókhaldsmáli getum við sagt að á Íslandi höfum við „lágt afskriftarhlutfall í mannauði“. Varla er hægt að ímynda sér nokkurn auð sem verra er að afskrifa en mannauðinn. Þetta er eitt af okkar dýrmætustu sérkennum, sem við verðum að varðveita. Erindi við framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn trúir á samfélag tæki- færa. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrst og fremst hefur staðið vörð um hin borg- aralegu gildi, réttarríkið, samvinnu fullvalda ríkja og frelsi einstaklingsins. Við Sjálfstæð- ismenn eigum erindi við framtíðina, af því að við skiljum hvers hún krefst af okkur. Hún krefst þess að einstaklingsfrelsi og athafna- frelsi blómstri sem aldrei fyrr. ’Við Sjálfstæðismenn eig-um erindi við framtíð-ina, af því að við skiljumhvers hún krefst af okkur.Úr ólíkumáttumÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Aukin nýsköpun; ekki val heldur nauðsyn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.