Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 15
30.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 finnst skírnin mjög falleg og segir að með því að segja nafnið á barninu í skírninni séum við að rita nafn þess í lífsins bók. „Þetta hefur líka með það að gera hvernig við lítum á lífið. Fyrir mér er lífið gjöf. Það er ekki sjálfsagt að við fæðumst og það er svo merkilegt að við ráðum því ekki einu sinni hvort við fæðumst. Við sitjum uppi með það að vera til. Við verðum að treysta þeim höndum sem á móti okkur taka í heiminn, fyrst ljós- mæðrunum, svo foreldrunum og svo ástvin- unum og vinunum. Það eru bara tákn um hendur Guðs sem tekur okkur líka í sinn faðm og við erum í þeim faðmi alltaf,“ segir Agnes. Kirkjugarðurinn á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson held að það sé ekki æskileg þróun og við að færast úr einum öfgum og yfir í aðrar,“ segir Henry Alexander. Það er sama hversu afhelguð við teljum okkur vera; hefðirnar halda sterkt í okkur og það sést kannski hvað best í athöfnunum sem okkur finnst svo mikilvægar. Helgidagar og frídagar sem tengjast kristninni eru okkur einnig mikilvægir. Stundum þegar rætt er um aðskilnað ríkis og kirkju hefur fólk áhyggjur af því að við munum missa frídaga sem miðast við helgidaga kirkjunnar. Sigríður Andersen segir það kannski enn eitt merki um hversu traustan sess kirkjan á í menningu og sögu þjóðarinnar að verkalýðs- félög miða við helgidaga kirkjunnar í samn- ingum um frídaga. Hér áður fyrr var það svo að flestallt var lokað á þessum helgidögum kirkjunnar; aðfangadag, jóladag, annan í jól- um, páskadag, annan í páskum og fleiri daga. Smám saman hafa reglurnar rýmkast og æ fleiri kaupmenn hafa opið á þessum dögum. Það eru skiptar skoðanir um hvort kaupmenn eigi að hafa opið á þessum dögum og það vek- ur kátínu margra þegar hópur fólks safnast saman á Austurvelli yfir páskahátíðina til að spila bingó því bingó er ein af þeim skemmt- unum sem bannað er að halda á ákveðnum dögum yfir páskana. Til stendur að breyta þessum lögum en Sigríður Andersen lagði fyrr á þessu ári fram frumvarp sem miðar að því að breyta lögunum um helgidagafrið. Hún segir þetta vera óheppilegt samspil við ýmsa anga ríkisvaldsins. „Kirkjunni á að vera alveg sama hvað aðrir eru að gera. Með þessu er ég ekki að hvetja til þess að menn haldi ekki frið eða helgi sig ekki trúnni á þessum dögum, alls ekki. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að gera það, þeir sem á annað borð trúa,“ segir Sigríður. Eins og áður segir er miðað við helgidaga kirkjunnar í flestum kjarasamningum og tel- ur Sigríður að þótt þessum lögum verði breytt muni það ekki breytast í bráð að þessir dagar verða frídagar hjá flestum. Snartarstaðakirkja í Skinnastaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Hún segist vera þakklát fyrir að hafa verið skírð og kynnst því sem skírninni fylgir, sem er að biðja og að fá kristin viðmið og gildi til að fara eftir í lífinu. Agnes segir að þeirri hugsun skjóti upp í kollinum hvort það sé verið að taka eitt- hvað af börnum sem ekki hljóti skírn og blessun. Skírnum hefur fækkað og borgaralegum fermingum hefur fjölgað á síðustu tíu árum. Samhliða því voru kristin fræði tekin út úr að- alnámskrá grunnskóla á Íslandi árið 2011. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segist ekki vera viss um að það sé nemendum til hagsbóta því þetta sé auðvitað hluti af ákveðinni menningarsögu. Hún segir að í um- ræðunni um að taka kristinfræði út úr skólum hafi verið rætt um að efla trúarbragðafræðslu í staðinn. „Ég man ég hugsaði að það gæti verið gaman að taka þátt í því og læra eitthvað um önnur trúarbrögð en það virðist ekki heldur hafa orðið,“ segir Sigríður. Hún segir það vera dapurt þegar fólk kemur upp í háskóla og þekkir ekki kristinfræði eða trúarbrögð. „Kristni ætti að vera þungamiðjan í trúar- bragðakennslu vegna menningar okkar. Bara eins og Íslandssagan er þungamiðjan í sagn- fræðikennslu hjá okkur,“ segir Sigríður. Trúmál oft hálfgert feimnismál Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, segir að umræða um trúmál sé núna oft hálfgert feimnismál og talað um þau í hálfkæringi. Hann segist stundum hafa áhyggjur af því að fólk eigi erfiðara og erfiðara með að koma hugsunum sínum í orð hvað varð- ar trúmál og trúarþörf. Til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir varðandi til dæmis aðskilnað ríkis og kirkju þurfum við að skilja trú og hlutverk hennar. „Ég kenni hugmyndasögu í háskólanum og heimspekisögu, þar sem við fjöllum um ákveð- in tímabil. Stundum erum við að lesa texta þar sem heimspekingar og aðrir höfundar eru að fjalla um Guð. Mér finnst að eftir því sem árin líða sé þetta orðið hálfgert tabú. Það má tala um hvað sem er í kennslustofu og nota hvaða orð sem er, en þegar maður talar um Guð fara nemendur hjá sér og fara jafnvel að flissa. Ég andstöðu fólks við þjóðkirkjuna sem stofnun. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að þessi þróun sé ekkert einsdæmi og að í löndum sem við berum við okkur saman við sé sömu sögu að segja. „Fyrir mér er skírnin margt. Hún er þakk- lætisathöfn, þar sem við þökkum fyrir komu barnsins, því það er ekki sjálfsagt að ein- staklingur verði til og fæðist í þennan heim. Við þökkum skaparanum fyrir það. Við erum að biðja um blessun fyrir barninu. Við erum að taka það inn i kirkju Krists, sem er ekki endi- lega þjóðkirkjan heldur samfélag kristinna manna í öllum heiminum,“ segir Agnes. Henni Þetta er síðasta greinin af þremur um málefni- þjóðkirkjunnar. Greinarnar eru lokaverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.