Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 13
landi, og hið glænýja Day Drinking sem hún gaf út ásamt breska plötusnúðaþríeykinu Black Saint í síðustu viku. Bríet segist ekki ætla að gefa út plötu í fullri lengd á næstunni, þótt sögusagnir þess efnis grasseri á hinum ýmsu tónlistarbloggum. „Það er bara bull,“ svarar hún brosandi. Ég er ekki að fara að gera plötu strax, ég sé bara ekki ástæðu til þess.“ Bríet telur að streymisþjónustur og sam- félagsmiðlar hafi minnkað eftirspurn eftir plötum í fullri lengd. „Það er eiginlega ekki þess virði að leggja alla þessa vinnu í að semja heila plötu þegar það er bara eftirspurn eftir einstökum lögum. Ég ætla klárlega að gefa út plötu einhvern tíma, en ég vil að það verði sér- stakt. Þangað til ætla ég að einbeita mér að því að gefa bara út lög.“ Mér líður eins og tunglinu Bríet hefur unnið að öllum lögum sínum í sam- starfi við Pálma Ragnar. „Þegar við hittumst og fórum upp í stúdíó í fyrsta skipti fann ég strax að við værum ekki að fara að vera vinir. Ég er svo mikil tilfinn- ingavera en hann er það ekki. Hann þurfti ekkert á því að halda. Mér leið eins og þetta væri bara bisness fyrir honum, bara vinna,“ segir Bríet. „Þegar við unnum að fyrsta laginu höfðum við bæði mjög sterkar og ólíkar skoðanir um hvernig þetta lag ætti að verða, en þetta varð miklu, miklu, miklu betra og fallegra en við héldum að það yrði.“ Pálmi og Bríet áttuðu sig fljótt á því að þótt þau hafi komið að samstarfinu á mismunandi forsendum, þá vinni þau vel saman. „Hann er mjög rökfastur. Við erum kannski að semja og ég segi að mér líði eins og tunglinu. Hann spyr mig hvað ég meini með því, og ég segi að mér líði bara eins og tunglinu. Hann spyr mig aftur hvað ég sé að reyna að segja og ég meina að mér líður eins og ég stækki og minnki eins og tunglið. Já, segðu það þá. Hann dregur fram það besta í mér og ég í honum og það verður til einhver mögnuð vin- átta.“ Pálmi tekur undir orð Bríetar. „Þegar við hittumst var ég ekki að leita mér að bestu vinkonu, en einhvern veginn gerist það bara þegar fólk tengir á einhverju stigi og er með sameiginlegt markmið, er að vinna í einhverju saman og nær saman sem karakter- ar. Já, auðvitað erum við samstarfsfélagar og við tölum mjög mikið um það sem er að gerast hverju sinni en við erum líka bara geggjaðir vinir,“ segir Pálmi. Hann heldur áfram: „Við erum með stór markmið og það er bara geggj- að að gera það með einhverjum sem þér þykir raunverulega vænt um og þykir vænt um þig á móti.“ Bríet og Pálmi hafa undanfarið unnið sleitu- laust í upptökum og stefna á að gefa út fjögur ný lög á næstu mánuðum. Nóg er um að vera hjá söngkonunni í sumar. Nýlega kom hún fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice auk fjölmargra tónleika á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Fyrr í mánuðinum hélt hún til Lundúna til að taka upp tónlistarmyndband og til Ítalíu að spila í brúðkaupi Gylfa Þórs Sigurðssonar. Framhald sumars verður engu rólegra en næst á dagskrá eru tónleikar í Þorlákshöfn sem Bríet heldur sjálf, ásamt fjölmörgum fleiri tónleikum um land allt. Þótt Bríet hafi náð miklum árangri í tón- listarheiminum má ekki gleyma að þegar öllu er á botninn hvolft er hún enn tvítug mann- eskja í þann mund að klára menntaskóla. Rétt eins og flesta menntaskólanema hryllir hana við spurningum um hvað taki við að námi loknu. „Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni, en hún er óráðin“ segir Bríet. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir allt sem er að gerast og fyrir allt þetta dásamlega fólk sem ég hef í kring- um mig. Ég vona bara að ég fái að halda áfram að gera hluti sem ég hef ástríðu fyrir.“Ljósmynd/Hlynur Hólm Bríet er afar eftirsóttur skemmtikraftur og mun koma fram á fjölmörgum tónleikum í sumar. 30.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Prófaðu nýju Opn S heyrnartækin í 7 daga - Tímabókanir í síma 568 6880 Stærsta áskorun einstaklinga með skerta heyrn er að fylgjast með samtali í fjölmenni og klið. Nýju Opn S heyrnartækin frá Oticon skanna allt hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm hljóðúrvinnsla í Opn S heyrnartækjunum skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja. Hægt er að fá Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum! Ertu einangraður í margmenni og klið?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.