Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.06.2019, Blaðsíða 17
mannaflokkurinn myndi ekki styðja hann sem for- sætisráðherra, og væri hann þess albúinn að taka sæti í ríkisstjórn undir forsæti Halifax eða Churchills. Halifax lávarður tók af skarið um það, að hann kæmi ekki til mála. Sem lávarður mætti hann ekki sitja í neðri málstofunni og yrði því gagnslítill sem forsætisráðherra. Nú stóð í nokkru þófi, og var það á valdi Verkamannaflokksins, hvort samsteypustjórn yrði mynduð undir forsæti Churchills. En nú tóku örlögin sjálf í taumana. Segja má, að Adolf Hitler hafi á vissan hátt gert Churchill að forsætisráðherra Bretlands með innrás Þjóðverja í Holland og Belgíu að morgni 10. maí1940.“ Georg konungur VI kallaði Churchill í höllina til sín. Kóngur sagði: „Ég geri naumast ráð fyrir, að þér vit- ið, hvers vegna ég hef sent eftir yður?“ Churchill svaraði á þessa leið: „Nei, það er ég algjörlega ófær um að ímynda mér.“ Og svo skelltu þeir báðir upp úr, á þessari háska- stund í sögu Bretlands og vissu sennilega þar með að þeirra samstarf yrði gott, þrátt fyrir allt. Lýðræðið eykur hlut sinn Síðan þetta var hefur orðið mikil breyting á leiðtoga- vali Íhaldsmanna. Fyrst velja þingmennirnir með sér- stakri niðurskurðaraðferð tvo úr sínum hópi sem allir flokksmenn skulu svo kjósa á milli. Sé flokkurinn í ríkisstjórn verður leiðtoginn samstundis forsætisráð- herra. Atbeini þjóðhöfðingjans er aðeins formsatriði, þótt hann sé táknrænn og sögulega mikilvægur. Það er þó ekki alltaf einboðið að þessi aðferð gangi upp til enda. Það sýnir nýlegt dæmi um Theresu May. Hún komst þannig undan því að fara í fjögurra vikna baráttu á meðal flokksbundinna íhaldsmanna. Ekki vantaði þó neitt upp á að atburðarásin við val hennar væri að öðru leyti æsileg. Cameron sagði af sér strax um nóttina þegar að úrslit þjóðaratkvæðis um brexit lá fyrir. Forsætisráðherrann hefur sjálfsagt gert ráð fyrir því að hafa, eins og May síðar, tæpa tvo mánuði til að pakka niður. En það fór á annan veg. Fyrst stakk helsti stuðningsmaður Borisar, Michael Gove, baráttubróður sinn í bakið án nokkurs fyrirvara. Í framhaldinu ultu báðir út af sviðnu. Þá leit út fyrir að flokksfólk fengi að kjósa á milli tveggja kvenna, The- resu May og Andreu Leadson. Þá missti sú síðar- nefnda út úr sér í samtali við fréttamann það furðu- sjónarmið að Theresa May væri í rauninni óhæf til að verða forsætisráðherra því að henni hefði ekki auðn- ast að verða móðir. Eftir þennan dómgreindarskort varð Leadson úr leik og May sjálfkjörin en bauð reyndar Leadson svo sæti í ríkisstjórn sinni. Sjálfkjör Theresu May þótti skila einkar aumum ár- angri í ljósi nýliðinnar sögu og því talið brýnt að al- mennir flokksmenn yrðu ekki sviknir um sína aðkomu í þetta sinn, og það þótt Boris Johnson hefði, þvert á spár, hlotið yfirburða stuðning í þingflokki sínum. Allar kannanir höfðu sýnt að enginn leiðtogi hefði annað eins fylgi hjá „grasrót“ flokksins og Boris Johnson. Því var talið að þar færi hin eiginlega krýn- ingarathöfn fram, og yrði aðeins fjölmennt forms- atriði. Ekki síst þar sem Jeremy Hunt, hitt leiðtoga- efnið, hafði barist hart gegn útgöngu Breta við þjóðaratkvæðið og jafnan fylgt May án þess að gera nokkra athugasemd við hennar klaufaspörk við fram- kvæmd á vilja fólksins. Reyndar höfðu ýmsir haft á orði, þegar fabúlerað var um þessa stöðu, að Boris ætti enn einn snúinn andstæðing að fást við áður en að útidyrnar í Down- ingstræti opnuðust. Sá andstæðingur væri einkar óútreiknanlegur. Nágrannapakk pjakkar í Og strax á fyrstu dögum eftir að verkefnið færðist úr þinghúsinu til flokksfólksins virtist að sá slyngi og óútreiknanlegi, það er Boris sjálfur, væri mættur og hefði komið óvæntum hælkrók á sjálfan sig. En hann fékk til þess hjálp. Á daginn kom að hatrammir and- stæðingar flokks hans bjuggu í húsinu þar sem Boris og sambýliskona deildu íbúð. Þeir höfðu komið fyrir upptökutækjum sem náðu samtölum og hljóðum úr íbúð nágranna þeirra. Þegar þetta breska báruaf- brigði varð heyrinkunnugt og þessir persónunjósn- arar voru ekki handteknir tóku fjölmiðlar að elta Bor- is og heimta að hann gerði grein fyrir hugsanlegum ásteytingarsteinum í sambúðinni og af hverju hann hefði t.d. heimtað að hundur heimilisins hunskaðist ofan af tölvuborði leiðtogaefnisins. Þessir blaðamenn töldu augljóslega betra að hundurinn skrifaði uppkast að ræðum en Boris sjálfur. Boris tók eina pólinn í stöðunni sem til greina kom. Hann neitaði að ræða einkamál sambúðarfólksins (og hundsins). Hann vissi að um leið og sá krani yrði opn- aður yrði ekki um annað fjallað. Hunt keppinautur hans stóðst ekki mátið og sagði að þetta sýndi að Johnson ætlaði sér að komast hjá því næstu fjórar vikurnar að svara „réttmætum spurningum“. Þá vitn- aði hann til þess að Johnson hafði ákveðið að gera ekkert með það þótt hin og þessi sjónvarpsstöðin væru að reyna að hrifsa til sín dagskrárvaldið og til- kynna kappræður á milli leiðtogaefnanna að sínum hentugleikum og þeir skyldu rétt ráða því frambjóð- endur hvort þeir mættu eða ekki. Þetta hentaði Hunt prýðilega þar sem hann var varla hálfdrættingur í fylgi á við keppinautinn meðal flokksfólks og gat því aldrei tapað á þessum til- burðum. En baráttan snýst nú eingöngu um hjörtu og sálir flokksbundinna íhaldsmanna og því fráleitt að færa baráttuna á allt annan vettvang og láta eins og um al- mennar kosningar á landsvísu sé að ræða. Þá væri verið að snuða flokksfélagana. Og það eiga menn ekki að gera. Morgunblaðið/Eggert ’Reyndar höfðu ýmsir haft á orði, þegar fabúlerað var um þessa stöðu, að Boris ætti enn einn snúinn andstæðing að fást við áður en að útidyrnar í Downings- træti opnuðust. Sá andstæðingur væri einkar óútreiknanlegur. 30.6. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.